Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 28

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Page 28
m '’ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Allir sem til söngkonunnar Guömundu Elíasdöttur þekkja eru á einu máli um að þar fari lífsglöð kona með mikinn húmor. Hinir, sem ekki eru svo lánsamir að þekkja þessa flottu konu, ættu að geta gert sér það í hugar- lund af myndinni, þar sem húmorinn skín ekki bara af andliti hennar heldur fatnaði einnig. Guðmunda segist velta því mikið fyrir hverju hún klæðist hvunndags: „Þegar ég kenndi söng fannst mér nauðsynlegt að vera strokin, þvegin og kembd eins og kennara sæmir, og líka svolítið kreisí í klæða- burði. í gleðinni felst nefnilega galdurinn á bak við það að ná feimni úr fólki. Þegar nemand- inn hugsar með sér: „Þetta er svolítið kreisí kennari," verður hann eðlilegur!" Guðmunda segist þó ekki vera mikið gefin fyrir liti heldur miklu fremur skrautlega og skemmtilega fylgihluti eins og slæður, eyrnalokka, hálsfestar og fleira. Hatturinn? „Þessi er úr safninu mímu. Ég var alveg brjáluð hattakona þegar ég var yngri og lét ekkert aftra mér frá því að kaupa mér nýjan hatt. Stundum kom meira að segja fyrir að ég not- aði húsleigupeningana til að kaupa þá hatta sem mér líkaði. Svo leið það nú hjá og afkom- endur mínir komust í hattana. Þeir hafa þó ekki alveg rúið mig inn að skinni, því ég tók upp á því að fela ýmislegt sem ég ætla að eiga fram á síðasta dag. Það á ekki bara við um hattana mína heldur konsert- kjólana einnig, sem ég saumaði marga hverja sjálf með aðstoð ömmu minnar. En þar sem það hefur verið svo gífurlegt flakk á mér um ævina hef því miður tapað nokkrum." Jakkinn? „Það er víst frægt nafn inni í honum; Betty Barclay, að ég held. Hann kemur mjög vel út í sjónvarpi enda úr kínversku silki. Ég þekki flesta þessa frægu hönnuði en er samt lítið gefin fyrir merkjaflíkur. Ég lít alltaf fyrst á flíkina og athuga hvernig mér líkar hún áður en ég skoða merkið. Vinkona mín gaf mér þennan fyrir sjö árum og hafði hann þá verið í ein- hverjum plastpoka lengi — eins og sést eflaust á sniðinu — en hann er alltaf eins og nýr.“ Guðmunda segist snapa fatnað og hafa gert alla ævi. „Ég hef sloppið vel frá fata- kaupum, enda versla ég gjarn- an hjá Hjálpræðishernum og í Kolaportinu. En svo kemur fyr- ir að ég fæ kast. Ef ég sé eitt- hvað sem mig langar agalega mikið í þá kaupi ég það.“ Skartgripirnir? „Þá keypti ég sjálf en þeir eru bara djönk. Ég set gjarnan upp eitthvað glitrandi þegar mig langar að ganga í augun á djollí-bojs. Það eru bara dívur eins og Elizabeth Taylor sem hafa ráð á að kaupa sér stór djásn. Hvunndags geng ég hins vegar með skartgripi úr ekta gulli, en þá bara netta; eyrna- lokka, hringi og gullúrið mitt.“ Pétur Gautur: „Aðrir hafa séð út úr þessu hlébarða. En í rauninni er hugmyndin með þessari mynd borð.“ Expressjónísk abstraksjón með fígúratívu ívafi Expressjónískar abstrakt- myndir myndi þetta kall- ast,“ segir Pétur Gautur að- spurður um hvers konar verk það eru sem hann ætlar að sýna gestum Gerðarsafns, en þar opnar hann sýningu um helgina. „Ég er kominn út á jað- arinn því sumar þeirra eru dá- lítið fígúratívar. Það má segja að meginþemað sé uppstilling- ar. Ég fer í gegnum uppstillinga- söguna með sýningunni.“ Um myndina sem hér birtist segir Pétur Gautur að sumir hafi sagt að hún sé af líkkistu eins og kóngar og biskupar eru geymdir í á Ítalíu. „Aðrir hafa séð út úr þessu hlébarða. En í rauninni er hugmyndin með þessari mynd borð.“ Pétur seg- ir að margar uppstillinganna, svo sem ávextir, hafi tekið á sig abstrakt form. Hann segist ekki vera að segja neitt með myndunum. „Það má segja að ég noti upp- stillingarnar sem tæki. Það er erfitt að vera abstrakt listamað- ur og láta hlutina framkallast á léreftinu. Ég er ekki með upp- stillingar fyrir framan mig held- ur framkallast þær í það að verða hlutamyndir til að ná fram ákveðinni stemmningu. Myndirnar eru ákveðin dagbók yfir árið.“ Þetta er þriðja einkasýning Péturs en áður hefur hann sýnt í Portinu í Hafnarfirði og í Gall- erí Borg. Það er mikill kraftur í Gerðarsafni í Kópavogi núna, enda safnið glæsilegt. Svo vitn- að sé í orð forstöðukonunnar, Guðbjargar Kristjánsdóttur, í viðtali við Morgunpóstinn í janú- ar: „Þetta er almenn hrifning hins almenna manns sem geng- ur hér inn.“ En það var einmitt maður Guðbjargar sem hann- aði húsið. Auk Péturs opnar Gunnar öm málverkasýningu þar nú um helgina og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Stjörnur með eigin orðum The Wordsworth Dictionary ^ of Film Quotations Iflestum hasarmyndum þvæl- ast konur bara fyrir," segir Amold Schwarzenegger. „Allt er skemmtilegra með konum —líka að leikstýra," segir Ing- mar Bergman. Leikarinn Jos- eph Cotten segir um vin sinn Orson Welles: „Ég veit lítið um æsku Orsons og efast raunar stórlega um að hann hafi nokk- urn tíma verið barn.“ „Ég trúi ekki á neins konar verðlaun — ég trúi ekki heldur á friðar- verðlaun Nóbels," er haft eftir Marlon Brando. „Ég á auðvelt með að láta mér leiðast. Mér hefur leiðst mestallt líf mitt,“ segir háðfuglinn John Cleese. „f Kaliforníu henda þeir ruslinu ekki út í tunnu. Þeir setja það í sjónvarpið," eru ummæli Woody Allen. Og Raquel Welch: „Ég gat ekki þolað að mennirnir mínir héldu framhjá mér. Ég er nefnilega Raquel Welch.“ „Ég var Marlon Brando minnar kynslóðar,“ eru óbreytt orð Bette Davis. Einhver allraskemmtilegasta tilvitnunin er þó líklega höfð eftir erkitöffaranum Robert Mitchum. Honum segist svo frá: „Skírnarnafn John Wayne var Marion Morrison. Hann var að vinna í myndinni The Al- amo í Texas. Breski leikarinn Laurence Harvey þurfti að ganga upp á vegg. John Wayne var að horfa á og hrópaði til hans: „Hvað er með þig, get- urðu ekki einu sinni gengið eins og maður?" Larry leit bara við og sagði: „Ertu að tala við mig, Marion?“ Bókinni er skipt í 264 kafla sem geyma meira en tvö þúsund fleygar tilvitnanir kvikmyndastjarna og kvikmyndagerð- armanna um allt milli himins og jarðar: Náttúrlega bíóið og frægðina, en líka peninga, eiturlyf, vini, eig- inkonur og eigin- menn, pólitík, kynlíf og dauð- ann, Casablanca og Alfred Hitchcock. Það úir og grúir af gullkornum — eða hvað segir Jack til dæmis um Hollywood: „Það er eins og hver annar bær.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.