Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.11.1995, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Qupperneq 14
14 msm Annað opið bréf til Karls Th. Birgissonar ritstjóra Athugasemd vegna athugasemda þinna þann 26. þessa mánaðar Sæll aftur. Þakka þér ágætlega stílaðar athugasemdir og þessa ljóm- andi fínu litmynd. Ekki var það nú meiningin að bréfin yrðu fleiri, en ég finn mig þó knúinn til að skrifa þér nokkrar línur í viðbót. Bæði til að leiðrétta þig og taka upp hanskann fyrir eiginkonu mína, Önnu Björk Birgisdóttur. Það er skemmst frá því að segja, að það er að bíta höfuðið af skömminni að bera hana fyrir „fréttinni", og fáheyrt yfirklór. Væri slíkt að öllu jöfnu ekki svaravert. Þó þykir mér rétt að þeir lesendur blaðsins sem „gleyptu við“ fullyrðingu þinni viti, að hún hefur ekki gefið það í skyn í útvarpi, eða ann- arsstaðar, að hún beri barn undir belti. Enda er það ekki mál sem hún myndi bera á torg með slíkum hætti, ef svo væri. Ef þörf krefði gæti hún sýnt það og sannað með segulböndum, sem til eru í vörslu Islenska út- varpsfélagsins. Því er það ljóst að heimildir þínar varðandi þetta mál eru marklaust bull og slúður. Rennir þetta og stoðum undir það sem ég minntist á í fyrra bréfi, að sitthvað mætti betur fara við öflun gagna og heimilda á þínum bæ. Ennfrem- ur árétta ég það, að ef þú hefur áhuga á einhverju sem mig og mína snertir er nóg að taka upp símann og inna mig eftir því sem þig þyrstir að vita hverju sinni. Eg tel að símanúmerið mitt sé til einhvers staðar inn- anhúss þar. Þó læt ég númerið fljóta með neðanmáls, því það gæti, líkt og fleira, hafa skolast eitthvað til manna í millum og því — rétt eins og margt annað sem um hendur ykkar fer — tekið á sig nýja mynd. Að lokum: Jú, vissulega er dægurmenning ýmiss konar nokkuð áberandi í blaðinu og er það út af fyrir sig góðra gjalda vert. Víst er dægurmenn- ingar“heimurinn“, líkt og aðrir „heimar“, á köflum kyndugur og hlálegur. Þess má þó geta, eins og þú getur ímyndað þér, að ég og fleiri komum nú stöku sinnum upp úr „dægurmenn- ingardjúpinu", svona rétt til að draga andann og virða fyrir okkur umheiminn — líka þá umfjöllun, sem téður heimur fær af hálfu skriffinna þinna. Sú útreið sem mætustu menn mega sæta af ykkar hendi er ykkur til skammar. ftem sú van- þekking og mannfyrirlitning sem gjarnan skín út úr geð- vonskuskrifum ykkar. Svo ein- ungis eitt dæmi um það sé tek- ið er skemmst að minnast at- hugasemda um Þórhildi Þor- leifsdóttur leikstjóra í síðasta tölublaði. Ekki var ég því í fyrra bréfi mínu sérstaklega að beina spjótum mínum að umfjöllun ykkar um dægurmenninguna, heldur átti ég við umfjöllun ykkar almennt um menn og málefni hverskonar. Þú hefur því misskilið mig þar. Það er þó greinilega ekki í fyrsta skipti sem þú og þínir, þar með talið heimildafólk, misskilja, mis- heyra eða misminnir eitt og annað. Læt ég þetta verða mín loka- orð og óska þér, þrátt fyrir allt, velfarnaðar í starfi. Sem fyrr vænti ég þess að þú birtir þetta óbreytt í heild sinni í næsta tölublaði. Stefán Hilmarsson FRÁ RITSTJÓRA Takk fyrir bréfið, Stefán. Það er langt síðan ég hef átt penna- vin. Að sjálfsögðu tek ég orð þín fyrir því sem hefur verið sagt á ljósvakaöldum Bylgjunnar. Enginn misskilningur þar. Vit- laust frá sagt og ekki orð um það meir. Hins vegar, og það er nú ástæða þess að ég skrifa þér aftur, áskilur þetta blað sér fullan rétt til að hafa skoðun á mönnum og málefnum í opin- berri umræðu, þar á meðal Þórhildi Þorleifsdóttur og ákvörðun hennar um að klaga ráðningu Viðars Eggertssonar í Borgarleikhúsið til Jafnréttis- ráðs. Þær skoðanir geta verið afdráttarlausar, og líklega er fullt af fólki ósammála þeim, mais c'est la vie og ekkert við því að segja. í því felst hvorki mannfyrir- litning né geðvonska. Ef ég væri hátíðlegur myndi ég í ofanálag segja að það væri ein- mitt heilagt hlutverk HP að hafa skoðanir á því sem gerist í kringum okkur. En það geri ég nú ekki. En skrifaðu endilega aftur þegar þig langar. Hér er alltaf pláss fyrir skoðanir. Beztu kveðjur, Karl Th. Birgisson aHMaMMMMMMMWMHMIMMMnMMnniMMMne o* geysivinsæla og gQ^ villibráðarhlaðborð með köldum og heitum réttum á aðeins 2.900 krónur Stundin et dauótid Staðuiinn c* Aíauótið

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.