Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.11.1995, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 19í Forsetaefni vikunnar ... er séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti. Ekki einasta er séra Geir höfðinglegur maður í hátt, heldur er hann það líka í klæðaburði. Þegar Geir er ekki í einkennisklæðum sín- um, hempunni, kemur hann vart öðruvísi fram en í vönd- uðum tvídfötum frá Englandi, með natnislega hnýtt slifsi og hatt í stíl. Skeggið er ævinlega óaðfinnanlega snyrt. Geir ber semsé svipmót ensks heið- ursmanns og ekki spillir að hann situr á einu helsta höfð- ingja- og menntasetri lands- ins, eða er ekki eðlilegt að gagnvegir séu miili Bessa- staða og Reykholts, þar sem Snorri Sturluson ritaði höfuð- verk íslenskra bókmennta. Ekki spiilir heldur að Geir hef- ur gamalt og gróið ættarnafn. Séra Geir Waage hefur á und- anförnum árum þótt sjálf- sagður leiðtogi íslenskra klerka; það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum hann, en þó hefur hann leitt hjörð sína með reisn og festu. Svo yrði án efa um störf séra Geirs á Bessastöðum. Vonandi hafið þið netfríkin haft það náðugt undanfarna viku því nú hefst rússíbana- ferð .nethaussins á nýjan leik: Kvikmyndameiníakar mega ómögulega sörfa netið ánþess að smella sér inná „Kvik- myndagagnagrunn Internets- ins“, sem er stærsta, ítarleg- asta og bókstaflega langbesta kvikmyndasafnið á svæðinu. Með frábærri hönnun, daglegri uppfærslu, óþrjótandi magni upplýsinga og auðveldu að- gengi er h ttp://www. mssta te. edu/Mo vies/ yndislegt heim að sækja. Þarna er ekki veikan hlekk að finna... — Og þá komum við að mvmiMuzr OR VýÍJtt kt htf&íX ofmetnustu kvikmynd (og tón- list) allra tíma. The Rocky Horr- or Picture Show væri betur til- tölulega gleymt og grafið költ- rusl en dáð af milljónum manna sem meistarastykki. Þeir sem eru hinsvegar ósam- mála þessu hógværa mati geta drattað sér inná ftp://ftp. best. com/pu b/zen i n/RHPS/ og sokkið á kaf í vef- spjall, gagnrýni, myndir og hljóðbúta... — Næst á dagskrá er Pamela okkar Anderson, sem hefur komið sér upp eigin heimasíðu þarsem Hin guð- dómlega kynnir meðal annars nýju myndina sína, Barb Wire. Þeir sem þreyttir eru á þeim urmul yfirborðslegra nektar- mynda sem finna má af Pam á netinu geta smellt inná h ttp://www.foresigh t. co. uk/ pfi/barb og velt sér uppúr til- aðgera siðsömum myndum og snyrtilega matreiddum upplýs- ingum um líf og speki þessarar stórkostlega vanmetnu leik- konu... — Hæ-ja-hong-tsjung! Fyrir nokkrum árum tóku að berast til landsins svokallaðar A/onga-teiknimyndasögur og Manga-teiknimyndir sem rekja uppruna sinn til Japans. .net- hausinn hefur svosem ekki mikinn áhuga á þessu innan- tóma jukki en þau ykkar sem dýrka það ættu að fara inná http://www.mangavid.co.uk /mangavid/ og tilbiðja með hinum Manga-fríkunum... — Að lokum skal getið kappakst- urshetjunnar Damon Hill sem býður uppá ævisögubrot, fregnir af nýjustu árekstrunum og eigin skoðanir á Formúlu 1 á heimasíðunni h ttp://www. m icroprose. com /damonhill og það væri kannski ekki úr vegi fyrir aðdá- endur íslenskra rallíbíistjóra að bregða sér á staðinn og kynnast „alvöru" ökumanni... - shh... Samkvæmt traustum upplýs- ingum .nethaussins er The Fe- arless Vampire Killer álitin 674. besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið. f aðal- hlutverkum eru Jack MacGowran, Sharon Tate (hin myrta spúsa Romans Polanski), Alfíe Bass og Fer- dy Mayne: „Fyrirgefðu, en þú sökktir óvart tönnum þínum í hálsinn á mér...“ ipp á vonduð skei Sgó eins og það b ?t. í merkinu er tö lega ekki allt fyrir ilka slíka karakter na. Helgason frá Keflavík? Enn eitt prikið l endum Café Bóhem. Sixpensari Simma Leitin að hattamönnunum miklu heldur áfram. Síðast fund- um við Sigga Hall og þar á und- an Guðlaug Tryggva. Hattamað- ur vikunnar að þessu sinni er Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2. Hann á hatt sem á góðri íslensku kallast „sixpensari", en hann á nokkra svoleiðis hatta og reyndar mikið safn allskyns derhúfna sem hann notar mikið heimavið. Hattafíknin hófst á unga aldri þegar Sigmundur Ernir átti heima á Akureyri, þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Þar not- uðu menn jafnan hatta og húfur í vondu veðri, enda æskilegt að verja þennan mikilvæga part lík- amans,“ segir hann. En Sig- mundur Ernir kveðst ekki hafa byrjað að ganga með höfuðfatn- að fyrr en á eldri árum. Hann segist ekki hafa orðið var við að kvenfólk liggi flatt af aðdáun í götunni þegar það sér hann með hattinn. Það eru nefnilega frekar karl- menn sem líta til hans með öfund og furða sig á því af hverju þeir ganga ekki sjálfir með hatt. Sig- mundur Ernir segir að sennilega þori þeir það ekki, en þetta sé bráðnauð- synlegur hlutur á íslandi. Gísli Baldur og Sigurjón úr Garðaskóla, í starfskynningu á HP, unnu þessa frétt. UD ■ liS FYRIR 15 ÁRUM Hvað er hæfílegur dráttur? Ragnar Arnalds, þáver- andi formaður Alþýðu- bandalagsins, var í ræðu- stól og kvartaði sáran yfir því „að óhóflega langur dráttur" hefði orðið á af- greiðslu ákveðins máls. Gall þá í Garðari Sigurðs- syni: „Herra flokksformað- ur. Geturðu greint okkur frá því, hvað telst hæfileg- ur dráttur?" — Ragnar mun hafa svarað fáu. 31. október 1980. Vangefna stelpan í leið 113 Síðasta föstudag var ég í innflutningspartíi hjá frænda mínum í Grafarvogi. Gott og blessað, gaman og geðbilað. Þar til morguninn eftir þegar ég þurfti að koma mér niður í bæ og ná í bílinn minn. Með skitinn þrjúhundruðkall í vas- anum og vinina steindauða hist og her um borgina sá ég bara einn möguleika til að koma mér niður í bæ. Með strætó. AAAAAARGHGHGHH!!! Ég stend við einhverja stöng með SVR-merkinu á og rýni í svokallaða tímatöflu og virkilega iegg mig fram við að skilja leiðbeiningarnar um hvenær strætó hunskist til að koma! Tímataflan minnir mig á algebruprófin í MH. Rima+- Folda- Hamraeitthvað, Gullin- brú=Fjallkonuvegur blabla- eitthvað. Eina sem ég get lesið út úr þrautinni er að strætó á að koma einhversstaðar, ein- hverntíma, klukkan eitthvað. Frábært. Og ég bíð. Skítþunnur, sjú- skaður og krumpaður með hausverk hannaðan i helvíti stend ég við þessa blessuðu stöng og blóta Reykjavíkur- borg fyrir að geta ekki að minnsta kosti komið upp einu lásí strætóskýli sem hefði mátt fela sig inni í fyrir ham- ingjusömu fjölskyldunum sem keyra reglulega framhjá, ét- andi ís og starandi á „rónalega manninn" sem „er örugglega í dópi eða einhverju svoleiðis". Eftir kortér er ég farinn að skjálfa úr kulda, að drepast í maganum og kominn með enn hryglherfilegri hausverk. Og ég bíð, með sígó og kók sem ég keypti af afgreiðslustúlku með uppbretta nasavængi sem tók við síðustu hundrað- köllunum mínum eins og skít- ugum nærbuxum. Farinn að sjá sjálfan mig eins og plötu- umslag frá pönktímabilinu; Grammið kynnir piötuna „KYRKJUM VAGNSTJORANN!" með hljómsveitinni ÞYNNKU- SKÍT. Loksins glittir í gula kvikindið. Strætó er fullur af ástföngn- um kærustupörum með trefla og skoðanir, ofmáluðum skríkjandi gelgjum og rúll- hærðum húsmæðrum í krumpunæloni sem rennur saman við hrukkótt andlitin og virkar eins og felubúning- ur. Allir eitthvað svo óþolandi ferskir og óþunnir. Þegar ég labba í gegnum vagninn finn ég hvernig hver einasti far- þegi mænir á mig með ýmist hneykslunar- eða fyrirlitning- arsvip. Ég stekk í fyrsta auða sætið skjálfandi eins og harð- soðin krampabytta og lofa sjálfum mér að drekka aldrei aftur. Á næstu stoppistöð kemur inn ósköp venjuleg stelpa að mér sýnist nema hún er skæl- brosandi, kyssir strætóbíl- stjórann á kinnina og iabbar inn án þess að borga. Hlam- mar sér svo í sætið við hliðina á mér og skellihlær. Mig grun- aði að hún væri að hlæja að mér en þegar ég leit á hana horfði hún bara brosandi út í loftið eins og ég væri ekki til. Hún hlýtur að vera geðveik eða eitthvað. Gat verið að hún yrði að setjast við hliðina á mér. Ég reyndi að færa mig eins langt frá henni og mögu- legt var og hjúfra mig upp að glugganum. Þunnur, þvældur, þreyttur, krumpaður og kval- inn vildi ég bara eitt. Fá að vera í friði. Neinei. Allt í einu snýr hún sér að mér og segir hátt og skýrt með skrækri röddu: „Ertu fýlupúki?!" og hlær svo skerandi hlátri. Um leið og allir þögnuðu í strætó og iitu á okkur tvö átt- aði ég mig á því að hún væri vangefin. I sætinu við hliðina á mér sat þessi opna einlæga vangefna týpa sem lætur allt flakka. Hún og þynnkupleb- binn í harmonikkufötunum voru orðin fókuspunktarnir í strætó. Og leiðin niður í bæ var ekki einu sinni hálfnuð. „Ha... haha... ha“ Ég reyndi að gera mér upp hressan kæruleysishlátur; „nei er það, er ég fýlupúki? Ha... haha... ha.“ Ég fann hvernig kvikindis- skapurinn gaus upp í farþeg- um vagnsins, sem hingað til hafði dauðleiðst og hugsuðu nú: Ekki hœtta, ekki hætta. Plfsplís haltu áfram að bögga hann. Stelpan hins vegar leit á mig hugsandi, eins og hún væri að gera upp við sig hvort ég væri alger lúser eða hvort... „Þú ert mallakútur! Ég ætla að kyssa þig!“ Um leið og hún kyssti mig hreinræktuð- um rembingi á kinnina heyrði ég hvernig hláturinn braust út í strætó. Afhverju ég, afhverju núna!?„Haha... ha... haaaa.“ Hún var ekki hætt. „Oooj „Hún og þynnku- plebbinn í harmonikkufötunum voru orðin fókuspunkt- arnir í strœtó. Og leiðin niður í bœ var ekki einu sinni hálfnuð.“ hvað er vond lykt út úr þér!“ í þetta skiptið sprakk vagninn úr hlátri og ég fann hvernig blóðið í mér brunaði eins og hraðlest í gegnum líkamann, upp í höfuðið eins og það ætl- aði að spýtast út um ennið. Svo ieið ein mínúta þar sem ég sat táreygður með þennan blessaða félagsskap við hlið- ina á mér og reyndi að gleyma því að ég væri til. Mér er um það bil að takast að byggja í kringum mig skjólvegg með eigin timburmenn í hörku- vinnu þegar vangefna daman tekur upp á því að reka við. Ekki með svona venjulegu prumphijóði heidur eitur- lúmsku hvissi þannig að eng- inn heyrði nema ég. Svo snýr hún sér að mér og spyr sak- leysislega: „Varstu að prumpa?“ Helvítis merin. Og þvílík lykt! Ég fann hvernig nasahárin sviðnuðu og mér sortnaði fyrir augum. Smám saman breiddist lyktin út um vagninn. Farþegarnir byrjuðu að hósta, fussa og djísus kræsta! og líta með dráps- augnaráði á MIG! sem sjálfur kúgaðist í hörkuslag við mag- ann í sjálfum mér. Slag sem ég hefði tapað endanlega ef strætó hefði farið yfir hraða- hindrun á þessum krúsjal tímapunkti. Én blessunin við hliðina á mér trallaði bara og hló eins og það væri ekkert eðlilegra en leysa vind sem blési fólki langleiðina á heims- enda. Öfgapirraður og hálf- vankaður ákvað ég svoleiðis að þrusa hurðinni á nefið á þeim næsta sem dirfðist að dingla heima hjá mér og bjóða til sölu merki styrktarfélags vangefinna. Það næsta sem ég vissi var að vangefna stelpan fékk 1 gegn að það yrði hækkað í út- varpinu, svo reif hún mig upp og Iét mig dansa við sig fyrir miðju vagnsins undir ein- hverju Vinir vors og blóma- lagi. Farþegarnir orðnir hálf- ölvaðir af prumpufýlu og strætó farinn að rása. Þar sem ég dansaði við þessa einlægu elsku undir hlátrasköllum og klappi far- þeganna kom yfir mig ró drukknandi manns um leið og ég velti fyrir mér hvort ég væri vangefinn og kynni ekki að njóta lífsins eins og þessi ofureðlilega manneskja sem hélt utan um mig nýbúin að prumpa alla í hel án þess svo mikið sem spá í það og virtist njóta þess að mergsjúga lífið og fjörið úr hverjum einasta degi. Að vísu á sinn hátt.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.