Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 34

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur: Samþykkt að ráða Brynjólf Bjarna son í stöðu framkvæmdastjóra ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á föstudag að ráða Brynjólf Bjarnason hagfræðing í stöðu Framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, en atkvæði féllu þannig að 4 fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu Brynjólfi atkvæði, en þrír seðlar voru auðir. I upphafi fundarins voru lagðir fram undirskriftalistar með nöfnum 155 starfsmanna Fiskiðjuvers BÚR, þar sem stuðningi var lýst yfir við Einar Sveinsson í stöðu fram- kvæmdastjóra og þá var lagt fram bréf Svavars Svavarssonar fram- leiðslustjóra og Magnúsar Magnús- sonar yfirverkstjóra þar sem sagt var að í tilefni af undirskriftum þeirra til stuðnings við Einar Sveinsson í stöðu framkvæmda- stjóra, vildu þeir að fram kæmi að þeir hefðu einnig átt gott samstarf við Björgvin Guðmundsson og til hans bæru þeir fyllsta traust. Þá voru ennfremur lagðir fram undir- skriftalistar með nöfnum starfs- manna í birgðastöð og sjómanna, auk 6 skipstjóra á togurum BÚR, þar sem stuðningi var lýst yfir við Björgvin Guðmundsson og þess óskað að hann gegni áfram stöðu framkvæmdastjóra. Er hér var komið sögu á fundin- um kom fram tillaga frá fulltrúum vinstri flokkanna í ráðinu, þeim Sig- urjóni Péturssyni (Abl), Kristjáni Benediktssyni (F) og Bjarna P. Magnússyni (Afl), þar sem lagt var til að útgerðarráð sameinaðist um að kjósa aðeins á milli núverandi framkvæmdastjóra BÚR, þar sem ljóst væri af störfum þeirra að þeir væru til starfsins hæfir og fyrir lægju yfirlýsingar frá meirihluta starfsfólks um stuðning við þá. Þessari tillögu var vísað frá með 4:3 atkvæðum, en samþykkt tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þar sem lagt var til að atkvæði yrðu greidd um alla umsækjendur, þar sem ekki væri ástæða til að úr- skurða neinn umsækjanda óhæfan til starfsins fyrirfram. Hins vegar fæli tillaga minnihiutans i sér óskir um ólýðræðisleg vinnubrögð. Að þessu loknu bókaði fulltrúi starfsfólks, Jóhanna Á. H. Jó- hannsdóttir þá skoðun sina að með vísan til undirskrifta starfsfóiks teldi hún að velja ætti fram- kvæmdastjóra með tilliti til þeirra. Áður en atkvæði voru greidd um umsækjendur bókuðu hinir þrír fulltrúar vinstri manna í útgerðar- ráði eftirfarandi: „Við greiddum á sínum tíma at- kvæði gegn þeirri skipulagsbreyt- ingu, sem gerir ráð fyrir, að í stað tvískiptingu fyrirtækisins í veiðar og vinnslu, þá komi fjórskipting með raunverulegum framkvæmda- stjórum yfir hverri grein og auk þess einum yfirframkvæmdastjóra. Þá þegar lá ljóst fyrir, að engin atriði í rekstri fyrirtækisins eða af- komu gáfu tilefni til þessara breyt- inga. Nú er að koma í ljós, að hið raun- verulega markmið með þeim, er það að víkja úr starfi tveim mönnum, sem unnið hafa fyrirtækinu gott starf af samviskusemi, trúmennsku og dugnaði til að rýma sæti fyrir pólitískt vel þóknanlegan fram- kvæmdastjóra bókafélags, sem ekki er kunnugt um, að hafi neina þekk- ingu á útgerð eða fiskvinnslu. Við fulltrúar minnihluta útgerð- arráðs fordæmum þessi vinnubrögð, sem við teljum, að muni stórskaða fyrirtækið og höfnum alfarið að taka þátt i skrípa-atkvæðagreiðslu." Að þessu loknu voru greidd at- kvæði og hlaut Brynjólfur Bjarna- son hagfræðingur 4 atkvæði, en þrír seðlar voru auðir. „f MÍNDM huga liggur þetta mál Ijóst fyrir, ég tel að það sé verið að bola mér frá Bæj- arútgerð Reykja- víkur af pólitískum ástæðum og að sjálfstæöismenn í útgerðarráði með formanninn og borgarstjóra í broddi fylkingar séu að ýta mér úr embætti framkvæmda- stjóra vegna þess að ég var forystu- maður Alþýðuflokksins f borgar- stjórn og einn af oddvitum vinstri meirihlutans árin 1978—1982,“ sagði Björgvin Guömundsson, fram- kvæmdastjóri BÚR í samtali við Mbl., en sem kunnugt er hefur út- gerðarráð nú samþykkt að ráða ann- Að því loknu bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi: „Við lýsum undrun okkar á því að minnihluti útgerðarráðs firri sig ábyrgð á vali framkvæmdastjóra BUR með því að neita þátttöku í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi umsóknir. Sá umsækjandi sem meirihluti an til starfans, en núverandi fram- kvæmdastjórum hefur verið sagt upp. „Eg tel að núverandi ráðamenn borgarinnar séu að reyna að ná sér niður á mér af þeim sökum, að ég átti hlut að því að ýta Sjálf- stæðisflokknum úr valdastóli í höfuðborginni og stóð að myndun vinstri meirihluta. Þetta er megin ástæðan og mér finnst undarlega að farið vegna þess að ég hélt að slíkar pólitískar atvinnuofsóknir heyrðu sögunni til og ættu sér ekki stað lengur," sagði Björgvin. „Þegar við fórum með stjórn Reykjavíkurborgar 1978—1982, þá kom það upp að hreinsa ætti til í embættismannakerfinu. Okkar stuðningsmenn töluðu þá um það, útgerðarráðs hefur nú kjörið í starf framkvæmdastjóra er þekktur fyrir dugnað og hæfni I stjórnun og rekstri fyrirtækja." Að síðustu bókuðu þrír fulltrúar vinstri manna eftirfarandi: „í fyrri bókun sinni á þessum fundi töldu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins það sérstaklega ólýðræð- islegt að greiða einvörðungu at- kvæði um núverandi framkvæmda- stjóra. Eins og bókun okkar og síðan at- kvæðagreiðsla ber með sér þá voru Sjálfstæðismenn að beita hreinum blekkingum með slíkri gerviat- kvæðagreiðslu því þeir höfðu þegar ákveðið að hafna fimm umsækjend- um af sex.“ hvort við ætluðum ekki að láta einhverja sjálfstæðismenn í kerf- inu víkja og vildum við það ekki og vísuðum því á bug. Nú tel ég að það sé búið að taka það upp og marka þá stefnu, að þannig eigi að fara að í framtíðinni. Mér þótti mjög vænt um það að allir skipstjórar togaraflota BÚR lýstu yfir stuðningi við mig og óskuðu eftir því að ég gegndi starfi framkvæmdastjóra áfram," sagði Björgvin. Áð lokum sagði Björgvin: „Auk þess er mér kunnugt um það að núverandi formaður útgerðarráðs hefur í mörg ár unnið að því að koma Einari Sveinssyni frá fyrir- tækinu af persónulegum ástæð- um.“ Hélt að pólitískar atvinnu- ofsóknir heyrðu sögunni til - segir Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri BÚR radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar kennsla Píanókennsla Tek aö mér nemendur,í einkatíma. Uppl. í síma 52349. XFélagsstarf SjáWstœðisflokksins] Kópavogur — Kópavogur Spilakvöld Sjálfstæöisfélag Kópavogs auglýsir: okkar vinsaelu spilakvöld, halda áfram þriöjudaginn 18. október kl. 21 stundvíslega. Spllaö er í Sjálf- stæöishúsinu, Hamraborg 1. Glæsileg kvöld- og heildarverölaun. Allir velkomnir. Kaffiveitlngar Stjórn Sjálfstæólsfélags Kópavogs. Keflavík Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Keflavíkur veröur haldinn þrlöjudaglnn 18. október í Sjálfstæöishúsinu í Keflavík og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin. Þorlákshöfn Á réttri leiö Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn miövikudaginn 19. október, kl. 20.30 í Fé- lagsheimilinu. Sverrir Hermannsson, iönaö- arráöherra, ræöir störf og stefnu ríkisstjórn- arinnar. Þingmenn flokkslns í kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn. Noröurlandskjördæmi vestra Aöalfundur kjördæmlsráös Sjálfstæölsflokkslns I Noröurlandskjör- dæmi vestra veröur haldinn á Sauöárkróki laugardaglnn 22. október 1983. Fundurinn hefst kl. 1.00 eftlr hádegl í Sjálfstæólshúsinu Sæ- borg. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Stjórnmálaviöhorflö og stefna rfkisstjórnarlnnar, Sverrir Her- mannsson iönaöarráöherra. 3. Önnur mál. Stjórn kjördæmlsráós. Aðalfundur Norræna félagsins í Garöabæ verður haldinn i félagsmiðstööinni Garöa- lundi í Garðaskóla þriöjudaginn 25. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Skagafjöröur — Sauöárkrókur Aöalfundur Vikings, félags ungra sjálfstæölsmanna í Skagafiröl, verö- ur haldinn miövikudaginn 19. okt. næstkomandi kl. 20.30 í Sæborg. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins. Suöurnes: Á réttri leiö Almennur stjórnmálafundur veröur haldlnn mánudaginn 17. október kl. 20.30 í samkornu- húsinu Stapa. Geir Hallgrímsson utanríkisráö- herra ræöir störf og stefnu ríkisstjórnarlnnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta enn- fremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæóisflokkurinn Grundarfjöróur: Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur haldlnn sunnudaginn 16. október kl. 16.00 i félagsheimlli kirkjunnar. Albert Guömundsson fjármálaráö- herra ræöir störf og stefnu ríklsstjórnarlnnar. Þingmenn flokksins i kjördæminu mæta enn- fremur á fundinn. Allir velkomnlr. Sjálfstæölsflokkurlnn Mýrasýsla — Borgarnes Fulltrúaráö Sjálfstæóisfélaganna í Mýrarsýslu heldur fund í Sjálfstæö- ishúsinu í Borgarnesi mánudaginn 17. oklóber kl. 21. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnln. Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Almennur félagsfundur veröur haldlnn sunnudaginn 16. október nk., kl. 15.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðlsflokksins. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag ísafjarðar Framhaldsaðalfundur félagsins verður hald- inn að Hótel ísafirði mánudaginn 17. október 1983 kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.