Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 12

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 12
mmm RMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER1995 Umtalaðasta og umdeildasta kona á íslandi í dag er Súsanna Svavarsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir veltir því fyrir sér hvort Súsanna sé sönn kvenhetja eða dægurfluga sem fjölmiðlar hafa skapað. Kisulóran Súsanna Svavars Snörp viðbrögð hafa orðið við nýjustu bók Súsönnu Svav- arsdóttur, Skuggum vögguvís- unnar, sem hefur að geyma níu samfarasögur, eins og einn gagnrýnandinn orðar það. Líkt og þegar Hrafn Gunnlaugsson gerði í því að hrekkja landa sína með því að fara út fyrir viðtekin siðferðismörk eru þegar farin að streyma inn les- endabréf og hefur eitt þeirra birst undir fyrirsögninni „Sora- sögur Súsönnu“. Þar heldur lesandinn því fram að Skuggar vögguvísunnar séu ekkert ann- að en rakið klám og skilur ekk- ert í því hversu fróð konan er um neðanjarðarheim öfug- ugga. Bókin Skuggahliðar vöggu- vísunnar hefur hingað til verið kynnt sem erótískt smásagna- safn og víst er að mörkin á milli erótíkur og kláms eru svo ógreinileg að spurningin snýst miklu fremur um það hvernig hver og einn er innstilltur. Víst er að jákvæðir lesendur láta sjaldnast í sér heyra í lesenda- dálkunum, en það gera hinir jákvæðu gagnrýnendur ef svo ber undir. Þrír ritdómar hafa þegar birst um Skugga vöggu- vísunnar; í Tímanum, Morgun- blaðinu og nú síðast Alþýðu- blaðinu. Enginn af þeim er neitt ofurjákvæður. Ekki einu sinni Morgunblaðsdómurinn, sem þó er sýnu mildastur. Verstu útreiðina fær bók Súsönnu í Alþýðublaðinu í gær. Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur, bókmenntagagnrýnanda blaðsins, finnst bókin höfundi sínum til lítils sóma og bendir á að hinn virti skeleggi leikhús- gagnrýnandi Kenneth Tynan hafi eitt sinn sagt að gagnrýn- andi væri maður sem þekkti veginn en hefði aldrei lært að aka. Hún skilur ekki af hverju íslenskir gagnrýnendur halda ekki kyrru fyrir í hlutverki um- ferðarlögreglu í stað þess að senda frá sér skáldverk og verða þannig einungis til þess að keyra út af, velta bílnum og gjöreyðileggja hann. En þetta er bara skoðun einnar mann- eskju, líkt og Súsanna leit á skrif sín sem leikhúsgagnrýn- anda. „Það að vaða úr því að vera einn umdeildasti gagnrýnandi landsins í að skrifa bók lýsir ákveðinni fífldirfsku. En hún getur alltaf sagt sem svo: Ég mátti svo sem búast við nei- kvæðri gagnrýni. Það er verið að ná sér niðri á mér.“ Þetta voru orð þekkts leikhúsmanns sem HP náði tali af. Þessi sami maður bendir jafnframt á að eitt af slæmum einkennum fjöl- miðlaaldar sé að taka viljann endalaust fyrir verkið. Þannig hafi Súsanna orðið fjöimiðla- stjarna en hefði í mesta lagi orðið þekkt í sveitinni í gamla daga. Þessi stóru orð hafa þó ekk- ert með það að gera að flest- um líkar vel við þá kraftmiklu manneskju sem Súsanna virð- ist hafa að geyma, og sumir, sérstaklega konur, sjá hana sem mikla kvenhetju. Súsanna og leikhúsið Súsanna varð fræg á einni nóttu þegar hún hóf að starfa sem leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Þrátt fyrir að verða fljótt afar umtöluð og umdeild — reyndar eins og flestir hispurslausir gagnrýn- endur um dagana — sveipaði hún starfið strax miklum ljóma, eða glamúr, eins og ein- hver sagði. Hún varð enda ekki eingöngu áberandi fyrir skoð- anir sínar heldur líka sem kyn- vera. Sem leiklistargagnrýnandi lenti Súsanna í eftirminnileg- ustu ritdeilunum við þá Odd Björnsson leikskáld vegna gagnrýni á „Þrettándu kross- ferðinni“ og Karl Ágúst Úlfs- son sem fulltrúa Spaugstofu- gengisins í kjölfar dóms um sýninguna „Orfá sæti laus“. Ritdeilurnar urðu mun fleiri. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir virt- ur leikhúsmaður og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu. „Margir eru þegar farnir að sakna hit- ans í kringum Súsönnu en ekki allir; það skiptir máli hvar svipan hefur smollið. Mín skoðun og margra annarra er samt sú að Súsanna hafi inn- sæi, sem er meira en sagt verður um þá flatneskjugagn- rýnendur sem nú starfa á Morgunblaðinu, að ekki sé tal- að um þau skrif sem koma frá eiginkonu Dagblaðsins. Þótt sveiflurnar í Súsönnu séu öfga- kenndar; ýmist lof og dýrð eða alger pirringur, var maður oft sammála henni, vegna þess hve vel hún skynjar og af miklu innsæi karaktervinnu leikarans.“ Ekki eru allir samþykkir því að Súsanna sé endilega góður gagnrýnandi. Mörgum þykir hún grunnfær og reyndar fljót- fær einnig. „Hún er ekkert til- takanlega „intellektúal“ eða vel að sér um leiklist og gagn- rýni hennar ristir ekki mjög djúpt,“ sagði karl úr innsta hring íslensku bókmennta- kreðsunnar. Um þetta atriði virðist Sús- anna einmitt vel meðvituð, ef marka má orð hennar í tímarit- inu Mannlífi, en þar segist hún aldrei hafa litið á sig sem fag- mann í leikhúsi heldur alltaf litið á gagnrýni sína sem vissa tegund fréttamennsku. Eins og segir hér að ofan er Súsanna oft mjög tilfinninga- söm, en pistlarnir hennar hafa þann kost að vera auðskildir hverju mannsbarni — hún hef- ur orð á sér fyrir að vera mjög alþýðlegur gagnrýnandi. Sem gagnrýnandi má hún eiga að hún segir skoðanir sín- ar umbúðalaust, sem er afar óvenjulegt í stétt íslenskra gagnrýnenda, sérstaklega leik- húsgagnrýnenda, þar sem hef- ur lengstum tíðkast velviljað hlutleysi. Aðrir sem reynt hafa þetta sama hafa farið mjög flatt á því og má þar nefna Pál Baldvin Baldvinsson, núver- andi dagskrárstjóra Stöðvar 2. „Hann er að sönnu miklu betri gagnrýnandi en Súsanna og hefur meiri skilning hvort tveggja á bókmenntum og leik- húsi,“ segir bókmenntafræð- ingurinn. Meira um Súsönnu og leikhúsio Leikhúsgagnrýnendur hafa orðið fyrir svo miklu aðkasti leikara og leikhúsfólks í gegn- um árin að þessu fólki hefur hálfpartinn orðið ólíft í bæn- um og yfirleitt gefst það á end- anum upp. En Súsanna virðist hafa nógu sterk bein til að þola áreitið frá leikhúsfólkinu, hún hefur líklega ekki svo miklar áhyggjur af því hvað talað er um hana úti í bæ: „Það ber vott um ákveðna dirfsku, sem er lofsverð, og jafnvel ósvífni.“ Hvað sem öðru líður hefur starf hennar sem leikhúsgagn- rýnandi smátt og smátt náð að skapa henni virðingu innan leikhússins. „Leikhúsfólk er farið að skilja að það hvorki veður ofan í hana né borgar það sig að vera með skæting. Það hefur fremur farið að um- gangast hana af óttablandinni virðingu — að minnsta kosti á yfirborðinu — enda getur leik- húsgagnrýnandi Morgunblaðs- ins verið óhemju áhrifamikill,“ segir bókmenntafræðingurinn. Leikhúsmaður, þó ekki sá sami og hér að ofan, hafði þetta að segja: „Sjálfsagt hafa fáir gert leikhúsinu — og Moggan- um — meiri greiða en Súsanna. Hún hefur verið uppspretta umræðu og stofnanirnar stór- grætt á öllu saman. Mogginn hefur fengið ókeypis lesenda- bréf í massavís og leikhúsið umræðuna. Það er engin tilvilj- Súsanna Svavarsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík þar sem hún bjó til 17 ára aldurs. Ólíkt flestum af sömu kynslóð ánetjaðist Súsanna aldrei tískuvindum bítlastraumanna heldur hélt sig fjarri gleðinni og glaumnum sem þá ríkti í Keflavík — og lét sér leiðast, eins og hún segir sjálf í nýlegu viðtali við tímaritið Mannlíf. Hún segist hafa verið týnd frá 14 ára til 22 ára aldurs en vaknað aftur til lífsins þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það var sonur sem hún á með þáverandi eiginmanni sínum, Stefáni Ólafssyni, prófessor við Háskóla íslands. Með hon- un að Matti Jó hefur staðið með henni í gegnum þykkt og þunnt. Burtséð frá því þótt ótal margir og merkir menningarvitar hafi skundað fram á ritvöllinn með þykkum greinum um það hvað leikhúsdómar hennar séu í raun ómerkilegir. Gróði blaðs- ins er augljós. Matti myndi aldrei neita þessu en leikhús- forkólfar myndu seint viður- kenna þetta þó að þeir játi það svona innst inni.“ Einkalíf Súsönnu Súsanna hefur sjálf haft á orði að einkalíf sitt hafi verið hálfgert rugl. En fyrst má segja að einkalíf hennar hcifi orðið á allra vitorði þegar hún fyrir nokkrum árum gaf út bók sína Gúmmíendur synda ekki, sem sprottin er af kynnum hennar af alkóhólisma og að margra viti hjónabandi hennar við ann- an eiginmann sinn, Amór Be- nónýsson, sem nú starfar sem leiklistargagnrýnandi á Alþýðu- blaðinu. En cills hefur Súsanna þrisvar gengið upp að altarinu og skilið jafnoft. En meira um Gúmmíendurn- ar. Ef einhverjum kynni að vera ókunnugt um innihald þeirrar bókar hefur hún að geyma við- töl við konur sem þekkja svo- kallaða meðvirkni, sem í flest- um tilfellum er tengd alkóhól- isma en þarf þó ekki nauðsyn- lega að vera það. Þegar Sús- anna var að kynna þá bók tal- aði hún mjög opinskátt um einkalíf sitt og inn í þá umræðu blandaðist Arnór, en þau voru tiltölulega nýskilin þegar sú bók kom út. Meðvirknin, hefur Súsanna þó látið hcifa eftir sér, hefur lítið með Arnór Benónýs- son að gera og því ástæðulaust að klína Gúmmíandartitlinum á hann. Margir höfðu góð not af bókinni en aðrir litu málið öðr- um augum, eins og þessi karl- maður hér: „Súsanna er örugg- lega vel meinandi. En að skrifa bók um alkóhólísk sambönd um var hún í sambandi í níu ár. Súsanna tók verslunarpróf og kláraði síðan stúdentspróf- ið nokkrum árum síðar og hóf nám í lögfræði við Háskóla ís- lands, enda hafði hún þá feng- ið þá hugmynd að verða hörð og töff karríerkona. Eftir stutta veru í lögfræðinni ákvað hún að söðla um og fara í það sem hugurinn stóð til, bókmenntafræði. í Háskól- anum, nánar til tekið í Stúd- entaleikhúsinu, kynntist hún eiginmanni sínum númer tvö, Arnóri Benónýssyni, sem hún giftist og eignaðist með tvær dætur. Aftur giftist hún fyrir tveimur árum en skildi skömmu eftir að hún sjálf skil- ur við mann sinn lýsir ekki beinlínis nærgætni. Gúmmí- endurnar eru ótrúlega taktlaus bók í þeim skilningi og gerir hana ekki beinlínis eftirsóknar- verða á hjónabandsmarkaðin- um. Við hverju mega verðandi makar hennar búast, segjum einhver sem hugsanlega þjáist af fótraka, ef ekki að hún taki sig til og skrifi um það hvernig slíkt getur rústað heilu fjöl- skyldunum?“ Femínistinn Súsanna Súsanna er eins og flestar konur femínísti fram í fingur- góma, en þó meira áberandi sem slík en flestar konur aðr- ar, enda hefur hún haft óheft- an aðgang að Morgunblaðinu. Margir hafa kunnað vel að meta þessi skrif Súsönnu, sér- staklega líkar mest áberandi femínustum landsins þessi skrif hennar vel og eru ánægð- ar með hvernig henni hefur tekist að „þyrla upp mold- viðri“. Frægasta dæmið um hið gagnstæða eru heiftarleg við- brögð „ungu drengjanna" úr rithöfundastétt; Einars Kára- sonar og kompanís, vegna skrifa hennar um bókmennta- þátt sem sýndur var í tilefni 50 ára lýðveldis íslands. Eftir að hafa gagnrýnt að hennar mati „fáránlega bókmenntaþætti“ lét Einar hana fá það óþvegið. En kannski lýsir eftirfarandi saga femínistanum Súsönnu best — eða kannski bara manneskjunni Súsönnu — en hún barst alla leið frá Kaffi List upp á HR Sem oft áður kíkti Súsanna inn á barinn um síð- ustu helgi. Fyrripart kvöldsins hafði hún haldið fyrirlestur fyrir íþróttadrengina úr Hauk- um í Hafnarfirði, sem í staðinn færðu henni forláta bók að gjöf; risastóra innbundna bók um sögu félagsins. Sú bók átti eftir að koma að góðum notum á barnum. Eins og fyrr beind- ist athyglin að Súsönnu. Ekki skömmu síðar. Súsanna hóf störf sem blaðamaður á Morg- unblaðinu fyrir tæpum níu ár- um og starfaði þar samfleytt í átta og hálft ár. Og eins og frægt er orðið starfaði hún þar bæði sem ritstjóri menn- ingarblaðsins og leikhúsgagn- rýnandi þar til hún ákvað snemma á þessu ári að snúa sér alfarið að skriftum. Nú þegar hefur hún sent frá sér leikrit, smásögu og skáldsögu, auk nýju bókarinnar, Skugga vögguvísunnar. Þá er Súsanna um þessar mundir að skrifa tvö leikrit og er á höfundar- launum hjá Þjóðleikhúsinu við að ljúka öðru þeirra. hafði hún staldrað við lengi þegar aðalfálmari staðarins var farinn að kássast utan í henni. Súsanna sýndi í fyrstu þolinmæði en þoldi svo ekki við lengur, tók upp bókina góðu og barði fálmarann í hausinn. Llfshlaup Súsönnu í grófum dráttum

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.