Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 27

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 27
i FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 27 Hinn innri (tónlistar)maður toppmannanna Guðmundar Jónssonar og Jens Hanssonar úr Sálinni nær loks fram á nýrri breiðskífu sem kemur út í enda mánaðarins. Guðrún Kristjánsdóttir kannaði hugarheim Zebradúettsins, nýja tónlistartíma og heimspekina þar að baki. í' v , Zebra: gítar og sax Guðmundur Jónsson og Jens Hansson, sálirnar í Zebra, frömdu myrkra- verk í stúdíói Rafns Jóns- sonar. Diskur með hljóð- sarpi, gítar og saxi kemur út síðar í mánuðinuni. Eilífar hræringar í henni hljómsveitarveröld hafa orðið til þess að félagarnir Jens Hansson saxófónleikari og gítarleikarinn Guðmundur Jónsson, núverandi meðlimir Sálarinnar hans Jóns míns, ætla næstu daga að gefa út tónlist sem lengi hefur mallað innra með þeim. Þessir svarthvítu menn sálarinnar hafa nefnt dú- ettinn sinn zebra, af augljósum ástæðum, jafnólíkir og þeir eru. Byrjum á byrjuninni: „Um það bil sem Sálin var að fara í pásu á sínum tíma hófum við Jenni að vinna að sameiginlegu áhugamáli sem við köllum hljóðsarp. Það var reyndar í fyrstu bara svona upp á fönnið — breik frá því að vera í hljóm- sveit. Þegar við vorum svo byrj- aðir með öðrum hljómsveitum héldum við áfram að hittast af og til. Og nú var bara komið að þeim tímapunkti að það var eig- inlega ekkert annað að gera í stöðunni en að halda áfram og klára dæmið.“ Jens: „Já, við ýttum okkur má segja út í þetta sjálfir — með okkar gítar og sax en allt hitt tölvunnið.“ Guðmundur: „Líkt og í dans- músíkinni byggjum við tónlist- ina meðal annars á gömlum trommulúpum, vinnum þær í tölvu og skellum á þær þeim hljóðfærum sem við kunnum best á. Þar að auki setjum við gítarinn og saxinn líka í önnur hlutverk en fólk á að venjast. Nú og svo syng ég í fyrsta sinn inn á plötu án þess að vera bak- rödd. En það er meira svona í anda Pink Floyd; í bland við langa instrúmental kafla. Þetta er altént ekki sú tegund tónlist- ar sem þarf á andliti að halda.“ Jens: „Ég vil taka það fram að þótt einhver hafi greint í okkur Pink Floyd hefur engum, sem hlustað hefur á tónlist okkar, dottið í hug það sama. Tónlist- in er mikið unnin og virkar þar af leiðandi mjög misjafnlega á fólk.“ Guðmundur: „Að minnsta kosti þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af því að Zebra fari sveitaballarúntinn og svo má bóka það að þeir sem sækja pöbbana verða lausir við okk- ur.“ Jens: „Lagasmíðar okkar eru það fjölbreyttar að örugglega fáum kemur til hugar að setja okkur á fóninn á föstudags- kvöldi fyrir ball. Platan virkar best í heilu lagi.“ Guðmundur: „Lögin? Þau eru að mestu unnin í stúdíói. Við gerðum samning við Rafn Jóns- son, sem er með okkur í þessu dæmi, um að fá að nota stúdíó- ið á dauðum tímum. Við lædd- umst því inn í stúdíóið eins og þjófar á nóttu og frömdum okk- ar myrkaverk." Jens: „Öll þessi tölvu- og stúdíóvinna gerir líka að verk- um að erfitt verður að spila þessa tónlist læf.“ Guðmundur: „Kannski eigum við þó eftir að spila eitthvað læf. Við þurfum að leggjast und- ir feld með það hvernig við leysum það vandamál. — Text- inn? hann er á ensku, einhverju ensku hrognamáli. Já, ísl-ensku. Við erum hins vegar ekki í þess- um fréttaskýringum, — frekar súrrealískir. Textinn á enda að hjálpa til við áhrifin af tónlist- inni.“ Jens: „Hvort Sálin er að hætta? Nei, nja... við spilum að minnsta kosti fram að áramót- um þar til annað kemur í ljós.“ Guðmundur: „Landslagið hef- ur breyst svo mikið í popp- bransanum að það er orðið fá- ránlegt að halda úti hljómsveit á íslandi ár eftir ár. Svo mikið er víst að ekki lifir maður lengur af þessu. Það er bara þessi eldur í manni sem heldur manni gang- andi og gerir að verkum að maður ræðst í það glapræði að gefa út plötu.“ Jens: „Við reynum að gera eins mikið og við mögulega get- um sjálfir, þannig að við þurf- um ekki að selja plötuna í ein- hverjum hundruðum eintaka." Guðmundur: „Málið var held- ur ekki að verða eitthvert „hit“ heldur bara koma þessu frá sér.“ Jens: „Það selur heldur eng- inn orðið í gegnum spilun í út- varpi. Til marks um nýja tíma þykir nú toppurinn að selja á milli 2.500 og 3.000 eintök á meðan ekki dugði minna en 10.000 eintök fyrir fáeinum ár- . , ___ u um. Guðmundur; „Það á sér ef til vill þær skýringar að nýtt diskótímabil er í gangi; tímabil þeirra DJ Sigtryggs og Ásgríms og allra hinna snúðanna. Til að slá í gegn þarf maður að kunna að snúa plötum. En það er líka í góðu lagi.“ Jenni: „Þessir gæjar eiga rétt á sér eins og allir aðrir í brans- anum.“ Guðmundur: „Stöðug endur- nýjun er líka eðli popptónlistar. Unga fólkið gerir alltaf uppreisn gegn því sem fyrir er. Það þýðir ekkert að vera að eltast við það. Maður verður bara að vera trúr sjálfum sér.“ Jens: „Það skiptir öllu máli.“ Guðmundur: „Og í rauninni hefur það alltaf verið þannig. Þegar SSSól, Sálin og Todmo- bile komu fram á sínum tíma varð viss sprengja og sveita- böllin urðu aftur vettvangur rokktónlistar. Það skeið er nú á enda runnið. Nú er það dans- tónlistin, eða hvað það nú kall- ast.“ Jens: „Okkur gekk nú ágæt- lega með Sálinni í sumar... við náðum bæði í gamla aðdáendur ognýja... hahaha...“ Bakhliðin • Omar Ragnarsson fréttamaöur „Ætla að vera fugl í nœsta lífi“ Hver er uppáhaldsliturinn þinn? „Ætli það sé ekki bara bláminn.“ Hvað áttu eftir að verða í næsta lífi? „Fugl.“ Ertu trúaður? „Já, mjög svo.“ Hvemig ertu á morgnana? „Ég er syfjaður.“ Finnst þér Ingibjörg Sólrún borgarstjóri aðiaðandi? „Hún er geislandi persóna.“ Ertu hriflnn af súrsuðum hrútspungum? „Nei.“ Ertu kominn í jólaskap? „Nei.“ Hvað óttastu mest? „Kóngulær.“ Áttu gæludýr? „Nei.“ Kanntu að jóðla? „Nei.“ Horfirðu á Bingólottó? „Nei, ég horfi mjög lítið á sjónvarp." Hvort drekkurðu Kók eða Pepsí? „Kók.“ Hvemig flnnst þér kvik- myndin Forrest Gump? „Mjög góð.“ Einhver skilaboð til ís- lensku þjóðarinnar? „Við eigum samleið." Gísli Baldur og Siguijón úr Garðaskóla, i starfskynningu á HP. Hvernig fannst þér... ...Happ í hendi hjá Hemma Gunn? Helgi Seljan: „Það er nú svolítið erfitt að svara því, af því ég hef ekki horft svo mikið á þáttinn. En mér þykir Hemmi alltaí nokkuð hlýlegur stjórnandi í þessum þáttum, ég játa það nú, en svona leikir eru ekkert fyrir mig.“ „Bara mjög gott. Þetta er vel heppnað hjá karlinum." GísU Baldur og Siguijón úr Garðaskóla, i starfskynningu á HP 4

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.