Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 7 HUGVEKJA eftir • • sr. Hannes Orn Blandon Hefur þú tekið eftir því hvernig barnið þitt horfir á þig þegar þú krýpur niður og biður með því Faðir vorið? Hefur þú horft í augu þess og séð spurnina, eftirvæntinguna, þrána? Hefur þú séð gleðina, öryggið, friðinn? Hefurðu tek- ið eftir því hve auðvelt er að biðja með barninu þínu bara örlitla bæn, þegar þú ert búinn að lesa kvöldsöguna og ætlar að fara að slökkva ljósið? Þú veist að þú mátt ekki slökkva alveg strax og verður helst að loka glugganum áður en hægt er að kyssa góða nótt, svo „draugarnir og kuldaboli" komist ekki inn. Þó þú sért ekki vanur að biðja skaltu reyna, því það er ekki víst að sú stund gefist aftur. Þú skalt fara með Faðir vorið eða bara biðja á þessa leið: Góði Guð, láttu barnið mitt ekki vera hrætt við myrkrið. Vaktu yfir því í nótt. Og þetta held ég að allir foreldrar geri leynt og ljóst. En hvaðan kemur barninu trúarneistinn? Ég á ágætis kunningja suður í Kópavogi, sem lögðu þessa spurningu fyrir mig ekki alls fyrir löngu. Þau hjónin eru á vinstri vængnum í pólitíkinni, hann svolítið meira en hún og telja sig varla trúuð og ekki kirkju- rækin. En þau eiga nokkuð stálpaða dóttur, sem frá fyrstu tíð hefur stöðugt viljað fræð- ast um Guð, hefur ekki látið af að spyrja. Framan af reyndu þau að skella skollaeyrum við, en ekkert dugði, barnið leitaði upp svörin annars staðar og nú eru oft líflegar umræður á því heimili. Hvaðan er trúarneistinn? Er hann fáum gefinn eða öllum? Og ef hann er öllum gefinn hvernig má þá blása í glæð- urnar, ef svo má að orði kom- ast? Svo er spurt, því nú er vetrarstarf kirkjunnar að hefjast um allt land. Kirkjan kallar á börn og aldraða og hún kallar á unglingana til fermingarundirbúnings og æskulýðsstarfa. íslenska þjóðkirkjan hefur það umfram flestar ef ekki all- ar kirkjur í lútherskum sið, að næstum allir unglingar á fermingaraldri ganga til sjmrninga og láta fermast. Ymsir hafa gagnrýnt þetta og telja, að hér ráði veraldlega þörfin ferðinni fremur en hin andlega, en kirkjunnar þjónar hafa hins vegar bent á, að þetta sé leiðin til að ná til þeirra allra með boðskap Jesú Krists. En víst er um það, og hygg ég að flestir prestar geti undir það tekið, að oft gengur ekki hávaðalaust að koma þeim boðskap til skila í spurn- ingatíma. Unglingar eru um margt miklu frjálslegri í fasi en áður og ekki eins fús að leggja vinnu við kverið. Og svo er það margt í henni veröld, sem togar í þá sitt á hvað. Við stöndum á undarlegum Vakna þú sem sefur tímamótum. Það er Ijóst að kristnihald á heimilum er ekki eins og áður var. Mörg börn kunna engin skil á einföldustu atriðum kristinsdóms, er þau koma til spurninga. Sum atrið- in eru algjörlega ný í þeirra huga. Þau kunna jafnvel ekki bænina, sem Jesús kenndi okkur, gera ekki greinarmun á föstudeginum langa og páska- deginum og sum læra þau seint eða aldrei. Ekki dugar að hneykslast á þessu, þetta er táknrænt fyrir þann heim sem við lifum í í dag, heim, sem metur allt í lífsgæðum einum. Það skyldi þó aldrei vera að við þyrftum að byrja upp á nýtt, hefja nýtt kristniboð, ekki bara í Afríku eða Asíu, heldur á íslandi? Það skyldi þó aldrei vera að við stæðum í sömu sporum og frumkirkjan forð- um, er hún hóf fyrst að segja frá Jesú Kristi, hvað hann gerði, hvernig hann lifði og af hverju og fyrir hvern hann dó? Auðvitað hefur þetta verið gert öldum saman. Kristin kirkja stendur á gömlum merg, en við verðum að herða sóknina vegna þess að við er- um orðin þreytt á lífsgæða- kapphlaupinu og vegna þess að neistinn er fyrir hendi. Þessi neisti er kveiktur við skírn barnsins og hann kulnar, ef ekki er að honum hlúð. Þetta vita allir, sem af alúð fást við predikun orðsins, og þetta ættu allir foreldrar að vita og hafa hugfast. Og það vita allir, sem í einlægni skoða hug sinn, að líf án trúar og trausts í Guði er ekkert líf, heldur leiði og leit að einhverju, sem ekki er til. Við verðum að leita nýrra leiða við uppfræðslu ferming- arbarnanna. Ef til vill þurfum við að vera oftar saman við leiki og störf á einhverjum þeim samastað, sem kirkjan á svo sem eins og í Skálholti eða Löngumýri í Skagafirði. Og gaman væri ef foreldrar tækju meiri þátt í þessum undirbún- ingi, sem staðfesting skírnar- innar er. En aðalatriðið er að við finnum öll þá hamingju, sem fólgin er í kærleika Krists, að við finnum þá leið sannleikans, sem leiðir til ei- lífs lífs. Neistinn er fyrir hendi í okkur öllum. Hvernig megum við þá glæða hann? Hvernig megum við finna leið út úr myrkrinu? í Efesusbréfi 5. kapítula standa þessi orð á undan pistli dagsins í dag: Vakna þú sem sefur, og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér. Vakna þú sem sefur. Ég á góðan vin suður í Reykjavik. Hann heitir Ágúst. Og hann Ágúst er einn merkilegasti trúboði sem um getur. Hann hafði um tíma miklar áhyggj- ur af sálarheill kunningja síns, sem var óttaleg ótugt og hrekkjusvín og trúði bara alls ekki á Guð hvernig sem Ágúst reyndi að leiða hann í allan sannleika. Og Ágúst sat við sinn keip. „Prófaðu að trúa soldið," sagði hann, „bara einn dag og vittu hvað þér finnst". En ekkert dugði. Dag nokkurn skeði lítill atburður. Kunning- inn kom þjótandi upp á aðra hæð í blokkinni, móður og másandi og vildi finna vin sinn. „Heyrðu Ágúst," stundi hann loksins upp, „veistu hvað, ég fór all í einu að trúa og nú get ég bara ekki hætt“. Og hann Ágúst var bara sex ára. í Guðs friði. Sr. llannes Örn tílandon er prestur á Ólaísíirði. Basar Systrafélagið Alfa heldur sinn árlega basar að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 16. þ.m. kl. 2 e.h. Athugið góðir munir og kökur. Stjórnin. W terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöiU! „I UPPHAFI SKYLDI ENDIRINN SKOÐA“ Valdir þú rétta ávöxtunarleiö fyrir 12 mánuöum síöan? Taflan hér aö neöan gefur þér hugsanlega svar viö því. Ávöxtunarleiö: Peninga- eign 1. okt. 1982 Peninga- eign 1. okt. 1983 Ávöxtun i% síðustu 12mán. Verötryggö veðskuldabréf 100.000 203.490 103% Spariskírteini Ríkissjóðs 100.000 195.390 95% Verðtr. sparisj.reikn. 6 mán. 100.000 190.300 90% Verðtr sparisj.reikn. 3 mán 100.000 188.420 88% Alm. sparisjóðsreikn. 100.000 141.140 41% GENGI VERÐBREFA 16. október 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 1983 1. flokkur Sölug.ngt pr. kr. 100.- 16.079,88 14.196,59 12.304,63 10.431,18 7.377,34 6.769,05 4.672,14 3.848 11 2.899,60 2.747,67 2.185,51 2.017,84 1.692,83 1.374,73 1.081,47 911,58 704.51 576,13 452,96 389,11 288,92 262.52 196,18 152,22 VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD Sölugengi m.v. nafnvexti og 1 afborgun á ári. 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 75 77 78 80 81 87 2 ár 61 62 64 66 68 79 3 ár 51 53 55 57 59 73 4 ár 44 46 48 50 52 69 5 ár 39 41 43 45 47 66 Sölugangi Nafn- Ávöxtun m.v. vaxtir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 90,12 2Vi% 9,00% 4 ár 87,43 2Vi% 9,12% 5 ár 85,94 3% 9,25% 6 ár 83.56 3% 9,37% 7 ár 81,22 3% 9,50'A 8 ár 78,96 3% 9,62% 9 ár 76,75 3% 9,75% 10 ár 74,62 3% 9,87% 11 ár 72,54 3% 10,00% 12 ár 70.55 3% 10,12% 13 ár 68,60 3% 10,25% 14 ár 66,75 3% 10,37% 15 ár 64,97 3% 10,49% 16 ár 63,22 3% 10,62% 17 ár 61,57 3% 10,74% 18 ár 59,94 3% 10,87% 19 ár 58,42 3% 10,99% 20 ár 56,92 3% 11,12% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓÐS soiug«ngi pr. kr. 100.- D — 1974 4.346.76 E — 1974 3.077,05 F — 1974 3.077.05 G — 1975 2.039,70 H — 1976 1.847,77 I — 1976 1.478.54 J — 1977 1.308,04 1.fl. — 1981 281,65 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxt- un p.á. umfram verötryggingu auk vinningsvonar. Happdrættisbrófin eru gefin út á handhafa. Veróbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsias Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaóarbankahusinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.