Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 37 Andrés Agústsson frá Hemlu — 60 ára Andrés Ágústsson frá Hemlu er 60 ára í dag, 16. október 1983. Og í tilefni þess hripa ég nokkrar línur sem þakklætisvott um góða sam- fylgd um árabil. Ekki er vafi á því að það er lán hvers manns að eiga áhugamál og geta notið þeirra. Þar á ég við áhugamál, sem ekki eru bundin því starfi, sem menn þurfa að leysa af hendi sér og sínum til lífs- framfæris. Og ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri þýðingu, sem það hefur fyrir hvern mann að njóta starfs sem ánægju veitir. Eins er það ekki þýðingarlaust þjóðfélag- inu að vel sé unnið og trúmann- lega. Og það ætla ég að fullyrða að Andrés Ágústsson hefur með störfum sínum reynst þjóðfélag- inu trúr og nýtur þegn. En mein- ingin var að víkja lítillega að tómstundunum. í allmörg undan- farin ár höfum við eytt flestum frístundum saman í sameiginlegu áhugamáli, sem er félagsskapur við hesta okkar. f þessum félags- skap höfum við notið ótalinna ánægjustunda. Ekki er tiltökumál þótt menn sem aldir eru upp í sveit og hafa þekkt húsdýr bænda frá barnæsku líti til þeirra æ síð- an með nokkurri hlýju. Hitt eru kannski ekki allir ásáttir um að rétt sé að segja að einn eða annar sé í félagsskap við hesta, eða önn- ur dýr sem menn umgangast. En ég held að við nafnarnir séum sammála um það að því aðeins er væntumþykja manns til hests nokkur að hann geti litið á hestinn sem vin og félaga. Þannig höfum við komið fram við okkar hesta. Og þeir hafa endurgoldið vinátt- una. Andrés Ágústsson, um leið og ég óska þér innilega til hamingju á afmælisdaginn þinn, þakka ég þér allar þær mörgu ánægjustundir, sem við höfum átt saman í lengri eða skemmri ferðum á hestum svo og allar þær stundir aðrar, sem við höfum eytt saman í félagsskap við hesta okkar. Lifðu heill vinur og frændi. Andrés Guðnason VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! INNKAUPASTJÓRAR APA-skóbroddar Nýtt og endur bætt. Einn stærð fyrir alla. Heilsölubirgðir. Domus Medica, Eiríksg. 3, s. 18519 G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Til afgreiðslu: RidgicJ snittivélar: 802, 520C, 300A og 700. Pípulagningamenn Vélsmiðjur Ármúla 1. — Sími 8 55 33 Hringið eða komið og fáið nánari uppl □ C7 0 0 a Járnhálsi 2, sími 83266. Ve9na hagstteðra samn- inga viö ATLAS-verksmiöjurnar getum viö nú boöiö upp á ATLAS- bílkrana meö stuttum fyrirvara á mjög hagstæöu veröi og meö góö- um greiösluskilmálum. svefnherbergishúsgogn Rúm — dýnur — náttborö. Verö kr. 26.270 HÚSGÖGN Langholtsvegi 111, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.