Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 21

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 21
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 21 1978 þekkti þorri Islendinga pizzur varla nema afaf- spurn. íslenskufrœðingar voru í vandrœðum og vildu kalla þennan re'tt flatbökur. hjá kaupmanninum á horninu. Það þykja heldur ekki tíðindi lengur að fá ítalskt kaffi, eins og var þegar Guðmundur á Mokka kom heim frá söngnámi með kaffivélina sína um 1960. Guðmundur kenndi Reykvík- ingum að drekka espressó og cappuccino; nú eru fá veitinga- hús svo aum að þau geti ekki bruggað svoleiðis kaffi. ís- lenskur mozzarellaostur er ekki á bragðið eins og mozzar- ellaostur á Ítalíu. Öll dreymir okkur um að vera í ítölskum fötum yst sem innst. Samt vantar hér sér- verslanir með fræg ítölsk tísku- merki, en Sævar Karl selur Armani — sem er fínast og dýrast. Gaman væri líka að kunna ítölsku og námskeið í því tungumáli hafa verið vin- sæl síðustu árin, til að mynda í endurmenntunarstofnun Há- skólans. Þaðan er svo stutt í Ítalíuvinafélagið þar sem Bryndís Schram er einn frum- kvöðla. SPÁNN kureyringar sem vilja ná sér niðri á Reykvíkingum tala um Spánarveðrið og Maj- orkablíðuna fyrir norðan og ef við rekumst á einhvern sem hefur sofnað í sólarlampa segj- um við að það sé eins og hann hafi verið að koma frá Spáni. Allt er það náttúrlega eins og hver önnur. blekking; svona rétt eins og maður þarf að vera sérstaklega trúgjarn til að kyngja því að karneval- stemmningin sem okkur er sagt að sé í Reykjavík á tylli- dögum minni nokkurn skapað- an hlut á karneval. En karne- valstemmningin víkur vart úr huga Reykvíkinga síðan spænskur leikflokkur kom hingað á Listahátíð 1980. í hálfu kafi þjóðarvitundar- innar mara máski minningar um sumarfrí á Spáni og ofan í kjallara liggur ef til vill lítil þjóðbúningasenjóríta í plast- öskju, en annars fer ekki mikl- um sögum af því að Spánn hafi haft djúp áhrif á líf íslendinga. Við höfum farið til Spánar en Spánn ekki komið til okkar. Stundum rjúka menn upp til handa og fóta og ætla að kenna þjóðinni að matreiða saltfisk, baccalao, eins og Spánverjar gera, en við viljum frekar óæt- an saltfisk og helst þó alls eng- an. Ágætan saltfisk með Mið- jarðarhafssniði má þó fá á veit- ingahúsinu Astró. Á tíma léttvínsbyltingarinn- ar drukku íslendingar ákaflega vond og dísæt rauðvín frá Spáni, svo skánaði smekkurinn og síðan hafa þeir illan bifur á sullinu frá Torres — sem auð- vitað er mesti misskilningur, því þaðan koma líka gæðavín. Á þeim tíma héldu ferðaskrif- stofurnar líka grísaveislur og sérstök Spánarkvöld þar sem tilvonandi og fyrrverandi ferðamenn fengu að bragða á sangria. Af einhverri ástæðu eru svoleiðis samkomur ekki haldnar lengur, en stundum heldur Ingólfur Guðbrands- son fund og talar um menn- ingu Spánar og aðrar dásemd- ir. Spænskur fatahönnuður, Al- onzo að nafni, hefur tískuhús neðst við Laugaveginn, en Kaffí List er ekta spænskt kaffi- hús. Þar er hægt að fá gómsætt tapas, ýmiss konar smárétti sem Spánverjar nota sem lyst- auka, og að auki vín frá Spáni, brennd og óbrennd. Úr hátöl- urum kemur taktföst gítartón- list. Reglulega berast fréttir af íslendingum sem hafa lent í tugthúsi á Spáni og þykir þá rétt að reyna eftir fremsta megni að fá þá lausa. Á vísum stað eru þó áhrif frá Spáni allmiklu áþreifanlegri, nefnilega í einbýlishúsum sem risu í borginni á ákveðnu tíma- bili og sameina af hugmynda- auðgi íslenskan klunnaskap og márískan stíl sem landinn hef- ur kynnst í dagsferðum af sól- arströndinni í hallirnar í Al- hambra. FRAKKLAND Frakka dreymir um að vera stórveldi sem leggur undir sig heiminn með gáfum og mik- illi tækni. í sömu andrá horfa þeir framhjá því sem í rauninni gerir þá að stórveldi; þeim áhrifum sem þeir hafa á lífsstíl heimsbyggðarinnar með jafn einföldum hlutum og mat, víni, fötum og ilmvötnum. Því í ríki matargerðarlistarinnar eru Frakkar kóngar og engin vín eru betri og fjölbreytilegri en þau sem vaxa í sveitunum kringum Bordeaux. Á íslenskar fjörur rekur nátt- úrlega ekki nema brot af allri þessari vínflóru. Til að fá ein- hvern skilning á henni þurfa menn helst að fara á vínnám- skeið hjá Einari Thoroddsen lækni eða að minnsta kosti kynna sér rit hans. Og alvöru, hreint og klárt franskt veitinga- hús er í rauninni ekki til á Is- landi, þótt frönsk matseld sé iðkuð á heldri stöðum eins og Holtinu, Naustinu og í Grill- inu. Helsti meistari fransks eldhúss á fslandi, Franfois Fons, starfaði hins vegar þegar síðast fréttist hjá Náttúrulækn- ingafélaginu í Hveragerði. Þess utan höfum við tamið okkur ýmislega franska hátt- semi, eða talið okkur gera það. Hvítlauk notum við núorðið í óhófi villiþjóðar sem þekkir ekki hráefnið. Það eru sniglar á matseðlum margra veitinga- húsa og næstum alls staðar páté. Oftlega er það þó komið beint úr vakúmpökkum og bragðast eins og það sem nefn- ist á kjarngóðri íslensku „kæfa“. Og ostrur — verður hægt að fá þær fyrr en á ein- hverju dásamlegu íslandi fram- tíðarinnar? Nú á tíma flókinna alþjóða- samninga er loks hægt að kaupa franska osta í íslenskum kjörbúðum, en þó við óheyri- legu verði. Það er gert til að vernda íslensku ostana sem heita frönskum nöfnum eins og camembert og brie, en bragð- ast af einhverjum ástæðum eins og danskar eftirlíkingar slíkra osta, rétt eins og íslensk- ur port salut á ekkert sam- merkt með ostinum sem Frakk- ar kalla þessu nafni. Frakkar baka löng fransk- brauð sem þeir kalla baguette og hafa íslenskir bakarar reynt að leika það eftir síðustu árin, en tekst sjaldnast að hafa brauðskorpuna eins brakandi stökka og kollegum þeirra í Frakklandi. Þær verða oftast linar og slappar eins og vísi- tölubrauð. Frönsk smábrauð sem seld eru upp úr frystikist- um í kjörbúðum eru alveg temmilega frönsk. Á sumum veitingahúsum má núorðið kaupa fylltar matarpönnukök- ur að franskri fyrirmynd og er það þægilegt snarl. Vöfflumar sem seldar eru með kaffinu á Mokka eru ferkantaðar og loft- kenndar eins og vöfflurnar sem gamlir karlar selja úr vögnum á götum Parísar. Öllu franskara væri þó að setja á þær flórsykur eða mauk úr kastaníuhnetum en sultu og rjóma. Það eru dönsk áhrif. Franska orðið café nýtur mikillar hylli meðal íslenskra veitingamanna. Franskt úti- veitingahús eignuðust Reyk- víkingar hins vegar ekki fyrr en fyrir tveimur árum þegar Þor- steinn Pálsson breytti reglum um veitingar undir beru lofti og Ketill Axelsson stofnaði Ca- fé París og setti stóla og borð út á stétt. Á Sólon íslandusi eru stórir gluggar, hátt til lofts og vítt til veggja og mikill glymjandi — það er franskasta kaffihúsið í Reykjavík, að þjón- ustunni undanskilinni. Það jafngildir ekki lengur ástarjátningu til Frakklands að svæla í sig sígaretturnar Gauloises eða Gitanes og kannski fást þær hvergi lengur. Það skiptir heldur engu máli, því Frakkar eru flestir búnir að svissa yfir í amerískar blondín- ur, eins og þeir kalla það. SVÍÞJÓÐ ISvíþjóð hafa þeir System- bolaget, á íslandi höfum við Ríkið. Þeir hafa járnbrautar- stöðina í Stokkhólmi, við höf- um á Hlemmtorgi skiptistöð SVR með sænsku yfirbragði. Báðir staðirnir eru hæfileg um- gjörð fyrir próblem sem þarf heila hjörð félagsráðgjafa til að leysa. Þeir hafa endalausar biðraðir utan við skemmti- staði og diskótek, á íslandi hef- ur það löngum þótt ágæt skemmtun að standa í biðröð. Þeir eru frægir fyrir smurt brauð, smörgáser; svoleiðis Stundum rjúka menn upp til handa og fóta og œtla að kenna þjóðinni að matreiða saltfisk, baccalao, eins og Spánverjar gera, en við viljum frekaróœtan saltfisk og helstþó alls engan. smurt brauð er hægt að fá í kaffíteríunni í Norræna hús- inu. í Svíþjóð hafa þeir ein- hvern dýrasta bjór í heimi (meira að segja dýrari en í Nor- egi). Líklega er hann ennþá dýrari á íslandi. Þeir eru ekki margir sem hugkvæmist að drekka sænskan bjór utan Sví- þjóðar, en á mörgum krám í Reykjavík rennur þó sænskt Prippsöl úr krana. Lækjarbrekka er sænskur veitingastaður í Reykjavík; klæddur ljósri furu að innan og í timburhúsi sem myndi sóma sér prýðilega í Gamla Stan í Stokkhólmi, en framreiðslu- stúlkurnar í blúndukjólum sem gera gott betur en að hylja nekt þeirra. Maturinn er þó ekkert sérlega sænskur, heldur bragurinn. Með Ikea hafa Svíar lagt undir sig íslensk heimili. Það er varla til það hús á íslandi að ekki sé í því að minnsta kosti ein (sænsk) Ikea-mubla — skynsamleg, hagkvæm, örugg og traust, eins og Svíum er svo lagið að gera hlutina. Eins eru öruggar Volvobifreiðir óvíða vinsælli en á íslandi. Það er sagt að sé eitthvað hæft í þeirri tilgátu að bílar séu framleng- ing á getnaðarlim karlmanns- ins, þá sé Volvo eins og smokk- ur. Frá Svíþjóð koma líka siðir sem hafa náð útbreiðslu hér í fásinninu, svona úrþví við höf- um ekkert betra: Á tíu árum hefur íslendingum reyndar tek- ist að verða leiðari á því að drekka jólaglögg en Svíum á hundrað árum, en Lúsíuhátíð- ir erum við farin að halda, þótt okkur óri reyndar ekki fyrir því hvað sá siður á að formerkja. Þeir íslendingar sem eru undir mestum sænskum áhrifum koma saman og kveikja bál við Norræna húsið á Jónsmessu og kalla það midsommer. Sænska mafían með bók- menntafræðingana Njörð P. Njarðvík og Heimi Pálsson í fylkingarbrjósti var lengi nafn- toguð á íslandi, og alræmd hjá sumum. Samt er eins og hún hafi á einhvern hátt skroppið saman síðustu árin, rétt eins og áhuginn á Svíþjóð og áhyggjurnar af Svíþjóð, og sömu sögu er raunar hægt að segja um Hrafn Gunnlaugsson sem sumir telja að sé sænskur kvikmyndaleikstjóri. Sænskar bækur eiga greiða leið yfir á ís- lenska tungu, ekki síst barna- bækur. Ástæðan er sjaldnast sú að þær séu svona góðar, heldur er hægt að fá góða styrki til að þýða úr sænsku. Sá siður að í miðbæjum ríki mannauðn á kvöldin er mjög sænskur; ýmislegt bendir til þess að Reykvíkingar séu smátt og smátt að glata hon- um.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.