Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 plurgMf Útgefandi ililabib hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Sparnaður essa dagana er mikið rætt um sparnað í opinbera kerfinu eftir að fjárlagafrumvarp Alberts Guðmundssonar var lagt fram á Alþingi. Allir vilja sparnað og allir hvetja til sparnaðar en seint verða menn sammála um hvar skuli spara. Það er dálítið broslegt að fylgjast með umræðum þingmanna um fjárlagafrumvarpið í fjöl- miðlum. Þingmenn stj ór narandstöðuf lokk- anna vilja allir sparnað, en þeir telja sparnaðartil- lögur fjármálaráðherra vondar og að spara eigi annars staðar en hann leggur til. Enginn þingmaður hef- ur nú gengið jafn langt í lágkúrulegum málflutn- ingi um sparnaðinn en Ragnar Arnalds, formað- ur þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sem leggst svo lágt að segja, að ríkis- stjórnin ráðist í sparnað- aráformum sínum helzt á aldraða og fatlaða. Kjarni málsins er auðvitað sá, að í stórum rekstri, eins og ríkisrekstrinum, er óhjákvæmilega umtals- verð eyðsla og óráðsía. Það leiðir af sjálfu sér, að þegar umsvif eru mikil og fjárhæðir háar, huga menn síður að útgjöldum, sem í sjálfu sér þykja smávægileg. Smátt og smátt slaknar á aðhaldi og eftirliti og umfram- eyðslan vex. Þetta gerist bæði í opinberum rekstri og einkarekstri og er ekki endilega til marks um lé- lega stjórnendur. Eftir því sem rekstrareiningin verður stærri er meiri hætta á óþarfa eyðslu. Munurinn á opinberum rekstri og einkarekstri að þessu leyti er hins vegar sá, að einkareksturinn hefur ekki úr jafn miklu að spila og hann getur ekki snúið sér til stjórn- málamanna og sagt að nú sé óhjákvæmilegt að hækka skatta eða auka tekjur með öðrum hætti. Svigrúm einkarekstrarins er mun minna og þess vegna verða einkafyrir- tækin að beita meira að- haldi. Þau eru þess vegna líklegri til að fara reglu- lega yfir rekstur sinn til þess að sjá, hvort hægt sé að draga úr útgjöldum. Nú stendur ríkisstjórn- in frammi fyrir því, að óstjórn og óráðsía undan- farinna vinstri stjórna hefur verið slík, að svig- rúm ríkissjóðs til áfram- haldandi aukningar út- gjalda er ekki lengur fyrir hendi. í nokkur undanfar- in ár hefur aðferðin verið sú, að safna erlendum skuldum til þess að þurfa ekki að draga skipulega saman ríkisútgjöldin. Nú eru erlendu skuldirnar orðnar svo miklar, að þetta er ekki lengur hægt. Þess vegna á núverandi ríkisstjórn engan annan kost en þann, að grípa til raunverulegra sparnaðar- aðgerða í ríkiskerfinu. Verði gengið til þess verks í fullri alvöru mun koma í ljós, að það er hægt. Þegar sú fyrirætlan ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd, að ná fram sparnaði í tryggingarkerf- inu verða menn að hafa í huga að gífurlegar fjár- ingmenn Bandalags jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frum- varp um að selja beri ríkisbankana einkaaðil- um. Þetta er athyglisverð tillaga, sem áreiðanlega á eftir að vekja miklar um- ræður. Hún lýsir auðvitað fyrst og fremst miklu trausti á einkabanka, sem fyrir eru í landinu. Hún er vísbending um, að flutn- ingsmönnum frumvarps- ins þyki rekstur þeirra til hæðir ganga árlega í gegnum þetta kerfi. Það er óhugsandi með öllu, að rekstur þess sé svo full- kominn, að útilokað sé að ná þar fram umtalsverð- um sparnaði. Þeir þing- menn, sem nú tala um, að það beri að spara, en bara ekki þarna, ættu að hafa hugfast, að tíðarandinn er breyttur. Skattgreiðendur krefjast þess að betur verði farið með fjármuni þeirra í ríkiskerfinu en gert hefur verið. Kannski er nauðsynlegt að skatt- greiðendur stofni með sér samtök til þess að veita stjórnmálamönnunum nauðsynlegt aðhald í þess- um efnum. fyrirmyndar og æskilegt sé að bankakerfið allt verði rekið með sama hætti. Miklar breytingar hafa orðið í bankaþjón- ustu erlendis og eru að verða. Slíkar breytingar eru einnig að ryðja sér til rúms hér. Þetta frumvarp mun áreiðanlega vekja upp gagnlegar umræður um þjónustu bankanna og breyttan hugsunarhátt, sem þar er öðru fremur nauðsynlegur. Traust á einkabönkum ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : I Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 15. oktober ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Magnús Jó- hannesson Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík voru skemmtilegur starfsvett- vangur á viðreisnarárunum. Tímamót höfðu orðið með myndun viðreisnarstjórnar haustið 1959. Næstu árin á eftir sáu sjálfstæð- ismenn margar hugsjónir og drauma, sem lengi hafði verið bar- izt fyrir, verða að veruleika. Þetta átti ríkan þátt í því jákvæða and- rúmi, sem ríkti á vettvangi sjálf- stæðisfélaganna þessi ár. Bjart- sýni og góðvild einkenndi sam- starf flokksmanna. Einn þeirra manna, sem á þessum árum lét mjög að sér kveða í forystustarfi á vettvangi sjálfstæðisfélaganna í höfuðborginni, var Magnús Jó- hannesson, sem lézt fyrir skömmu. Hann var mikilvirkur í starfi sem formaður Óðins og þá um leið á vettvangi fulltrúaráðs- ins, jafnframt því að vera einn helzti forystumaður sjalfstæð- ismanna í Iaunþegahreyfingunni. Hann var einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í eitt kjörtímabil. Einn af forvígismönnum sjálf- stæðismanna í Reykjavík um ára- bil, Gunnar Helgason, segir í minningargrein um Magnús Jó- hannesson hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag: „Ég þekkti mjög vel félagsmálastörf Magnúsar í gegn- um árin, því samleið okkar á því sviði er orðin æði löng. Magnús var góður ræðumaður, rökfastur og snjall. Allt sem hann sagði var nákvæmlega hugsað og sannfær- ingarkraftur mikill. Ég held, að ég hafi aldrei kynnzt jafn ákveðnum stuðningsmanni sjálfstæðisstefn- unnar og honum og er þá e.t.v. nokkuð sagt, því mörgum hef ég þeim mönnum kynnzt." Pétur Hannesson, núverandi formaður óðins, segir í minn- ingargrein um Magnús Jóhannes- son sama dag: „Ég kynntist Magn- úsi vel í félagsstarfi og vinnu og mat hann mikils sem traustan fé- laga en þó lipran í allri umgengni. Það er sjónarsviptir að mönnum sem Magnúsi, sem falla frá fyrir aldur fram.“ Höfundur þessa Reykjavíkur- bréfs á góðar minningar frá sam- starfi við Magnús Jóhannesson á þessum árum. Hann var jákvæður í afstöðu, sanngjarn í málflutn- ingi, en umfram allt kom hann fram við ungt fólk sem var að hefja störf á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins sem jafningi þótt reynsla hans og þekking væri meiri. Fátt er mikilsverðara fyrir ungt fólk, sem er að hefja störf á vettvangi stjórnmálaflokka, en slíkt viðmót frá þeim sem eldri eru. Starf Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni byggist á mönnum, eins og Magnúsi Jóhannessyni, sem leggja fram krafta sína í þágu flokksins og hugsjóna hans af ósérhlífni, en gera ekki kröfur á móti um vegsemdir í eigin þágu. Stofnun Jóns Þorlákssonar í byrjun þessa árs var sett á fót Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem svo hefur verið nefnd og er þar um að ræða vísi að sjálfstæðri rann- sóknarstofnun í þjóðfélagsmálum, sem mjög er við hæfi að tengd sé nafni fyrsta formanns Sjálf- stæðisflokksins. Slíkar stofnanir eru starfræktar víða erlendis og þá ekki sízt í Bandaríkjunum og hafa m.a. orðið eins konar hug- myndabankar fyrir stjórnmála- flokka. Þannig er t.d. augljóst, að sumar þessara stofnana hafa mik- il áhrif á stefnumótun Banda- ríkjaforseta og fer þá nokkuð eftir því, hver forsetinn er, til hvaða stofnunar hann leitar. Fyrir nokkrum dögum bauð Stofnun Jóns Þorlákssonar nokkr- um hópi manna til hádegisverðar, þar sem starfsemi hennar var kynnt og var það framkvæmda- stjóri hennar, Hannes H. Gissur- arson, sagnfræðingur, sem það gerði. I erindi, sem Hannes H. Gissurarson flutti á þessum fundi, sagði hann m.a.: „Hún (þ.e. stofnunin) er nefnd eftir þeim manni, sem færði á fyrstu áratugum aldarinnar skarplegustu rökin fyrir því á Is- landi, að nauðungarlaus samvinna einstaklinganna væri í flestum efnum vænlegri en notkun valds- ins. Við, sem að henni stöndum, leggjum áherslu á, að hún verði óháð stjórnmálaflokkum og hags- munasamtökum, enda eru gallarn- ir á heiminum ekki vondum flokk- um eða öðrum hópum að kenna, heldur vondum hugmyndum, eins og ég sagði áðan.“ Síðan gerði Hannes H. Gissur- arson nokkra grein fyrir því, hver yrðu helztu verkefni Stofnunar Jóns Þorlákssonar á næstunni og sagði: „Það er aldrei hyggilegt að segja of margt um framtíðina, því að stundum verður minna um efnd- irnar en orðin, en ég ætla þó að geta nokkurra rannsóknarefna á næstu mánuðum. Friðrik Frið- riksson, hagfræðingur, er að semja rit um verðlagshöft, þar sem hann kannar, hvort þau hafi á íslandi og annars staðar náð þeim tilgangi sínum að halda niðri verðlagi. Dr. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, er að taka saman rit um velferðarríkið, þar sem hann spyr, hvenær tekjujöfnun geti verið skynsamleg og hvort ýmsar aðferðir í tekjujöfnunar- skyni hafi náð tilgangi sínum. Sjálfur er ég að vinna að riti um stjórnarskrármálið, þar sem ég reyni að ræða, hvernig breyta megi leikreglum í stjórnmálum, til þess að kjósendur komi fram áhugamálum sínum og geti valið jafn skynsamlega í kjörklefanum og í kjörbúðinni. Einnig er í ráði að gefa út ritgerðasafn eftir Jón Þorláksson. Þess má geta, að öll rit stofnunarinnar eru samin á ábyrgð höfunda, enda hafa ein- staklingar skoðanir en stofnanir ekki. En níu manna rannsóknar- ráð starfar þó til þess að tryggja vísindaleg vinnubrögð og hafa í það valizt margir kunnustu fræði- menn þjóðarinnar í stjórnmálum og atvinnumálum." Stofnun Jóns Þorlákssonar er ánægjulegt framtak ungra manna og eldri, sem þegar hafa látið mik- ið að sér kveða í þjóðfélagsumræð- um hér. Þeir hafa líklega haft meiri áhrif á þá stefnu, sem um- ræður hafa tekið síðustu árin en menn gera sér almennt grein fyrir. Miklar vonir eru bundnar við þá starfsemi, sem fram mun fara á næstu árum á vegum Stofn- unar Jóns Þorlákssonar og verður ekki sízt fylgzt með því af athygli, hvort hún nær því marki að verða hugmyndabanki stjórnmálaflokka eins og slíkar stofnanir hafa orðið víða erlendis. Þá yrði brotið blað. Patreksfjördur Síðustu daga hafa fréttir um erfiða skuldastöðu hins nýja frystihúss samvinnuhreyfingar- innar á Patreksfirði vakið umtals- verða athygli. Starfsemi frysti- hússins hefur stöðvast og fjöl- mörgum starfsmönnum verið sagt upp. Þettá er auðvitað reiðarslag fyrir svo fámennt byggðarlag, sem Patreksfjörður er. Ljóst er, að skuldir fyrirtækis- ins eru gífurlega miklar en eigið hlutafé ótrúlega lítið og vekur það óneitanlega upp ýmsar spurn- ingar, eins og þær, hvernig fyrir- tækið hefur komizt á þetta skulda- stig, hverjir séu stærstu Iánar- drottnar þess o.s.frv. Kjarni málsins er þó þessi: Á Patreksfirði var í eina tíð öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í einkaeign. Fyrir svo sem einum áratug tók samvinnuhreyfingin ákvörðun um að hefja uppbygg- ingu á nýju frystihúsi. Sú ákvörð- un var auðvitað umhugsunarefni, þar sem fyrir var hús, sem auð- veldlega hefði verið hægt að byggja upp og endurnýja. I þetta nýja frystihús samvinnuhreyf- ingarinnar hafa verið lagðir mikl-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.