Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 20

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Síða 20
20 inni FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1995 Egill Helgason fór í göngutúr um Reykjavík og velti því fyrir sér hvort Reykvíkingar væru ekki orðnir ógurlega miklir Evrópubúar eftir að hafa búið á Evrópska efnahagssvæðinu í næstum tvö ár. Er kannski hægt að sitja á sama stað í Reykjavík og vera samt að ferðast um alla Evrópu? Evrópa ÞYSKALAND Októberhátíðir standa þessa dagana yfir á íslenskum knæpum. Þær eru haldnar að þýskri fyrirmynd; á slíkum samkomum fara þýskir karl- menn gjarnan í kjól og liggja ekki á ónáttúrum sínum. Á okt- óberhátíð gera Reykvíkingar ekki annað en að standa í þvögu og drekka bjór með af- slætti, gjarnan Löwenbrau sem er bjór bæverskrar ættar. Ann- ars er verðið á bjórnum náttúr- lega í hæsta máta óþýskt. Og þýskur barþjónn sem reyndi að frussa bjór í krús eins og gert er á íslenskum krám myndi um- svifalaust skipa sér í sveit at- vinnulausra. Undantekning er Gausi á Bíóbamum sem setur bjór í krús af mið-evrópskri natni, svona þegar liggur vel á honum. Pylsur og feitmeti er alfað og omegað í þýska eldhúsinu og íslendingum þykja pylsur líka bragðgóðar. Þess ber þó að geta að pulsurnar sem Islend- ingar láta ofan í sig eru útgáfan sem Danir öpuðu upp eftir Þjóðverjum og við eftir Dönum. Það eru bara sérstakir fein- schmecker sem hafa komist upp á lag með að snæða bratw- urst og frankfurter-pylsur; til að gera þeim til hæfis hafa ís- lenskir kjötiðnaðarmenn hafið framleiðslu á slíku góðmeti, í litlum mæli þó. í betri búðum er hægt að kaupa sauerkraut, vakúmpakkað eða fryst súrkál, og segja matgæðingar að það sé holl fæða. Grófa súrdeigs- brauðið sem fæst í flestum bak- aríum er þýskt. Bjórstofur, bierstuben, þýskrar gerðar eru fágætar í Reykjavík. Ölkjallarinn við Pósthússtræti og Naustkjallar- inn, tréborðin þar og bjálkar úr brenndum viði minna um sumt á staði svipaðrar ættar í Þýska- landi, en þó sárvantar þefinn af geri og ammóníaki sem þar liggur í loftinu. Einhvern veginn hafa þessir staðir ekki notið vinsælda hjá betra fólki og má kannski álykta af því að þýsk menning sé ekki í hávegum höfð í Reykjavík. Altént er ólík- legt að sé markaður fyrir því að borgin eignist í bráð sitt Hofbráuhaus og Augustiner- keller. Hafnarkráin minnir um sumt á svipaða staði sem standa út við kajann í Hamborg og Bremerhaven. Jón Ragnarsson veitingamað- ur sagði fyrir nokkrum árum að ekki væri lengur hægt að sjást á Mercedes Benz í Reykjavík því hver einasti sendisveinn í bæn- um væri kominn á svoleiðis bif- reið. Samt kjósa margir kaup- sýslumenn, að ógleymdum sumum helstu ráðamönnum þjóðarinnar, að keyra Benz, en ákveðin tegund af ökuföntum tekur afstöðu með því að vilja ekkert nema BMW. Þeir sem eru að farast úr ást á Þýskalandi geta gengið í Ger- maníu sem er vináttufélag ís- lands og Þýskalands. Hin ár- legu Germaníuböll þykja hin besta skemmtun. Tvær ágætar konur halda uppi þýskri menn- ingu í Goethe Institut við Tryggvagötu, þær eru sjálfar þýskar. Egill Ólafsson hefur getið sér gott orð fyrir leik í Þýskalandi, kannski af því snoðinn kollurinn á honum er obbolítið þýskur. Helga Kress er hálfþýsk, en stóru ljótu hús- in á Skúlagötunni hafa andblæ þess sem er verst í þýskum ark- ítektúr. QANMÖRK ABóhem dansa nektardans- meyjar frá Danmörku, sum- ar heita einfaldlega Mette, aðr- ar eru forframaðri og kalla sig máski Angel eða Cherry. En ósvikin dönsk nekt er það fyrir því. Klámbylgjan reis í Dan- mörku en fjaraði út þegar hún kom hingað og íslenskir klám- hundar hafa mátt gera sér að góðu danska dónablaðið Rap- port — sem er ekki mjög dóna- legt. Að öðru leyti fengu íslending- ar heimsmenninguna lengst af með viðkomu í Danmörku. Það voru varla nein takmörk fyrir því hvað þessi þjóð Iét sig dreyma um danska skinku, danska spægipylsu, danskan bjór og danskan húmor. Hún talaði dönskuskotið mál en hafði samt viðurstyggð á að þurfa að læra danska tungu. Donald Duck kom hingað frá Danmörku og hét þá Andrés önd. Það var varla hægt að hugsa sér annað en að allt það lið væri kjarnadanskt og Anda- bær einhvers staðar á Fjóni. Börnin léku sér að legokubb- um en foreldrarnir lásu dönsk tímarit og álitu að þar risi út- gáfustarfsemi í heiminum einna hæst. íslenskir hippar mændu til Danmerkur, fóru gjarnan þangað á sósíalinn og töídu sig vera nýja Fjölnismenn. Þaðan kom líka kvenfrelsishreyfingin og sú árátta að fræða börn (og fullorðna) um kynlíf. Allt sem ekki kom hingað í gegnum Keflavíkurbeisinn millilenti í Danmörku áður en það kom til íslands. Ef íslendingar ætluðu að leggja undir sig heiminn byrjuðu þeir í Danmörku. Og Kaupmannahöfn var hinn Á Bóhem dansa nektardansmeyjar frá Danmörku, sumarheita einfaldlega Mette, aðrareru forframaðri og kalla sig máskiAngel eða Cherry. sjálfsagði viðkomustaður ís- lendings í útlöndum. Það þurfti varla að fljúga annað. Einhvers staðar milli kyn- slóða verða svo vatnaskil. Við höfum smátt og smátt verið að moka út leifunum af danska sósu- og kjötbollueldhúsinu. Það er nú orðin sérstök hliðar- grein innan gastrónómíunnar og heitir „mömmumatur" og er varla að finna lengur á veitinga- húsum, nema kannski Múla- kaffi. Sumir íslenskir karlmenn verða ekki saddir af öðrum mat. Við hættum semsé að taka umhugsunarlaust við öllu sem kom frá Danmörku og fórum að vinsa úr það sem við kærðum okkur um — eitt af því fáa sem okkur hefur litist vel á þaðan í seinni tíð eru sjónvarpsþætt- irnir Matador og danska lands- liðið í fótbolta. Kim Larsen hleypti smálífi í dönskunám um skeið, en samt hlýtur að teljast næsta víst að ekki sé langt í að íslensk börn hætti að þurfa að stríða dönskukennurunum sem hafa sætt ofsóknum í ís- lenska skólakerfinu í marga áratugi. Frekar þykir núorðið heim- óttarlegt að ferðast til Kaup- mannahafnar og þeir sem fara þangað til náms mega kannski teljast skynsamir, en ekki fá þeir mörg stig fyrir ævintýra- girni — í raun vildu þeir helst ekki þurfa að fara að heiman. En auðvitað er Danmörk út um allt á íslandi. Hvernig mætti annað vera í landi þar sem er stytta af dönskum kóngi á grasflötinni fyrir framan kontór forsetans. Við höfum fengið okkar skinku og spægipylsu — en með dönskum formerkjum. Við setjum síld í krukkur og gerum það eins og Danir. Við bökum danskar kökur. íslensk- ir ostar eru með dönsku bragði. Fréttaritarar íslenskra fjölmiðla eru geymdir í Kaupmannahöfn. Danskir rithöfundar eru þýddir á íslensku með styrkjum frá Norðurlandaráði og á móti passa þeir upp á að íslenskir rithöfundar séu þýddir á dönsku. Og vilji menn vera alvarlega danskir á því er rétt að reykja Prince-sígarettur, drekka Tu- borg úr grænni flösku — eða bajer eins og Danir kalla það — og vera sólginn í dönsku blöðin í kaffiteríunni í Norræna hús- inu. Normal Danavinir lesa Po- litiken, afdankaðir marxistar lesa Information, en þeir sem eru „ligeglad" lesa Extrabladet. Fyrir jólin er svo rétt að fara í danskt jólahlaðborð, sam- kvæmt þeim danska sið sem er tiltölulega nýlegur á íslandi, að jólaátið byrji fyrst í desember. DRETLAND Islendingar tala um að „fara út á pöbb“. Orðið sjálft er enskt og pöbbar með bresku sniði eru til út um allan heim, nema kannski á íslandi. Þó er ekki ör- grannt um að plussáklæðin á stólunum á Rauða ljóninu minni ögn á slíka staði og Annars er alþekkt staðreynd hversu „bresk“ veitingahús eru fátíð utan Bretlands. Ekki sök- um þess að Bretar eigi ekki sína matargerðarlist, heldur vegna þess að enginn virðist hafa lyst á að borða Yorkshire pudding og kidney pie nema innfæddir Tjallar. Og þó. Enskur morgun- verður, egg og beikon, er snæddur út um allan heim og bragðast til dæmis ágætlega í morgunsárið á kaffiteríunni á Hótel Loftleiðum. Fisk og franskar hafa Bretar líka étið sér til óbóta ár og síð og svo- leiðis mat er hægt að fá í ein- hverri mynd á flestum grill- stöðum í bænum og kannski ekki yfir neinu að kvarta nema að kræsingarnar skuli ekki vera framreiddar í gömlu Morgun- blaði, löðrandi í fitu. Meináfengar enskar jólakök- ur og búðinga sem eru að drukkna í alkóhóli er hægt að fá í versluninni Pipar & salt efst á Klapparstígnum. Te er náttúr- lega þjóðardrykkur Breta og þeir sem gera meiri kröfur til hans en að stinga poka í vatn verða ekki sviknir af hinu fram- andlega teúrvali í versluninni Te & kaffi í bakhúsi við Lauga- veg (aðgætið að Bretar blanda því til helminga við mjólk). Benson & Hedges-sígarettur Hafnarkráin minnir um sumt á suipaða staði sem standa út við kajann í Hamborg og Bremerhauen. reyndar er þetta talið eitt al- gengasta nafnið á pöbbum á Bretlandi — Rauða ljónið í Grimsby var til dæmis frægt meðal íslenskra sjómanna. Fóg- etinn átti að verða breskur pöbb, en strax á bjórlíkistíman- um varð ljóst að það yrði hann ekki — og það breytti engu þótt þjónarnir gengju í vesti. Ónafngreindur íslendingur stofnaði krá og ætlaði að laða að gesti með því að bjóða upp á pílukast sem er þjóðaríþrótt á Bretlandi. Ekki tókst þó betur til en að gestirnir hentu pílun- um hver í annan. Það var ekki breskur húmor. Vínbarir hafa verið vinsælir meðal Breta úr efri millistétt; svoleiðis staðir hafa ekki náð að skjóta rótum í Reykjavík enda eru þeir aðal- lega fyrir fólk sem finnst lág- stéttarlegt að drekka bjór. fást I sumum sjoppum, en Dun- hill óvíða. Það þykir pempíu- legt að reykja þessar tegundir og sömuleiðis frekar tilgerðar- legt að bera sig að við pípu- reykingar eins og breskur há- skólaborgari. Græjur fyrir svo- leiðis reykingamenn fást í tób- aksbúðinni Björk í Banka- stræti. Þeir sem vilja ganga í vönd- uðum breskum tvídfatnaði á ís- landi gætu þurft að fljúga yfir hafið, en góður útivistarfatnað- ur frá Barbour og Hardy’s hef- ur verið vinsæll og fæst í Veiði- manninum. Vinir Bretlands koma saman í Anglíu. Engum sögum fer af því að Garðar Gíslason hæstaréttardómari og séra Geir Waage í Reykholti séu í þeim hópi. En báðir eru þeir í hátt eins og breskir heið- ursmenn. ITALIA Þetta fornfræga land hefur umbylt íslenska eldhúsinu og rutt undan sér eftirstöðvun- um af danska sósueldhúsinu. Pizzusendlarnir sem þjóta á bifreiðum sínum um allan bæ eru raunar ekki ítalskir, heldur eru þeir afkomendur kúltúrs sem fór frá Ítalíu til Ameríku og kom svo aftur yfir hafið. En nú- orðið er það lélegur íslending- ur sem ekki þekkir glöggan mun á tagliatelle, farfalle og tortellini, spaghetti car- bonara og spaghetti bolog- nese. Ef við gerðum litla skoð- anakönnun og hringdum í öll íslensk heimili um kvöldmatar- leytið kæmi líklega í ljós að flestir sem ekki væru að sjóða pasta ætluðu að nota pizzu sem þrautalendingu. Þannig hafa áhrif frá Ítalíu að vissu leyti breytt grunngerð samfé- lagsins, sjálfu mataræðinu. Þessi bylting er þó ekki eldri en svo að þegar veitingahúsið Hornið var stofnað 1978 þekkti þorri íslendinga pizzur varla nema af afspurn. íslenskufræð- ingar voru í vandræðum og vildu kalla þennan rétt flatbök- ur. Jakob á Hominu er guð- faðir íslensku pizzunnar og þaðan breiddist líka út létt- vínsbyltingin og sú hugmynd að það væri hægt að hafa veit- ingahús án þess að það væri líka nauðsynlegt að bjóða fólki að sofa yfir nótt. Ýmis veitingahús í Reykjavík hafa kennt sig við Ítalíu. Fæst hafa þau risið undir því nafni að vera ítölsk veitingahús; til þess eru matseðlarnir alltof tætingslegir og reynt að gera alltof mörgum til hæfis sem lík- lega hafa engan smekk hvort eð er. Tvö veitingahús komast þó langleiðina með að vera al- vöru ítölsk veitingahús: La Primavera og Ítalía. Síðar- nefndi staðurinn er við Lauga- veg og að utan er hann dálítið eins og hús í Flórens, eða leik- tjald sem er eftirlíking af svo- leiðis byggingu, og ef maður sperrir eyrun er ekki fráleitt að maður heyri klið af ítölsku inn- an úr eldhúsinu. Á þessum stöðum eru borin fram alvöru ítölsk vín: Frascati-hvítvín sem er á bragðið eins og þægi- lega svalt sumarkvöld, barolo- rauðvín sem minnir á stef úr Haustinu eftir Vivaldi. Parmes- anostur, óþekkt fyrirbæri frá landnámi til 1980, fæst núorðið

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.