Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Agúst Einarsson er þingmaður Þjóðvaka á Reykjanesi, yfirvegaður og þenkjandi prófessor í hagfræði. Karl Th. Birgisson varð þess vegna undrandi þegar hann lýsti yfir: Eru ekki öll merki uppi um það, að Þjóðvaki sé að fara sömu leið og t.d. Bandalag jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn og önnur sprengiframboð? Er spilið ekki búið? „Nei. Ég held að aðstæðurn- ar séu töluvert öðruvísi núna. Klofningsframboð undanfarna áratugi hafa flest verið á vinstri hlið stjórnmálanna, í umhverfi jafnaðarstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aídrei klofnað alvarlega, fyrir utan Borgaraflokkinn, sem stóð stutt við og hafði engin áhrif inn í Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur ekki klofnað síðan á fyrri helm- ingi aldarinnar. Það sem er eftirtektarvert við klofning á vinstri væng er, að jafnvel þótt flokkar hafi horfið, þá hafa áhrif þeirra ver- ið mjög mikil. Dæmi um það eru Samtök frjálslyndra og vinstrimanna; þar voru sterkir einstaklingar sem gengu svo til liðs við aðra flokka og ný hugs- un þeirra hafði áhrif bæði inn- an Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks. Það sama gerðist með Bandaiag jafnaðarmanna. Hug- myndafræði þess, sem tengd- ist pólitískt frjórri hugsun Vil- mundar Gylfasonar, hefur haft geysilega mikil áhrif tíu og fimmtán árum seinna. Mái, sem þar voru rædd ítarlega á sínum tíma, til dæmis frjálst fiskverð, þykir nú sjálfsagður hlutur. Það þótti mjög bylting- arkennt þegar Vilmundur tal- aði fyrir því. Nú er uppstokkun á vinnumarkaði, vinnustaða- samningar og annað sem var áberandi í hans málflutningi er nú aftur alvarlega til umræðu. Það er hægt að telja fleira. Enn skilgreina menn sig í Alþýðu- flokknum sem Bandalags- menn, þótt tíu ár séu síðan það leið undir lok. Staða í skoðanakönnunum er þess vegna mjög slæmur mælikvarði á líftíma stjórn- málaflokka. Spurningin er miklu fremur: á Þjóðvaki og hugmyndafræði hans eitthvert erindi? Er hægt að berjast fyrir stefnumálunum með þessum fjögurra manna þingflokki og ná þau fótfestu innan annarra flokka? Það markar miklu frem- ur líftíma hreyfingarinnar. Þjóðvaki er fyrst og fremst stofnaður til að brjóta upp flokkakerfið. Fólk var búið að fá nóg af því sem var að gerast innan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Fólk kom líka frá Framsóknarflokknum og jafn- vel Sjálfstæðisflokknum. Það var búið að fá nóg af núverandi flokkakerfi. Það vildi gera at- lögu að því með þessum hætti og mér finnst tilraunin hafa heppnazt. Niðurstaða kosninganna er bezta ríkisstjórn sem hreyfing jafnaðarmanna gat fengið. Ef Þjóðvaki hefði ekki komið til, þá hefði setið hér ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks með annað- hvort Alþýðuflokki eða Al- þýðubandalagi. Það hefði ekki sícilað neinu í þeirri stóru draumsýn sem er breiður flokkur jafnaðarmanna á ís- landi. Það er markmiðið. Að því leyti er þetta draumaríkis- stjórnin." Þjóðvaki var þó ekki stofnað- ur til þess að núverandi ríkis- stjöm yrði til? „Nei, það er rétt, en án stofn- unar Þjóðvaka hefði hún ekki orðið til. Markmiðið með Þjóð- vaka er að búa til sams konar hreyfingu jafnaðarmanna og er i nágrannalöndunum, 30-40 prósenta jafnaðarmannaflokk. Með því að þessi ríkisstjórn var mynduð fór Framsóknar- flokkurinn, þvert á það sem hann hefur oft sagt, alveg upp að hliðinni á Sjálfstæðisflokkn- „Sjálfstœðisflokkurinn hefur engar pólitískar hugsjónir. “ um. Framsóknarflokkurinn vann góðan kosningasigur og hefði getað iátið það endur- speglast betur í stefnu stjórn- arinnar og skiptingu ráðu- neyta, en hann gerði það ekki. Núverandi ríkisstjórn er alger andstæðingur sjónarmiða fé- lagshyggju- og jafnaðarmanna eins þau eru skilgreind í evr- ópsku samhengi. Þessi staða er alveg ný. Allir flokkarnir fjórir, sem eiga sér þennan draum, eru í stjórnar- andstöðu. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa lengi talað um hann, Þjóðvaki var beinlín- is stofnaður til að vinna að honum og Kvennalistinn, þótt hans sjónarhorn sé annað, á vitanlega heima í þessu um- hverfi stjórnmálanna. Þetta er árangurinn sem Þjóðvaki náði. Ef þetta hefði ekki gerzt sæti hér hefðbundin ríkisstjórn og staða Sjálfstæðisflokksins væri áfram gulltryggð. Við, sem viljum þennan stóra flokk, þurfum að sann- færa lág- og millitekjufólk, sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, um að hagsmunum þess sé betur borgið með því að styðja hreyfingu jafnaðar og félags- hyggju. Það má ekki gleyma því að samkvæmt kosningatöl- um er Sjálfstæðisflokkurinn einn stærsti verkalýðsflokkur- inn á íslandi. Það er hin stóra mótsögn í íslenzkum stjórn- málum, hið mikla fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Honum hefur tekizt að feta bil beggja sem breiður miðjuflokkur, haft rót- gróna afstöðu í utanríkismál- um — sem hefur verið ákveðin kjölfesta í stefnu hans — en fyrst og fremst verið pragmatískur flokkur, flokkur fjöldans og valdsins. Þetta hef- ur honum tekizt alveg snilldar- lega og fengið til liðs við sig kjósendur úr öllum stéttum þjóðfélagsins. En ef það er skoðað hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt þessu valdi sínu, þá tekur hann aldrei afstöðu gegn fjár- magnseigendum, gegn fyrir- tækjum og þeim sem betur mega sín. I framkvæmd á stefnu sinni er hann hefðbund- inn íhaldsflokkur — hann er fyrst og fremst að gæta ákveð- inna hagsmuna. Hins vegar er kjörfylgi hans miklu meira en svarar til þessara hagsmuna. Þessa mótsögn erum við að reyna að draga upp og ef það tekst, þá höfum við von til að þessi breiðfylking, sem talað er um, skili einhverjum árangri. Ef tækist að koma saman breiðfylkingu þessara fjögurra flokka yrði kjörfylgi slíkrar hreyfingar að vera meira en þeirra samanlagt. Það er lög- málið um að tveir plús tveir séu fimm. Hvaðan fáum við þetta fylgi? Frá mörgu fólki sem hefur kosið til dæmis Framsóknarflokkinn, sem hef- ur söguleg tengsl við slíka hreyfingu. Framsóknarflokkur- inn hefur núna fyrst og fremst skapað sér stöðu sem mið- flokkur sem einbeitir sér að því að byggja upp valdastöðu sína og halda henni. Honum hefur gengið það alveg prýði- lega, enda búinn að vera meira og minna við völd í aldarfjórð- ung. Hins vegar, ef okkur tekst að yfirbuga glundroðakenningu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur nýtzt honum vel, þá er ég sannfærður um að við getum fengið mikið af fylgi hans. Þannig sé ég þessa breiðu hreyfingu fyrir mér: evrópskt munstur, þar sem er stór jafn- aðarmannaflokkur, lítill flokk- „Ef sameiningin tekst ekki sitjum við langt fram á nœstu ölá með vonlausa pólitfk. “ ur vinstra megin við hann, sem einnig gæti gerzt hér, einhvers konar miðflokkur og loks frjálshyggjuflokkur sem hefði ekki nándar nærri þá sterku stöðu sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur nú.“ Þetta tókst ‘68 og ‘94 Aftur að lífslíkum Þjóðvaka og áhrifum stefnumála. Ef fólk vœri spurt úti á götu um helztu stefnumál flokksins, hvað að- skilur hann frá öðrum, er hœtt við að lítiðyrði um svör. Þú ert í raun að segja, efég skil þig rétt, að stærsta stefnumál Þjóðvaka sé að sameina jafnaðarmenn? „Já, það er aðalmarkmiðið. Að búa til stærri hreyfingu á þessum væng stjórnmálanna. Okkar markmið er að leiða þennan hóp að sama borði. Ef það tekst ekki, einhverra hluta vegna, þá gerum við ráð fyrir að halda okkar striki og bjóða fram aftur.“ Á hvaða forsendum, ef sam- einingin misheppnast? „Til að sækja endurnýjað umboð fyrir stefnu okkar, sem er ólík stefnu Aiþýðuflokks og Alþýðubandalags að sumu leyti, að sumu leyti ekki. Þessir flokkar eru greinar af sama meiði. Ef við færðum alla þessa einstaklinga út til Evrópu, þingmennina og baklandið í flokkunum, hvaða flokk myndu þeir kjósa þar? Þeir myndu meira og minna tilheyra sama flokknum, jafnaðarmanna- flokki. Að vísu yrðu skiptar skoðanir innan flokksins, en það er það líka í þessum stóru flokkum í Evrópu. Það er mikil breidd í stóru jafnaðarmanna- flokkunum alls staðar í Evr- ópu. Einstökum flokkum hefur mistekizt að mynda þessa breiðfylkingu. Bæði Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa reynt það, en það er ein- hver hindrun sem menn kom- ast ekki yfir. Lengst varð kom- izt 1978, þá reyndar í tvennu lagi, þegar báðar hreyfingarn- ar fengu yfir tuttugu prósent atkvæða, en þær báru ekki gæfu til að geta unnið saman. Eina leiðin til að gera þetta er í einhvers konar samstarfi eða sameiningu. Sú hugsun gekk upp í Reykjavíkurlistan- um, þar sem menn neyddust til samstarfs ef þeir vildu ekki láta Sjálfstæðisflokkinn vinna borgina eina ferðina enn. Við höfum þess vegna séð, að þeg- ar kjósandanum býðst þessi kostur, þessir tveir pólar, þá höfum við meirihluta. Það sýndi sig með R- listanum. Það sýndi sig líka í forsetakosning- unum 1968, þar sem mynduð- ust þessir sömu pólar. Þessi skýru skil hafa bara orðið svo sárasjaldan.“ A-flokkarnir komast ekki lengra En þú, hœgri kratinn, frjáls- lyndi jafnaðarmaðurinn eða hvað það er kallað, hvaða er- indi átt þú íflokk með Hjörleifi Guttormssyni? „Ég tel mig vera jafnaðar- mann í evrópskum skilningi orðsins. Ég er frjálslyndur, sem er ekkert skammaryrði um jafnaðarmann. Nútímajafn- aðarmaður hugsar sem mark- aðsbúskapsmaður, þ.e. að markaðslögmálin séu líklegust til að ná mestum ávinningi í að nýta framleiðsluþætti þjóðfé- lagsins. Það er langt síðan jafn- aðarmenn urðu sammála um þetta, þótt við séum svolítið eftir á hérna á íslandi og það eimi svolítið eftir af forsjár-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.