Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 13

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 13
FlMIVmJDAGUR 2. NÓVEMBER1995 Mér fínnst þetta bara Kunnur leikhúsmaður með mikla yfirsýn hafði eftirfarandi um Súsönnu að segja: Ef ein- hver getur sagt: Tilgangurinn helgar meðalið, þá er það Sús- anna. Það leikur enginn vafi á að Súsönnu þykir vænt um Moggann og Leikhúsið. En það er spurning hvort hinn ómet- anlegi greiði, sem hún hefur gert þessum stofnunum, hafi farið eftir útspekúleruðum leiðum. Það er miklu frekar að aðferð hennar einkennist af einhverskonar fífldirfsku. Fjöldi gagnrýnenda hefur hreinlega hrakist frá störfum vegna þess að leikhúsfólk hef- ur yfirleitt tekið allri gagnrýni mjög barnalega. Leikarar vitna í jákvæða dóma en ef þeir eru neikvæðir eru þeir ekki mark- tækir. Þá virðist engu máli skipta hvort dómarnir eru vel unnir eða ekki — að dómarnir séu góðir í eðli sínu. Súsanna hefur einatt ekki hirt um að rökstyðja skoðanir sínar í dómum. Því hefur hún eigin- lega lagt hausinn í snöruna að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir því. Hún býr hins vegar yfir þeim eiginleika að geta hjúpað sig harðri skel og virðist kæra sig kollótta um gagnrýni á gagnrýni sína. En maður hefur á tilfinningunni að hún geri það ekki á þeim nótum að hún fari í gegnum það sem hún hefur gert og þá gagnrýni sem hún hefur feng- ið, lið fyrir lið, og segi: Þetta gengur ekki upp. Frekar: Mér finnst þetta bara.“ Gott að leita til Súsönnu Edda Sverrisdóttir, kaup- maður í Flex, er sögð sjá um stíl og útlit Súsönnu. „Já, að minnsta kosti leitar hún oft til mín og ég hef tekið eftir því að hún hlustar á það sem ég hef að segja.“ Edda og Súsanna hafa þekkst frá því þær voru smá- stelpur, enda feður þeirra vin- ir. „Við höfum alltaf vitað hvor af annarri en kynntumst ekki almennilega fyrr en fyrir nokkrum árum. Og ef ég bara segi eins og er þá finnst mér Súsanna frábær. Hún er dug- legasta manneskja sem ég þekki, afkastamikil, kjörkuð og kraftmikil." Eddu finnst að auki mjög gott að leita til hennar. „Hún hefur náttúrulega galla eins við hin, en þeir eru ekki það stórir að orð sé á gerandi. Ef það telst galli hvað hún vinnur brjálæðislega mikið þá er það hennar helsti galli.“ Ómissandi í íslenska sirkusinn Ingólfur Margeirsson rithöf- undur og kollega hans Sús- anna hafa þekkst í rúman ára- tug. Hann hefur ekkert nema gott um hana að segja. „Fyrir utan að vera hress og skemmtileg finnst mér hún dæmigerð íslensk kvenhetja. Súsanna er kona sem lifir af hvað sem er og heldur ótrauð áfram. Ég hef alltaf verið hrif- inn af slíkum konum, eins og viðtalsbækur mínar bera merki um. Svo hefur hún þann sjaldgæfa hæfileika að geta hlegið að sjálfri sér, örlögum sínum og verkum og er þar af leiðandi ómissandi í þennan ís- ienska sirkus.“ Aðspurður um hvort kona á borð við Súsönnu, sem þegar er búin að opna flestum les- endum þessa lands allar sínar lífsgáttir, væri líklegt efni í við- talsbók í framtíðinni svaraði Ingólfur að Súsanna ætti enn svo mikið ólifað. „Það fer allt eftir því hvað hún gerir í fram- tíðinni eða hvort hún hefur sagt allt í þessum viðtölum. Sjálfur held ég að hún hafi ekki opnað nema fyrir fáeinar gátt- ir.“ Sússa er dul á tilfinningar sínar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið góð kunningjakona Sú- sönnu í mörg ár. Allar götur síðan þær kynntust í námi við Háskóla íslands hafa þær hald- ið sambandi: „Mér þykir voða vænt um hana Sússu. Hún er besta stelpa; litrík og hörku- dugleg og satt að segja margra manna maki til verka. Ég þekki Súsönnu það vel að mér finnst hún ekki eiga skilið margt af því sem um hana hefur verið sagt. Þótt flestir kynnu að halda annað er Súsanna mjög dul á tilfinningar sínar, sem kann oft að valda misskiln- ingi.“ Sigríður segir Súsönnu að auki afar trygglynda og greið- vikna: „Sem dæmi um hið síð- arnefnda þá hitti ég Súsönnu einhvern tíma í mýflugumynd á íslandi, þegar ég var búsett erlendis, þar sem ég var að vandræðast yfir bílleysi. Hún bauð mér strax bílinn sinn að láni án þess að ég bæði hana um það. Á hinn bóginn gerist allt svo hratt í lífi hennar að það gefst aldrei tími til að setja málin í nefnd. Hún skiptir oft um skoð- un, en það þarf ekki að vera neinn galli — öll erum við breytileg." Helsta afrekið: hún reddaði að reykja Viðar Eggertsson leikhús- stjóri kunni litla sögu að segja sem tekur til „áhrifa“ Súsönnu á íslenska leiklist. „Þannig var, að hér á árum áður var ungur leikritahöfundur sem hét Ámi Ibsen og skrifaði leikrit fyrir Eggleikhúsið sem hét Skjald- bakan kemst þangað líka. Það voru einungis tveir leikarar í þeirri sýningu. Ég sjálfur og Arnór nokkur Benónýsson. Fyrstu kynni mín af Súsönnu voru í gegnum þessa sýningu vegna þess að hún var þá gift Arnóri. Við vorum svo lukku- legir að á þessum tíma skall á verkfall hjá ríkisstarfsmönnum svo að Árni Ibsen, sem jafn- framt var leikstjóri, gat sinnt okkur, verkinu og uppfærsl- unni. Hann leikstýrði nótt sem nýtan dag og sýningin sem sagt komst upp í þessu verk- falli. Það eina sem olli okkur umtalsverðum erfiðleikum í uppfærslunni varðandi þetta verkfall var að það kláruðust allar tóbaksbirgðir í Reykjavík. Súsanna Svavarsdóttir tók að sér, til að halda geðheilsu leik- aranna og leikstjórans, að út- vega okkur sígarettur. Hún sem sagt vann það afrek að halda okkur uppi á sígarettum á meðan allir aðrir sem við þekktum voru sígarettulausir. Fyrir svona nikótínista eins og okkur bjargaði það geðheils- unni. Ég held að þetta sé það besta sem hún hefur gert ís- lenskri leiklist! Þetta varð til Éess að sýningin komst á legg. g held að hún hafi ekki gert ís- lensku leikhúsi neitt til gagns nema þetta helst. En þarna setti hún mark sitt óafmáan- lega í leiklistarsöguna, því við það varð þetta ágæta verk til og sýningin ferðaðist síðan víða um lönd og heimsbyggðin örugglega ekki enn búin að bíta úr nálinni með þetta ágæta leikrit hans Árna. Ég skil ekki af hverju Bandaríkjamenn eru ekki fyrir löngu búnir að stökkva á verkið, en það kannski gerist. Það ætti auðvit- að helst heima þar. Við vorum forréttindastétt á þessum tíma, því Súsanna sýndi ótrú- lega útsjónarsemi við að full- nægja þessari nautn okkar.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.