Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 2

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 HP spyr Finnst þér rétt að afnema undan- þágu frá afnota- gjöldum RÚV? Anna Dóra hjúkka: „Engan veginn." Aðalheiður Birgisdóttir framkvæmdastjóri: „Að sjálfsögðu. Eg vil geta valið hvort ég kaupi RÚV eða ekki RÚV.“ Ólafur nemi: „Nei, er ekki allt í lagi að láta ellilífeyrisþega njóta undanþágu? Ég hefði haldið það.“ Guðmundur Oddur teiknari: „Já, mér finnst það. Þetta myndi þá væntan- lega þýða að það ætti að setja á nefskatt. Mér finnst eðlilegra að ríkið komi inn í þetta með beinum hætti.“ Guðmundur Böðvarsson: „Jú, er ekki best að af- nema þetta eins og Rík- isendurskoðun segir. Að niðurgreiðsla yrði hluti af almannatrygg- ingakerfinu. Einfalda þetta og skera niður eins og hægt er. Ef hægt er að spara peninga með því að fella niður afnotagjöldin má lækka þennan nefskatt sem því nemur.“ Rósa Tína Hákonar- dóttir afgreiðsludama: „Já, endilega. Þetta er leiðinleg sjónvarpsstöð." Arni Magnússon, Arnas Arnæus og doktor Eggert Pétursson Laxnes og Lapouge Gilles Lapouge hefur feng- ið geysigóð- ar viðtökur gagnrýnenda í Frakklandi. „Skáldsaga sem er gædd seiðmagni," segir á einum stað — en stal hann frá Halldóri okkar Laxness? Sá ávæningur að franskur rithöfundur, Gilles Lapouge, kunni að hafa leitað fyrirmynda í Islandsklukku Halldórs Laxness hefur eðlilega vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að bók hans L ’incendie de Copenhague hefur hlotið frábæra dóma í Frakklandi og er spáð mikilli sölu. Ólafur Ragnarsson, útgefandi Halldórs Laxness hjá Vöku/Helgafelli, hefur sagst ætla að fá „óvilhalla aðila“ í Frakklandi til að lesa yfir bókina með það fyrir augum að bera hana efnislega saman við íslandsklukk- una. Ólafur sagði ennfremur að ef í ljós kæmi að þarna væri um einhvers konar eft- irlíkingu á íslandsklukkunni að ræða yrði að „taka á því“. Bók Gilles Lapouge nefnist sem áður segir L’incendie de Copenhague sem út- leggst Bruni Kaupmannahafnar. Þetta minn- ir óneitanlega á bókartitilinn Eldur í Kaupin- hafn sem er heitið á þriðja hluta íslands- klukkunnar. Aðalsögupersónan er doktor Eggert Pétursson og svipar honum greini- lega til Árna Magnússonar, en hann var sem kunnugt er fyrirmyndin að Arnas Arnæ- us, sögupersónu Halldórs Laxness. Helgarpósturinn hefur bók Gilles Lapouge undir höndum og við fyrstu sýn virðist hún vera eðlisólík íslandsklukkunni. Þarna er fjallað um ísland sem hefur að sönnu aldrei verið til; bókin gerist rétt í byrjun átjándu aldar, í upphafi hennar stíga söguhetjur af skipsfjöl og rata inn á knæpu þar sem sitja vændiskonur, við hirðina á Bessastöðum ríkir glaumur og gleði, en síðan er haldið út á götuslóða landsins þar sem sögupersónur hitta margvíslegar skrítnar persónur og lenda í fróðlegum samtölum um lífið og til- veruna. Þarna er að sönnu minniháttar per- sóna sem nefnist ungfrú Snaefrid, en líka persónur sem heita Laksness og Björk. Kaupmannahöfn brennur í bókarlok og það er höfð hliðsjón af rekistefnu sem Arni Magnússon átti í vegna kvennamála, en allt er þetta undir formerkjum afar franskrar bókmenntahefðar og minnir í raun meira á heimspekilegar sögur eftir Voltaire og Di- derot en hinn epíska Halldór Laxness. Það ætti semsagt varla að flökra að neinum les- anda Halldórs Laxness, sem raunar eru afar fáir í Frakklandi, að hér sé verið að hnupla frá Nóbelsskáldinu okkar. Bókin hefur fengið geysigóðar viðtökur í Frakklandi og er jafnvel spáð að hún hljóti ein af hinum áhrifamiklu bókmenntaverð- launum sem eru veitt þar í landi. Viðbrögð gagnrýnenda hafa verið á einn veg og sagði til dæmis í tímaritinu L’Express: „Texti sem hefur sig yfir allar bókmenntagreinar og ætti að tryggja honum stór verðlaun." „Stór- fengleg saga, gimsteinn frásagnarlistar í anda 18. aldar, uppfull af vísdómi og kímni,“ segir í tímaritinu Le Nouvel Observateur. Gilles Lapouge er virtur rithöfundur í Frakklandi og hefur skrifað skáldsögur sem hann finnur stað í ímyndunarheimi á mörk- um goðsögu og raunveruleika. Hann þekkir mæta vel til á íslandi og mun hafa komið hingað fyrst fyrir fimmtán árum. Þá ætlaði hann að kanna hvernig fólk færi að því að lifa í svona köldu landi, en komst að því að íslendingar viðurkenna ekki kulda. Hann hafði svo yfirumsjón með feikn mikilli úttekt á íslandi sem birtist í hinu víðlesna tímariti Geo síðla sumars. - eh þakkar fyrir sig Guðmundur Ámi Stefánsson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, átti fertug- safmæli á þriðjudaginn. Heldur hefur verið grunnt á því góða milli Alþýðublaðs- ins og Guðmundar Arna undanfarin misseri og því vakti athygli er birtist um hann stór- eflis afmælisgrein í blaðinu. Var þar farið af- ar fögrum orðum um Guðmund Árna. Höf- undur greinarinnar er Hrafnkell Ásgeirs- son, en hann kom nokkuð við sögu þegar Guðmundur Árni þurfti að hverfa á brott úr heilbrigðisráðuneytinu. Hrafnkell hafði þeg- ið hátt á fjórða hundrað þúsund króna fyrir að skrifa skýrslu fyrir ráðuneytið, en þegar eftir var grennslast var hún ekki nema svona tvær og hálf síða. Ekki einu sinni jafn- löng og afmælisgreinin um leiðtoga Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Ein lítil frétt vakti litla at- hygli í snjóflóðafréttum vikunnar, en snýst um landssafnanir þó. Fyrir nokkr- um vikum stóðu Krýsuvíkur- samtökin fyrir fjársöfnun á Rás 2 til að grafa hitaveituborholu þar suður frá og söfnuðust þær u.þ.b. tvær milljónir sem til þurfti. Með borholunni átti lífið að breytast til hins betra á meðferðarheimilinu og ailir undu glaðir við sitt. Holan var grafin, en nú í vikunni kom í ljós að það dugar fjarri því til. Þá uppgötvaðist nefnilega allt í einu að allar vatnsleiðslur til hússins eru ónýtar og kostar litlar 13-14 milljónir að endur- nýja þær. Búið ykkur undir aðra söfnun... Félagarnir i Kvikmyndafé- lagi íslands, Kisa, sem meðal annars hefur að geyma þá Júlíus Kemp og Sverri, fyrrverandi veitinga- mann í Rósenbergkjallaranum, standa fyrir tón- 1 eiku m með tón- 1 i s t a r - m a n n i að nafni J o s h Wink í Tunglinu um helg- ina. Sam- kvæmt breska vinsældalistanum frá í síðustu viku fór Josh þessi Winx, eins og hann heitir að listamannsnafni, beint í 8. sæti listans með lag sitt Higher State of Consciousness, sem nýkomið er út á smáskífu. Heyrst hefur að Kisi ætli sér stóra hluti í innflutningi er- lendra tónlistarmanna og eru þeir nú á höttunum eftir einum af þeim stóru í bransanum í dag, sem væntanlega skýrist fljótlega. Þess má geta að á síð- asta ári stóðu þeir meðal ann- ars fyrir tónleikunum með Pro- digy í Kaplakrika... Um áramótin verða þær breytingar í utanríkis- þjónustunni að Ólafur Egilsson kemur heim til lands- ins frá sendiráðinu í Kaup- mannahöfn og út í hans stað fer Róbert Trausti Ámason. Sömuleiðis kemur Sigríður Snævarr, sendiherra í Svíþjóð, til landsins og tekur við stöðu siðameistara utanríkisráðu- neytisins í staðinn fyrir Hörð Bjamason, sem fer út til Stokk- hólms. Til að sendiherrar fái gegnt embætti sínu þarf ís- lenskum stjórnvöldum að ber- ast staðfesting frá stjórnvöld- um viðkomandi lands. Róbert Trausti mun vera búinn að fá staðfestingu, en Hörður bíður víst átekta... Að þessu sinni hinn eljusami og ungi þingmað- ur Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir. Hún gefur forræðishyggju flokks síns langt nef með því að benda á að útivist- arreglur séu ekki í nokkru samhengi við raunveru- leikann. Það er annað en Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, sem segir: „Reglur eru reglur og fólki ber að fara eftir reglum.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.