Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 26

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 leikhús ÞREK OG TÁR — Þjóöleikhús, fim. (uppseit), lau. (uppselt), sun. Enn eitt samstarfsverkefni Ólay Hauks sem skrifar og Þórhalls Sig- urðssonar sem leikstýrir. TAKTU LAGIÐ, LÓA — Þjóöleikhús, Smíöaverkstæði, lau., sun. (uppselt) Sýning sem naut fádæma vinsælda á síðasta leikári. STAKKASKIPTI — Þjóðleikhús, fös. og lau., síöustu sýningar. Guðmundur Steinsson tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Stundarfriði. KARDEMOMMUBÆRINN — Þjóöleikhús, lau. og sun. (upp- selt) „Ég er þess fullviss að þessi drengur [Bergur Þór Ingólfsson] verður einn af þeim stóru, nóta bene; ef ekki hendir slys „þarna uppi“, hverju guð forði.“ (EE) SANNUR KARLMAÐUR — Þjóöleikhús, Litla svið, fim. og fös. „Kúgun konunnar hefur troðið sér inn í þessa sýningu ófyrirsynju ásamt með tilhneigingu til að deila á yfirgang karlrembusvínsins Fernandos Krapp.“ (EE) LÍNA LANGSOKKUR — Borgarteikhús, lau. og sun. Klassískt barnaleikrit með Margréti Vilhjálmsdóttur í aðalhlutverki. TVÍSKINNUNGSÓPERAN — Borgarleikhús, fim. og lau. „Fjörið verður minna en skyldi. Hin háttvísu, bundnu fagmanns- tök handanna í sviðsetningunni fella nokkurn fjötur á hið glettna óstýrilæti andans í höfundarverk- inu. Leikstjórinn hefur sem sagt ekki skilið höfundinn rétt!“ (EE) VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI — Borgarleikhús, fös. Farsi eftir Dario Fo í leikstjórn Þrastar Leós. HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? — Borgarleikhúsiö, fös. (uppselt) og lau. „Leikritið er rangtúlkað. Persón- urnar á sviðinu eru ekki þær sem höfundur reynir að lýsa í leikrit- inu. Þar eru þær — í sem stystu máli — miklu vitlausari og allt sem þær iðka falskara." (EE) BAR-PAR — Borgarleikhús, fös. og lau. (upp- selt) „Þetta er sýningin." (EE) DRAKÚLA — Leikfélag Akureyrar, lau. Leikhússtjórinn Viðar Eggertsson í hlutverki vampírunnar frægu. ROCKY HORROR — Loftkastalinn, fös. plús miönæt- ursýning á lau. Söngleikur úr smiðju Flugfélagsins Lofts. TRÓJUDÆTUR — lönó, fös. „Smásmugulegar hugmyndir okk- ar rislitlu tíma um fánýti stríðs, jafnrétti kynja, jöfnuð og réttlæti yfirleitt, — eiga ekkert erindi við hina stóru tragedíu og síst við Evripídes.“ (EE) HIMNARÍKI — Gamla bæjarútgeröin i Hafnarfirði, fim., fös. (uppselt), lau. Juppselt). Nýr gamanleikur eftir Árna Ibsen í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhúss- ins. ÆVINTÝRABÓKIN — Möguleikhúsiö viö Hlemm, lau. „Alveg frá upphafi skapaðist eitt- hvert það trúnaðartraust milli leikaranna allra — og áhorfenda — sem gerir það að verkum að ekkert annað skiptir verulegu máli.“ (EE) CARMINA BURANA — íslenska óperan, lau. „Það er einfaldlega svo mikið fjör og lífsþróttur í sýningunni að taugaveikluðustu menn gleyma hvað þeir eiga oft erfitt.“ (EH) Sápa þrjú og hálft — Hlaðvarpinn, fös. og lau. Frumsýning á farsa eftir Eddu Björgvinsdóttur. Ásgeir Sæmundsson og Styrmir Sigurðsson eru að skríða útúr hljóðvershíðinu eftir nokkur ár og senda frá sér breiðskrfufyrirboða: fimm laga plötu sem dúettinn Lassý. stefán Hrafn Hagaiín hlustaði á gripinn og ræddi við Styrmi og Ás- geir um samstarfið og feimna tónlistarmenn... fietta er okkar eppastúss “ „Tilfinningin er sú að okkur hafi tekist að skapa sérstakan og heilsteyptan hljóðheim; náð persónulegum hljómi í tónlistina sem við höfum lengi leitað að,“ segja Styrmir Sig- urðsson og Ásgeir Sæmunds- son í samtali við HP, en á næst- unni er væntanleg plata frá þeim félögum undir formerkj- um dúettsins Lassý. Platan er í rauninni nokkurskonar fyrir- boði þess sem koma skal, en hún kemur til með að inni- halda fimm lög og er hugsuð fyrst og fremst til þess að kynna tónlist sveitarinnar, en þeir félagar vinna nú að breið- skífu sem kemur — ef guð lofar — út á næsta ári. Hafa starfað saman í tæpan áratug Ásgeir og Styrmir hafa starf- að saman í tæplega áratug: fyrst í Pax Vobis, þaráeftir í Hunangstunglinu og loks í tveggja manna teymi að ýms- um verkefnum — nú síðast Lassý. Undanfarin ár hefur lít- ið spurst til þeirra á opinbera tónlistarsviðinu, en hinsvegar hafa þeir fráleitt setið aðgerð- arlausir með hendur í skauti. Fyrr á árinu komu sér þannig upp litlu hljóðveri í Alþýðu- húsinu í Reykjavík (við hlið hljóðvers Björns Jörundar Friðbjörnssonar) og unnu þar meðal annars hluta af efni plöt- unnar væntanlegu. Undirritaður hlustaði á nokkur laganna fyrir skemmstu og verður að segja einsog er: á síðari árum hefur hann ekki heyrt metnaðarfyllri lagasmíðar frá íslenskum tón- listarmönnum. Tónlistin hefur vissulega þetta fágaða yfir- bragð sem einkenndi fyrst- nefndu hljómsveitirnar — og svo lagasmíðar félaganna eftir að þær gáfu upp öndina, en er einhvernveginn melódískari, safaríkari og „meira unnin“. Lögin fela í sér athyglisverða og ferska blöndu af straumum og stefnum. Athyglishungur eftir tveggja ára vinnu Laga- og textasmíðar á plöt- unni eru Ásgeirs og Styrmis — að einum texta undanskildum. Þeir fengu til sín fjóra hjálpar- kokka í sjálfa tónlistina: Jóel Pálsson saxófónleikara úr Milljónamæringunum, Nick Cathcart Jones hljóðblöndun- armeistara, Hallgrím Helga- son rithöfund (sem rappar í einu lagi) og Bryndísi Ás- mundsdóttur söngkonu. „Það sem núna lítur dagsins ljós er einungis hluti af stærri heild sem verið hefur í vinnslu Þeir ætla sér að gera mynd- bönd við einhver laganna og eins vonandi að fylgja plötunni eftir með spilamennsku á næsta ári. Þeir segjast vera að dunda sér við það þessa dag- ana að setja þrýsting á sjálfa sig. Ásgeiri finnst tími tilkom- inn að koma tónlistinni á fram- færi. Hann gerir þó fyrirvara á vinnslutímanum og segir að sú tilhneiging að liggja mikið yfir hugmyndum og efni hafi verið þeirra sterkasta hlið í sam- starfi: „Það hentar okkur og þeirri tónlist sem við erum að búa til að taka góðan tíma í að finna ákjósanlegustu leiðirnar. En þetta er ekki kombakk í hefðbundnum skilningi þess orðs, því þann tíma sem lítið hefur komið frá okkur höfum við nýtt til úrvinnslu á efni og hugmyndum.“ Tónlistin rökrétt framhald á öðru Líta þeir á plötuna sem stórt stökk frá öðru sem þeir hafa verið að gera? „Tónlistin er í sjálfu sér rökrétt framhald fyr- ir okkur, sem höfum náttúrlega fylgst með tónlistinni þróast," svarar Styrmir. Þó svo þeir hafi unnið að tónlist áður líta þeir engu að síður svo á, að með þessari hljómsveit sé haf- ið nýtt tímabil og þeir þurfi að sanna sig rétt einsog allar aðr- ar hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu spor. Þeir eru báðir í fullum störf- um samhliða tónlistinni. Er þetta ekki dýrt áhugamál? Styrmir: „Ætli þetta sé nokkuð dýrara en önnur áhugamál. Við höfum að minnsta kosti stundum hent gaman að því að þetta sé okkar jeppasport í þeim skilningi, að í þetta fer allur okkar afgangstími og enn- fremur allir okkar peningar sem aukreitis eru eftir að reikningar og þessháttar hefur verið borgað. Því miður höfum við ekki — frekar en jeppa- mennirnir með sitt stúss — séð grundvöll fyrir því að hafa tónlistina að lifibrauði, því ís- lenski tónlistarmarkaðurinn býður tæplega uppá slíkt frelsi. í staðinn er tónlistin okk- ar áhugamál, en hugsanlega breytist það eitthvað á næstu mánuðum. Hver veit.“ „Hefðbundið“ samstarf, gjörbreytt aðstaða Styrmir segir starfsaðferðir þeirra svipaðar og fyrr, en að- staðan hafi afturámóti gjör- breyst. „Við höfum með tíman- um komið okkur upp þessu litla hljóðveri og það hefur veitt okkur mikið og kærkomið frelsi til að vera okkar eigin „Með því að skapa okkur starfsferil utan tónlistar- heimsins höfum við getað sett okkurþað sem raunhœft markmið að vinna ekki að neinu nema okkar tónlist — tónlist sem okkur finnst skemmtileg og áhugaverð. “ um nokkurt skeið. Auðvitað getur stundum verið ákjósan- legra að hafa meiri hraða við úrvinnslu hugmynda og senni- lega hefur einnig skort svolítið á athyglishungrið hjá okkur. En við erum núna að taka á þeirri feimni með útgáfunni og fá útrás fyrir sköpunargleð- ina,“ segir Ásgeir. herrar. Nú höfum við alltaf að- gang að einhverskonar að- stöðu og getum gefið okkur all- an þann tíma sem nauðsynleg- ur er og unnið úr hugmyndum okkar, skerpt þær og fínpúss- að.“ Þetta áhyggjuleysi af tíma og öðrum ytri umbúnaði kalla þeir félagar kærkominn mun- að. Asgeir Sæmundsson og Styrmir Sigurðsson — dúettinn Lassý: „Tilfinningin er sú að okkur hafi tek- ist að skapa sérstakan og heilsteyptan hljóðheim; náð persónulegum hljómi í tónlistina sem við höfum lengi leitað að.“ Ásgeir segir þá Styrmi vinna algjörlega á jafnréttisgrund- velli. „Semsagt, þetta virkar ekki þannig að við kynnum full- mótaðar hugmyndir hvor fyrir öðrum. Ferlið markast af sam- eiginlegri vinnu og öll úr- vinnsla er á þann veginn.“ Styrmir tekur í sama streng: „Okkur gengur vel að vinna ná- ið saman á þennan hátt; tölum mikið saman gegnum tónlist- ina. En þótt svona vinnulag henti okkur vel núna, þá vitum við hinsvegar minnst um það hvernig þetta verður að ári.“ Full vinna veitir okkur ákveðið frelsi Meðfram tónlistinni starfar Ásgeir sem matreiðslumeistari á veitingahúsinu Skólabrú og Styrmir er kvikmyndamennt- aður og einn af framleiðendum Dagsljóss. Styrmir segir að þarsem þeir báðir séu í fullri vinnu með tónlistinni veiti það ákveðið frelsi. „Með því að skapa okkur starfsferil utan tónlistarheimsins höfum við getað sett okkur það sem raun- hæft markmið að vinna ekki að neinu nema okkar tónlist — tónlist sem okkur finnst skemmtileg og áhugaverð. Þeir sem vinna einungis að tónlist hér á landi neyðast eiginlega til að taka öllu því sem býðst. Við sleppum við að standa í þessu harki og kvaðirnar eru minni. Þurfum ekki að standa skil á neinu gagnvart öðrum en sjálfum okkur. Það hentar okk- ur því prýðilega að gefa plöt- una út sjálfir, því þannig getum við stuðst við eigin forsendur og þurfum ekki að gera mála- miðlanir vegna markaðsmála og slíks — ekki þá nema okkar í milli.“ Ásgeir hnykkir á að með því að vinna fyrir sér með öðru en tónlistinni hafi þeir getað fylgt eigin sannfæringu í tónlistinni og ráðið ferðinni að öllu leyti sjálfir. „Á móti kemur sá galli að sökum tímaskorts höfum við ekki getað unnið efni mjög hratt. Það stendur til bóta núna, því við teljum okkur hafa náð vissum þroska í því sem við fáumst við. Þetta snýst mikið um að við bætum hvor annan upp og komumst á til- tekna staði í tónlistinni sam- an.“ Margir áhrifavaldar — og hvað með Björk? Hvernig flokka þeir tónlist- ina og hverjir eru helstu áhrifa- valdarnir? Það er Styrmir sem verður fyrir svörum: „Manni er auðvitað meinilla við að setja eigin tónlist á bás, en undan- farin ár hafa verið að gerast sérstaklega áhugaverðir hlutir í Bretlandi sem við höfum fylgst vel með og vafalaust hef- ur það sín áhrif á tónlist okkar. Hlutir einsog acid-djass, ambi- ent-stemmningar og hljóm- sveitir á borð við Portishead og Massive Attack hafa opnað flóruna á þann hátt að menn geta nú farið í hvaða átt sem þeim sýnist með tónlistina. Möguleikarnir á fjölbreytilegri útfærslum eru einhvernveginn meiri en áður. Lagasmíðarnar „ Við höfum með tfm- anum komið okkur upp þessu litla hljóð- veri og það hefur veitt okkur mikið og kœr- komið frelsi til að vera okkareigin herrar. Nú höfum við alltafað- gang að einhverskonar aðstöðu oggetum gefið okkur allan þann tíma sem nauðsynlegur er og unnið úrhugmyndum okkar, skerptþœrog fínpússað. “ verða þó að vera stemmning- unni fremri og við höfum kosið að viða að okkur hughrif úr býsna ólíkum áítum.“ Hin svo- kallaða Bristol-bylgja hefur þannig heillað félagana, en jafnframt „svört tónlist" — so- ul og fönk — ásamt klassískum melódíum Steely Dan, Donald Fagan og kvikmyndatónlist meistara líktog Henri Manc- ini. En hvað með íslenska áhrifa- valda, til að mynda Björk? „Hún og Tricky hafa verið að gera forvitnilega og skemmti- lega hluti.“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.