Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 41 Sigursreinn Eggertsson að störfum. Morgunbiaíið/ HBj. — Ert þú bjartsýnn á kornrækt- ina, þrátt fyrir þetta erfíða sumar? Já, ég er sannfærður um að þetta er hægt, þó að svona ár komi einu sinni á öld. Ég sái óhikað að vori upp á að fá uppskeru að hausti. — Af hverju er þetta ekki orðið almennara eftir þó þessa reynslu sem fengin er og af hverju gefast menn upp á þessu? Menn eru ekki aldir upp við þessa vinnu frá blautu barnsbeini. Þessi ræktun þarfnast landskika og menn vilja frekar nota landið til grasræktar. Auk þess hafa þeir ekki tíma í þetta og jafnvel ekki nógu góð tök á jarðræktinni sumir hverjir. — Þú ert líklega einn um að fá nokkra uppskeru í haust, hvað veld- ur? í Landeyjunum slógu þeir of snemma, biðu ekki nógu lengi. Sumir fóru með hálminn beint 1 graskögglaverksmiðjuna og fengu ágætt fóður. Kartöflubændur í Þykkvabænum rækta korn á kart- öfluökrunum fyrst og fremst til að hvíla akrana, þeir fá betri kartöflu- uppskeru árið eftir og skiptir korn- uppskeran þá minna máli. Sumir plægja allt niður á haustin og fá með því betri kartöfluuppskeru ár- ið eftir. Ráðlegg engum neitt — Hvar álítur þú að hægt sé að stunda kornrækt? Það er víða hægt að rækta hér sunnanlands. Þar sem kartöflur spretta nær áfallalaust þar er hægt að rækta korn, það er nokkurn veg- inn örugg vísbending. Norðanlands er líka hægt að rækta þetta og þar gætu þeir verið með fljótsprottnari afbrigði vegna betri veðráttu. Það er rokið hérna og hversu skammt er í kuldann sem setur okkur hér undir Eyjafjöllum ákveðnar skorð- ur með þessa ræktun. — Að lokum, Eggert, getur þú ráð- lagt bændum að fara út í komrækt? Nei, ég vil ekki ráðleggja neinum neitt. En þeir sem hafa áhuga á þessu, ættu að prófa það. Þeir eiga þá að byrja smátt og sjá hvort það þroskast hjá þeim og fikra sig síð- an áfram. Það kostar ekkert að sá í lítinn blett fil að sjá hvort það þroskast, þannig byrjaði ég nú á þessu, sagði Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri að lokum. HBj. með vöxtum. Byggingin er einföld; stálgrindahús, óeinangruð. 1 upp- hafi fá þeir 40 læður og koma dýr- in 15.—20. nóvember nk. Hvernig er með fóður handa þeim? — Ætlunin er, að fóðurstöð verði sett upp í Borgarnesi á veg- um kaupfélagsins, þegar talið er að grundvöllur verði til að reka hana. 170 læðu*- koma í Borgar- fjarðarhérað og eru það of fá dýr til þess að unnt verði að reka fóðurstöð fyrir þann fjölda einan. Þangað til verður að afla fóðurs á annan hátt. Líklegt er að Lýsi hf. í Reykjavík byrji um áramótin á framleiðslu fóðurs. Þar til eitt- hvað gerist í þessum efnum í Borgarfirði, verðum við í viðskipt- um við þá. Hvernig með gegningar? — Gegningar eru tiltölulega rólegar. Annatími er um pörun- artíma frá miðjum febrúar til miðs maí. Got stendur yfir frá miðjum apríl fram í miðjan júní og eftir 5—6 vikur eru yrðlingarn- ir færðir frá. Vaxtartími er svo 5%—6 mánuðir og þeim er slátrað í október/ nóvember. Hvað hyggja þeir bræður, Jón og Guðmundur, með framtfðina í þess- um efnum? — Þjóðhagslega er þetta hag- kvæmt. Þarna nýtist innlent fóð- ur, slátur- og fiskúrgangur, en framleiðslan er flutt út, svo þetta skapar gjaldeyristekjur. Horfurn- ar eru sæmilegar og okkur lízt ekki illa á refabúskap. Það verður erfitt að fara af stað, þar sem við þekkjum ekki inn á þpssi fræði. Ef vel á að vera þarf nákvæma hirð- ingu. Við verðum að lesa okkur til svo við gerum okkur gleggri grein fyrir því, hvernig þetta er. Við leitum ráða hjá Magnúsi skóla- stjóra Bændaskólans á Hvanneyri eins og kostur er. Við erum ekki að standa í því að framleiða eitthvað sem ekki selst. Það virðist ganga vel hjá þeim sem eru . byrjaðir og það gerist ekkert í þessu nema reyna. — Pb Matvæladagur Samein- uðu þjóðanna er í dag í tilefni af matvæladegi mat- væla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, sunnudaginn 16. október, vill Hjálparstofnun kirkjunnar hvetja landsmenn til umhugsunar um þann hrikalega vanda hungurs og örbirgðar víða í heiminum og nauðsyn samstöðu til eflingar hjálparstarfi við bágstadda, segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstofn- un kirkjunnar. Þeim íbúum jarðar sem lifa við aðstæður hungurs og ör- birgðar fjölgar ört þrátt fyrir tækniframfarir og aukna mat- vælaframleiðslu. Nú er álitið að 500 milljónir manna þoli hungur og hefur þeim fjölgað um þriðj- ung sl. áratug. Talið er að 15 milljónir barna deyji á ári vegna hungurs og vannæringar. Ibúar jarðar eru nú um 4,5 milljarðar. Á hverjum sólar- hring bætist í hópinn mann- fjöldi er nemur tæplega íbúa- fjölda á íslandi. Áætlað er að um aldamótin búi á jörðinni 6,5 milljarðar manna. Eðlilegt er að spurt sé, hvort jörðin sé of lítil og auðlindirnar of rýrar til að brauðfæða íbúa sína. Svo er alls ekki. Málið fjallar m.a. um rétt- læti varðandi dreifingu brauðs- ins og skynsamlega nýtingu á auðlindum jarðar. Fullyrt hefur verið að jörðin geti brauðfætt þrisvar sinnum fleiri íbúa en nú lifa á jörðinni með réttlátari efnahags- og framleiðsluskipan. Hjálparstofnun kirkjunnar hvetur stjórnvöld og einstakl- inga til raunhæfra aðgerða til hjálpar þurfandi og þjáðu fólki með virku starfi í þágu mann- réttinda og í beinu hjálpar- og líknarstarfi. Kirkjan vill með hjálparstarf- inu leitast við að tjá hina kristnu von í verki, vísa leiðina, kalla einstaklinga og þjóðir til samverkastarfa og afturhvarfs frá dauða til lífs. Hjálparstofn- unin er einn farvegur kirkjunn- ar til hjálpar bágstöddum, bæði innanlands og utan, og veitir viðtöku framlögum frá þúsund- um íslendinga á ári hverju til líknar- og hjálparstarfa. Stofn- unin hefur nú á hendi langtíma- verkefni í S-Súdan er byggist á hjálp til sjálfsbjargar. Sl. mán- uði hefur stofnunin staðið að matvælasendingum til neyð- arhjálpar í Ghana og Póllandi og nú eru fyrirhugaðar næstu daga matvælasendingar til Eþíópíu. Á þessu ári hefur Hjálparstofnunin staðið að mat- vælasendingum er nema 500 tonnum til bágstaddra víða um heim. Þetta hefur tekist vegna virkrar þátttöku fjölmargra ís- lendinga í hjálparstarfi kirkj- unnar. Á hverjum degi berast Hjálp- arstofnuninni neyðarbeiðnir. Aðeins hluta þeirra er unnt að svara með aðgerðum. Hjálpar- stofnunarinnar bíða nú mörg hjálparverkefni, sem ákveðið hefur verið að sinna. Það eru verkefni í Ghana, Eþíópíu, Pól- landi, Súdan og víðar auk að- stoðar innanlands. Framkvæmd þessara verkefna byggist eins og jafnan áður á velvilja og áhuga gefenda. Hjálparstofnunin vill því vekja athygli á að gíróreikn- ingur stofnunarinnar nr. 20005- 0 er ætíð opinn. Einnig má koma framlögum til skila á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar og til sóknarpresta. Á matvæladegi SÞ, sunnudag- inn 16. október, mun dagsins og tilefnis hans minnst við guðs- þjónustur í kirkjum landsins, samkvæmt ósk biskups íslands, þar sem framlögum verður einn- ig veitt móttaka. RAFTÆKJAVERSLUNIN Sendum ipóstkrqfu H.G. GUÐJONSSON Stigahlið 45-47 - Sími 37 6 37. Tjæöss* • Mero Heildverslunin Árval Vatnagöröum 10, Reykjavík, sími 33180.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.