Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 6

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 6
6 ssa FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER1995 Brynju Ríkeyju Birgisdóttur var sagt upp störfum hjá Hagkaup og þar sem fyrirtækið hunsar úrskurð Kærunefndar jafnréttismála um brot þess v á jafnréttislögum stefnir hún fyrirtækinu fyrir Héraðsdóm til að krefjast bóta. „Hagkaup hefur hunsaö kröfur mínar algjöriega“ Brynja Ríkey Birgisdóttir: „Þeir hjá Hagkaup eru svo harðir í horn að taka að þeir hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki mitt einkaálit, heldur almennur rómur meðal núverandi og fyrrverandi starfsmanna, að Hagkaup komi illa fram við starfsmenn sína. Um það eru fjölmörg dæmi.“ Mynd: Jim Smart andi að hafa nokkra megin- punkta sér sannanlega hlið- holla. „Þetta eru fjórir megin- punktar og ég þarf að uppfylla þá alla til að hafa öruggt mál gegn fyrirtækinu: meiri hæfni, meiri menntun, meiri reynslu og síðan þarf kynjahlutfailið að vera mér óhagstætt. Það reynd- ist hið örðugasta mál að sanna þessa fjóra punkta, því Hag- kaup reyndi í sífellu að bregða fyrir mig fæti á ómerkilegan hátt. Til dæmis með töfum og ýmsum undanbrögðum," segir Brynja Ríkey. Hún bendir að lokum á að hún hafi verið barnshafandi á umræddu tímabili og að Hag- kaup hafi nýtt sér sálfræðina út í ystu æsar með því að nota dylgjur til að koma henni úr jafnvægi. „Þetta sálfræðistríð kom þeim svo í koll þegar á reyndi." Hagkaup í Skeifunni, þar sem Brynja Ríkey starfaði áður en henni var sagt upp störfum. „Hag- kaup framkvæmdi ákveðnar skipu- lagsbreytingar og fækkaði inn- kaupasviðum. Brynju var boðið starf annars staðar, sem hún þáði ekki, og var því sagt upp,“ segir Ásgeir Þór Árnason, lögmaður Hagkaups. Mynd: Jim Smart Les Já, Asgeir Þór Árnason, lögmaður Hagkaups, segir að fyrirtækið telji sig hafa verið í fullum rétti með að segja Brynju Ríkeyju upp störfum mig vera með unnið mál í hönd- unum, hvað sem líður vafa- samri framkomu Hagkaups í minn garð, og trúi því að rétt- lætið muni sigra að lokum.“ Brynja Ríkey segir að sú tilfinn- ing að réttlætið sé hennar meg- in veiti henni orku og því sé hún ekkert að þreytast á málarekstr- inum. Hún segist vita um fleiri mál tengd fyrirtækinu sem hafi komið upp — meðal annars eitt jafnréttismál. „En þeir hjá Hag- kaup eru svo harðir í horn að taka að þeir hafa sloppið ótrú- lega vel. Það er ekki mitt einka- álit, heldur almennur rómur meðal núverandi og fyrrverandi starfsmanna, að Hagkaup komi illa fram við starfsmenn sína. Um það eru fjölmörg dæmi.“ Þegar kært er til Kærunefnd- ar jafnréttismála þurfa viðkom- - segir Brynja Ríkey, sem telur Hagkaup hafa nýtt sér viðkvæmt ástand hennar sem barnshafandi konu ogstaðið í sálfræðihern- aði. En hún er bjartsýn á niðurstöðu dómstóla: „Ég tel mig vera með unnið mál.“ Fýrir ári kvað Kærunefnd jafnréttismála upp þann dóm að Hagkaup hefði brotið á mér jafnréttislög með því að víkja mér úr starfi hjá innkaupaskrifstofum Hagkaups í Skeifunni vorið 1993. Mála- vextir eru þeir, að á sínum tíma voru gerðar skipulagsbreyting- ar hjá Hagkaup og ákveðið að sameina tvö innkaupasvið í eitt. Mér var sagt upp þrátt fyrir 21 árs starf hjá fyrirtækinu og karl- maður með minni reynslu ráð- inn í starfið,“ segir Brynja Rí- key Birgisdóttir í samtali við Helgarpóstinn. Hún kærði síðan Hagkaup fyr- ir brot á jafnréttislögum til Kærunofndar—jafnréttiomála. Nefndin úrskurðaði Brynju Rí- keyju í vil og í dómsorðum er ætlast til að Hagkaup bæti henni starfsmissinn. „Hagkaup hinsvegar kaus að hunsa kröfur mínar algjörlega og ég leitaði ekki réttar míns fyrr en ég hafði beðið í marga mánuði eftir að þeir semdu við mig. Að lokum var þolinmæði mín á þrotum og ég fór fram á að Kærunefnd jafnréttismála færi með málið til dómstóla," segir Brynja Ríkey. Sú meðferð hófst með fyrirtöku hjá Héraðsdómi Reykjavíkur 19. október síðast- liðinn og málið verður dæmt 30. nóvember. Fjórum vikum síðar má búast við niðurstöðu dóms- -iftS;------------------------------- „Þetta er prófmál að vissu leyti og því eigum við von á að málið fari alla leið fyrir Hæsta- rétt,“ segir Brynja Ríkey. „Ég tel „Kröfur Brynju algjörlega óraunhæfar" að sem gerðist þarna var að Hagkaup framkvæmdi ákveðnar skipulags- breytingar og fækkaði inn- kaupasviðum; meðal annars vegna tölvuvæðingar, inn- kaupa á bókum og öðru. Þar af leiðandi var ekki pláss fyrir alla þá innkaupamenn sem fyrir voru. Brynju var boðið starf annars staðar, sem hún þáði ekki, og var því sagt upp,“ segir Ásgeir Þór Amason, lögmaður Hagkaups, í samtali við Helg- arpóstinn um málefni Brynju Ríkeyjar Birgisdóttur. Samkvæmt því sem Brynja segir hefur Hagkaup hunsað þann úrskurð Kærunefndar jafn- réttismála að fyrirtœkinu beri að bæta henni starfsmissinn... „Nei. Málið er að ágreiningur er uppi um hvort hún hafi verið hæfari en sá maður sem hélt starfi sínu þegar sviðin voru sameinuð. I Kærunefnd jafn- réttismála gildir reglan um öf- uga sönnunarbyrði, sem þýðir að Hagkaup þurfti að sanna það að maðurinn hefði verið hæfari. Niðurstaðan varð sú að Hagkaup tapaði málinu, ein- hverjar viðræður fóru fram um lausn málsins og Brynju voru boðnar einhverjar bætur...“ Nú, voru henni þá boðnar ein- hverjar bætur? „Ja, málið náðist að vísu aldr- ei á það stig, því kröfugerð hennar í málinu er að áliti Hag- kaups algjörlega óaðgengileg. Hún fer fram á tvær og hálfa milljón í bætur þrátt fyrir að Hagkaup hafi borgað henni laun í fjóra mánuði umfram uppsagnarfrestinn, eins og fyr- irtækinu bar skylda til. Þá ákveður Brynja að fara með málið fyrir dómstóla og Kæru- nefndin sækir það fyrir hennar hönd.“ Þarna stangast orð Ásgeirs Þórs á við orð Brynju Ríkeyjar, því hún segist einungis hafa fengið greiddan einn mánuð umfram lögboðinn uppsagnar- frest, sem er þrír mánuðir. Sér hcifi hins vegar verið lofað af stjórnendum Hagkaups að hún fengi greidda þrjá mánuði um- fram frestinn. Hún telur sig hafa unnið mál í höndunum, hvað finnst þér um það? „Þetta mál verður flutt 30. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og væntanlega dæmt í því fjórum vikum síðar. Við sjáum til hver úrskurður dómsins verður. Það var reynt að leita sátta, en kröfur Brynju eru algjörlega óraunhæfar. Hagkaup telur sig hafa verið í fullkomnum rétti með að ákveða hver gegndi þessu sam- einaða sviði innkaupamanna." Hvað með þær fuUyrðingar Brynju Ríkeyjar að Hagkaup hafi verið með ýmsar tafir og undanbrögð í málinu? „Það er rangt. Alrangt.“ Einnig segir hún að Hagkaup hafi nýtt sér viðkvœmt ástand hennar sem bamshafandi konu með sálfrœðilegum brögðum. „Það eru alrangar dylgjur." Jafnframt kveður Brynja Ríkey það ekki sitt einkaálit að Hagkaup fari illa með starfs- menn sína, heldur sé þetta al- mannarómur fyrrverandi og nú- verandi starfsmanna fyrirtœkis- ins. „Ég kannast ekki við þennan almannaróm. Þetta er algjör- lega úr lausu lofti gripið.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.