Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 46

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Sumir líta á þetta sem leikaraskap Rœtt við Jóhann Helgason, tónlistarmann Jóhann Helgason hefur um árabil veriö í hópi fremstu tónsmiða og hljómlistarmanna á sviði dæg- urtónlistar hér á landi og nýveriö bætti hann einni rósinni í hnappagat sitt er hann hreppti annað sæt- ið í alþjóðlegri söngiagakeppni í Castiebar á ír- landi með lagi sínu „Sail On“. Arangur Jóhanns er þeim mun athyglisverðari þar sem keppni þessi er hátt skrifuð í heimi dægurtónlistarinnar erlendis og aðeins einu stigi munaði á lagi Jóhanns og sigurlaginu „Edge of the Universe“ eftir Sheamus Healey. Og þar sem það er ekki á hverjum degi að íslendingar vinna umtalsverð afrek á alþjóðavett- vangi þótti okkur við hæfi að sækja Jóhann heim og spjalla lítillega við hann um keppnina og feril hans á tónlistarsviðinu. Jóhann Helgason er maður rólegur og hógvær í framkomu og lætur lítið yfir afrekum sínum. Hann viðurkennir þó að það hafi óneitanlega verið ánægjulegt að ná þessum árangri, ekki síst vegna þess að hann hafi í upphafi ekki gert sér miklar vonir um að lagið næði langt í þessari keppni. Og við spyrjum hann um tildrög þess að hann sendi lag í keppnina: — „Upphafið að þessu má rekja til þess að Björgvin Haildórsson sendi lag í keppnina árið 1980, þar sem hann náði fjórða sæti, en ég hafði gert texta við það lag. Regl- urnar í ár voru þannig, að aðeins þeir sem áður höfðu tekið þátt í keppninni voru gjaldgengir svo að við Björgvin áttum þess báðir kost að taka þátt í keppninni að þessu sinni. í rauninni ætlaði ég aldrei sjálfur að fara út og syngja lagið heldur lét ég Björgvin hafa það, og hann sendi það út ásamt öðru lagi eftir sig. Bæði lögin voru valin í lokakeppnina og Björgvin vildi þá endilega að ég kæmi út og syngi þetta með sér og það varð úr að ég dreif mig. Við komum svo fram í undan- úrslitum á miðvikudagskvöldið, þar sem Björgvin söng lagið með mér og undirtektir voru þá strax mjög jákvæðar. Ég hafði ekki gert mér neinar vonir fyrirfram, en strax eftir að við komum fram var farið að tala um að keppnin um efsta sætið yrði á milli „Sail On“ og „Edge of the Universe". Dóm- nefndin valdi síðan níu lög af ní- tján í sjálfa úrslitakeppnina og þar á meðal þetta lag. Úrslita- keppnin fór svo fram á föstu- dagskvöldið og var sjónvarpað beint. Stigagjöfin var birt á stórri ljósatöflu og lengi vel var „Sail On“ í efsta sæti þannig að þetta var orðið spennandi undir lokin. Lokastaðan varð svo sú að það munaði aðeins einu stigi, „Sail On“ fékk 97 stig en „Edge of the Universe" 98. Það ánægjulegasta við þetta er kannski það, að okkur tókst að rjúfa einokun íra og Englendinga á þremur efstu sæt- unum, sem þeir hafa haldið síðan keppnin hófst árið 1966.“ Og hvcr er svo ávinningurinn að öðru leyti, — verður þessu fylgt eftir á einhvern hátt? — „Því miður voru engin pen- ingaverðlaun í ár, en næsta ár verða tíu þúsund pund í verðlaun og þetta opnar okkur leið til að taka þátt í þeirri keppni, og ég er ákveðinn í að senda lag hvað svo sem úr því verður. En hvort þessu verður fylgt eitthvað eftir að öðru leyti er of snemmt að segja til um. Þetta gæti opnað einhverjar dyr í bransanum þarna úti og það komu margar fyrirspurnir um hugsan- lega útgáfu á laginu í Englandi og „gömlu góðu dagana" suður í Keflavík, þegar Jóhann steig sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. — „Já, það var mikið um að vera í poppinu suðurfrá á þessum árum og flestir unglingar meira og minna á kafi í þessu. Það hefur eflaust haft áhrif að Hljómar voru að gera það gott og svo komu óð- menn í kjölfarið og allir vildu reyna að leika þetta eftir. Því hef- ur stundum verið haldið fram að Völlurinn hafi haft mikil áhrif á poppáhuga Suðurnesjamanna, og það er eflaut rétt því við hlustuð- um mikið á Kanann og fengum oft tækifæri til að spila í klúbbnum uppi á Velli. Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Rofar og við byrjuðum á því að koma fram í pásum hjá Hljómum. Þetta var árið 1966 og við vorum dæmigerð „bítlahljómsveit", eins og allar unglingahljómsveitir voru í þá daga. Hins vegar vorum við svo ungir að það gekk erfiðlega fyrir okkur að fá eitthvað að gera svo að eitt sinn ákváðum við að taka Ungó á leigu og halda ball. Við þurftum auðvitað að auglýsa þetta og spurðumst fyrir um kostnaðinn við að auglýsa í Mogg- anum og ákváðum því næsta að taka ódýrustu auglýsinguna, sem okkur fannst þó heilmikill kostn- aður. Svo rann helgin upp og allir fóru að leita í blaðinu, en enginn fann auglýsinguna. Að lokum fannst hún, falin innan um aðrar smáauglýsingar, þar sem öruggt var að enginn tók eftir henni enda lét ekki nokkur maður sjá sig á ballinu. Þetta var meiriháttar „bömmer" fyrir okkur man ég. Síðan var það hljómsveitin Nesmenn þar sem samstarf okkar Magnúsar (Þórs Sigmundssonar) hófst. Nesmenn urðu aldrei veru- lega stórt nafn í þessum bransa, en þó höfðum við nóg að gera og spiluðum m.a. mikið á Vellinum, vorum nánast fastahljómsveit í Rockville. Um þetta leyti byrjuð- um við Magnús að semja sjálfir, hvor í sínu 'horni, en þetta náði aldrei svo langt að komast inn í „prógramm“ hljómsveitarinnar, enda voru Nesmenn, eins og flest- ar aðrar hljómsveitir á þeim tíma, í því að stæla erlendar fyrir myndir. Nesmenn störfuðu til árs- ins 1970 og eftir það kom smá hlé frá spilamennskunni og við Maggi fórum í almenna verkamanna- vinnu, en héldum þó áfram að semja og bera okkur saman. Svo var það einn dag, að við vor- um að grafa skurð í rigningu og leiðindaveðri að við ákváðum að kasta frá okkur rekunum og segja upp og helga okkur tónlistinni. Það voru sumir sem gerðu grín að þessu og töldu okkur ekki hafa þá hæfileika sem til þurfti enda höfðu þá fáir heyrt það sem við vorum að setja saman. En við ákváðum samt að reyna það og tókum nokkur lög upp á segulband og fórum með það til útgefenda. Út úr því kom svo platan „Magnús og Jóhann", sem náði talsverðum vinsældum og síðan höfum við báðir helgað okkur tónlistinni ein- göngu, fyrst saman og síðan hvor í sínu lagi.“ Við hvað starfar þú annars? — „Við Maggi störfuðum saman í nokkur ár undir nafninu „Magn- ús og Jóhann" og komum víða fram á tónleikum og skemmtun- um. Svo var það rétt fyrir jólin 1972 að við ákváðum að fara til írlandi og meðal annars var rætt um þann möguleika að aðrir söngvarar tækju það á plötu þann- ig að það er hugsanlegt að eitt- hvað meira komi út úr þessu. En á þessu stigi hefur ekkert verið rætt um hvort ég eða Steinar hf., sem ég er samningsbundinn hjá, fylgj- um þessu eftir á einhvern hátt.“ Köstuðum frá okkur rekunum Jóhann er Suðurnesjamaður, eins og svo margir aðrir snjallir popphljómlistarmenn, og fyrr en varir erum við farnir að rifja upp Jóhann Helgason: „Þetta gsti opnað einhverjar dyr í bransanum þarna úti. Ljósm. Mbl. FriA|>jófUr. Jóhann hefur hlotið margs konar viðurkenningu á ferli sínum. Hér af- hendir Ómar Valdimarsson blaða- maður honum viðurkenningu á „Stjörnumessu" sem besti lagahöf- undurinn árið 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.