Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 30

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 popp FIMMTUDAGUR Vox feminae er ekker,t popp, heldur hópur skipað- ur konum úr Kvennakór Reykjavíkur. Þær verða með Mendelssohn, Brahms og Mozart í Kristskirkju í kvöld; popp síns tíma eins og ein- hver gæti sagt til að klóra sig út úr þessu. Emiliana Torrini, aðalskvísan í bænum, heldur útgáfutónleika ásamt nýrri hljómsveit á Gauki á Stöng í kvöld. Hálft í hvoru í heilu lagi á Kaffi Reykjavík. Jón Kjartan er með þeim nýrri sem fá að spreyta sig á Fógetanum. Tab, skipað þeim Kristjáni Guðmundssyni, Dan Cassidy og Einari Guðmundssyni, á Blúsbarnum. FÖSTUDAGUR Geirmundur Valtýsson með stórdansleik og skag- firska sveiflu í aðalsal Hótels íslands. Laddasýningin í Ás- byrgi sama kvöld. Ragnar Bjarnason og Stef- án Jökulsson stím-tím á Mímisbar á Hótel Sögu. Josh Wink eða Winx, eins og hann kallar sig, hefur gert það dúndurgott á klúbbum og diskótekum með lögum eins og Higher State of Consciousness. Hann verður í Tunglinu á vegum Sverris, Júlla Kemp og félaga í Kisa. Kirsuber Gott ef það eru ekki gamlir félagar Emiliönu Tortellini í framhaldi af út- gáfutónleikum hennar á Gauknum í gærkvöldi. Magnús og Jóhann, Björg- vin Halldórsson, Pétur Hjaltested og Laddi. Sama gamla góða kynslóðin með ýmis sjó og uppákomur á Hótel Islandi. Rúnar Júlíusson svíkur akkúrat engan á Næturgalan- um í Kópavogi. Hálft í hvoru Ingi Gunnar og Eyfi í góðum félagsskap á Kaffi Reykjavík. Dúettinn Blátt áfram með hörku sveitatónlistarveislu á Fógetanum. Kol Sú kolgeggjaða en samt skemmtilega sveit á Blúsbarnum. LAUGARDAGUR Stefán Jökulsson og Ragnar Bjamason með píanóleik og skemmtilegan söng á Mímisbar Hótels Sögu. Saga Klass að undangeng- inni Ríó-sögu; Ríó-tríó í hundrað ár, að minnsta kosti í minningunni, í Súlnasal. Josh Wink endurtekur tónleikana á vegum Kapla- krikagæjanna í Kisa í Tungl- inu í kvöld. Og enn stígur hann upp vinsældalistana. Kirsuber með framhalds- aðaltónleika á Gauki á Stöng. Þrír gæjar standa fyrir dúndrandi rokkdansleik á ár- legum haustdansleik Elvis- aðdáenda hér í borg. Haldin verður af þessu tilefni söngvakeppni og Elvis-look- alike-keppni á Tveimur vin- um. Villibráðarkvöld allar helgarfram til nóvemberloka AÐALRETTIR hreindýrasteikur steiktar í salnum • tjúpur pönnusteiktar gœsabringur • villikryddað jjallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira EFTIRRETTIR bláberjaostaterta • ostabakki heit eplabaka með tjóma • ogfleira Verð kr. 3-990 Borðhald hefst kl. 20:00 Landsfrœgir tónlistarmenn munu skemmta matargestum Dagskrá: Föstudag 20. okt. Helga Möller & Magnús Kjartansson * Laugardag 21. okt. HelgaMöller&Magnús Kjartansson Föstudag27. okt. Grétar Örvarsson & BjamiAra Laugardag 28. okt. AnnaPálína&AðalsteinnÁsberg Fösludag 3- nóv. HelgaMöller &Magnús Yjartansson Laugardag 4. nóv. HelgaMöller & Magnús Kjartansson Föstudag 10. nóv. Grétar Örvarsson &BjamiAra Laugardag 11. nóv. AnnaPálína&AðalsteinnÁsberg Sunnudag 12. nóv. Kristín Ertia Blöndal & Brytihildur Ásgeirsdóttir Kristín Ema Blöndal & BrynhildurÁsgeirsdóttir Föstudag 17. nóv. Grétar Örvarsson &BjamiAra Laugardag 18. nóv. Óákveðið Sunnudag 19. nóv. Óákveðið LOFTLEIÐIR Borðapantanir í síma5050925 eða562 7575 Gestir verða sjálfkrafa þátttakendur íferðaleik Flugleiða ogG&G veitinga. Dregið í lok nóvember. Einnig verða dregnir út tveir vinningar á hverju kvöldi Nokkurs er vænst af þeim Sig- varði, Guðjóni, Hrólfi og Sævari í Stingandi strái, sem slípuðust saman á þriggja mánaða tónleika- túr um Evrópu í fyrra. Anarkískt tónleikarokk Utgáfutónleikar sem vert er að gefa gaum verða í Tjarnarbíói á laug- ardag. Þar flytur hin anark- fskt þenkjandi grúppa Stingandi strá allt sitt ný- frumsamda rokk í belg og biðu með hjálp góðra gesta eins og Guðna Franzsonar og Englakórs- ins, sem sérstaklega hefur verið þjálfaður upp fyrir tónleikana. Stingandi strá er hljóm- sveit sem hefur verið til í rúm tvö ár en gerði lítið annað en skipta um trommuleikara fyrsta árið. Eftir að sveitinni tókst að slípa sig saman á þriggja mánaða tónleikatúr um Danmörku, Noreg, Þýska- land og Frakkland síðasta vetur fóru svo hjólin að snúast. Á leið sinni um þessi Evrópulönd kynntust þau til að mynda Guðna og fengu óvænta aðstoð frá erlendum tónlistarmönn- um og -spekúlöntum, sem meðal annars aðstoðuðu hljómsveitina við upptök- ur á efninu sem nú kemur út. Það er þeirra eigið batt- erí, Hverslagstónlist, sem ber þungann af dreifingu og kynningu á diskinum, sem kemur út í dag. Madama Butterfly í Óperunni — en hljomsveitarstjorinn yar látinn taka pokann sinn Anæstunni verður frum- sýnt í íslensku óper- unni meistaraverkið Ma- dama Butterfly eftir Giac- omo Puccini. í aðalhlut- verkum eru Ólafur Árni Bjamason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bergþór Pálsson. Fyrir skömmu bar svo við að hljómsveitar- stjórinn, David Shaw, var látinn hætta störfum og var ástæðan skv. heimild- um HP óánægja með störf hans. Ekki urðu þó miklar truflanir á æfingum, því í hans stað kom annar hljómsveitarstjóri, öllum hnútum kunnugur í Óper- unni, Robin Stapleton. Á myndinni eru aðalleik- arar á æfingu nýlega ásamt leikstjóranum, Halldóri E. Ltixness. Röng einkunn Með dómi Friðriku Benónýs um bók Kormáks Braga- sonar, Auga fyrir tönn, birtist fyrir mistök röng ein- kunn. Bókin fékk eina stjörnu ★ í blaðinu, en þar átti að vera hauskúpa, ® Friðrika er beðin velvirðingar á mistök- unum.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.