Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 10

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 10
10 RMIVmJDAGUR 2. NÓVEMBER1995 ma Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritsyóri: Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Verndaður vinnustaður Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Ríkisútvarpið er áfellisdómur um yfirstjórn þess. Meginniður- staðan, sem lesa má út úr skýrslunni, er að þrátt fyr- ir árlega milljarða króna í lögboðnum afnotagjöldum og þrátt fyrir milljarða fjárfestingar hefur Ríkisút- varpinu enn ekki tekizt að ná markmiðum sem því eru sett með lögum. Menntamálaráðherra og útvarpsstjóra er í lófa lag- ið að gera þær tillögur Ríkisendurskoðunar að sín- um, sem þeim lízt vel á. Vandinn er hins vegar sá, ef marka má söguna, að þeir komast ekki upp með að gera alvörubreytingar nema í hörðum, opinberum slag við þá sem fyrir innan sitja og verja sínar prívat- þúfur með kjafti og klóm. Þegar stjórnir fjölmiðla í einkaeigu ákveða breyt- ingar í rekstri er þeim hrint í framkvæmd. Þegar imprað er á breytingum hjá Ríkisútvarpinu rísa hins vegar starfsmenn upp á afturlappirnar og búast til varnar. Þeim hefur verið talin trú um í gegnum árin að þeir, en ekki yfirmennirnir, hafi ákveðinn ráðstöf- unarrétt yfir stofnuninni. Þar gætir þess algenga rík- isstarfsmannaviðhorfs, að stofnunin sé til starfs- mannanna vegna og atvinnuöryggis þeirra, ekki fyrir skattgreiðendur og umboðsmenn þeirra. í saman- burði við aðra fjölmiðla er Ríkisútvarpið, stærsti fjöl- miðillinn, nefnilega verndaður vinnustaður. Menntamálaráðherra er treystandi til að taka af skarið um breytingar hjá Ríkisútvarpinu. Honum eru hins vegar þær skorður settar, að yfirmenn stofnun- arinnar njóta einskis trausts, hvorki meðal almenn- ings né starfsmanna, og eru ekki til mikilla afreka lík- legir. Því er hætt við að allar tilraunir til breytinga breytist í pólitískan hráskinnaleik og raunar óumflýj- anlegt ef ráðherra sjálfur þarf að standa í fremstu víglínu. Það er út af fyrir sig merkilegt að í skýrslu Ríkis- endurskoðunar er að finna fyrstu heildstæðu tillög- urnar um hvernig bezt er að reka Ríkisútvarpið. Nefnd eftir nefnd hefur verið skipuð til að fjalla um einstaka þætti rekstrarins og stjórnmálaflokkar hafa árum saman tekizt á um stofnunina, en enginn hefur lagt fram skipulegar hugmyndir um hverju ætti að breyta og af hverju. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er raunar að þessu leyti í samræmi við fyrri stjórnsýslu- úttektir hennar, þar sem yfirleitt er umyrðalaust komizt að kjarna máls. Stofnunin sú hefur fyrir löngu sannað að henni er treystandi fyrir auknum verkefn- um og ábyrgð sem henni eru falin. En þessi staðreynd segir líka sitt um getuleysi stjórnmálaflokka til að marka skýra stefnu í tiltekn- um málum. Það gildir ekki aðeins um Ríkisútvarpið, heldur ótal aðrar stofnanir sem skipta skattgreið- endur miklu máli. Það er enn eitt vopnið í höndum þeirra sem berjast gegn breytingum í vörn fyrir eigin sérhagsmuni. Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 5524666, símbréf: 552-2243, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 5524777, auglýsingadeild: 5524888, símboði: 84-63332, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Aðferð „Á Spáni er mönnum umbunað fyrir að leggja sig fram, meðan örorkukerfið okkar refsar fyrir sjálfsbjargarvið- leitni til að tryggja skipulega fátækt. “ Eg var í heimsókn hjá ONCE, spænsku blindrasamtökun- um. Sú var athyglisverð. Úrræði Spánverja í málefnum blindra eru um margt sérstæð og aðferð þeirra vekur spurningar um að- Stjórnmál H; ferðir okkar, ekki bara í málefn- um blindra, heldur velferðarpól- itík yfirleitt. Á Spáni mætti nánast kalla for- réttindi að vera blindur. Að- staða þeirra, bæði félagsleg, menningarleg, pólitísk og efna- hagsleg, er svo sterk. Þó eru Spánverjar ekki taldir til leið- andi velferðarríkja. Það sem meira er, þeir hafa ekkert vel- ferðarkerfi byggt upp fyrir blinda. Spánverjar leystu einfaldlega þetta samfélagslega verkefni fyr- ir mörgum áratugum. Þeir fengu samtökum blindra leyfi til rekstrar peningahappdrættis, gegn því að þau bæru ábyrgð á og kostuðu málaflokkinn. Skýr, einföld og varanleg iausn á al- þekktu samfélagslegu verkefni. Samfélagssáttmáli eins og hann gerist gegnsæjastur. Til að bæta ykkur þau tækifæri sem þið farið á mis við fáið þið lotterí. Slíkar lausnir voru raunar algengar eft- ir heimsstyrjöldina eins og einkaleyfi fatlaðra til rekstrar tóbaksbúða er ágætt dæmi um. Það er fróðlegt nú, þegar þetta fyrirkomulag annars vegar og okkar velferðarkerfi hins vegar hafa þróast, að bera aðferðirnar saman. Á Spáni vinnur meira en helmingur blindra, eða 21.000 manns, við sölu happdrættis- miða. Þeir ráða þriðjungi mark- aðarins og selja 16-20 milljónir miða á dag. Laun sölumannsins eru langtum hærri en örorku- bæturnar okkar. En það sem meira er, honum er umbunað fyrir að leggja sig fram, meðan örorkukerfið okkar refsar fyrir sjálfsbjargarviðleitni til að tryggja skipulega fátækt. Þar hafa menn opnað leið fyrir þegn- ana til sjálfsbjargar. Hér höfum við reist ofvaxið musteri skrif- ræðis þangað sem þegnarnir skulu ieita sér ölmusu. A Spáni fá menn vinnu. Hér kemurðu með staðfest afrit af skattskýrsl- unni þinni og biður Stóra bróður um framfærslu. Og þegar hann hefur kynnt sér hjúskaparstöðu þína, eignir og skuldir, starfsferil og laun, trúfélag og ómegð, ákveður hann fyrir þig. Hitt, sem er sérstaklega at- hyglisvert, er lýðræðið. Aðferð á borð við þá spænsku er nefni- lega um leið aðferð beins lýð- ræðis. Hér getur maður, fræði- lega, haft áhrif á hverjir kosnir eru á þing og þá kannski hver verður ráðherra þinna mála og í stjórn þinna stofnana. En bein áhrif þín eru þó lítil sem engin. í spænsku blindrasamtökunum kjósa félagsmenn hins vegar beint sínar stjórnir og ráð sem fara eiga með þeirra mál. Og þær sömu stjórnir og ráð þurfa að standa umbjóðendunum beint reikningsskil. Þannig virð- ist aðferð af þessu tagi auka í senn lýðræði og valddreifingu. Og mér er næst að halda að einmitt lýðræðið sé orsök þess að stjórn þessa málaflokks er með allt öðrum hætti á Spáni en t.d. á Norðurlöndum. Skrifræðis- velferðin hefur nefnilega til- hneigingu til að ala af sér stéttir sem þrífast á velferðarskrifræð- inu. Það eru þeir sem reka vel- ferðina, umboðsmennirnir. Oft fyrirtaks fólk sem komið hefur miklu til leiðar. En þó er ekki alltaf ljóst hvort vegur þyngra, hagsmunir þessara umboðs- manna eða umbjóðendanna. Það var þess vegna sérlega ánægjulegt að sjá að þar sem blindir sjálfir ráða því hverjir reka stofnanirnar velja þeir blinda. Forstjóri öryggisprent- smiðjunnar, sölustjóri happ- drættisins, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, skólastjór- inn, allir eru þeir blindir. Og þeg- ar þeir keyptu stærstu einka- sjónvarpsstöð á Spáni gerðu þeir mann, sem hefur verið blindur frá fæðingu og aldrei séð sjónvarp, að sjónvarps- stjóra. Þannig virðist aðferðin ekki aðeins auka bein áhrif fólks- ins heldur draga úr sérfræðinga- valdinu. ísland er lítið samfélag. Hér á að vera auðvelt að hafa yfirsýn. Við höfum ekki sömu þörf fyrir ofvaxið bákn og firringu þess og tugmilljónasamfélög. Sú sér- staða gefur okkur færi á að leita einfaldra og skiljanlegra lausna á samfélagslegum verkefnum. Þau færi eru miklu eftirsóknar- verðari en hitt að krukka sífellt með niðurskurðarhnífnum í sjálfvirkan ofvöxt skrifræðis. Höfundur er framkvæmdastjórí Blindrafélagsins. Palladómur Kona og alþýða Alþýðubandalagið er stjórn- málaflokkur sem á íslands- met í formennsku. Þingflokkur hans hefur nú innanbúðar hvorki meira né minna en fjóra formenn, þrjá fyrrverandi og einn núverandi. Að auki er þarna einn fyrrverandi varafor- maður sem ætlaði að verða for- maður en fékk það ekki fyrir flokkssystkinum sínum. Þing- menn Alþýðubandalagsins eru samanlagt níu. Af þeim eru fimm sem hafa í einn tíma eða annan verið ráðherrar. Þetta eru þung- ir menn, þungáviktarmenn eins og það heitir á fagmáli stjórn- málaskýrenda, þeim verður ekki mjakað auðveldlega þótt flestir hafi þeir reyndar horfið inn til anna sinna, eins og þar stendur: Einn til að skrifa bók þar sem hann telur sig vera að hugsa pól- itíkina sína upp á nýtt, annar til að skrifa leikrit og rækta með sér milt menningaryfirbragð, sá þriðji til að veita ráðgjöf um al- þjóðapólitík. Að auki er einn þingmaður Al- þýðubandalagsins í rauninni óháður, eða telur sig hafa verið kosinn sem slíkur og siglir undir því flagginu. Annar hefur verið til vandræða síðustu fimmtán árin vegna þess hversu hann er úr takt við allar breytingar í þjóðfélaginu, nútímann og allan raunveruleika. Eftir sitja tveir óbreyttir og í hæsta máta venju- legir þingmenn sem Margrét Frí- mannsdóttir, nýkjörinn formað- ur Alþýðubandalagsins, fær að hafa lögsögu yfir. Þessa halarófu þarf hún að leiða á eftir sér inn í nýja tíma. Eftir á að hyggja var Margrét Frímannsdóttir raunar eina manneskjan sem gat orðið for- maður Alþýðubandalagsins og sú eina sem kom til greina. Hinir eru eiginlega allir stikkfrí, ekki aðeins frá formennsku heldur í raun frá allri pólitík, svona hver á sinn hátt — sumir af því þeir eru svo vanir, sumir af því þeir eiga svona mikla fortíð, sumir af því þeir eru ekki eins og fólk er flest. Margrét var semsé ekki kosin af því hún hefði svona miklar hugmyndir eða svona góða pól- itík; í raun hefur ekki frést af því að hún hafi neina pólitík fyrir ut- an að hafa ekki verið formaður áður og vera ekki marin og blá úr langvinnum stjórnmálaslag. Hún hefur ekki gert neitt annað en að rifja upp gömlu stefnumál- „Margrét var ekki kosin afþví hún hefði svona miklar hugmynáir eða svona góða pólitík; í raun hefur ekki frést afþví að hún hafi neina pólitík fyrir utan að hafa ekki verið formaður áður. “ in sem núorðið eru eins og dauft bergmál úr fortíðinni. Það er ekki hægt að draga í efa að hún er ágæt kona og vel kynnt og Al- þýðubandalagsmenn stæra sig af því að hafa valið konu til for- manns fyrstir flokka og það konu sem er komin beint af frystihúsgólfinu. Margrét er semsé hvort tveggja kona og al- þýða og það þykir Alþýðubanda- laginu gott. En það má mikið breytast ef hún hefur upp á eitt- hvað annað að bjóða í pólitík.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.