Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 8

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 8
8 FlMIVmJDAGUR 2. NÓVEMBE1995 \ Undanfarið hafa geisað harðvítugar deilur innan Iðnskólans í Reykjavík og formaður og gjaldkeri skólafélagsins, hinir 22 ára tvíburabræður Arnar Már og Borgar Þór Þórissynir, verið sakaðir um allt frá einræði, valdagræðgi og skólalagabrotum til fjármálamisferlis og hótana um líkamsmeiðingar. Ennfremur hefur litríkur afbrotaferill í æsku óspart verið notaður gegn þeim og settur í brennidepil deilnanna. í opinskáu samtali við Stefán Hrafn Hagalín svara tvíburarnir ásökununum fullum hálsi og ræða um fortíð sína og klíkudeilurnar í Iðnskólanum... Bttsiimh ávallt V Tvíburabræðurnir Arnar Már og Borgar Þór Þóris- synir fara ekki í launkofa með að vímuefnaneysla og af- brot lituðu unglingsár þeirra. Eftir að hafa farið í meðferð, setið af sér dóma og stefnt inná gæfuríkari braut töldu þeir hinsvegar uppgjöri við unglingsárin lokið. En í haust tóku Arnar Már og Borgar Þór við völdum í skólafélagi Iðn- skólans í Reykjavík sem for- maður og gjaldkeri — „Og þessir afturbatakrimmar vog- uðu sér að skipta sér af því sem þeim kom ekkert við. Fólk á því rétt á að þekkja fortíð þeirra,“ svo vitnað sé til iðn- nema sem ekki er ýkja ánægð- ur með störf þeirra bræðra. Ásakanir hafa flogið um allt frá einræðistilhneigingum, valda- græðgi og skólalagabrotum til fjármálamisferlis, bókhaldsó- reiðu og hótana um líkams- meiðingar. Iðnskóladeilurnar höfðu ekki staðið lengi þegar glannalegar fyrirsagnir á borð við þessar tóku að birtast í dagblöðunum: „Tvíburabræður sakaðir um að leggja undir sig Skólafélag Iðnskólans í Reykjavík;“ „Vant- ar nær milljón í sjóð skólafé- lagsins;" „Bræðurnir hafa oft komist í kast við lögin vegna bruggs og fleiri afbrota"; „Al- varlegar deilur innan Skólafé- lags Iðnskólans í Reykjavík"; „Tvíburabræður sakaðir um spillingu og fjársvik"; „Ellefu nemendur verða reknir úr skólanum á mánudaginn". Níðskrifum um tvíburana dreift til fjölmiðla og nemenda Þeir bræður eru við nám í húsasmíðum og á stuttum valdaferli innan skólafélagsins hafa þeir greinilega skapað sér fjölda harðsnúinna óvina sem bera nú á þá ýmislegt misjafnt. Ofaná alltsaman hafa andstæð- ingar tvíburanna dreift níð- skrifum um þá til fjölmiðla og nemenda skólans með vitund skólameistara. Á forsíðu dreifiritsins er krotað stórum stöfum „Hneyksli!“ og fyrir ofan það stendur um meinta fjármála- óreiðu: „Hér er tekin saman eyðsla á veitingahúsum í þá 29 daga [í septembermánuði] sem yfirlitin ná yfir. Samtals matur og veitingar upp á kr. 106.585 eða ca. 3.700 á dag af peningum nemenda Iðnskól- ans í Reykjavík. Á þessum 29 jjJJjJJjJJ-V ILr ..... • „fViðJ vorum djúptsokknir í innbrot, ávísanafals, harða vímuefnaneyslu og þesshátt- arrugl. Sextán ára vorum við farnir að reykja hass — ró- uðumst að vísu í afbrotunum við það. Við fengum uppiýs- ingar um að lögreglan hefði komist á snoðir um að við œttum pakka á pósthúsinu í Austurstrœti sem innihéldi fíkniefni... Síðan biðum við bara með níu félögum okkar eftir lögreglumönnunum tveimur fyrir utan pósthúsið. “ dögum eru tvíburarnir búnir að eyða rúmlega einni milljón tvö hundruð og þrjátíu þúsund krónum ... samkvæmt skipu- lagi skólafélagsins eiga pening- ar þess að renna til deildanna og klúbba. En ekki í einkaflipp dæmdra fjárglæframanna ... Hvaða samþykktir miðstjórnar liggja á bak við þessi fjárútlát? Engar!!!“ Hvísl um ofbeldis- hótanir... Eitt sinn krimmi, ávallt krimmi Stefán Hrafn Hagalín hitti tví- burabræðurna umdeildu að máli á litlu kaffihúsi — sem þeir hafa rekið með myndar- brag um eins árs skeið við Lækjargötu — og spurði þá fyrst um alvarlegasta hluta þessa dreifirits: ásakanir þess efnis að þeir hafi hótað mönn- um — og mökum þeirra og börnum — sem staðið hafa í vegi þeirra líkamsmeiðingum, haldi þeir sig ekki á mottunni. „Við vitum hvaða aðili er á bakvið þessa lygasögu og við ætlum ekki að leggjast svo lágt að svara henni í einhverjum smáatriðum. Það er fyrir neð- an sjálfsvirðingu okkar. í besta falli er þetta sprottið útúr um- mælum hans í okkar garð og ekkert launungarmál að þessi ákveðni aðili hefur reynt ýmis- legt til að egna okkur til reiði þarsem hann veit fullvel að við eigum ákveðna fortíð sem enn á ný er komin í umræðuna. Ásakanir um að við höfum hót- að fólki líkamsmeiðingum eru alfarið úr lausu lofti gripnar; eiga sér enga stoð í raunveru- leikanum. Með hvísli um of- beldishótanir og vafasama for- tíð okkar vegna dóma fyrir fíkniefna- og fjármálamisferli er verið að ýja að einhverju á borð við: Eitt sinn krimmi, ávallt krimmi. Menn skyldu hafa það hugfast að við höfum greitt skuld okkar við þjóðfé- lagið til fulls og lært okkar lex- íu. Það er alveg hárrétt að við vorum vandræðaunglingar. Og við frömdum glæpi sem við vorum dæmdir til betrunar- vistar fyrir. En þetta er allt- saman langt að baki og við höfðum satt að segja vonast til að þessi fortíð okkar fengi að liggja í friði í deilum innan skólans.“ Vandræðaunglingar sem fljótt urou utanveltu í kerfinu En segið mér frá þessari for- tíð ykkar þannig að það liggi al- ueg á borðinu. „Við fluttumst til íslands frá Danmörku níu ára gamlir, eftir að foreldrar okkar höfðu skilið að skiptum. Þær umbreytingar á fjölskyldulífinu og flutning- arnir heim í kjölfarið voru nokkuð sem við áttum í erfið- leikum með að ráða við. Allt í einu upplifðum við það að kunna illa tungumálið og þekkja ekki nánasta umhverf- ið. Þá strax fórum við að detta útúr skólakerfinu og það ágerðist eftir því sem árin liðu. Á endanum vorum við einangr- aðir og utanveltu í okkar nán- asta samfélagi — sérílagi skól- anum. Síðan lentum við í vond- um félagsskap og eitt leiddi af öðru. Við erum mjög uppreisn- argjarnir í eðli okkar og þetta alltsaman bætti ekki á það. Við fórum að reykja, drekka og standa í smáþjófnuðum. Á aldrinum þrettán til fimmtán ára vorum við djúpt sokknir í innbrot, ávísanafals, harða vímuefnaneyslu og þessháttar rugl. Sextán ára vorum við farnir að reykja hass — róuð- umst að vísu í afbrotunum við það. En hápunktur glæpaferils- ins var síðan rúmlega ári seinna þegar við skipulögðum rán á hasssendingu frá Dan- mörku og barsmíðar á lög- reglumönnum við pósthúsið í Austurstræti." Pósthúsrán í Austurstrœti og barsmíðar á laganna uörðum — uœruð þið til í að hressa að- eins uppá minnið mitt skammœja? „Við fengum upplýsingar um að lögreglan hefði komist á snoðir um að við ættum pakka á pósthúsinu í Austurstræti sem innihéldi fíkniefni; pakka sem okkur hafði verið sendur frá Danmörku. Síðan biðum við bara með níu félögum okkar eftir lögreglumönnunum tveimur fyrir utan pósthúsið. Og þegar þeir komu út stukk- um við á þá, börðum umsvifa- laust í götuna og hirtum pakk- ann. Við vorum náttúrlega al- veg útúrgeggjaðir." Ýkjusögur um bræourna hafa marg- faldast gegnum árin En þið náðust, uoruð dœmdir fyrir glœpinn og sátuð inni — eða hvað? „Já. Við vorum sautján að verða átján ára þegar þetta gerðist í Austurstræti, en tók- um samt ekki út refsinguna fyrren tæplega tveimur árum síðar því kerfið er svo hæg- virkt. Þá vorum við sendir rak- leiðis inná Litla-Hraun og sát- um þar í nokkra mánuði. Feng- um að vísu mislanga dóma því við vorum með nokkra glæpi til viðbótar á samviskunni. Við vorum báðir búnir að fara í meðferð átján ára gamlir og höfum bætt okkar ráð eftir margra ára fíkniefnarugl og af- brotaferil. Eftir nokkurt bras erum við þannig núna búnir að vera gjörsamlega edrú um tveggja ára skeið. Þetta tímabil ævinnar er að baki einsog við lítum á málið, þótt aðilar tengdir Iðnskólanum og iðn- nemum geri allt hvað þeir geta til að draga okkur ofaní svaðið með svívirðingum og aðdrótt- unum.“ Ég hef heyrt því fleygt að þið hafið uerið meira en bara venjulegir „vandrœðaungling- ar“, nefnilega að þið hafið ver- ið harðsvíraðir klíkuforingjar sem mögnuðu hvor annan upp — á svipaðan hátt og hinir al- ræmdu Kray-tvíburar... „Jújú. Við vorum auðvitað með smávegis gengi af strák- um kringum okkur og vorum vanir að hanga í spilasal við Hverfisgötuna. Það var svona múgsefjun í gangi, sem var einna verst um helgar þegar við fórum saman niðrí bæ og storkuðum þvísemnæst öllum umhverfis okkur og lentum svo í slagsmálum. Annars hafa ýkjusögurnar um okkur marg- faldast svo ofboðslega gegnum árin, að enn þann dag í dag eru menn hálfsmeýkir við okkur góðborgarana. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem við heyrum þessa samlíkingu við Kray-tví- burana.“ Sárna árásirnar eftir áralangt stríð til að bæta sig En hvað með þessa gróusögu um að mamma ykkar hafi hvatt syni sína áfram og stutt þá útá glœpabrautina? „Menn skyldu bara reyna að halda þessu fram uppí opið geðið á mömmu því hún er ör- ugglega heiðarlegasta mann- eskja sem við þekkjum. Mamma tók svo sannarlega út fyrir athafnir okkar á sínum tíma og var ekkert í því að hylma yfir með okkur. Nokkr- um sinnum hringdi hún meira að segja sjálf í lögregluna og klagaði okkur. Við áttum heima f Vesturbænum og það voru víst aðrir tvíburar í Breið- holti sem áttu mömmu er horfði framhjá athöfnum sona sinna. Ef til vill er okkur eitt- hvað ruglað saman við þá. Fjöl- skyldan og ættin öll hefur fylgst grannt með okkur og þegar orðrómur, líktog þessi sem er núna í gangi, fer á kreik þá hafa ættingjarnir samband og forvitnast um hvort allt sé ekki í lagi.“ Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem þið lendið í vand- rœðum útaf fortíð ykkar. Hvern- ig verður ykkur við þegar hlutir — sem þið teljið ykkur hafa gert upp við — eru notaðirgegn ykk- ur? „ímiðstjórn [skólafélagsinsj sitja nokkrir fulltrúar sem setja hagsmuni Iðnnemasam- bandsins framar hagsmunum skólafélags Iðnskólans... Þetta mál [erj þannig vaxið að nokkrir fyrrverandi stjórn- endur skólafélagsins og nú- verandi stjórnendur Iðn- nemasambandsins eiga brýnna hagsmuna að gœta varðandi hina viðurkenndu óreiðu sem var í bókhaldi stjórnarinnar síðastliðinn vetur. “ „Maður furðar sig fyrst á því hversu lágt sumir menn geta lagst og auðvitað sárnar okk- ur, vegna þess að við höfum lagt gríðarlega mikið á okkur til að byggja okkur upp. Það hefur kostað sitt að ná jafn- vægi og aga í líf okkar og til- veru. Með þessum árásum er sú betrun okkar og yfirbót lít- ilsvirt. Einnig áttar maður sig á því að þessi vinnubrögð sýna einungis hversu rökþrota and- stæðingar okkar eru. Ef fólk getur ekki fundið neitt annað á okkur en fortíðina þá segir það bara sína sögu. Við höfum ekki orðið fyrir barðinu á svona árásum og kjaftasögum vegna fortíðarinnar fyrren núna. Á þeim vinnustöðum, þar sem við höfum starfað frá því að

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.