Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 26

Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 ÁHUGAMENN ATHUGIÐ Ættfræðirit Fáanleg eru m.a. eftirtalin ættfræöirit hjá Sögu- steini — bókaverslun, Týsgötu 8 (viö Óöinstorg): Staöarfellsætt, örfá eintök. Niöjatal Ólafíu Hjálmrósar Ólafs- dóttur, fáeln elntök. Ævi og ætt Halls Jónssonar frá Byggöarholtl í Skaftafellssýslu, örfá eintök. Framætt og niðjatal Guömundar Bjarnasonar og Guönýjar Arngríms- dóttur á Hafurshesti, fáein eintök. Svalbarösstrandarbók, örfá eintök. islenskir Hafnarstúdentar, fáein ein- tök. Minningarbók islenskra hermanna. Áar og niöjar, ævi og ættir Póturs Einarssonar og Ingileifar Siguröar- dóttur frá Ormsstöðum. Hjaröafellsætt. Blöndalsættin. Ættir Þingeyinga. Bókageröarmenn. Æviskrár samtíöarmanna. Skagfirskar æviskrár. Borgfirskar æviskrár. Rangvellingabók. Manntal á islandi 1801, 1816 og 1845. Alþingismannatal. Lögfræöingatal. Skipstjóra- og stýrimannatal. Framætt og niöjatal Einars Jóns- sonar og Úlfhildar Guömundsdótt- ur, fáein eintök. Niöjatal Páls Breckmanns, fáein eintök. Vestur-íslenskar æviskrár, örfá eln- tök. Ættartala sjálfseignarbónda Péturs Jónssonar og k.h. Ingibjargar Ein- arsdóttur. Ættartal Þorsteins Eyjólfssonar á Mel á Seltjarnarnesi. Ættartala barna Jóns Borgflröings. Niöjatal Gunnlaugs Brlem sýslu- manns. Ættartala Sæmundar Jónssonar á Járngeröarstööum i Grindavík. Ættartala Vilborgar Eiríksdóttur í Kotvogi. Ættarbókin, og ýmis eldri og yngri ættfræöirit. Upplýsingar og pantanir aö Týagötu 8, eöa í síma 28179. SÖGUSTEINN - BÓKAVERSLUN, Týsgötu 8, Rvík. — Sérverslun meö eldri og yngri bækur um ættfræöi og þjóölegan fróöleik. stofuveggeiningar Margar gerðir Verð frá kr. 17.910. Einnig furusófasett frá kr. 9.980,- Furusófaborð margar gerðir. Leðursófasett margar gerðir frá kr. 24.960.- Eldhúsborð í úrvali. Góðir greiðsluskilmálar. Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Sími 54343. SVIPMYND Á SUNNUDEGI James G. Watt - óvönduð ummceli urðu honum að falli „Elskan mín, orðaforðinn er ágœtur, en hljómfallið er bara ekki rétt, “ sagði háð- fuglinn Mark Twain eitt sinn við konu sína er hún apaði eftir honum blóts- yrðarunu, ef það mœtti verða til þess að hann átt- aði sig og blótaði minna. Þessi ummœli hans þykja eiga vel við nú þegar um- rœða um afsögn James G. Watt, fyrrum innanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, stendur enn sem hœst. James G. Watt, fyrrum innanrfkisráðherra. Margir eru nefnilega þeirrar skoðunar í Bandaríkjunum, að óheppileg ummæli Watt um skip- an nefndar einnar hefðu e.t.v. ekki valdið jafn miklu fjaðrafoki og raun bar vitni ef aðeins hefði leynst í þeim broddur af kímni- gáfu. Samkvæmt ummælum blaða og tímarita er Watt ágætlega gef- inn, en gersneyddur allri kímni- gáfu. Hæfur ráðherra Sum þeirra telja meira að segja, að Watt hafi verið einhver hæfasti innanríkisráðherra Bandaríkj- anna um langt skeið. Gallinn við hann hafi aftur á móti verið sá, að hann hafi ekki verið mikill stjórn- málamaður í sér, en þeim mun meiri bókstafstrúarmaður. Þá fékk hann orð á sig fyrir að líta einatt á þá, sem ekki voru honum sammála sem óvini sína. Þótti sú afstaða honum lítt til framdrátt- ar. Watt þykir jafnan koma mjög vel fyrir, jafnt í einkalifi sínu sem starfi. Hann virðist hins vegar haldinn þeirri áráttu að sleppa aldrei neinu tækifæri til að hæð- ast að fólki. Voru vinir hans ekki undanskildir í þeim efnum. Haft var eftir samstarfsmanni hans í innanríkisráðuneytinu, að frami hans í stjórnmálunum hafi verið of skjótur. „Með lengri aðlögunar- tíma hefði honum e.t.v. lærst meiri kurteisi og tillitssemi." Frægt er dæmi frá því í júní á þessu ári. Hann hélt þá ræðu á ráðstefnu með fulltrúum olíu- iðnaðarins og hlaut dynjandi lófa- tak að launum. Þegar hann svo efndi til blaðamannafundar að ráðstefnunni lokinni sendi hann blaðamanni viðkomandi bæjar- blaðs tóninn svo um munaði. Eng- inn vissi af hverju. Ritstjóri blaðs- ins The Oil Daily varð svo hneykslaður á framferði ráðherr- ans, að hann tók hann til bæna í blaði sínu, sem annars er þekkt fyrir hófsamleg skrif. Traustsyfirlýsing Til stóð að efna til atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu við Watt á þinginu á morgun, 17. Undir hausthimni Garðyrkja Hafliöi Jónsson Nú þegar lauf hefur fallið af flestum trjám, þá ætti að hefjast handa og skerða þau tré sem slúta út yfir gangstéttir og geta valdið vegfarendum óþægindum. Einnig mætti huga að þeim trjám sem valda skugga í garði nágranna og fækka á þeim greinum svo að sól fái að skína í gegn um laufkrónur þeirra á næsta sumri. Við verðum að sýna fulla tillitssemi í okkar ræktunarstarfi. Það væri óverðugt stolt fyrir okkur að hreykja okkur yfir fallegu tré sem veldur öðrum ama. Hafa ber í huga að það getur einnig orðið trjám til bóta ef krón- ur þeirra eru grisjaðar. Þá er þeim ekki jafn mikil hætta búin í snjómiklum vetrum og stórviðr- um. Séu tré klippt strax eftir lauffall er líka kjörið að hagnýta limið, sem fellur til, og leggja það yfir steinhæðir eða fjölær blóma- beð og breiða þar yfir laufið, sem nú liggur hvarvetna í hrönnum á gangstéttum og við girðingar eða á öðrum stöðum, þar sem það hef- ur sópast saman í haustvindunum. f seinasta spjalli var vikið að því, hve mikilvægt er að vatni sé veitt frá öllum gróðurbeðum og reyndar er það algjör forsenda fyrir því, að fjölærar plöntur lifi af vetur, að sæmilega þurrt sé í kringum rætur þeirra. Það er líka nauðsynlegt að yfirbreiðsluefni sé létt og loftmikið og að í því haldist ekki of mikil væta. Mosi er t.d. afleit yfirbreiðsla nema hann liggi ofan á hrísi, sem pappi eða plast hefur verið lagt á áður en mosinn er lagður yfir. Sama gildir t.d. um hefilspæni, en aftur á móti er hverskonar hálmur kjörinn sem yfirbreiðsla næst plöntunum og ofan á hálminn má síðan moka mold eða öðru efni sem ver hann foki. Nær undantekningarlaust er gagnlegt að sáldra úr einum eða tveimur hnefum af grófum sandi meðfram plöntum fyrir veturinn og gildir það jafnt fyrir harðgerð- ar piöntur sem hinar viðkvæmari. Þegar litið er yfir þann gróður, sem fólk er farið að fást við rækt- un á í görðum hér á landi, er það með ólíkindum hve fjölbreytnin er orðin mikil, en það segir sig sjálft að margt af þeim gróðri gæti tæp- ast lifað hér af ef fólk, sem af alúð og ánægju fæst við ræktun, legði ekki á sig stöðuga árvekni og vinnu við að sinna því sem erfitt á uppdráttar af suðlægum tegund- um, jafnt með sumarskjóli og vetrarumbúnaði. Ræður þar mestu um árangur hvað fólk sýnir mikla hugkvæmni og skilning á líðan þeirra plantna, sem það hef- ur í fóstri. Marga hef ég heyrt halda því fram að tilgangslaust sé að basla hér við ræktun jurta sem lifi ekki af grimmar vetrarhörkur og vit- anlega þurfum við að leita eftir sem flestum tegundum harðgerðra jurta, en engu að síður er nokkuð á sig leggjandi til að njóta samvista við hin veikbyggðari blóm jarðar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.