Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 32

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 32
HELGARPÓSTURINN Sá kvittur að franski höfundurinn Gilles Lapouge kunni að hafa hnuplað einu og öðru úr íslandsklukku Halldórs Laxness hefur vakið mikla eftirtekt. í leið- inni hefur rifjast upp að þetta er ekki í fyrsta sinn að franskur rithöfundur kemur við viðkvæma taug hjá ís- lendingum. í upphafi sjötta áratugarins kom hingað Jacques Lanzman, kunnur franskur rithöfundur pg blaðamaður, og skrifaði nokkru síðar bók sem gerist á ís- landi og nefnist Le glace est brise sem útleggst ísinn er brostinn. Er sagt að allar dyr hafi lokist upp fyrir Lanzman vegna þess að hann var með bréf frá heimspek- ingnum Jean-Paul Sartre upp á vas- ann. Bókin þótti raunar ekkert sér- staklega góð, kannski var hún ekki mikil landkynning, en það þótti afar óviðeigandi að Lanzmann nefndi sögupersónur sínar eftir þjóðþekkt- um íslendingum. Hét til dæmis skip- stjóri einn Sigurður Nordal og lög- reglustjórinn Thor Vilhjálmsson. Varð íslendingum svo mikið um að íslenska sendiráðið í París mun hafa sent formlega kvörtun til útgefanda Lanzmans vegna þessa framferðis... Vegna L ’incendie de Copenhague, frönsku bókarinnar sem kann að svipa til íslandsklukkunnar, hafa spunnist nokkrar umræður um þýðingar á verkum Halldórs Laxness á frönsku. Kom fram hneykslun vegna þess að franskir bókmenntagagnrýn- endur hefðu ekki komið auga á lík- indin með bókunum tveimur. Þar gleymist að þrátt fyrir Nóbelsverð- launin er Halldór að mestu óþekktur rithöfundur í Frakklandi, ólíkt til dæmis Þýskalandi, og vilja margir sem eru vel heima í franskri tungu meina að þar sé ekki síst um að kenna um þýðingum Regis Boyer, prófessors við Sorbpnne-háskóla. Boyer hefur að sönnu verið óþreytandi við íslandsvináttu sína, en þýðing hans á íslandsklukkunni þykir til dæmis heldur betur torlesin. Gérard Lemarquis, kennari og fréttaritari, fór heldur ófögrum orðum um hana í útvarps- fréttum á sunnudagskvöld og sá Ólafur Ragnarsson, út- gefandi Halldórs, sig knúinn til að taka fram að það kæmi sér á óvart... Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mínútan Síðast var spurt: Heldur þú að pld fyrir Stöð 3 á sjónvarpsmarkaðn I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir-geta kosið um í síma 904 1516. A að leyfa borgaralegar fermingar í Ráðhúsinu? 1. Já 2. Nei i uglýsingastofa Reykjavíkur (AUR) setti upp öflugan 1 \gagnagrunn á Internetinu síðastliðið sumar. Þetta er svo- kölluð gátt sem hefur forskeytið ísland og er fyrst og fremst ætluð útlendingum — hönnuð til víð- tækrar landkynningar. Vefgáttin hefur farið vel í menn ytra því sex til sjö þúsund manns sækja hana heim í hverjum mánuði. Rúsínan í pylsuendanum er síð- an, að hið ágæta sjónvarps- og margmiðlunarfyrirtæki Paradesa Media hefur sett sig í samband við AUR og beðið um leyfi til að vista efni gáttarinnar á CD-ROM- diskinum The Essential Internet. Þetta verður að teljast umtals- verður heiður fyrir AUR, því rit- stjóri disksins er netþekktur rit- höfundur að nafni Larry Magid. Kóninn atarna sendir disk sem þennan frá sér reglulega og með- al innihalds er skoðunarferð um netið og umfjöllun um eftirlætis heimasíður og netefni Larrys. Þið ykkar sem netvædd eruð get- ið smellt ykkur inná http://www.arctic.is og velt ykkur uppúr herlegheitunum... Eins og fram kom á nokkrum stöðum í HP í síðustu viku hafa framsóknarráðherr- arnir aldeilis látið til sín taka í ráðningum á flokksbræðrum sín- um til ráðuneytanna. Þannig var framsóknarmaðurinn Ólafur Friðriksson ráðinn í sumar til landbúnaðarráðuneytisins af Guðmundi Bjarnasyni. Ólafur hefur þar yfirumsjón með GATT- málinu og er ritari þar til bærrar nefndar. Hann þykir hafa ákjós- anlega sígildan bakgrunn fram- sóknarmanns í toppstöðu þar sem hann er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins ásamt því að hafa verið kaupfélagsstjóri á Kópa- skeri og Sauðárkróki. Þegar Ólaf- ur bjó á Kópa- skeri starfaði hann mikið inn- an Framsóknar- flokksins í kjör- dæminu og þarf ekki glöggan stjórnmála- skýranda til að sjá hvílíkan hag landbúnaðarráðherra sá í að fá til sín mann er þekkir málefni landsbyggðarinnar (og flokks- ins) út í ystu æsar... vríV t' t4rgir eiga sér draum um að eignast eðalvagn, stóran bíl með virðulegu yfirbragði, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum. Við getum boðið þér bíl sem á við þessa lýsingu. Og við getum boðið þér hann á svo góðu verði að þér er óhætt að vakna upp af góðum draum og láta hann rætast. 5 gíra 2000 cc - 139 hestöfl Vökva- ogveltistýri Rafdrifnar rúður og speglar Samlæsing Styrktarbitar í hurðum Útvarp, segulband og 4 hátalarar HYUNDAISONATA ... ekki bara draumur ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 KR. A GOTUNA til framtíðar 28 Fréttaskotið ■ 552-1900 l'ÍíCjeuti

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.