Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 9

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 9
FlMIVmJDAGUR 2. NÓVEMBER1995 9 við snerum til betri vegar, hafa aldrei nein vandamál risið út af þessu og við höfum aldrei fundið fyrir því að ekki væri borið traust til okkar vegna hluta í fortíðinni: hluta sem gerðust á æskuárunum þegar við kunnum ekki fótum okkar forráð." Bræðurnir vísa ásök- unum um óráðsíu algjörlega á bug Ef við snúum okkur að öðrum liðum ásakananna sem bornar eru á ykkur þá langar mig til að spyrja fyrst um þessa 106 þús- und króna mánaðareyðslu framkvœmdastjórnar skólafé- lagsins á veitingahúsum. „Það er einfalt. Fram- kvæmdastjórnin stóð fyrir skiptibókamarkaði í haust þar- sem tíu nemendur störfuðu kauplaust hálfan sólarhringinn í tvær vikur og slepptu þarað auki fjölda skólatíma. Markað- urinn þótti gríðarvel heppnað- ur og það er mikilvægt, því þetta er eitt stærsta hags- munamál nemenda. Við gerð- um í upphafi samning við starfsfólkið um að það myndi engin laun önnur þiggja en smávegis mat og þessi útlagði matarkostnaður sem vinnu- laun er engin ofrausn. Þaraf- leiðandi hljótum við að vísa öllum ásökunum um að þarna hafi eitthvað óeðlilegt átt sér stað til föðurhúsanna. Óráðsí- an er hreinlega ekki til staðar." En hvað með þessar milljón krónur til viðbótar sem sagt er að þið hafið eytt í tóma vit- leysu? „Þegar við tókum við hefti skólafélagsins í byrjun vetrar fengum við 2,2 milljónir króna og greiddum strax 700 þúsund í félagsgjald tii Iðnnemasam- bandsins og 500 þúsund til bókara skólafélagsins. Einnig var reikningur skólafélagsins 200 þúsund krónur í mínus og borga þurfti töluvert af skuld- um fyrri stjórnar. Eftir standa 700-750 þúsund og fyrir þá peninga höfum við til dæmis haldið tvenna tónleika með er- lendum hljómsveitum, Atari Teenage Riot og Lucky People Center. Mætingin á tónleikana var kringum þúsund manns og gerður góður rómur að þeim. Við höfum núna verið í skólan- um um átta vikna skeið og fé- lagslífið hefur sjaldan verið líf- legra. Þeir sem þekkja til mái- efna Iðnskólans vita að félags- lífið þar hefur verið lélegt um margra ára skeið og illa gæU að hagsmunum nemenda. Úr þessu viljum við snarlega bæta og höfum stigið mikilsverð skref í þá átt.“ Gróf rógsherferð Iðnnemasamþandsins og Félagsíbúðanna I dreifiritinu segir að þið tví- burabrœðurnir hafið „síendur- tekið brotið lög Skólafélagsins og misnotað fjármuni nemenda Iðnskólans Hverju viljið þið svara þessum þungu ásökun- um? „Lög skólafélags Iðnskólans í Reykjavík eru fyrir það fyrsta afar óljós og götótt. Þannig stendur í 33. grein að öll stærri fjárútlát skuli bera und- ir miðstjórn, en önnur útgjöld heyri undir samþykki fram- kvæmdastjórnar. Málið í þessu tilfelli er farið að hring- snúast um hártoganir vegna túlkunaratriða. Við höfum hingaðtil ekki talið nauðsyn- legt að bera útgjöld fram- kvæmdastjórnarinnar undir miðstjórn þarsem ekki er skýrt kveðið á um það í lögun- um. Það skal þó bent á að við gerðum tilraun til að boða til miðstjórnarfundar og ræða þessi mál, en sá fundur var úr- skurðaður ólöglegur af Iðn- nemasambandinu vegna fá- ránlegra atriða sem samband- ið taldi athugaverð. Það er staðreynd að tengsl Iðnskól- ans við Iðnnemasambandið hafa gegnum árin verið sterk og náin og í miðstjórn sitja nokkrir fulltrúar sem setja hagsmuni Iðnnemasambands- ins framar hagsmunum skóla- félags Iðnskólans. Þessi tengsl eru of náin og við höfum ekki viljað lúta ægivaldi sambands- ins í okkar málum.“ En nú er skólafélag Iðnskól- ans aðili að Iðnnemasamband- inu samkvæmt skólafélagslög- um... „Jújú, en þar stendur ekkert um að við þurfum að fara í öllu að þeirra vilja í okkar innan- hússmálum. I lögum Iðnnema- sambandsins segir meira að segja að aðildarfélög þess hafi fullt frelsi um sín innri mál. Og afhverju skyldum við aukþess vilja halda sterkum tengslum við Iðnnemasambandið þegar það hefur sýnt af sér bæði ólýðræðislega og óheiðarlega starfshætti? Sambandið á að verja hagsmuni okkar, en hef- ur undanfarið staðið mark- visst að rógsherferð gegn nú- verandi framkvæmdastjórn skólafélagsins og hlutast tij um innri málefni Iðnskólans. í tengslum við þessa umræðu er rétt að benda á að rekstur Félagsíbúða iðnnema er í mikl- um ólestri einsog komið hefur fram við athugun og umfjöllun fjölmiðla. Ekki hafa verið lagð- ir fram að.alreikningar í fjögur ár — eða frá stofnun Félags- íbúðanna. Enda hefur fram- kvæmdastjórn skólafélagsins nú kært forsvarsmenn Félags- íbúðanna fyrir Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna vanhirðu um að halda lögboðið bókhald fyrir starfsemi félagsins frá ár- inu 1991. Ennfremur höfum við formlega kært Félagsíbúð- irnar fyrir brot á virðisauka- skattslögum með því að reka virðisaukaskattskylda starf- semi ánþess að hafa til þess virðisaukaskattsnúmer eða lögboðna reikninga. Okkur of- býður þetta rugl hjá Félags- íbúðunum og þeir eru náttúr- lega ósáttir við að fram- kvæmdastjórnin leyfi sér að gera athugasemdir við störf sín. Þarna er að finna eina helstu rót herferðarinnar á hendur okkur." Hugsjónastarf gert torfryggilegt í aróðurs- stríðinu En hvað með að þið hafið viðhaft vinnubrögð sem „ein- kennast af miklum einrœðistil- burðum og valdagrœðgi"? „Það er bara ósvaraverður þvættingur. Númer eitt eru þetta persónulegar árásir á okkur bræðurna. Andstæðing- ar okkar gleyma afturámóti að í framkvæmdastjórn félagsins sitja fleiri en við. Þarna situr fólk sem við þurfum að bera allar okkar hugmyndir undir. Og það má gjarnan benda á að af fimmtán löglega kjörnum miðstjórnarmönnum standa níu með okkur og finnst árás- irnar á okkur svívirðilegar. Ein- ræði? Aldeilis ekki. Við höfum þvert á móti innleitt nútímaleg vinnubrögð í starfsemi skólafé- lagsins og reynt að færa starf- semi þess í heilbrigðari farveg en að vera taglhnýtingur Iðn- nemasambandsins." / dreifibréfinu segir einnig: „Þeir [tvíburabrœðurnirj hafa gert tilraun til að skuldbinda Skólafélagið upp á um 25 millj- ónir króna án þess að hafa til þess nokkra heimild." Hvaða „tilraun" varþetta? „Við réðumst útí stórt verk- efni til að bæta vinnuaðstöðu nemenda til félagsstarfs og ástundunar náms. Hugmyndin er að skólafélag Iðnskólans leigi húsnæði í samstarfi við aðra. Við höfum augastað á ákveðnu húsnæði sem er um 900 fermetrar að stærð og nokkrir nemendur hafa unnið við að gera það upp á eigin vegum. Það er rangt að skólinn eða skólafélagið hafi verið skuldbundin að einhverju leyti og engin tilraun var til þess gerð. Þetta er hugsjónastarf sem yrði unnið algjörlega í þágu nemenda og við erum furðu lostnir yfir viðleitni til að gera það tortryggilegt." Hagsmunaaðilar hafa augljósan hag af árás- um a tvíburana Þið eruð sakaðir í dreifibréf- inu um að hafa viðhaft offors til að fá að sjá bókhald fyrri stjórnar skólafélagsins. Enn- fremur er sagt að þið hafið eng- an rétt á að skoða bókhaldið og œtlið sjálfsagt að misnota það á einhvern hátt. Hvað sýn- istykkur um þetta? „í dag erum við að fá reikn- inga senda sem eru síðan í tíð fyrri stjórnar ánþess að vita nokkuð um þau mál, þarsem við fáum ekki að skoða bók- haldið. Framkvæmdastjórnin er ákaflega óhress með að vera meinaður aðgangur að bókhaldinu. Hvernig eigum við að átta okkur á útgjöldum félagsins ef við fáum ekki að sjá bókhald stjórnarinnar sem sat á undan okkur?“ Hvaða félögum ykkar í röð- um iðnnema er svona mikið í mun að hindra ykkur í að skoða bókhaldið — og bera ykkur síðan eins þungum sök- um og raun ber vitni? „í sannleika sagt er þetta mál þannig vaxið að nokkrir fyrrverandi stjórnendur skóla- félagsins og núverandi stjórn- endur Iðnnemasambandsins eiga brýnna hagsmuna að gæta varðandi hina viður- kenndu óreiðu sem var í bók- haldi stjórnarinnar síðastlið- inn vetur. Nokkrir þessara fyrrverandi valdhafa í skólafé- laginu sætta sig ekki við vista- skiptin og reyna með öllum hugsanlegum ráðum að bregða fyrir okkur fæti vegna þess að við sættum okkur ekki við að breitt sé yfir óreiðuna. Þeir vilja verjast gagnrýni með því að klína einhverjum óhróðri á okkur, en það skít- kast loðir ekki við okkur því okkar bókhald er í besta lagi. Raddir hafa heyrst um að lög- reglurannsókn á fjárreiðum núverandi stjórnar sé í undir- búningi og það er bara í besta lagi. Lögreglunni er velkomið að rannsaka fjárreiður okkar og skólafélagsins í bak og fyr- ir. Við höfum ekkert að fela„ ólíkt fyrri stjórnum. Skóla- meistari hefur til að mynda fengið að sjá bókhaldið og sjálfur lýst því yfir að þar sé ekkert sem gefi til kynna að um misferli sé að ræða.“ iAihCJo^

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.