Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 hyggju í efnahagslífi. Það breytir ekki því, að jafn- aðarmenn hafa sérstakar áherzlur í velferðarmálum, í eftirliti með fyrirtækjum og at- vinnulifi, stuðningi við verka- lýðshreyfinguna, kvenfrelsi og mörgu fleiru. En markaðsbú- skapur er notaður sem skipu- lagstæki í efnahagslífi. Það skil- ur ekki á milli þess hvort menn eru góðir eða vondir jafnaðar- menn. Það er kjánaleg umræða og ökónómískt líka vitlaus." Ég spurði ekki um góða og vonda jafnaðarmenn, heldur lýsti þeim raunveruleika sem blasir við hérna. Þótt menn kalli sig hér jafnaðarmenn, þá eimir mjög sterkt eftir af göml- um sjónarmiðum í efnahags- málum. Þannig hugsa sterk öfl í bœði Alþýðubandalagi og Kvennalista. Þess vegna er spurt: hvaða erindi áttu í flokk með því fólki og langar þig í flokk með því? „í svona hreyfingu verður breidd í skoðunum mikil. Það eru til afturhaldssamir menn beggja vegna og þannig mun það verða áfram. Eg held hins vegar að ef einhver gamaldags forsjárhyggja verður ofan á í svona flokki þá sé hann dauða- dæmdur og þá verð ég ekki þátttakandi í því. Ég verð ekki sá eini sem neitar að taka þátt í því, af því að það er ónýt hug- mynd. En það verður að skilgreina jafnaðarstefnu frá fleiri sjónar- miðum en efnahagslegum. Það eru ein mistökin sem Alþýðu- flokkurinn gerði. Ástæðurnar fyrir því að Jóni Baldvini mis- tókst að gera Alþýðuflokkinn að stóra jafnaðarmannaflokkn- um eru margar. Sterk staða Al- þýðubandalagsins, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinn- ar, persónuleg togstreita ein- staklinga, en líka ofuráherzla Alþýðuflokksins á efnahags- mál. Alþýðuflokkurinn undir forystu Jón Baldvins hefur skil- greint jafnaðarstefnuna fyrst og fremst sem spurningu um efnahagsmál." Er það ekki einmitt að hluta hugsað til þess að aðgreina sig frá „gömlu" jafnaðarstefnunni, með áherzlu á markaðslausnir, að skilja eftirgömlu hugsunina. Án þess vœri tilraunin ónýt, eins og þú sagðir. „Það er allt í lagi að draga /ram markaðslausnirnar sem nútímatæki í hagstjórn. En það eitt dugar ekki. Hvernig á að endurskipuleggja valdið í þessu landi, hvað með völd forstjóra stórfyrirtækja, verka- lýðsleiðtoganna, lífeyrissjóð- anna, fjölmiðlanna? Hvernig á að taka á því pólitískt? Hvernig á að endurskipuleggja mennta- kerfið, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfið og fleira slíkt? „ Við höfum ekkigóða pólitíkusa á íslandi. “ Hvaða framtíðarsýn er þar? Hvaða utanríkispólitík hefurðu aðra en efnahagslega? Þarna hafa ekki komið nein svör. Al- þýðuflokkurinn hefur í raun aðeins haft einn merkimiða uppi, hinn efnahagslega, en jafnaðarstefnan er miklu fleira. Þetta er svo sem stefna sem hentar mér ágætlega, því ég er efnahagslega þenkjandi, en ég sé jafnaðarstefnuna miklu, miklu fjölþættari en kemur fram í þessu. Alþýðubandalaginu hefur hins vegar tekizt á síðustu ár- um að brjótast út úr fortíð sinni, sem er náttúrlega ein forsenda þess að hægt sé að ræða samvinnu. Það eru allt önnur stjórnmál sem blasa við eftir hrun Berlínarmúrsins 1989, allt annað og nýtt tíma- tal. Þeir eru að reyna að lifa í þessu nýja tímatali og kjör Margrétar Frímannsdóttur sem formanns sýnir að þar eru miklar breytingar að verða. Það er ekkert í hinu pólitíska umhverfi sem á að koma í veg fyrir sameiningu. Hér situr rík- isstjórn sem er andvíg öllum okkar sjónarmiðum. Það mun ekkert breytast og að óbreyttu gæti stjórnin setið áfram eftir fjögur ár og aftur eftir átta ár. Það er óbærileg tilhugsun og margt á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það. Öll skynsemi mælir með að gera þetta. A-flokkarnir kom- ast ekkert lengra en þeir hafa náð nú um áratugaskeið. Kvennalistinn þarf að finna sér nýjan pall að standa á. Ef þetta tekst ekki verður þar aðeins um að kenna persónulegum ágreiningi einstakra forystu- manna. Eg held samt að þeir skilji að svo má ekki verða. í grasrótinni, hjá yngra fólki, er mikill áhugi fyrir þessu og svo kynni að fara að hún tæki völd- in í þessu máli. Það væri þá gott. Ef sameiningin tekst ekki sitjum við langt fram á næstu öld með vonlausa pólitík. ís- land stendur að mörgu leyti á „Petta er draumaríkis- stjórnin. “ krossgötum. Ný efnahags- stefna felst í því að ganga á hólm við kerfi fortíðarinnar. Það þarf að ganga á hólm við kerfi sem verndar hagsmuni í landbúnaði, í sjávarútvegi, á vinnumarkaði og í bankakerf- inu þar sem menn skipta á milli sín stólunum. Slíkri rót- tækni verður að koma fram ef á að takast að bæta hér lífskjör í framtíðinni. Við verðum að færa stjórnarhætti til nútíma- horfs. Það gerum við ekki með þessu gamla, spillta valdakerfi sem hefur ráð- ið hér í fimmtíu ár. En að þessu þarf að koma nýtt fólk. Ég hef verið að vonast eftir að róttækt, ungt fólk komi fram sem sópi þessu til hliðar, en þar hef ég orðið fyrir von- brigðum." Hvað held- urðu að þetta hafi verið sagt oft, um nýja, unga fólkið sem b r e y t i r ? Hangirðu enn í þeirri von? „Já, ég geri það. Það er kannske ein- hver nostalgía frá ‘68- kynslóð- inni, að það hljóti að veratil róttæk hugsun í ungu fólki. En maður spyr sig hvar það end- ar, ef fólk á fimmtugsaldri, sem hefur lent í öllum pyttun- um, á að vera í fararbroddi um þessi mál. Það eru mikil vonbrigði að í stjórnmálaflokkunum er ekki að finna ungt, ferskt fólk í nein- um mæli. Ungt fólk kýs ekki að hasla sér völl innan stjórnmál- anna. Hæfileikaríkt fólk fer inn í fjölmiðla- , fjármála- og lista- heiminn, þar sem það nær árangri eins og klárt fólk gerir yfirleitt. Það setur mark sitt á þjóðfélagið á þessum vett- vangi, en hefur ekki áhuga á að starfa í stjórnmálum. Þetta er mjög slæmt.“ Er ekki gott að fólk hefur áhrif með þessum hœtti? Þýðir það ekki að stjómmálaflokk- arnir og völd þeirra skipta minna máli og áhrif fœrast á aðrar vígstöðvar? „Jú, en um leið og það gerist færist vald frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til þeirra sem hafa ekkert lýðræðislegt aðhald. Það er ekkert aðhald með valdinu í peningastofnun- um, á vinnumarkaði eða í fjöl- miðlum og það er alvarlegt mál. Stjórnmálin lúta þó lýð- ræðislegum lögmálum. Þess vegna er slæmt ef ekki sækja til áhrifa í stjórnmálum sterkir einstaklingar sem hafa gaman af þessu — því það er alltaf nauðsynlegt — og kunna að fara með valdið og framkvæma sína pólitík. Við höfum þetta ekki. Við höfum ekki góða pól- itíkusa á íslandi. Því miður. Og sérstaklega á þetta við um unga fólkið. Þar klífa flestir upp hefðbundna stiga og setj- ast í fyllingu tímans við ein- hverja kjötkatla, sem eru svo ekki merkilegir, af því að vald- ið liggur annars staðar.“ Eftirlitslaust vald er hættulegt Þú talaðir áðan um nauðsyn þess að brjóta niður valdakerfi á ýmsum vígstöðvum. Gmnn- tónninn í því er siðvœðing. Snýst hún ekki að stœrstum hluta um að koma stjórnmála- mönnum frá því sem þeir eiga ekki að vera að gera? Eða er þetta stærra mál? „Miklu stærra mál. Hluti er að koma stjórnmálamönnum úr hlutum sem þeir eiga ekki að vera í og eru ekki kosnir til. Vandamál okkar er að Alþingi er ekki löggjafarþing. Það eru sárafáir sem eru þangað komn- ir til að setja lög og leikreglur eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Þeir eru nær allir þangað komnir til að vera með puttana í framkvæmdavaldinu. Þetta er einn stærsti gallinn á stjórnkerfinu, að við höfum ekkert alvörulöggjafarþing, ekkert alvörueftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Þess vegna reyna stjórnmálamenn mjög að hafa áhrif í stjórnum og ráð- um, þótt það hafi minnkað nokkuð á síðustu árum. Tengsl þingmanna eru hins vegar mjög sterk við hið opinbera kerfi. Þarna eiga að vera skýr skil, en siðspilling snýst um fleira, um misnotkun á stöðu manna í þjóðfélaginu. Menn misbeita fjárhagslegu valdi sínu gagn- vart öðrum eða til að hygla sjálfum sér. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta er eftir- lit, af hálfu löggjafans, fjöl- miðla og með siðferðisvitund alls almennings. Það verður að gegnumlýsa opinberar stofn- anir og fyrirtækjaumhverfið allt.“ Hvað áttu við með fyrirtœkja- umhverfi og öðw því sem snýr ekki beint að stjórnmálunum? Ertu að tala um Kolkrabbann? „Kolkrabbinn getur verið hluti af því. Það má færa að því rök að þar hafi mikið efnahags- legt vald safnazt á hendur fárra. Er því valdi misbeitt? Það held ég að sé mun meira vafamál. Það hefur líka mikið vald — vald framtíðarinnar — safnazt til lífeyrissjóðanna, af því að þar liggur mest fjármagnið. Forsvarsmenn þeirra eru verkalýðs- og vinnuveitenda- foringjar og fæstir kosnir í nokkurri raunverulegri lýð- ræðislegri kosningu. Þetta eru valdamenn framtíðarinnar. Hvernig er eftirliti háttað á þessum vettvangi? Það er sára- lítið. Eftirlitslaust vald er hættu- legast, en eftirlit má tryggja með ýmsum hætti. Ein leiðin er til dæmis það sem við köll- um atvinnulýðræði. Ég sé fyrir mér að starfsfólk í stórfyrir- tækjum, t.d. þeim sem eru skráð á verðbréfaþingi, eigi fulltrúa í stjórn þeirra. Þetta þekkist víða erlendis og er þáttur í valddreifingu og eðli- legu eftirliti.“ Eiga ekki eigendur fyrirtœkja að stjórna þeim? „Grundvallarreglan er að eig- endur stilla upp stjórn í sínum félögum, en til viðbótar því ættu að koma fulltrúar starfs- fólks í stjórn fyrirtækisins. Þetta er eitt af framtíðarverk- efnum nútímajafnaðarstefnu og þetta mun gerast, þótt ég viti að vinir mínir í atvinnulíf- inu séu ekki allir hrifnir af þessu. Þetta er ein leiðin til að dreifa valdi. Sumt má gera með lagasetningu, en það er líka mikilvægt, eins og þekkist víð- ast á Vesturlöndum, að hafa góða fjölmiðla. Smæðin í ís- lenzkum fjölmiðlaheimi gerir það að verkum að virkilegt að- hald er sárasjaldgæft, einfald- lega vegna þess að í stórum málum, þar sem menn eru að verja mikla hagsmuni, þarf svo mikla orku og fyrirhöfn til að fara ofan í þau, að íslenzkir fjölmiðlar hafa ekki bolmagn til þess. Þeir krafsa mest á yfir- borðinu, en gera það raunar ágætlega og miklu betur en gert var fyrir nokkrum árum. Markmiðið er að koma í veg fyrir samþjöppun valds. Við erum ekki að finna upp hjólið. Vald þarf alltaf að vera gegn- sætt og sæta eftirliti; og má ekki safnast of mikið saman. Þetta er grunnhugsunin. Það á við um stjórnmálaflokka, stjórnkerfi, fyrirtæki, fjölmiðla og miklu fleiri. Valddreifing er miklu meira en hugtak; það er ákveðið lífs- „Ég get í sjálfu se'r lagzt upp í sófa og lifað efnahagslega ágœtislffi þar til ég drœpist. En ég hefði bara ekkert gaman afþví. “ form. Án valddreifingar er fólk svipt öllum tækifærum til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Þeir sem hafa valdið reyna alltaf að slá skjaldborg í kringum það. Ef þeir fá tækifæri til þess, þá kemstu aldrei inn fyrir þessa skjaldborg. Þér líður vel ef þú ert fyrir innan, en fyrir utan ertu í æ vonlausari stöðu, eftir því sem tækni og sérhæfingu fleygir fram.“ Krossfarinn íkosningabaráttunni í vor var þér nuddað svolítið upp úr per- sónulegri stöðu þinni, varst kall- aður sœgreifinn og annað í þeim dúr. Hvemig stendur á því, að maður með þennan bak- gmnn, útgerðarmaður og stór- eignamaður, efnahagslega þenkjandi og hœfilega jarð- bundinn, er ekki íhaldsmaður? Afhverju ertu ekki í Sjálfstæðis- flokknum? „Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei höfðað til mín og ég hef litið á stjórnmál sem baráttu fyrir ákveðnum hug- sjónum, fyrir öðruvísi þjóðfé- lagi, fyrir breytingum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur engar pólitískar hugsjónir. Hann er í sjálfu sér ekki stjórnmálahreyf- ing. Hann er valdaapparat, hagsmunabandalag fjölmargra valdahópa í þjóðfélaginu. Það er ýmislegt sem tengir þá sam- an, en flokkurinn hefur enga pólitíska sýn fram á næstu öld eða langtímastefnumörkun. Það fer geysilega lítið fyrir slíku í Sjálfstæðisflokknum." En hvaðan kemur þetta fé- lagshyggju- og jafnaðarmanna- taí íþér? Staða þín og efnahags- legur bakgmnnur, svo talað sé marxískt, bendir ekki t þá átt. „Líklega á það rætur í náms- árum mínum í Þýzkalandi í kringum 1970, í miklu pólitísku umróti. Þá mótuðust skoðanir mínar í stjórnmálum. Ég fann þar samleið með jafnaðar- mönnum innan háskólans og hef búið að því síðan. Seinna gekk ég til liðs við Alþýðuflokk- inn og fann sama hljómgrunn í stefnumálum hans. Ég hef aldr- ei verið í vandræðum með sjálfan mig sem jafnaðarmann. Hins vegar hafa aðrir haft áhyggjur af því vegna míns bakgrunns, vegna þess að ég hef starfað í viðskiptum og vegnað ágætlega, er ættaður úr sjávarútvegsumhverfi og það að ég vil „common sense" í rekstri fyrirtækja. Það fer ágætlega saman við hjartað í mér.“ Svo er líka í þér einhver upp- reisnartilhneiging. Þú ferð tvisv- ar úr Alþýðuflokknum, fyrst með Vilmundi, seinna með Jó- hönnu. / millitíðinni lendirðu upp á kant við forystuna vegna ráðningar Steingríms Her- mannssonar í Seðlabankann. Af hverju lœturðu svona? Eftir hverju ertu að sœkjast? „Ég reyni að vera samkvæm- ur sjálfum mér. Ég tek allt al- varlega sem ég geri og meina það sem ég segi. Þegar ég taldi að aðrar leiðir væru vænlegri í pólitík til að slást fyrir þessari draumsýn minni um stóra jafn- aðarmannahreyfingu, þá fór ég. Ég hef tvisvar farið úr Al- þýðuflokknum og í bæði skipt- in haft góða stöðu innan flokksins áður en ég fór. í Seðlabankamálinu var á ferð- inni pólitísk spilling, sem allir flokkarnir stóðu að, og ég undi ekki við það. Ég er kannske svolítill upp- reisnarmaður í mér. Ég vil sjá byltingu og blóð og tel mig hafa sýnt að ég meina það sem ég segi um uppstokkun á mörgum sviðum. Það þarf oft að brjóta hluti í mél áður en nýir eru búnir til og það kostar átök. Menn snúast til varnar fyrir hagsmunum sínum. Það er eðlilegt. Ég er mjög harður þegar ég hef tekið afstöðu, keyri hart áfram og hugsa ekki um persónulega hagsmuni í því. Ég hef átt því láni að fagna að enginn hefur haft yfir mér að segja. Ég er ekki háður nein- um, sem er geysilega mikil- vægt í pólitík.“ En það er svolítill krossfara- blær yfir þessu öllu. „Já, ég er svona kross- faratýpa. Ég hefði örugglega marsérað til Jerúsalem og fall- ið þar við að frelsa gröf Krists einhvern tíma á tólftu öld. Það hefði ekki komið mér á óvart." En hvaða máli skiptir þetta? Af hverju er þetta svona mikils virði? Geturðu ekki haft skoð- anir og hugmyndir, verið sann- fœrður um að þœr séu réttar, en látið þar við sitja? „Ég lít þannig á að hafi ég tækifæri til að berjast fyrir hugmyndum mínum, þá vil ég gera það. Ég hef gaman af því og væri náttúrlega ekki að þessu ef svo væri ekki. Ég er ekki svo vitlaus að segja að allt sem ég er að gera geri ég bara fyrir aðra. Ég nýt þess að berj- ast fyrir hugmyndum sem ég trúi á og er þannig að fullnægja eigin þörfum og vonandi þar með annarra. Ég er ekki píslar- vottur í pólitík eða neinu öðru. Ég hef gaman af þessu og vil láta breytingar af mér leiða. Ég er til dæmis ánægður með eig- in þátt í breytingum sem leiddu til stofnunar fiskmark- aða. Ég lít á það sem hlutverk hvers og eins að lifa í sátt við sjálfan sig og sína nánustu og stuðla að jákvæðum breyting- um á umhverfi sínu. Ég get í sjálfu sér iagzt upp í sófa og lif- að efnahagslega ágætislífi þar til ég dræpist. Ég myndi ekki svelta. En ég hefði bara ekkert gaman af því.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.