Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Chaplin við töku myndarinnar „A Woman of Paris árið 1923, ári áður en hann hóf gerð Gullæðisins. GULLNAR MINNINGAR Chaplin í frægu atriði í fjallakofanum í Gullæðinu. Regnboginn: GullæÖið — The Gold Rush Leikstj&rn, handrit, fram- leiðandi: Charles Chaplin. Kvikmyndataka Rollie Totheroh, Jack Wilson. Að- alhlutverk: Chaplin, Georgia Hale, Mack Swain, Bert Morrisey, Malcolm Waite. Bandarísk, gerð 1925. Myndirnar hans Chaplin, einkum þær með litla flækingnum, eru sígild sjónarspil um gaman og alvöru lífs- ins — þar sem kostir mannskepn- unnar verða löngum göllunum yfir- sterkari. Fáar myndir eru því jafnvel fallnar til endursýninga hverri kynslóð til gleði og endurmats manngildis og meistaraverk ('hapl- ins frá öðrura og þriðja áratugnum. Þær geisla af töfrum snillingsins, hver gretta eða hreyfing getur komið áhorfandanum til að gráta af hlátri og viðkvæmnin er heldur aldrei langt undan. Það er vel til fundið að hefja endursýningar Chaplinmynda að þessu sinni með Gvllœdinu (sjálf- ur hef ég ekki orðið tölu á hversu oft ég hef séð sumar þeirra — en flestar eiga þær það sameiginlegt að vera gullnar minningar), því sjálfur sagðist meistarinn vona að menn myndu sig helst af henni. Og ég er ekki einn um að álíta þetta 58 ára meistaraverk sem eina bestu skopmynd allra tíma. í Gullœðinu leikur Chaplin — í gervi litla flækingsins — gullgraf- ara í Klondike, sem bögglast úr einum óförunum í aðrar. I upphafi sjáum við hann klöngrast eftir einstigi utan í hengiflugi — með bjarndýr á hælunum. Og I sönnum anda litla mannsins taka ein vandræðin við er öðrum lýkur og fjendur hans bera löngum yfir hann höfuð og herðar. Eftir ævintýri á fjöllum uppi, sult og góðmálmaleysi, heldur Chaplin aftur niður í byggð, þar sem ástin hvelfist yfir hann, er hann sér eina af dansmeyjunum á þorpskránni. En allt snýst til hins verra í höndum lítilmagnans uns gamall fjallafélagi hans birtist á nýjan leik. Með hjálp litla manns- ins finna þeir gnótt málmsins góða og koma að lokum af fjöllum moldríkir. Og eins og Chaplin seg- ir í textanum, þá fær Gullædið svo sannarlega giftusaman endi — happy ending. Það er unun að fylgjast með meistaranum frá upphafi til enda Gullœðisins. Hvert atriðið öðru betra, hugmyndaflugið með ein- dæmum, látæðið og svipbrigðin hnitmiðuð. Inn í skopið blandast svo hugljúf ástarsaga litla flæk- ingsins og barstúlkunnar með gullhjartað; þá leikur Chaplin sér að hinum viðkvæmari tilfinning- um áhorfandans og tekst engu síð- ur að slá á strengi sorgarinnar en gleðinnar. Mörg atriði Gullæóisins eru ógleymanleg — sígild. 1 þeim fara saman einstakt skopskyn og hug myndaflug, ólýsanlegt látbragð og snilldarleg tímasetning. Nægir að nefna dans brauðsnúðanna; veisluborið á Þakkargjörðardag á heiðinni, í hungri og hríðarbyl og engin krás á borðum önnur en mauksoðinn skógarmur flækings- ins og reimin eina meðlætið; darrðardansinn í fjallakofanum er hann vegur salt á klettabrúninni, og svo mætti lengi telja. Sjálfsagt þykir mörgum ekki mikið til tæknibragðanna koma, en þá er hollt að hafa í huga að Guílæðið er hartnær sextíu ára gömul og þá getur maður ekki annað en dáðst að útliti hennar. Reyndar er hér ekki um 150 mín. frumútgáfuna að ræða, heldur þá styttri sem Chaplin klippti niður í 70 mín. árið 1941 og samdi við tón og texta sem hann las síðan inn á filmuna. Það er tilhlökkunarefni að vita af Chaplinhátíðinni í Regnbogan- um á næstu mánuðum sólarleysis og suddaveðra. Ég vona að einstök kímnigáfa og ekki síður mann- gæska meistara Chaplin megi fylla hjörtu áhorfenda birtu og gleði, á hvaða aldursskeiði sem þeir eru — enn sem fyrr. Og skilja eftir í huganum gullnar minn- ingar. Sæbjörn Valdimarsson. KIKT INNI KVIKMYNDAHÚSIN Á meðan ég var á ferðalagi er- lendis í rúman mánuð, hefur tals- vert vatn runnið til sjávar í kvik- myndahúsunum. Sögulegasta má telja frumsýn- ingu íslensku myndarinnar Nýtt líf — vanir menn, í Nýja bíói, sem fjallar um brall tveggja æringja úr bænum á vertíð í Eyjum. Við- skipti þeirra við aflann og eyjar- skeggja. Myndin hlaut jákvæða dóma fyrir skemmtilegheit og fýs- ir mig að sjá hana við fyrsta tæki- færi. Regnboginn hóf sýningar á Öðr- um dansi, sænskri mynd, leik- stýrðri af Lárusi Ými Oskarssyni og hefur hún hlotið allgóða dóma undantekningarlítið hér og er- lendis. Leigumorðinginn með Belmondo er heldur flausturslega gerð. Söguþráðurinn endasleppur og at- burðarásin illa útskýrð og flestar persónurnar hanga í lausu lofti. Hins vegar er oft talsverð spenna í átakaatriðum myndar- innar og Belmondo er ætíð jafn frísklegur þó árin líði. Hefur skrattakornið ekkert breyst frá því hann fletti uppum Jean Se- berg, sællar minningar. í Á Bout de Souffle Godards í Firðinum um árið! Shirley McLain, James Coburn og fleiri góðir leikarar gera stutt- an stans í A-sal Regnbogans í myndinni Lausakaup í læknastétt. Ástæðan er sú að í dag, (13.10), er frumsýnd, (rétt einu sinni), ein af eldri myndum meistara Chaplin, Gullæðið — The Gold Rush og mun ég fjalla nánar um þetta sígilda verk, annars staðar í blaðinu. í Bíóhöllinni varð ég fyrir tals- verðum vonbrigðum með hina um- töluðu mynd Coppola, One From The Heart, sem kom kvikmynda- veri hans og fjárhag endanlega á kaldan klakann. OFTH, eða Glaumur og gleði í Las Vegas, sem er heiti myndar- hittir aðra en nær svo að lokum gömlu vinkonunni á nýjan leik úr örmum kvennagullsins. Og allt fellur í ljúfa löð. Vissuiega eru tjöldin hrífandi, (og titlarnir smart), tónlistin áheyrileg, ekki síst söngur Crystal Gayle. Þá má sjá allgóða spretti hjá Teri Garr, Harry Dean Stant- on og Raul Julia, þeim magnaða, vel þekkta leikara sem komið hef- ur við sögu fjölmargra, frægra Broadway-söngleikja í seinni tíð. En þetta dugar hreint ekki til að lífga nóg uppá útslitið efni og ófrumlega leikstjórn Coppola, sem stjórnaði þessu nýjasta stórvirki sínu mestmegnis með hjálp mynd- bandatækninnar. Enn gefur að líta í Bíóhöllinni mun betri mynd eftir Coppola, sem er Ctangarðsdrengirnir og Laumuspil, eftir annað undrabarn bandarískrar kvikmyndagerðar á síðasta áratug, Peter Bogdano- vich, sem hefur ekki getað fylgt eftir mikilleik sinna fyrstu verka. Þá býðst enn tækifæri að sjá Get Crazy í kvikmyndahúsinu, en myndin „floppaði" hér sem í Vest- urheimi. f Laugarásbíói standa enn yfir sýningar á mynd Carpenters, The Thing. Má segja að hún sé frekar sniðin í kringum ótrúlegar tækni- brellur og hryllingsleikbrúður, en persónur myndarinnar og er það megingalli hennar. En það verður gaman að sjá hvernig þessum at- hyglisverða leikstjóra tekst til við kvikmyndagerð nýjustu bókar Stephen King, Christine, (sem und- irr. er að lesa sér til óblandinnar ánægju þessi kvöldin), en það er gælunafn á Plymouth Fury ’58, sem að sjálfsögðu er haldinn illum anda! Þá hefur kvikmyndahúsið hafið sýningar á þeirri sögufrægu mynd Bítlanna, A Hard Days Night, en nafnið eitt vekur ljúfsárar endur- minningar hjá undirr. og sjálfsagt Tveir af aðalleikurunum í Glaum og gleði í Las Vegas, Frederic Forrest og Nastassia Kinski. innar á okkar ylhýra máli, er draumkennd dans- og söngva- mynd. Fjarlægð hennar frá raun- veruleikanum er undirstrikuð með álfaborgarlegum ieiktjöldum svo myndin er öll tekin í Zoestrope, kvikmyndaveri höfundar. (Þetta er sögufrægt stúdíó og var byggt af Samuel Goldwyn, komst mörg- um árum síðar í eigu Desi Arnas og Lucille Ball, (Desilu Play- house), en komst svo í hendur Coppola eftir Godfather milljóna- ævintýrið.) Þar endurbyggði meistarinn aðalgötu Las Vegas, með öllu sínu neon-ljósaflóði og prjáli. Inní þetta skrautlega umhverfi fellir svo Coppola hina útslitnu sögu af strák sem tapar stelpu. flestum af hans kynslóð. Annars á það einkar vel við að endursýna myndina núna, á meðan Bítlaæðið skekur að nýju • einn stærsta skemmtistað borgarinnar. f Tónabíói gengur Svarti Folinn við miklar vinsældir, einkum yngri kynslóðarinnar, og dagar Gandhi eru ekki enn taldir í Stjörnubíói, en myndin hefur vikið í B-sal fyrir enskum þriller, Á ör- lagastundu. Bíóbær býður uppá nýjan vestra í þrívídd og á nýju silfurtjaldi — í opna skjöldu. Og pornóið skýst uppá silfrið undir miðnættið. Þá skemmta kvikmyndahúsgestum þau blondínan Seka og Holmes hinn hreðjamikli .. SV STJ0RNUGJ0FIN Gullæðið ★★★★ Leigumorðinginn ★★ Saturn III ★14 Gandhi ★★★'/2 The Thing ★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Glaumur og gleði í Las Vegas ★'/2 Utangarösdrengirnir ★★★ SV Úr heimi kvikmyndanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.