Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 31 1. Hvað eru Glengoyne, Laphroaig og Glenlivet? 2. Hvaða knattspyrnufélag sigraði í 2. deild á íslandsmótinu 1991? 8. Hver er varaformaður Alþýðu- bandalagsins og hvaðan er hann? 9. Nafntogaður stjómmálamaður sagði eitt sinn: „Sartre er líka Frakkland." Hver lét svo um mælt? 10. Hver urðu ævilok nasistaleið- togans Hermanns Göring? 3. Þessi mexíkóska söngkona naut mikillar hylli langt út fyrir heima- iand sitt, en var myrt í mars síð- astliðnum. Hún hét? 4. Spurt er um landkönnuð sem skrifaði bók um ísland, ferðaðist annars mest í Afríku og araba- löndum og átti frægan leikara að alnafna. 5. Kvikmyndaleikari hét Marion Morrison. En undir hvaða nafni þekkir hann hvert mannsbarn? 6. Hvaða fljót rennur um Anda- lúsíuhérað, í gegnum borgirnar Cordoba og Sevilla? 11. Þessi kappi var írskur leikrita- höfundur, háðfugl og drykkjumað- ur. Hann hét? 12. Hver skrífaði Ijóðabókina Öngull í tímann? 7. Þessi glæsilega stúlka var fjall- kona 17. júní 1962. Hún heitir? 'uossjeui|efH uueqof 'z\ -uei|og uepuajg 'U ■SJoqujnH i uueq ejSuaq ge me uo jnge n))n)S jjpa goui jnp|e jos jnXjs uueg '01 ■a||neo ap sapeqo '6 ■qiAeuaM jn 'iepjiag uueqof '8 ■piafM SJp!q»su» 'l ■jiAmbiepBng -9 ■auAe/ft ui|Of ’S ■uofjng pjeqojg ■eua|a$ ■£ ‘sauej)\yj • ■u|siAf|euj )|so)|$ ax n}eS||oy| 91A 40AS Vín vikunnar. ■ frá Santa Rita afar bragðmikið eikarrauðvín með sterkum berjakelm og hentar vel kertaljósa- og rauðvíns- drykkjutímabilinu sem nú fer í hönd. Verðið er líka með ágætasta móti, eða 1.220 krónur flaskan. *} £ V, i Eitt af því sem án efa á mikinn þátt í hinu svokali- aða Pinochet-efna- hagsundri er stór- auicinn útfiutningur Chilemanna á vini og er nú svo komið að farið er að tala um Chile sem Japani víngerðarinnar. Það er ekki einasta talið skýrast af óstýrílátum Frökkum að undan- förnu heldur liggja ástæðurn- ar mun dýpra; vínviðurinn sem fluttur var frá Frakklandi til Chile seint á síðustu öld hefur með öliu sloppið við þær plágur sem lögðu á sin- um tíma í rúst vfnvið víðast hvar í Evrópu. Helstu víngerðarmenn í Chile er að finna í Santa Rita- liéraðinu, þar sem Santa Rita, Reserva, Cabernet Sauvignon- rauðvínið er upprunnið. Vín þetta er orðið langvinsælasta rauðvín á Norðurlöndum og er nú á sömu leið á íslandi. Eins og undirtitill vínsins: Ca- bernet Sauvignon, gefur tii kynna er framleiðsla þessa chiieska víns byggt á franskri hefð. Til að gera langa sögu stutta er Reserva-rauðvinið mmni Einu sinni bjó Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR, til þær reglur að aðeins mætti selja bjór í einni stærð af hverri um- búðategund í ríkinu. Þess vegna hafa neytendur aðeins getað fengið t.d. grænan Tu- borg í hálfs lítra dösum en ekki annarri stærð. En Hösk- uldur er maður róttækra til- rauna og hefur nú leyft sölu á Tuborg í 33 cl dósum lika, en auðvitað ekki nema í fáeinum verslunum, sem sagt Heið- rúnu, á Eiðistorgi og á Akur- eyri. Litlu dósirnar fá átta mánuði til að ná 1 prósents markaðshlutdeild og munu þá fást víðar. Áfram Höskuldur. Aðdáendaklúbbarnir Remember Elvis og Presley Island halda rokkdansleik goðinu til heiðurs „Elvis lifir í hugum okkar“ - segir Ragnar Geir Guðjónsson, formaður Remember Elvis Elvis Presley: Þarna er goðið í hefðbundnu rokk- aradressi frá fimmta áratugn- um. Aðdáendur hans eiga flestir búninga frá tíma- bilinu upp úr 1970, en þá kom „búningafríkið El- vis“ út úr skápn- um og hóf að troða upp i ótrú- legustu múnder- ingum. Opinberir aðdáendaklúbb- ar Elvis Presley á íslandi eru tveir talsins, Rem- ember Elvis og Presley ísland, eftir því sem næst verður kom- ist. Laugardaginn 4. nóvember hyggjast þeir taka höndum sam- an og minnast goðsins á vegleg- an hátt með því að halda rokk- dansleik á veitingastaðnum Tveimur vinum, milli klukkan 22.00 og 03.00. Að sögn Ragnars Geirs Guð- jónssonar, formanns Rememb- er Elvis, verður dagskráin með hefðbundnu sniði og tónlistin að sjálfsögðu í anda Elvis og rokkáranna. Jafnframt verður þarna haldin hin árlega Elvis- hæfileikakeppni með aðstoð karaoke; góð verðlaun eru í boði og fer skráning fram í síma 551-1255. Miðaverð á Elvis-rokk- dansleikinn er 600 krónur. Þess má geta að formaður Presley ís- land er Sveinn Guðjónsson. í samtali HP við Ragnar Geir kom fram að í kringum 80 manns eru í hvorum klúbb um sig og eru þeir báðir í heims- samtökum Elvis-aðdáenda- klúbba, sem eiga höfuðstöðvar í heimaborg goðsins, Memphis. Nokkrir nafnkunnir íslendingar hafa troðið upp á samkomum klúbbanna og standa þar einna fremstir Radíus-bræðurnir Dav- íð Þór Jónsson og Steinn Ár- mann Magnússon — sem báðir eiga Elvis-búnina af flottara tag- inu. „Við höfum hins vegar ákveðið að setja þátttakendahá- mark á Elvis-hæfileikakeppnina og er miðað við að tólf manns spreyti sig. Það gerum við til að keppnin dragist ekki um of á langinn. En við reiknum nú svo sem með því að í þeim hópi verði þeir sem búa yfir mestu hæfileikunum og áhuganum," sagði Ragnar Geir. Besti kveikjarinn í bænum Kveikjarinn sem kallaði fram samviskubitið í blaðamanni. Þegar eru 200 flöskuskeyti af þessum toga farín á flakk um landið. Ióralskur sunnudagur er runninn upp eftir líflega helgi. Fyrsta dagsverkið í upphafi nýrrar viku — fyrir utan að þamba kók og bryðja alka- seltzergospillur — er að kafa of- an í alla vasa til að kanna hversu mikið af skotsilfri hefur gufað upp frá því kvöldið áður. I ljós kom að eyðslan var sem betur fer innan ásættanlegra marka. En svo ég komi mér að því sem málið snýst um er ég kveikjara- þjófur par excellence. Einn fjöl- margra býst ég við. Það kom mér því ekki í opna skjöldu að innan um gulu miðana skyldi leynast nýr kveikjari sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég eignað- ist frekar en alla hina. Munurinn á þessum nýja og þeim sem ég hef hingað til nappað er að sá nýi var svo kyrfilega merktur að hann fékk mig til þess að fá sam- viskubit í fyrsta sinn á ævinni; á kveikjaranum stendur nefnilega hvítt á svörtu: Stalstu þessum kveikjara frá Rikke Schultz. Meðfylgjandi voru nokkur síma- númer auk faxnúmers. Þar sem erfitt reyndist að faxa kveikjar- ann hringdi ég í eigandann, sem reyndist kvenkyns húmoristi bú- settur á Norðurlandi vestra, danskur dýralæknir sem þar er starfandi. í því síðastnefnda leynist einmitt kjarni málsins, því kveikjarann lét Rikke húmorista í Danmörku hanna fyrir sig. „Kveikjarar með áletr- unum sem þessari eru eiginlega orðnir að nafnspjöldum þarna úti, einmitt af því að kveikjara- stuldur er orðinn landlægur í Danmörku." Rikke var spurð hvort hana grunaði hvernig kveikjarinn hefði komist í hendur blaða- manns. „Faðir minn vinnur við að áletra svona kveikjara fyrir fólk, því reyndist það hægur vandi fyrir mig að láta útbúa 250 kveikjara. Af þeim eru 200 þegar farnir á flakk þannig að það kem- ur mér ekki á óvart að einhverjir hafi borist til Reykjavíkur," segir Rikke. Hún segist gjarnan hafa kveikjara með sér á böllin í sveit- inni, auk þess sem hún sé alltaf með nokkra með sér í bílnum. Vegna þessara skemmtilegu kveikjara hefur Rikke oft fengið hinar undarlegustu upphringing- ar. „Einn sunnudaginn, þegar ég var í heimsókn hjá vinafólki mínu, hafði ég bílasímann með mér inn. Hringir þá upp úr þurru í mig kona, alveg miður sín, og segist hafa fundið kveikjara merktan mér í vasa eiginmanns síns. Karlinn hennar mun ekki hafa haft hugmynd um hvar hann komst yfir kveikjarann. Þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig í málinu lægi sagðist hún vera búin að skamma karl- inn sinn allan daginn fyrir að stelja kveikjaranum.“ Kveikjarana kom Rikke með til íslands um jólin og sem fyrr seg- ir eru 200 þegar farnir á flakk um landið. „En sem betur fer,“ segir Rikke, „taka ekki allir þessi flöskuskeyti jafnalvarlega og sjonvarp HP mælir með: Amberson-Qölskyldan ★★★★ (RÚV föstudagskvöld klukkan 21.50) Umdeild mynd eftir Orson Wells og fylista ástæða til að benda fólki á að iáta hana ekki framhjá sér fara. Hún er frá 1942 og er næsta mynd á eftir meistara- verkinu Citizen Kane. Wells klár- aði ekki myndina en hann var ein- mitt frægur fyrir að hafa ekki út- hald til að fylgja snjöllum hug- myndum sínuni eftir. Hard Times ★★★ (Stöð 2 föstu- dagskvöld klukkan 23.05) Líklega ein besta Bronson-myndin. Og þá erum við að tala um góðan fæting. Glengarry Glen Ross ★★★ (RÚV föstudagskvöld klukkan 21.50) RÚV fær prik fyrir að vera með svona fína mynd þetta seint að föstudagskveldi. Byggt á leikriti eftir Mamet með AI Pacino í aðal- hlutverki. Enska knattspyman (RÚV laugar- dag klukkan 14.55) Liverpool og Newcastle. HP sér þó enga ástæðu til að mæla með því sem kemur í kjölfarið: kvennahandbolta í íþróttaþættinum. f fótspor föðurins ★★★ (RÚV laugardagskvöld klukkan 21.35) Prýðileg bandarísk gamanmynd frá árinu 1991. Hinrik er augljós- lega að láta til sín taka þarna í inn- kaupadeildinni. Lengi er von á ein- um. Killing Flelds ★★★★★ (Stöð 2 laugardagskvöld klukkan 23.15) Fullt hús, enda um mjög áhrífaríka • mynd að ræða. Svo er John Malkovich uppáhaldsleikari HP. Karlar í konuleit (RÚV sunnudag klukkan 15.20) Bresk heimilda- mynd um hjónabandsmiðlun sem miðar að þvi að koma bandarísk- um mönnum í hnapphelduna með rússneskum kvensum. Hljómar nógu forvitnilega. Sjónvarpsmaður vikunnar Jón Ársæll Þórðarson Að þessu sinni er það Jón Ársæll Þórðarson sem fær lofið. Enginn tekur sig eins vel út á skjánum og þessi viðfeildni en þó snarpi sjón- varpsmaður. Hann er hvergi bang- inn og hikar til dæmis ekki við að berja á dyrnar á kvennafangelsum og leiða áhorfandann inn á nýjar brautir. Og þægiiegheitin sem stafa af honum eru þess eðlis að þegar maður er heima hjá sér að fylgjast með óborganlegum uppá- tækjum hans líður manni alveg eins og maður sé heima hjá sér uppi í sófa að horfa á sjónvarpið. mm popp Hjörtur Howser leikur geggjaða píanótónlist að vanda á Sólon íslandus. Rúnar Júlíusson verð- ur aðalnúmerið á konu- kvöldi í Næturgalanum í Kópavogi. Einhver strippari bliknar við hliðina á Rúna. Góð upp- hitun fyrir leik Everton og Blackburn á sunnu- dag. Hálft í hvoru í þriðja sinn á þremur dögum á Kaffi Reykjavík. Blátt áfram-dúettinn hefur sig vel í frammi á Fógetanum. Kol halda uppteknum hætti á Blúsbarnum í kvöld. Stingandi strá með dansvæna útgáfutónlist ásamt nokkrum merkum gestum í Tjarnarbíói. Edda Borg og hljóm- sveit spila heiðarlegan en sumpart flókinn djass á upptökutónleik- um í tónlistarsal FÍH. Þeir sem vilja láta klapp sitt heyrast á vonandi væntanlegri plötu; mæt- ið! SUNNUDAGUR SSSól og ekkert minna á Gauki á Stöng í helgar- lok. Þar verður sem fyrr Helgi hetja og fer á kost- um. Dúettinn Kos, ungir og sætir trúbbar, á Kaffi Reykjavík. Haraldur Reynisson, hinn frábærlega fram- bærilegi trúbador, á heimavelli á Fógetanum. Sælgætisgerðin enn undir sömu sök seld. Svona þrælhelvítifín á Glaumbar með sinn sýrutískudjass. SVEITABÖLL Deiglan, Akureyri Fjörugir Týrólbuxna- danstónleikar með Szymon Kuran á fimmtu- dagskvöld. Hótel Akranes Glans- gæjarnir úr Hunangi ásamt glæsipíum úr Reykjavík, sem sýna vetrartískuna á Skagan- um á föstudagskvöld. Hótel Mælifell, Sauð- árkróki Nuno Miquel og Milljónamæringarnir með stórdansleik á Króknum á föstudags- kvöld. Nýtt lag með þeim; Farðu í fötin, er væntanlegt á geisladiski. Ásakaffi, Grundar- firði Langbrók skreppur vestur og flytur alls kyns rokktónlist á Snæ- fellsnesinu á laugardags- kvöld. Hugarflugi þeirra Brókarbræðra virðast engin takmörk sett. Duggan, Þorlákshöfn Endurtekinn leikur Hun- angs og glæsipíanna á laugardagskvöld. Á und- an kemur Heiðar snyrtir fram í tilefni konukvölds á staðnum. Hótel Stykkishólmur Nuno Miquel og Millarn- i.r gleðja hjörtu Breið- firðinga á laugardags- kvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.