Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Konur úr Stjömunni dansa á pallinum. Hópurinn bíður eftir rútunni sem flytja á þær á æfingu. Vöktu mikla athygli á fimleikasýningunni sem fram fór á Italíu Þann 25. júní síöastliðinn lagöi af stað til Ítalíu flokkur frá fimleikafé- laginu Björk í Hafnarfiröi. Þetta er nýstofnaður flokkur en í honum eru stúlkur sem hættar eru að æfa fim- leika sem keppnisgrein en ætla að halda áfram við sýningar. Ferðinni var heitið til lítils bæjar á Ítalíu sem heitir Albenga og liggur nálægt landamærum Mónakó og Frakk- lands. Þar er á hverju ári haldin fimleikahátíð þar sem fram koma hópar frá mörgum þjóðum. Þriðja hvert ár er hátíðin mun stærri í snið- um og glæsilegri en hin tvö árin og svo var einmitt í þetta sinn. Við flugum til Luxemborg eldsnemma að morgni til. Frá Lux. fórum við síðan til Karlsruhe í Þýskalandi því að þar bættist í hópinn fyrrverandi formaður fé- lagsins, Anna Kristín Jóhannes- dóttir, en maður hennar er þar við nám. Frá Karlsruhe tókum við næturlest til Albenga. Var stór- kostlegt að keyra um Alpana, stjörnur fyrir ofan okkur en Ijós frá smábæjunum fyrir neðan, þeg- ar brunað var upp og niður fjallshlíðarnar. Við komum til Al- benga um kl. 11 að morgni 26. júní. Það beið okkar rúta á brautarstöð- inni sem ók með okkur til hótels- ins okkar (Hotel Welcome) en þar fengum við tvær íbúðir til umráða. Þar hittum við hinn íslenska hóp- inn, konur úr Stjörnunni í Garða- bæ en þær höfðu komið daginn áð- ur. Þegar við höfðum komið okkur fyrir fórum við í smá skoðunar- ferð niður á ströndina og um næsta nágrenni, en hún var aðeins 3—4 mínútna gang frá hótelinu. Albenga er gamall bær, t.d. er gamli miðbærinn allur frá tímum Rómverja. Þegar við komum degi fyrir sýninguna var búið að skreyta allan bæinn hátt og lágt. Sýningin hófst á mánudags- kvöldi með því að farin var 1 xk tíma skrúðganga i gegnum bæinn og endað á hátíðarsvæðinu. Þessi skrúðganga var farin fyrir bæj- arbúa sem fylltu gangstéttirnar og hylltu sýnendur. Sýningin átti að standa yfir í 6 daga, þ.e. í fimm daga þar sem allir sýndu en sjötta daginn var búið að velja 5 bestu hópana af þeim 43 sem alls komu fram. Það var mjög gaman að sýna þarna, sérstaklega á útisvæð- inu, því að sýningarnar fóru alltaf fram á kvöldin svo að bara sýn- ingarpallurinn var upplýstur. Var það sérstök tilfinning að sýna með stjörnubjartan himininn yfir sér og nutum við þess til fulls. Á þriðjudagskvöldi áttum við að koma fram bæði í húsi og á úti- palli. Við kláruðum okkur af með innisýninguna en þegar kom að okkur að sýna úti var komið ský- fall og pallurinn orðinn eins og pollur. Við úr Björkunum urðum að hætta við að sýna vegna slysa- hættu, en konurnar úr Garðabæ sýndu þarna í grenjandi rigningu við mikinn fögnuð og lófaklapp áhorfenda. Okkur íslendingunum var mjög vel tekið og sýndum við frá Björkunum mánudag og þriðjudag, vorum valdar í sjón- varpsupptöku á fimmtudegi, sýnd- um aftur á föstudegi og vorum síð- an valdar sem einn af fimm bestu hópunum til að koma fram á laug- ardagskvöldinu, en það var sein- asta kvöld sýningarinnar og hald- ið með miklum glæsibrag. Komu þá einnig fram utanaðkomandi skemmtikraftar t.d. heimsmeist- ararnir á trampólíni frá Frakk- landi, {talíumeistararnir í Rock- Acrobatic dansi og ítalski meist- arinn í nútíma fimleikum. Á miðvikudegi voru engar sýn- ingar en boðið var upp á ferðir til ýmissa staða og kusum við ísiend- ingarnir að fara til Mónakó og Nice og var það í alla staði mjög skemmtileg ferð. Við gengum um götur Mónakó, sáum m.a. Rolls Royce og tannbursta úr gulli — fórum svo einnig að skoða fursta- höllina en spilavítið var því miður lokað. Við skoðuðum einnig höfn- ina með öllum sínum risalysti- snekkjum. í Nice voru okkur sýnd öll helstu hótelin en gistingin þar fyrir eina nótt var svo dýr að alla svimaði við að heyra upphæðina (ca. ein mánaðarlaun). Það var líka „æðislegt" að sjá fallegt og Garry bóksali og konur úr Stjörnunni. fjölbreytilegt landslagið, skjanna- hvítan sandinn á ströndinni og himinblátt hafið en því miður gafst ekki tími til að njóta þess. Sjónvarpsupptakan daginn eftir ferðina, á fimmtudegi, var nú líka alveg sér kafli út af fyrir sig. Hún var að degi til, strax eftir hádegið, í miðri „síestunni" svo að fólk virt- ist ekki vera fullkomlega vinnu- fært. Alla vega fór allt úr skorð- um, músíkin klikkaði hjá nokkrum (byrjaði t.d. inni í miðju lagi hjá okkur) dýnurnar fuku til hjá öðr- um, en engu var hægt að breyta eða endurtaka því að þessari ring- ulreið var sjónvarpað beint til milljóna áhorfenda sem ábyggi- lega hafa þó skemmt sér alveg ágætlega. Þar sem að sýningarnar fóru eingöngu fram á kvöldin höfðum við góðan tíma til að skoða okkur um í bænum, versla og liggja á ströndinni. Einu sinni þegar við vorum að labba í gegnum gamla miðbæinn gengum við framhjá bókaverslun, þar sem var stórum stöfum skrifað á gluggann „Vel- komin ísland" og var öll skreyting í honum íslensk. Við fórum auðvit- að inn og töluðum við eigandann og kom þá í ljós að hann hafði geysilegan áhuga á íslandi og var meira að segja á leið hingað árið 1984. Síðasta daginn fórum við til að þakka honum fyrir og gefa hon- um gjöf og var þá komin ný gluggaskreyting, öll í íslensku fánalitunum „Bless ísland". Við afhentum honum gjöfina og þökk- uðum honum kærlega fyrir hlýleg- ar móttökur. Hann sagði okkur að hann væri nýbúinn að fá upp- hringingu frá framkvæmdastjóra sýningarinnar um að hann hefði fengið 1. verðlaun fyrir glugga- skreytingu. Konurnar úr Stjörn- unni fóru síðan til hans, dönsuðu þær eftir laginu Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn, og færðu hon- um síðan bók, sem var árituð með nöfnum okkar allra frá íslandi. Þrjár þeirra voru í íslenska þjóð- búningnum en hinar voru í bolum merktum ísland. Vöktu þær að vonum mikla athygli og var margt fólk sem stoppaði þarna í göngu- götunni til að fylgjast með. Garry, bóksali og fslandsvinur, færi síðan öllum hópnum blóm, „slides"- myndir frá Albenga og litlar flöskur með sandi frá ströndinni. Konurnar úr Garðabæ fóru snemma á laugardagsmorgni, því að þær þurfti að vera mættar á sýningu í Svíþjóð á sunnudag. Við frá F. Björk fórum nokkrum dög- um seinna og var gist í Þýskalandi í Karlsruhe í bakaleiðinni til að eyða þeim fáu krónum sem eftir leyndust. Allir eru mjög ánægðir með þessa ferð, sem fór fram úr björtustu vonum hvað móttökur og mótstað snerti. Með Ítalíukveðju, Fimleikafélagið Björk, Hlín Árnadóttir, fararstjóri, Brynhildur Skarphéðinsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðrún Björk Kristinsdóttir, Karólína Valtýsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sjöfn Jónsdóttir, Svava Mathiesen. Bjarkirnar í einu sýningaratriði sínu. íslenski hópurinn á hátíðarsvæðinu. Beðið eftir því að skrúðgangan hefjist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.