Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 24

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Bréf til blaðsins Um opinbera stefnu eftir Lilju Á. Gudmundsdóttur Herra ritstjóri. Fimmtudaginn 26. október sl. birtist í blaði þínu grein undir titlinum Ekki opinbera steínu í fjölmiðlun. Ég vil byrja á því að þakka fyrir að blaðið skuli gera að umtalsefni þings- ályktunartillögu um opinbera stefnu í fjölmiðlun sem við Ásta R. Jóhannesdóttir lögðum fram og mælt var fyrir á Al- þingi 19. okt. sl. Hins vegar er það gagnrýnivert hve málefna- snauð þessi umfjöllun er. Því miður ber umfjöllunin þess glöggt vitni að höfundurinn, Karl Th. Birgisson, hefur ekki kynnt sér málið og brýtur þar venjulegar vinnureglur vand- aðrar blaðamennsku. Skrif hans opinbera sorglega van- þekkingu á því hvað felst í til- lögunni og staðfesta þess vegna þörfina á rækilegri um- ræðu um stöðu og hlutverk fjölmiðla á íslandi. Auðvitað má skrumskæla þessa tillögu og snúa henni upp í andhverfu sína eins og hvert annað málefni sem fjall- að er um hverju sinni. Flytj- endur hennar óska eftir því að menntamálaráðherra skipi nefnd til að gera tillögu um mótun opinberrar stefnu í fjöl- miðlun. Markmið tillögunnar er þríþætt: a) að standa vörð um tjáningarfrelsið, b) að tryggja almenningi aðgang að alhliða, málefnalegum og fag- legum upplýsingum, c) að efla íslenska tungu og menningu. Það kom mér því verulega á óvart að lesa eftirfarandi túlk- un KTB á tillögunni og greinar- gerðinni sem henni fylgir: „Þótt ég viti það raunar ekki hvað hugtakið opinber stefna í fjölmiðlun merkir nákvæmlega (og þótt það sé fært í fallegan búning) óttast ég að það þýði einmitt það versta sem hugs- ast getur: að ríkisvaldið ætli að fara að skilgreina hlutverk og starfsemi fjölmiðla, skipta sér af efni þeirra og segja þeim hverjum þeir eigi að veita þjónustu. Allt þetta — og miklu meira til — kemur fram í greinargerð með tillögunni.“ Hvar stendur þetta í greinar- gerðinni? Síðar segir KTB: „Mig grun- ar, án þess að ég viti það fyrir víst, að þær Lilja vilji bæði þrengja að eignarhaldi á einka- reknu fjölmiðlunum og leyfa ríkinu að keppa við þá á ójöfn- um markaði. Það er vond að- ferð og einmitt af þeirri tegund sem kenna mætti við opinbera stefnu í fjölmiðlun.“ Lái mér hver sem vill, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að gera mér upp skoðanir af þessu tagi. Enda ganga þessar vanga- veltur þvert á markmið tillög- unnar, að standa vörð um tján- ingarfrelsi og tryggja almenn- ingi aðgang að alhliða upplýs- ingum. Víst er að orð eru til alls fyrst. Fyrsta skrefið er því að fjalla og ræða um stöðu og hlutverk fjölmiðla hér á landi á málefnalegan hátt. Eðli máls- ins samkvæmt sýnist sitt hverjum. Og þá fyrst er lýð- ræðið virkt þegar margar radd- ir heyrast og mismunandi skoðanir. í framhaldi af þess konar umræðu má komast að niðurstöðu um hvernig við get- um best staðið vörð um ofan- nefnd lýðréttindi okkar. Eins og málum er háttað nú höfum við enga fjölmiðla- stefnu, sem vitaskuld er hápól- itísk stefna, og, að því er ég best veit, er sú stefna sem nú- verandi menntamálaráðherra styður. Veldur sá er á heldur. Það er ekki mín skoðun að markmiðunum þremur í tillög- unni verði náð með boðum og bönnum, nema síður sé. Tel það t.d. lífsnauðsyn að aðgang- Frá ritstjóra Jamm, jamm. Hér virðist ekki veita af útskýringu. Ég benti á tvennt í grein minni: að mér sýndist opinber stefna í fjölmiðlun bera keim af því að ríkið ætlaði að fara að skipta sér meira af fjölmiðlum, efni þeirra og rekstri. Fyrir mér hafði ég til dæmis eftirfarandi setningu úr greinargerð þeirra Lilju: „Því hlýtur að vera verk- efni hins opinbera að tryggja að fjölmiðlar bjóði upp á fjöl- breytt efni.“ Leiðrétti mig nú hver sem betur getur, en sam- kvæmt minni orðabók þýðir þetta, ásamt ákalli um „virka fjölmiðlastefnu", að ríkisvaldið ætli að láta það sig umtalsvert meiru skipta en áður hvað birt- ist í fjölmiðlum og hvað ekki. Það setur að mér hroll. í greinargerðinni er þetta sett í samhengi við eignarhald á fjölmiðlum, sem gefið er í skyn að sé orðið of þröngt á ís- landi og ég tók undir það. En allur andi greinargerðarinnar er á þá leið, að ríkisvaldið eigi að marka „virka fjölmiðla- stefnu“, sem sagt að skipta sér meira af fjölmiðlum en það gerir nú. Hins vegar benti ég á að Rík- isútvarpið stendur einkarekn- um ljósvakamiðlum fyrir þrif- um með því að það getur nið- urgreitt auglýsingaverð í krafti lögboðinna afnotagjalda. Það er svo sannarlega meira en „tæknileg útfærsla“ á rekstri RÚV, eins og Lilja orðar það, einmitt vegna þess að Ríkisút- varpið er ekkert líkt heilsu- gæzlustöð eða bókasafni. Það er í bullandi samkeppni við einkaaðila á markaðnum og „Það ernákvœmlega ekkert eðlilegt við það, að til þess að njóta þjónustu Stöðvar 2 eða Stöðvar 3 þurfi ég að borga Ríkisútvarpinu peninga sem það svo notartilað niður- greiða auglýsingar í samkeppni við hinar stöðvarnar tvœr.“ nýtur þar yfirburðastöðu. Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það, að til þess að njóta þjónustu Stöðvar 2 eða Stöðvar 3 þurfi ég að borga Ríkisútvarp- inu peninga sem það svo notar í fjölmiðlun öliníðlar Í _... Ekki opinbera stefnu ífjölmiðlun getur ritóð þar með nlðurgreltt mglýn- ingaverð f kraftí lögboðinna trkn.r sent það Imr með skykliUskriit Eina lausnln, sens ég sé í (sessu. er að ritóð fari af auglýslttgaraarkaðnum og 1AU ctnkaaðtlum eftlr að kep|»a [tar, ftflmúwarpið er nauðsyniqjt, en það raá etótl rela á kosinað annarra sem eiga að hafa Jtónan rétt S ra«tof». Rétt- ara v*rl að kosia KOmiílvarpiö af al- trienmt skattfé (setn vrert de hicto rtef- skattur og þar með annað forro á skykfuéskrilf) <>g telðrétta ura teið teHt- reglurtmr & au$ýslngiun«rk*ði. kfeð jrvi feriglst ektó aðelrts saralteppnl á eðlilegum forsendum, heldur frjðrrf jarðvegur fyrir elnkarekna Ijrisvaka- mlfMa sem hkfa stórbætt flðlmlðlun hér álantti. Mt* grunar. in fxss ég vttl það fyrir Vf*t, að þrer Ulja V&H Mðf þrengja að „Eina lausnin er að Rík- isútmrpiö fari afatmlvs- „Eins og málum erháttað nú höfum við enga fjöl- miðlastefnu, sem vitaskuld erhápólitfsk stefna, og, að því er ég best veit, ersú stefna sem núverandi menntamálaráðherra styður. “ Utn riagiitn Iðgðu hjóðvakakonum- » Uiía A. Guðmundsdóttlr og AsU R. Jóhannesdóttlr Irara tll- lógu III þlngsályktunar um npinbem slefnu i Ifðlmiðtm. Ég vona að flelrum en mér hafðt svelgrt á við þessl ttðíndl, hótt ég vfti raunar ekkf nákvætnkga hvað hugtatóð qpi/tóer slefna t Qálmiðt- tm œerkir nákva-raiega (og þótt það sé ftert i fsdlegan búnlng) óttast ég aö það þýðf etomftt það versta setn hugsasl getur: að rftósvaldið *tll að fara að skttgretaat hftrtverk og startaeiai 1)61- rtaðla, stó pra sét al efnl (retrra t>g st^ja þeím hverjum |>eir elga að velta þ|ón- ustu. Áttt þetta — og miklu raelra fit — kemur fram i grelnargerð með tlllóg- unnl Raœiar spannar hún svo vltt svlð að ógernlngur er að Ijalla um það hér, mtwunt vil é$ neína núna. ur okkar íslendinga að alþjóða og fjölþjóða fjölmiðlaefni sé sem greiðastur. Ræður þar ekki síst staða okkar sem fá- mennrar eyþjóðar. Þarna ligg- ur vandi okkar einnig. Hvernig getum við eflt tungu okkar og menningu? Ein leiðin er virk opinber fjölmiðlastefna. Þar eru einnig fjölmargar leiðir færar. Ég þekki norsku leiðina best en er jafnframt kunnugt um að fjölmiðlapólitík hefur mikið verið til umræðu í Svíþjóð og Danmörku og víðar á meginlandi Evrópu. Norð- menn hafa m.a. farið þá leið, auk þess að reka ríkisútvarp, að styðja blaða- og tímaritaút- gáfu með beinum fjárframlög- um. Þau blöð sem standa höll- um fæti fá þar hæstu styrkina, sérstaklega dagblöð úti á landsbyggðinni sem orðið hafa undir í samkeppninni við ann- að blað á staðnum. Norðmenn virðast sannfærðir um, að nauðsynlegt sé að gefa út að minnsta kosti tvö blöð á hverj- um stað. Eitt öflugt dagblað sé verra en ekkert með tilliti til lýðræðisins. Enda er það svo að í Noregi eru gefin út einna flest blöð á Vesturlöndum og þar er dagblaðalestur mjög al- mennur. Stundum virðist mér sem til að niðurgreiða auglýsingar í samkeppni við hinar stöðvarn- ar tvær. í greinargerðinni, sem þó spannar ótrúlega vítt svið, er ekki minnzt einu orði á þetta afar raunverulega vandamál, sem varðar lífsafkomu einka- stöðvanna. Sú þögn gaf mér líka tilefni til að ætla að þær Lilja væru ekki sérstakar áhugamanneskjur um að jafna aðstöðumun að þessu leyti. Niðurstaða mín var sumsé: að þær stöllur vildu meiri af- skipti ríkisins (hvað getur ann- að falizt í „virkri fjölmiðla- stefnu"?), þrengri reglur um eignarhald, en vildu jafnframt leyfa RÚV að keppa á markaði í ójöfnum leik. Það hefur ekkert með „venjulegar vinnureglur" blaðamanna að gera, að ég dragi þessar ályktanir. Ég las nefnilega greinargerðina oftar en einu sinni og hlaut að kom- ast að þessari niðurstöðu. Skýringin á því getur bara ver- ið önnur tveggja: að mér hafi brugðizt allharicalega gáfurnar við að lesa textann þeirra eða að þær stöllur hafi sent frá sér greinargerðina án þess að gera sér grein fyrir því hvað raun- verulega fólst í henni. Svona getur maður nú verið vitlaus. Karl Th. Birgisson Aforgunblam (og útvarpsstóðln FM. ef nákvíMjit skal vera), sem likit íengjast með elgnarhaldi. Elrru mlðlamir sem máli stópta og fyrtr utan standa eru á blaóarnarkaði flelgatpéslurinit, Atþýðp- btaöíð o$ Vtkubia 'ötó ctg á t|ósvakanum AöuhtMm og stððvar tenjjclar henni. Það er hvortó stór hópur r»é ýkja krölt- ugur f samanburðl. Rétt vserl aö setja reglur setu tak- œarka jnógulellta tfl samruna Bðlmláía- fyrirtae*|a, þótt «tm sé þetta ektó stór- kostlegt vandamái hér á larrdl, Berta trystgtngln. stón almetraingur heíur gagnvart áeðlilegum hagsmunatengsl- um I eínkagriranum. Jíggur rtelnilega ! stericu fUkisdtvarpi. Vandlmr er hins vegar sá. að þetta sama Rtkhútvarp stendur eínkareknum l|ósvakamlðluni fyrlr þrifum. Fyrst með skykiuáskrSft altra sem eiga ttr- samkeppnishugtakið hafi rugl- að mörg okkar í ríminu og það gleymst að Ríkisútvarp er rek- ið á allt öðrum grundvelli en ljósvakamiðlar í einkaeign. Rúv á að ná til allra lands- manna, tryggja almenna þjóð- félagsumræðu og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá óháða vin- sældum. Fjölmiðlar í einkaeign verða hins vegar að bera sig fjárhagslega og skila eigendum sínum hagnaði til þess að fjár- festingar þeirra borgi sig. Það er því líklegt að dagskrár þeirra endurspegli þetta mark- mið. Hér á landi hefur fjölmiðla- umræðan undanfarið einkum snúist um það hvort skylda megi skattborgarana til að greiða afnotagjöld af Ríkisút- varpinu eða ekki. Að mínu mati er verið að drepa umræðunni á dreif með því að ræða tækni- lega útfærslu á því með hvaða hætti við rekum Ríkisútvarpið. Grundvallarspurningin hlýtur að vera hvort við viljum hafa ríkisútvarp eða ekki. Sé svarið jákvætt er næst að spyrja um hvernig eigi að fjármagna rekstur þess. Dagskrárstefna Rúv er síðan annar kapítuli. Eins og málum er nú háttað hefur Alþingi tekið þá ákvörð- un að Rúv skuli rekið af áskrift- argjöldum og auglýsingafé. Sé vilji til að breyta þessu þarf Al- þingi að taka um það ákvörðun með lagabreytingu. Að þessu leyti er rekstur Rúv ekkert frá- brugðinn rekstri annarra þjón- ustustofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga, t.d. heilsugæslu- stöðva, sundlauga, safna o.s.frv. Auðvitað er það pólit- ísk spurning hvert sé hlutverk ríkisins og hver eigi að vera opinber stefna þess í ýmsum málum. í lýðræðisþjóðfélagi þurfa allir þegnarnir að taka af- stöðu, á íslandi a.m.k. á fjög- urra ára fresti. Til þess að við getum verið þátttakendur í þeirri umræðu þurfum við upplýsingar. Lokaspurningin er því: Hvernig tryggjum við best aðgang almennings að al- hliða, málefnalegum upplýs- ingum og að tjáningarfrelsið sé virt? Vinsamlegast birtið þetta á sambærilegum stað í blaðinu. Virðingarfyllst, Lilja Ágústa Guðmundsdóttir varaþingmaður Þjóðvaka á Reykjanesi. Svokölluð ömefni Ríkharð Brynjólfsson á Hvanneyri sendi mér sím- bréf fyrir nokkru þar sem hann gagnrýnir málsgrein í Kollgátunni hér í Helgarpóst- inum 28. september síðastlið- inn. Málsgreinin var þannig: Mál málanna í svokallaðri Biskupsbrekku í Kaldadal stendur steinkross til minningar um stórmenni sem þar bar beinin. Ríkharð spyr fyrst: „Er eðli- legt að nota orðið „svokall- aðri“ um vel þekkt og viður- kennt örnefni? í mínum huga er „svokallað“ notað annað- hvort um lítt þekkt heiti eða í háðungarskyni ef eitthvert fyrirbrigði stendur ekki undir nafni.“ Málkennd okkar Ríkharðs rennur hér í sama farvegi. Ég er alveg samþykkur því sem hann segir. En hins vegar hlýtur alltaf að vera matsat- riði — og líkast til einstak- lingsbundið — hvenær ör- nefni er orðið svo vel þekkt að ótækt sé að nota svokallað- ur eða svonefndur um það. Nú veit ég ekki um uppruna þess sem semur spurningar fyrir Kollgátuna, en sé hann til dæmis austan af landi er lík- legt að hann hafi ekki oft heyrt talað um Biskups- brekku, nema þá í sögutíma í skóla; og finnist því örnefnið svo óþekkt að því hæfi vel einkunnin svokölluð. Næst spyr Ríkharð hvort rétt sé að segja f Kaldadal. Þarna er, það ég best veit, alltaf notuð forsetningin á. Menn geta lagt d Kaldadal og verið staddir d Kaldadal. Þá spyr Ríkharð: „Er rétt orðbragð að segja stórmenn- ið hafa „borið beinin" í Bisk- upsbrekku?“ Við fyrstu sýn fór mér eins og Ríkharð; mér fannst þetta ekki eðlilegt málfar, fannst að orðtakið fæli í sér að menn dæju einhvers staðar og síð- an hvíldu bein þeirra þar. En þegar ég fór að gá hvað vísir menn segðu í bókum sá ég að þarna hafði málkenndin „Landafrœði og efnis- frœði eru hvorug í flokki með eftirlœtisgreinum mínum. “ brugðist okkur Ríkharð. í orðabókum er bara gefin upp merkingin að deyja, og ekki talað neitt um ráðstöfun bein- anna. í öðru dæminu, sem Jón Friðjónsson tekur um notkun orðtaksins í bókinni Mergur málsins, er talað um að menn beri beinin á vígvöllunum — og ekki hvíla lík þeirra að jafn- aði þar. Og í Orðtakasafni sínu segir Halldór Halldórs- son: „í þessu sambandi hefir sögnin bera sennilega haft forskeyti í fullnaðarmerkingu, til dæmis *gaberan og merkt „ljúka við að bera“. Til saman- burðar má benda á bera í merkingunni „fæða“, sem á rætur að rekja til *gaberan og hefir óforskeytt merkt að „ganga með“ en forskeytt (þ.e. *gaberanj „ljúka við að ganga með“, þ.e. „fæða“.“ Þar með lýkur málfarsleg- um athugasemdum Ríkharðs við málsgrein þessa. En hann hefur tvennt við efni hennar að athuga og er rétt að þær aðfinnslur fái að fljóta hér með, þótt slíkt sé raunar utan efnissviðs þessara þátta. Rfk- harð segir: „Mér vitanlega er Biskupsbrekka langt frá því að vera á Kaldadal. í Landinu okkar er hún sögð „suðaustan undir Hallbjarnarvörðum, vestan við Kaldadalsveg“.“ — Einnig segir hann: „“Stein- krossinn" er raunar úr viði, en minningarsteinn liggur við krpssinn." Ég hef engu við þessar at- hugasemdir að bæta, enda ófróður um efnið; landafræði og efnisfræði eru hvorug í flokki með eftirlætisgreinum mínum. (Sögnin að varast er vara- söm. Brjótið til dæmis til mergjar merkinguna í viðvör- un sem stundum heyrist: „Menn eru varaðir við að sigla ekki of nálægt landi.“)

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.