Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 2
 2 MORGUNBLAÐID Mið'víkudagur 25. ágúst 1965 r Kleif Hólmatind við Eskifjörð á 2 klst. Hólma tindur. Eakifirði, 24. ásgúst. FJÖLDI Eskfirðinga varð sjónarvottur að því í dag, er Sigmiunduor Eiríksson, aettaður úr Skagafirði, kleif Hólma- tújd, sem er 985 metra hátt fjalil við Eskifjörð. Til fróð- leiks má geta þess, að Esjan er 909 metra há, þar sem hún er haest. Tíu dögum áður hafði hann einnig klifið Hólmatind, en þá vissu færri um það og fæstir vildu trúa horuum. Sig- mundur lagði af srtað í dag um M. 12:30 og var kominn á tindinn kl. 2:30. Enda þótt miikið sé arf klettabeltum í fjailinu, fór Sigmundur svo til beint af auguim, og var til þess tekið, hversu fljótur hann var að klifa tindinn. Sigmundiur er vanur sigmað- ur í Drangey, og er hann einn þriggja manna, sem vitað er um að hafa Mifið Kerlinguna í Drangey. Ég náði tali af Sigmundi, þegar hann kom niður af fjall inu. Lét hann lítið yfir því, hversu erfitt þetta hefði verið og sagði, að þúsund metra fjail, sem hlaupið væri á tveimur tímuim, gæti ekiki veirið svo ýkja erfitt. Okkur, sem fylgdumst í sj'ónaukum með ferð hans upp fjallið, faninst hann oft sem húsfluga á vegg, þegar 'hamn Meif snar- brött hengifluigin. Þegar Sig- mundur kom niðuir harfði hann meðferðis surtarbramdsmoia, sem hann kvað vera mikið af uppi í Hóimatindi. Eftir því sem hann sagði, virðist surtar- brandurinn vera í um það bi'l 700 metra ‘hæð í fjaWinu. Elkki er vitað til, að þar hafi fund- izt surtarbrandur áður, en hér innar í dalnum er göm'Ul náima, þar sem surtarbrandur var unninn í fyrra stríðinu. Ég ræddi í dag við ýmsa af elztu íbúum Eskifjarðar, og vissi enginn þeirra til, að H'óimatimdiur hefði verið Mif- inn áðiur Esikifjarðapmegin. — Gunnar. Sjóstangaveiðimót í Eyjafir&i Akureyri, 24 september: — DAGANA 4. og 5. september nk. verður haldið sjóstangaveiðimót frá Akureyri, en það mun verða annað í röðinni, sem haldið er norðan lands. Fyrra mótið fór fram á svipuðum tíma sl. ár, og voru þátttakehdur um þrjátíu frá Akureyri, Reykjavik og Kefla- víkurflugvelli. Búist er við mun meiri þátt- töku í þetta skipit og þá frá fleiri stöðum á landinu. Tilhögun mótsins verður á þessa leið: Föstudagskvöld 3. september kl. 21,30 verður mótið sett í Sjálf Tvö slys ÞAÐ SLYS varð um kl. 7 í gær- kveldi, að fjögurra ára gamail drengur, Halldór Pétur Þrastar- son, Drápuhlíð 25 varð fyrir bif- reið á móts við Miklubraut 50. Hann skrámaðist nokkuð í and liti og var fluttur í Slysavarðstof una. Óhapp þetta vildi þannig til, að Halldór litli hljóp norður yfir Miklubraut, en sneri siðan við á eynni milli akbrautanna og hljóp fyrir bíl, sem ekið var vestur Miklubraut. ★ ÞAÐ slys varð við Suðurgötu í Tafnarfirði um kl. 14.30 í gær, að drengur á fjórða ári varð fyr- ír leigubifreið. Slysið gerðist með þeim hætti, að litli drengurinn hljóp skyndilega frá leikfélögum sínum, sem voru á gangstéttinni og í veg fyrir bifreiðina. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, en ekki er kunnugt um meiðsli hans. Það kom fram við rann- sókn málsiris, að bifreíðinni hafði verið ekið á mjög hæfi- legum hraða og að öll öryggls- tæki hennar voru í stakasta lagi. stæðishúsinu á Akureyri. Laugardaginn 4. september kl. 08.00 verður lagt af stað áleiðis til Dalvíkur, en þar taka bátarn- ir við keppendum og leggja úr höfn kl. 08.00. Komið að landi kl. 17.00. Sunnudaginn 5. september verð ur farið frá Akureyri á sama tíma og daginn áður og komið að landi kl. 17.00. Um kvöldið verður sameigin- legt borðhald í Sjálfstæðishús- inu úrslitum lyst og verðlaunum úthlutað og mótinu slitið. Veglegustu verðlaúnm hlýtur aflahæsti skipstjórinn. Farand- grip hlýtur aflahæsta sveitin og annan sá einstaklingur, sem dreg ur mestan afla miðað við þyngd. Sveitin, sem vann í fyrra, gef ur verðlaunagriþ til minningar um Ásgeir Kristjánssori, sem var einn liðsmanna í sveitinni þá, en er nú látinn. Gripinn hlýtur sá einstaklingur, sem dregur flesta fiska. Þátttaka tilkynnist til Ferða- skrifstofunnar SöGÚ í Reykja- vík éða á Akureyri fyrir mánu- dagskvöldið 30 .ágúst. Geta má þess, að dágóður afli á handfæri hefur verið í utan- verðum Eyjafirði sl. vikur. — Vietnam Framhald af bls. 28 forsenda þess, að stjórnin í N- Vietnam væri til viðtais um frið- arsamninga í Vietnam. Yfirlýsing þessi, sem barst frá sendiráði N-Vietnam í Moskvu, mun vera svar við ummælum Bretans Brockway lávarðar, sem er forystumaður hreyfingar, sem berst fyrir friði í Vietnam. Hafði Brockway látið svo um mælt sl. helgi, að N-Vietnam myndi ekki lengur halda fast við fyrri kröf- ur sínar um, að bandarískur her færi frá Vietnam, áður en frið- arumleitanir gætu hafizt. H/leð himbrima í poka ÁRDEGIS í gær var hringt til lögreglunnar í Reykjavík og henni tilkynnt, að í matsal Sjó- mannaskólans væru útlendingar, sem vær með himbrima í poka, og bæri fuglinn sig illa. Lögreglu menn fóru á staðinn í fylgd með dr. Finni Guðmundssyni. Hittu þeir þar fyrir brezka stúdenta frá háskólunum í London og Cambridge. Kváðu þeir himbrim ann vera eitthvað meiddan, en annars ætluðu þeir sér ekkert með hanri annað en að taka mynd af honum. Að ráði dr. Finns var fuglinn tekínn úr vörzlu Bret- anna og honum sleppt inn við Elliðaár. Varð hann frelsinu feg inn og reyndist hinn sprækasti, þegar til kom. Skipafréttir af Skaganum Akranesi, 24. ágúst: — HARALDUR, Höfrungur II og Sigurfari eru komnir heim af sildveiðunum í bili, svo og Anna. Áður var kominn Höfrungur III. Togarinn Víkingur er nýkom inn á heimamið að fiska. Þangað kom hann frá Vestur-Grænlands miðum og þar hafði hann fengið 110 tonn fisks. Hvalbátarnir voru engan hvál búnir að skjóta í morgun, vegna ausian storms andæfðu þeir. — Þeir eru núna staddir á hvalmið um 260 sjómílur frá heimahöín sinni, Hvalfirði. Langá frá Hafskip h.f., var hér í gær og losaði heilmikið af gipsi til Sementsverksmiðjunnar. — Oddur. Sfiátrun Akranesi, 23. ágúst: — SUMARSLÁTRUN á lömbum hefst hjá Kaupfélagi Suður-Borg firðinga í sláturhúsinu hér við Breiðagötu í fyrramálið. Áætlað er að slátra þarna 300 lömbum í þessari viku. — Oddur. Sérfræðingar í við- gerð handrita hjá Handritastofnuninni HINN 17. þ. m. komu hingað til lands tveir brezkir sérfræðingar í viðgerðum og geymslu hand- rita. Eru það þeir Mr. Roger Powell, sem er kunnur bókbind- ari og sérfræðingur í viðgerð gamalla handrita, og efnafræð- ingurinn Mr. David Baynes- Cope, sem starfar í rannsóknar- deild British Museum í Lundún- um, en hann er sérfræðingur í því er lýtur að geymslu gamalla handrita. Sérfræðingar þéssir eru fengn- ir í samráði við og með aðstoð British Council, sem greiðir hluta af kostnaðinum við heimsókn þeirra. Mr. Powell og Mr. Bayn- es-Cope munu dveljast hér í 10 daga og starfa þann tíma í Hand- ritastofnun Islands, Landsbóka- safni og Þjóðskjalasafni, þar sem þeir munu verða forstöðumönn- um og starfsmönnum tii ráð- leggingar um ýmislegt, er varðar meðferð og viðgerð handrita i söfnunum og varðveizlu þeirrau Þá munu þeir einnig leggja á ráð um framtíðarstarfsemi viðgerðar- stofu handrita, þar sem frú Vig- dís Björnsdóttir starfar, en hún nam um skeið hjá Mr. Roger Powell. Fyrirhugað er að Mr. Powell haldi hér fyrirlestur um hand- ritaviðgerðir og sérstaklega starf það, sem hann hefur innt af hendi við viðgerð á hinu merka írska skinnhandriti Book of Kells. Mun hann sýna litskugga- myndir máli sínu til skýringar. Fyrirlesturinn verður í L kennslustofu háskólans miðviku- daginn 25. ágúst kl. 8.30. Menntamálaráðuneytið, 23. ágúst 1965. Ægir i rannsóknar- leiðangur í Græn- landshaf í KVÖLD heldur varðsMpið Ægir í ranrisóknarleiðangur í Grænlandshaf ásamt norska haf rannsóknaskipinu Helland-Han- sen, sem háskólinn í Björgvin gerir út. Rannsóknir þessar eru liður í umfangsmiklum athug- unum á hafinu milli Grænlands og íslands, og eru þær styrktar af Rannsóknamefnd Atlants- hafsbandalagsins. Dr. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur er for- maður nefndar þeirrar, sem vinn ur að rannsóknunum. Athugan- irnar beinast einkum að því að ákvarða straumrennsli í Aust ur-GrænlandsStraumnum og við botn í rennunnd milli íslands og Grænlands, auk ákvörðunar á hita- og seltustigi og söfnum sýnishorna til ákvörðunar á súr efnis- og næringarefnamagni í sjónum. Loks verður safnað sýn ishornum á svif og gerðar mæl- íngar á framieiðslugetu sjávar- iilS. Leiðangursstjóri á Helland- Hansen verður Herman Gade haffræðingur. Leiðangursstjóri á Ægi verður Svend-Aage Malm berg haffræðingur og með hon um verða frá Fiskideild Halldór Ármannsson haffræðingur, ung- frú Sigrún Helgadóttir, Ari Arn alds, Birgir Halldórsson og Guð mundur Svavar Jónsson, auk Reidar Lenebös haffræðings frá háskólanum í Björgvin. Sk'Ip- herra á Ægi verður Haraldur Björnsson, Gert er ráð fyrir að leiðangurinn standi í 2—3 vik- ur. (Frá Fiskideild Atvinnu deiidar Háskólans). Hver ófit stoLi- um bíl? BROTIZT var inn í bílaverlkstæði að Dug'guvo'gi 23 aðfarairvótrf lauig- ardaigs sl. Þar var stolið smávegia arf peningum og að auki hvítum Gonsul Cortina fóiksbíl,, sem var irjni á verkstæðinu. Númer hans er G-196. Á lauga.rdiagsimorguin faninst bíllinn á MikiLubrauit, mannilaus, og voru lyfciarnir í honum. Bíllinn hafur lenit í ár- ekstri og er hann beyglaðuir v mstra megin að frarman. Ef einihver herfði orðið v>ar við bilinn í akstri þessa nótt, er 'hann beðinn uim að harfa samband við rannsókniarlögreglunaN. 1 HELDUR vaxandi norðlæg átt Rökkur er nú í um það bil var hér í gær. Á Horni var klukkutíma eftir að sól sest, hitinn kominn niður í 3 stig en þá er sói komin 8* undir kl. 15. Stillt og gott veður var sjóndeildarhrirvg. á Suður- og AusturlandL —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.