Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER1995 11 Konur standa oft frammi fyrir því að komast ekki í valdastöður og stjórnunarstöður á þeim forsendum að þær hafi ekki menntun og reynslu á við karlkyns umsækjendur. Hjá Háskóla ís- lands — til að mynda — fá miðaldra Stjórnmál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir karlarnir sem menntuðu sig á kostnað eiginkvennanna, sem sáu um börnin og heimilið svo þeir gætu klárað doktor- inn, næstum alltaf föstu stöðurnar. Þeir hafa menntunina og reynsluna. Ungum framsæknum konum, með fersk sjónarhorn, er ekki hleypt að því þær hafa ekki næga reynslu eða nógu langa ritaskrá. Oft er því frumlegri um- sækjendum hafnað þar sem reynt er að hafa einhvern mælikvarða til hliðsjón- ar, mælikvarða menntunar og reynslu. Háskólaráð, þar sem sitja miðaldra og eldri karlar, lætur sér ekki detta í hug að breyta þessu. Konum er sagt að spila eftir leikreglunum og þá muni þær að iokum uppskera laun erfiðis síns. Kvennabarátta er því sögð óþörf af því að konur og karlar keppa á jafnrétt- isgrundvelli. Konur þurfa bara að herða sig og taka slaginn við strákana. Leikreglurnar tryggi jafnrétti. Skortur á reynslu og menntun er það sem oftast er notað til að hindra fram- göngu kvenna á vinnumarkaði. Ef það dugar ekki er þeim álasað fyrir að vera ekki nógu áræðnar og ákveðnar. Það þarf því afburðakonur til að komast Skiptir reynsla máli? þangað sem meðal- mennskukarlarnir komast ef þeir deyja ekki úr krans eða þvílíku fyrir fertugt. í haust auglýsti Borgar- leikhúsið stöðu leikhús- stjóra, þar sem ungi ferski strákurinn sem var ráðinn síðast réð ekki við djobbið eftir allt saman. Hann hafði hvorki reynslu í list- rænni stjórnun stórs leik- húss né roð í fjölskyldu- veldið sem þrífst þar inn- an dyra. Þegar hann var ráðinn var hæfari og reyndari aðilum hafnað, þar á meðal vel menntuð- um, reynsluríkum og áræðnum konum. Þær voru ekki einu sinni kall- aðar í viðtal. Þá giltu ekki þær leikreglur sem notað- ar eru til að tryggja yfir- burði karla. Nú er búið að ráða í leik- hússtjórastöðuna hjá leik- húsi okkar Reykvíkinga. Og aftur var ráðinn ungur karl. Vel menntuðu, reynsluríku og áræðnu konurnar sem sóttu um aftur fengu nú að koma í viðtal, svona til mála- mynda. Leikhúsráði hugn- aðist þó ekki að ráða konu með mikla yfirburði hvað varðar reynslu og mennt- un. Enn voru leikreglurnar hunsaðar á þeim bænum. Kannski vegna góðrar reynslu af unga stráknum sem er að hætta um næstu áramót. Undir hans stjórn var leikhús- ið tekið í gjörgæslu borgaryfirvalda vegna slæmrar stöðu. Hefði yfirburða reynsla og þekking „Hefði yfirburða reynsla og þekking ekkigetað hjálpað eitthvað til?Stóð einhverjum karlinum ógn afslíku? Varein- hver hrœddur við að standa í skugganum afákveðinni konu? Hefur jafnréttisbar- áttan engu skilað á síðustu árum?“ ekki getað hjálpað eitthvað til? Stóð einhverjum karlinum ógn af slíku? Var einhver hræddur við að standa í skugg- anum af ákveðinni konu? Hefur jafnrétt- isbaráttan engu skilað á síð- ustu árum? Ráðning leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu er auðvit- að hneyksli sem kærunefnd jafnréttismála kemur von- andi til með að taka til ræki- legrar athugunar. Borgaryf- irvöld geta heldur ekki Iátið eins og ekkert sé. Ráðning leikhússtjóra er einungis nýjasta uppákoman í dapur- legri sögu Borgarleikhúss- ins. Ástandið þar á bæ hlýt- ur endanlega að vera á ábyrgð borgar- innar, þó að gamalt klíkufélag stjórni þar öllu í krafti hefðar. Höfundur er sagnfræðingur. Burt með mannanafnalögin Eg varð frekar fúll við að hlusta á annars alltof stuttar umræður í fyrradag um frumvarp til mannanafna- laga, sem Þorsteinn Pálsson leggur fram á þingi. Karl Th. Birgisson Þingmenn nálguðust þetta viðfangs- efni á afar ólíkan hátt. Guðjóni Guð- mundssyni mislíkaði að íslenzkir for- eldrar fengju með lagabreytingu heim- ild til að nefna börn sín alls kyns „orð- skrípum og ónefnum". Þorsteinn sagði honum, efnislega, að jafna sig á því og benti á að enn væru þessu skorður settar. Össur Skarphéðinsson vildi vita hvort lagabreytingin þýddi að fólk, sem ættleiddi börn erlendis frá, fengi nú heimild til að láta börnin halda upprunalegu nafni sínu. Jú, það held ég, sagði Þorsteinn. Áhugamál Guðnýjar Guðbjörns- dóttur var að börn gætu kennt sig við bæði föður og móður ef þau kysu svo; þannig gæti maður heitið Jón Huldu- og Sveinsson. Hagstofan kvartaði yfir að ekki kæmust svo margir stafir í hverja línu í tölvunum þeirra, en Þor- steinn tók röggsamlega af skarið og sagði að þetta væri engin afsökun. Af- greitt mál. Rannveig Guðmundsdóttir sagðist vera stolt af íslenzkri nafnahefð og hafði áhyggjur af að með meira frelsi myndi útlendum nöfnum, sérstaklega ættarnöfnum, fjölga. Jú, það er hætt við því, sagði Þorsteinn. Innlegg Hjörleifs Guttormssonar var áhyggjur af því að menn, sem heita tveimur nöfnum, séu aðeins kallaðir þeim nöfnum opinberlega, en ekki föð- urnafni sínu. Þannig sé seinna nafnið orðið eins konar ættarnafn og það sé skaðlegt íslenzkri nafnahefð. Hjörleif- „ Við treystum fólki til að eignast börn, fœða þau og klœða, ala upp, kennaþeim muninn á réttu og röngu — en það vœri nú fjandakornið of langt gengið að treysta því til að velja nöfn á börnin sín líka. “ segja litli „Hjörleifur".) Eg saknaði þess hins vegar að ein- hver þingmaður sæi ástæðu til þess að ræða eina grundvallarspurningu: hvers vegna er ríkisvaldið yfirleitt að skipta sér af því hvað við heitum? Mér finnst nefnilega, að þótt ríkið hafi mörgum hlutverkum að gegna, þá séu fyrirskipanir um hvað við heitum ekki eitt af þeim. Ég þekki raunar tvenn veigamestu rökin: „Það verður að vernda þá sér- stæðu menningarhefð sem nafnvenjur íslendinga eru.“ En hverjir búa til þessa menningu? Það gera íslending- ar. Með því að skipa fyrir um í lögum, hvað fólk má heita og hvað ekki, er rík- ið beinlínis að lýsa yfir að venjulegum íslendingum sé ekki treystandi fyrir menningararfinum og viðhaldi hans; venjulegt fólk muni fara með hann til fjandans. Hann sé betur kominn í höndum dómsmálaráðuneytisins og mannanafnanefndar þess. Eflaust er fólkið í mannanafnanefnd ágætar og velmeinandi manneskjur, en engan hef ég enn hitt sem ég sé ástæðu til að svipta þeim sjálfsögðu mannréttindum, að ráða því hvað barnið hans heitir. Kannske eru göt- urnar fullar af svoleiðis fólki, en það fer þá óskaplega leynt með þennan skemmdarverkahug sinn. Þessu tengt er vitanlega að fólk, sem hingað flyzt að utan, ber erlend nöfn. Því er fyrirskipað að breyta nöfnum ur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að leiða í lög, að eitt nafn yrði „aðalnafn", en hitt „aukanafn“. Þorsteinn nennti ekki einu sinni að svara þessu. Það var gott hjá honum, enda grátbroslegt dæmi um hinn árvakra þingmann sem sífellt er í leit að vandamálum til að leysa með lagasetningu. Ef hann finnur þau ekki, þá býr hann þau til. (En syona í framhjáhlaupi: hvursu margir íslendingar eru aðeins kallaðir tveimur skírnarnöfnum í opinberri umræðu? Ég man í svipinn bara eftir þessum: Ólafur Ragnar, Jón Baldvin, Ingibjörg Sólrún, Hannes Hólmsteinn og Sigríður Dúna, hugsanlega Gísli Rúnar. Þetta er gert — og er hið bezta mál — af því að þessi nöfn eru ekki lengur bara nöfn, heldur opinber hug- tök. Það þarf heldur ekki tvö nöfn til; það eru líka til hugtökin „Davíð“, „Vigdis", „Steingrímur" (í það minnsta hér áður fyrr), „Heimir", „Mörður“ og „Styrmir“ — meira að sínum þegar það verður íslenzkir ríkis- borgarar, þótt Þorsteinn sé núna blessunarlega að rýmka þær reglur. Það er alltaf auðveldara að taka mann- réttindi af einhverjum útlendingum en íslendingum, en höfum við hugleitt hvað er verið að gera þessu fólki? Á íslenzku er til það ágæta hugtak nafngift. Börnum eru gefin nöfn, sem er líklega persónulegasta eign nokkurs manns. Hvað viljum við upp á dekk, að svipta fólk þessari dýrmætu eign? Hvaðan kemur okkur sá réttur? í nafni hvers getum við svipt einstaklinga gjöfum foreldra sinna og forfeðra? Jú, í nafni þjóðrembu og misskilins stolts, eins og þess sem Rannveig Guð- mundsdóttir lýsti í ræðu sinni. Það er fínt til síns brúks, en fjandinn hafi það ef það gefur henni rétt til að svipta aðra svo persónulegri eign. Annað: „Það verður að sjá til þess að fólk skíri börn sín ekki einhverjum ónefnum sem verða þeim til minnkun- ar, vandræða og byrði seinna á æv- inni.“ Augnablik, gott fólk. Ég fylgist kannske ekki jafnvel með og Þorsteinn Pálsson og mannanafnanefndin, en ég hef ekki orðið var við það stórkostlega vandamál, að fólk sé að vinna börnun- um sínum stórskaða með því að gefa þeim afkáraleg og hlægileg nöfn. Við treystum fólki til að eignast börn, fæða þau og klæða, ala upp, kenna þeim muninn á réttu og röngu — en það væri nú fjandakornið of langt gengið að treysta því til að velja nöfn á börnin sín líka. Hvurs konar vitleysa er þetta eiginlega? Eg efast ekki um að það er almenn samstaða í þjóðfélaginu um að hér eigi að vera sérstök lög um mannanöfn og það megi níðast á fólki með einmitt þeim hætti sem hér er lýst. Ég er jafn- viss um að sú samstaða er sterkust meðal þeirra sem hafa skírt börnin sín Guðmundur, Karl og Bjarni, en minni meðal hinna sem kjósa óvenjulegri, en jafngóð, nöfn. En það er of oft svo, að níutíu og níu komma eitthvað prósent- in í þjóðfélaginu komast upp með að svipta hina, þessa undarlegu og öðru- vísi, sjálfsögðum réttindum. Einn slíkan verknað mun Alþingi staðfesta eftir fáeinar vikur. A uppleið A niðurleið Svavar Gestsson alþingismaður Fær að skrifa fjórar opnu- greinar, hátt í bók, í Alþýðu- blaðið til að verja Einar 01- geirsson og þjóðernissósíal- isma Alþýðubandalagsins. Ólafur Egilsson sendiherra Einhver hafði samband og spurði hvort hann vildi ekki verða forseti. Hann er að íhuga málið. Gamalt lambakjöt Verðið á því er komið niður undir 200 kall og enginn virðist geta fengið nóg. Bogi Ágústsson og asson fréttastjórar Ríkisendurskoðun vill sam- eina fréttastofurnar þeirra. En hver á þá að ráða? Bókin Ekki nema þrjú hundruð titl- ar gefnir út á jólamarkað og fjórðungsfækkun á þremur árum. Mundi mörgum samt þykja nóg. Kynlíf Meira að segja Jóhann Hjálmarsson er í vandræð- um. Er Súsanna nokkuð búin að gera út af við það með bókinni sinni?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.