Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÖBER 1983 47 Hljómsveitin Change, f.v.: Birgir Hrafnsson, Björgvin Halldórsson, Tómas Tómasson, Jóhann Helgason, Siguröur Karlsson og Magnús Þór Sigmunds- son. Magnús og Jóhann áttu miklum vin- sældum að fagna hér í eina tíð. „Þú og ég“ — Helga og Jóhann í söngvakeppni í Póllandi árið 1980. Englands og taka upp tveggja laga plötu með lögunum „Yakketty Yak“ og „When the Morning Com- es“ og tókum þetta upp í Orange- stúdíóinu. Eigandi fyrirtækisins heyrði upptökurnar og bauð okkur samning um að gefa þetta lag út í Englandi og þá var búið til nafnið „Change". Eftir því sem mér var sagt vantaði aðeins herslumuninn að dæmið gengi upp þarna úti og við gerðum aðra litla plötu með laginu „Candy Girl“ undir nafninu „Pal brothers". Þessi lög urðu mjög vinsæl hér heima þótt þau næðu sér ekki á strik í Englandi, en sambandið rofnaði þá við Orange-fyrirtækið. Við Maggi stofnuðum síðan hljómsveitina „Change" með þeim Birgi Hrafnssyni og Sigurði Karlssyni og haustið ’74 fórum við aftur út til að taka upp stóra plötu. Þá var Kobbi (Jakob Magn- ússon) í Englandi, í ágætum sam- böndum og hann kom okkur í sam- band við H.B. Barneum, sem var „stór karl“ í þessum bransa í Englandi. Upphaflega ætluðum við bara að gefa plötuna út fyrir íslenskan markað, en Barneum hafði álit á þessu og vildi gefa þetta út í Englandi líka. Platan var tekin upp í Chappels-stúdíói og við Maggi gerðum fjögurra ára samning, sem kalla má „höfunda- réttarsamning" við Chappels- útgáfufyrirtækið. Þeir greiddu okkur ákveðin laun en fengu á móti allan rétt til að ráðstafa þeim lögum sem við sömdum. Tommi (Tómas Tómasson) var þá staddur í Englandi og hann kom smám saman inn í þetta og síðan kom Björgvin út og þá var þetta orðið sex manna band. Við fengum samning hjá EME-útgáfufyrir- tækinu og það var ýmislegt gert til að vekja athygli á hljómsveitinni. Við komum m.a. fram í sjónvarps- þætti með hljómsveitinni „Bay City Rollers", sem þá var ein vin- sælasta hljómsveit í Englandi og á þessu tímabili gáfum við út tvær tveggja laga plötur, sú fyrri var með lögunum „Ruby Baby“ og „If 1“ en hin var með „Wild Cat“ og „Hold on“. Við vorum þarna úti frá því í júní ’74 þar til í desember '75, en þá fórum við heim um jólin og ákváðum síðan að fara ekki aft- ur. Ástæðan var fyrst og fremst sú að við vorum orðnir þreyttir á þessu og óþolinmóðir. Þetta var stór hópur og það var kominn upp smá leiði og „mórall" í mannskap- inn svo að við ákváðum að hætta." Hver er munurinn á að vinna við svona aðstæður eins og eru í Eng- landi eða hér heima? — „Það er auðvitað fyrst og fremst að markaðurinn er miklu stærri og er miklu meira í húfi að slá i gegn. Maður þarf ekki nema eitt gott „hit“, til að geta haft það ágætt það sem eftir er. Svo eru líka viðhorf fólks til starfsins allt önnur en hér heima. Á íslandi er litið á störf popphljómlistar- manna sem hálfgerðan leikara- skap, eða þannig var það að minnsta kosti til skamms tíma. Þetta er kannski eitthvað að breytast nú í seinni tíð. En hér áður fyrr þótti það bara vitleysa að vera að eyða tímanum í að spila í hljómsveit. Og það fór stundum í taugarnar á manni, þegar maður hafði kannski verið að gera plötur og skemmta fólki langt fram á nótt, þegar spurt var: „Já, en við hvað starfar þú annars" — Það var aldrei litið á þetta sem vinnu, heldur eins og maður væri alltaf að leika sér.“ Þetta rifjar upp söguna sem sögð var eitt sinn, að þegar Change var að gera samninga við stórfyrirtæki í Englandi þá hafi móðir þín hvatt þig til að koma heim þar sem hún væri búin að útvega þér vinnu í frystihús- inu í Keflavík ... — „Já, það er ýmislegt til í þessu og þetta sýnir bara að það er erfitt að breyta því viðhorfi hjá eldri kynslóðinni að poppbransinn sé bara leikaraskapur. En þó hef- ur mér fundist á seinni árum að þetta viðhorf sé að breytast að- eins, að minnsta kosti hef ég fund- ið það gagnvart mér sjálfum." í besta forminu á morgnana — „Eftir að Change hætti starf- aði ég í hljómsveitum hér heima, m.a. Celcíus og Póker, en svo kom að því að ég varð þreyttur á hljómsveitarstússinu og ákvað að reyna fyrir mér upp á eigin spýt- ur. Ég fór að einbeita mér að því að semja og syngja sjálfur og innst inni blundaði alltaf draum- urinn um að koma þessu á fram- færi erlendis. Það varð til þess að ég fór að vanda mig betur og lagði meira í lögin en áður. Mér fannst það alla vega þess virði að reyna það. Seint á árinu ’78 fór ég með fjöl- skylduna út til Los Angeles og þar dvöldum við í hálft ár. Systur mínar búa þar og ég hafði aldrei heimsótt þær svo að mér fannst tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og reyna í leiðinni að koma lögum mínum á framfæri í Amer- íku. Gunni Þórðar var þá þarna úti að gera tvöfalda albúmið sitt og Kobbi og Sigurjón Sighvats voru þarna líka ásamt fleirum, svo að maður var í ágætum félags- skap. Þessi ferð var mjög lær- dómsrík fyrir mig því að ég komst að raun um að það sem ég var að semja var allt annað en það sem gekk á þessum slóðum. Ég fór að átta mig betur á markaðinum í Ameríku og fékk innsýn í hvað var að gerast þarna í músíkinni, þann- ig að ég hafði mjög gott af þessari ferð. Mikið af því sem ég samdi á „Tass“ má rekja til þessarar reynslu. Ég reyndi sem sagt að að- laga mig og læra af því sem ég heyrði þarna. Það er nauðsynlegt að reyna að aðlaga sig að því sem er að gerast í músíkbransanum og ég er fyrir löngu búinn að komast að raun um að það þýðir ekki að vera á einhverju „einkaflippi" í þessu. Yfirleitt reyni ég að semja þannig lög, sem ég vildi sjálfur hlusta á í útvarpinu og sem ég held að um leið falli fólki í geð.“ Hvernig semurðu lögin — er ein- hver ákveðin formúla til í þessu? — „Nei, ef til væri einhver formúla myndu allir vera að gera það sama. Ég sem flest mín lög á gítar og það er mjög misjafnt hvernig þau verða til. Stundum er ein lína búin að vera lengi í höfð- inu á mér áður en ég sest niður og reyni að gera eitthvað úr henni. Stundum kemur þetta bara allt í einu. Ég er oft í besta forminu fyrst þegar ég vakna á morgnana. Maður er oft í sérstöku ástandi þegar maður vaknar og þá tek ég gítarinn og lagið kemur strax. En oft tekur þetta þó lengri tíma. Og nú í seinni tíð er ég farinn að nostra meira við lögin. Ég var ár að semja lögin á „Tass-plötuna“ og er búinn að vera allt þetta ár að semja lögin á nýja plötu sem kem- ur út á næsta ári.“ Áhugamál og vinna Áður en við skiljum við tónlist- arferil Jóhanns verður ekki hjá því komist að minnast á söng- flokkinn „Þú og ég“ og ég spyr hann hvernig það samstarf hafi byrjað: — „Gunni var með hugmyndir um að gera plötuna „Ljúfa líf“ og hann fékk mig og Helgu til að syngja inn á hana. Megnið af lög- unum voru eftir hann, gömul og ný lög, og svo voru þarna tvö lög eftir mig og „Vegir liggja til allra átta“ eftir Sigfús Halldórsson. Þetta var nýstárleg plata og sló í gegn hér heima svo að það var ákveðið að halda þessu áfram. Steinar komu inn í þetta og þessu var komið á framfæri á Norður- löndum og í Þýskalandi og virtist falla ágætlega í kramið. Síðan opnaðist markaður í Japan og við sendum þangað fyrst litla plötu með laginu „Þú og ég“ á ensku og platan fékk góðar undirtektir og seldist vel. Þetta var spennandi viðfangsefni því Japan er annað stærsta markaðssvæðið í heimi, næst á eftir Ameríku. Síðan gerð- um við þrjár aðrar plötur fyrir þennan markað en smátt og smátt dró úr þessu. Músíksmekkurinn var þá að breytast aftur og nýir aðilar voru komnir í stjórnunina þarna úti, sem höfðu takmarkaðan áhuga á áframhaldandi samstarfi. Þetta lognaðist því út af og ég skal játa að ég var hálfpartinn feginn. Mér fannst ég aldrei njóta mín al- mennilega, hvorki sem söngvari né lagasmiður og þetta var ein- hvern veginn ekki það sem mig langaði mest til að gera. Eftir þessa og fyrri reynslu í samstarfi var ég sannfærður um að ég nyti mín best einn á báti og þannig hef ég hagað þessu síðan." Hcfuðu einhver önnur áhugamál en tónlistina? — „Nei, það fer lítið fyrir því. Það má því segja að þetta sé bæði áhugamál mitt og vinna. Lífið snýst allt um tónlistina frá því ég vakna á morgnana og þangað til ég sofna á kvöldin. Ég hlusta mik- ið á músík, alls konar músík allt frá stríðsáralögum og upp í það nýjasta sem verið er að gera í dag. Margt af þessu gamla eru sígildar perlur og eins er margt gott að gerast í rokkinu í dag. í dag er mikil fjölbreytni í músíkinni og ég skal játa að ég er ekki hrifinn af öllu því sem þar kemur fram. En sumt er mjög gott og sem dæmi get ég nefnt plötuna „Avalon" með „Roxy Music", en það er tónlist sem höfðar mjög til mín um þess- ar mundir. Og að lokum, — hvað er framund- an hjá þér á tónlistarsviðinu? — „Þessa dagana kem ég fram í Bítlaæðinu og hef gaman af. Svo er nýja platan að koma út í næsta mánuði, bæði hér heima og í Þýskalandi og í gangi eru samn- ingaviðræður um að gefa hana út víðar. Síðast í ágúst kom út tveggja laga plata í Énglandi, með lögum af þessari stóru plötu, og það er jafnvel í ráði að gefa þar út aðra litla plötu, en í Englandi þýð- ir ekkert að gefa út stórar plötur fyrr en lögin hafa vakið einhverja athygli. Þessa dagana er ég önnum kafinn við að semja lög á þriðju „sólóplötuna" þannig að það er nóg að gera. Svo sér maður bara til hvað úr þessu verður." — Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.