Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 35 Annað mat á umsækjendum en starfsreynsla og árangur — segir Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri BÚR „MÉR ER framkvæmd með öllu óskiljanleg og hún er óvenjuleg að mínu mati,“ sagði Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri BÚR, en nú hefur verið tekin um það ákvörðun að ráða nýjan framkvæmdastjóra, en segja upp störfum tveimur sem fyrir eru. „Með uppsögn minni og ráðn- ingu nýs framkvæmdastjóra legg- ur meirihluti útgerðarráðs greini- lega ekki mat á gildi umsækjenda samkvæmt starfsreynslu og starfsárangur. Undanfarin ár hef- ur fiskvinnslan hjá BÚR skilað góðum árangri í samanburði við önnur fyrirtæki. Árið 1981, fyrir verðbreytingafærslur, var tap 59 frystihúsa, samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar, 3,8%, en hjá BÚR varð 9% hagnaður. Sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti yfir reikninga ársins 1982 voru sam- bærilegar tölur Þjóðhagsstofnun- ar 1% hagnaður, en hjá BÚR 16,3% hagnaður,“ sagði Einar. ?Hinn mikli taprekstur togara BÚR er ekkert sérmál þessa fyrir- tækis. Þar vegur þyngst gífurlegur fjármagnskostnaður, vegna óhag- stæðrar gengisþróunar og að stærstum hluta vegna nýju togar- anna tveggja, þó einkanlega Ottós N. Þorlákssonar, en ákvörðun um þau skipakaup tóku allir flokkar í borgarstjórn. Skipti á fram- kvæmdastjórum hjá BÚR breytir engu um afleiðingar óhagstæðrar gengisþróunar, eða um pólitískar ákvarðanir um togarakaup," sagði Einar. „Okkur Björgvin er báðum vikið frá störfum undir yfirskini skipu- lagsbreytinga, sem sagt er að séu til þess að einfalda stjórnkerfi BÚR, en þessi stjórnkerfisbreyt- ing felur í sér einn yfirfram- kvæmdastjóra og fjóra aðstoðar- framkvæmdastjóra í stað tveggia framkvæmdastjóra áður. ÖIl framkvæmd þessa máls er í sam- ræmi við þetta. Með tilliti til opinberra talna og meðmæla 155 starfsmanna fiskiðjuversins, þá er það mér mun meira virði að sjá árangur átta ára starfs sem fram- kvæmdastjóra BÚR, heldur en það að hafa verið hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins," sagði Einar Sveinsson. Framkvæmdastjóri á að koma fjármálimum í gott horf * — segir Ragnar Júlíusson, foramður útgerðarráðs BUR „UPPHAF þess máls var það að tap Bæjarútgerð- arinnar var á ár- inu 1982 112 milljónir króna og það varð að grípa til allra hugsan- legra ráða til þess að rétta hag fyrir- tækisins. Einn lið- ur í því var að Hagvangur var fenginn í byrjun þessa árs til þess að gera tillögur um breytt stjórn- skipulag hjá BÚR,“ sagði Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur í sam- tali við Morgunblaðið, en hann var inntur álits á samþykkt út- gerðarráðs um ráðningu fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. „Hagvangur skilaði tillögum sínum snemma í vor og er fyrir- tækinu skipt upp í fjórar deildir samkvæmt þeim; vinnslusvið, tæknisvið, fjármálasvið og tog- arasvið, og verður deildarstjóri yfir hverju sviði og allar deild- irnar verða undir framkvæmda- stjóra," sagði Ragnar. „Að sjálfsögðu verður aðal- verkefni hins nýja fram- kvæmdastjóra að koma fjármál- um fyrirtækisins í gott horf. Það hefur ekki verið rasað að neinu í þessu máli, en unnið hef- ur verið að því frá því í janúar og fram í miðjan október," sagði Ragnar. „Það er von mín að með þessu takist að rétta fjárhag fyrirtæk- isins, þannig að greiðslur úr borgarsjóði vegna taps BÚR geti horfið. Síðan er það mín per- sónulega ósk að þegar þetta hef- ur tekist, að þá komum við fyr- irtækinu á svipað rekstrar- fyrirkomulag og er hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. og þá verði starfsfólki gefinn kostur á að eignast hlut í fyrirtækinu ásamt öðrum aðilum í borginni," sagði Ragnar. Aðspurður sagði Ragnar að þeir tveir framkvæmdastjórar sem nú hefur verið sagt upp, muni láta af störfum hjá BUR um áramót. Varðandi stöður deildarstjóra, sagði Ragnar að borgarstjórn hefði samþykkt að hinn nýi framkvæmdastjóri og borgarstjóri að höfðu samráði við útgerðarráð, myndu sjá um tilfærslur innan fyrirtækisins, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort stöður deild- arstjóranna yrðu auglýstar. Varðandi stöðu Marteins Jón- assonar, sem nú gegnir starfi ráðgjafa hjá fyrirtækinu, sagði Ragnar, að við hann hefði verið gerður samningur árið 1981 til fimm ára, þegar Björgvin Guð- mundsson tók við starfi hans. Samningur þessi væri að sjálf- sögðu bindandi, enda hefði hann verið undirritaður af þáverandi formanni útgerðarráðs og borg- arstjóra. Ragnar gat þess að Marteinn hefði þjónað Bæjarút- gerðinni frá því á miðjum sjötta áratugnum, bæði sem skipstjóri og framkvæmdastjóri og gert það með sóma. Grindavík: Velheppnuð samæfing björgunarsveita SVFI (■riadavfk, 3. október. UM SÍÐUSTU helgi 1.—2. október var haldin hér samæfíng björgunarsveita Slysavarnafélags Islands, sem sendu fulltrúa á námskeiðið í Aberdeen f Skotlandi á dögunum, þar sem fjallað var um sjóbjörgun úr gúmmíbátum hjá „Robert Gordon Institute Tecnologi-háskóla". Þar var haldið námskeið i „Offshore Survival Center" á veg- um skólans. Námskeið skólans byggja aöallega á björgun af olíu- borpöllum, úr hrapandi þyrlum og síðan meðferð á björgunarbátum ýmiss konar. Á þessari samæfingu björgun- arsveitanna var farið yfir allt, sem æft var og þjálfað í Skotlandi á dögunum. Skotar höfðu lagt gífur- lega mikila áherzlu á öryggi björg- unarmanna og sögðu í þvi sam- bandi, að betra væri einn maður í sjó, en tveir. Gunnar Tómasson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, sagði aðspurður, að öll- um björgunarsveitarmönnum hefði borið saman um góðan árangur af þessari samæfingu, en hún fór fram við nokkuð raunhæf- ar aðstæður. Æft var að taka mann úr sjó á venjulegan hátt og einnig í sérhannað net á bátunum, sem er nýjung hér á landi. Æft var að leggja skipunum úti á rúmsjó og beita slöngubátunum í krappar öldur. Slysavarnafélag íslands hyggst nú kynna öðrum björgun- arsveitum árangur Skotlandsferð- arinnar og samæfingarinnar hér. — Guðfinnur. 1. Örtölvustýrt að öllu leyti. 2. Tölvustýrð klukka 7 daga fram í tímann. 3. Með 7 mismunandi dagskrárstundum. 4. Þráðlaus fjarstýring með 8 möguleikum. 5. Sjálvirkur dagsrárleitari (APLD) „Index skanner“. 6. Rafstýrðir snertirofar. 7. Framhlaðið. 8. Gefur nákvæmlega til kynna hversu margar mínútur eru eftir óspilaðar af kasettunni. 9. Möguleikar á ‘/2 hraða, tvöföldum hraða og ramma fýrir ramma „Frame by frame“. Aðeins 39.900- stg. HLJÐMBÆR ■ --t— HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.