Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ 15 MiOvikudagUr 25- águst 1965 ÞESSI grein birtist í sænska vikuritinu Motor, sem er mjög mik- ið lesið af bifreiðaeigendum í Svíþjóð, enda gefið út af Motor- mánnens riksförbund — bifreiðaeigendafélagi Svíþjóðar. Þessi félagsskapur veitir félögum sínum margháttaða aðstoð, rekur m.a. ferðaþjónustu víða um land, sem veitir upplýsingar um staði, skipuleggur ferðalög og annast fyrirgreiðslu fyrir þá, sem íerðast vilja í eigin bílum. Höfundur greinarinnar er hinn kunni sænski teiknari, Gunnar Brusewitz, en hann er starfandi teiknari hjá Svenska Dagblad- et og er auk þess frægur fyrir dýrabækur sínar og myndskreyt- ingar ýmissa kunnra bóka. Ég snaraði þessari grein vegna þess öðru fremur, að mér þótti hún skemmtileg. Vel má og hafa í huga, að það gæti verið hollt íslendingum og ætti að auka skilning þeirra á hinu útlenda ferðafólki, sem heimsækir landið á sumrin, að fá að vita, hvað erlendir ferðamenn segja um landið, þegar heim kemur. Sumum finnst grein Brusewitz ef til vill dálítið gráglettin, en svo mikið er víst, að ekki er sú glettni sprottin af illvilja og ekki dregur hún úr auglýsingagildi greinarinnar. Eirikur Hreinn Finnbogason. eftir Gunnar Brúsewitz ISLAND, sögueyjan sígilda. Enn á okkar dögum ber svo margt af því ,sem um hana er sagt, öll einkenni skáldskapar. Hin skóglausa eldfjallaey dyl- ur sig gjarna að baki þoku- slæðum löngu viðtekinna skoð ana. Ef ísland berst í tal, er það ósjaldan afgreitt svo, að það sé úr hófi rigningasamt, kalt og lítt vingjarnlegt ferða manni. Þar sé allur matur Steiktur í hvallýsi og allt lykti af ull og fiski. Löngunin til að komast að sannleikanum um þessa gömlu víkingaey eykst vitaskuld um allan helming andspænis svo augljósum ýkjum, sem eru að auk oftast, ef að er gáð, runnar undan rifjum fólks, sem aldrei hefur landið augum litið eða í mesta lagi setið og bölvað í biðsalnum á Keflavikurflug- velli, meðan það beið þess að veðrið leyfði Ameríkuvélinni flugtak. Við lesum ljóðlínumar, sem Hávamál beina til ferðamanns- ins, og skiljum ómótmælanleg an sannleik þeirra: Sá einn veit, er víða ratar ok hefr fjölð of farit, . . . Með Hávamál í annarri hendi, og regnhlíf í hinni (af öry ggisástæðum), hefur hinn forvitni ferðamaður innreið sína í Reykjavík og kemst eftir nokkra klukkutíma að því, að flest á íslandi er betra en al- mannarómur hafði gefið hon- um tilefni tii að álíta. Hann uppgötvar nýtízkulega og næst ' urn fagra borg ljósmálaðra húsa með allavega litum járn- þökum. Hann kemst að því, sér til undrunar og hrifningar, að máltiðin sem hefur verið töfruð fram á hinu mjög svo glæsilega hóteli „Sögu“ stenzt algerlega samanburð við það, sem hann fær í beztu matsöl um Parísarborgar, og þó að hann þefi út í loftið í ein- földu greiðasölueldhúsi í von um að finna lykt af hvallýsi, ber slíkt engan árangur. Og þegar hann hefur náð sér eftir fyrstu áhrifin af morgunverð- arreikningnum (te og ristað brauð), sem hefur að niður- stöðutölu 25 krónur ,og orðið þess vís, að allt slíkt verður miklu blíðara ásýndum, ef því er deilt með 8,30, þá hefur hann og uppgötvað, að einnig talið um h’ina éhugnanlegu dýr tíð á íslandi, heyrir þjóðsög- unni til. Ekki verður að minnsta kosti merkt, að dýr- ara sé að lifa þar en heima í Svedala. Vegarmerkin eru ennþá eink um ætluð ríðandi mönnum með góða sjön. HÁVAÐASAMT FÓLK En fyrst ofurlítið last, áður en loftið verður of tilbreyting arlaust. Við héldum t.d. í einfeldni okkar, að íslendingar væru þunglyndir, elskuðu þögn hinna víðáttumiklu eyðilanda, og létu aðeins við hátíðleg tækifæri falla eina og eina kjarnyrta vísdómssetningu höggvandi rúnamáli. Sú varð sannarlega ekki reyndin. ís- lendingar elska óp og hávaða, að því komumst við fljótt. Hvergi nema í Japan höfðum við merkt aðra eins áráttu fyrir glamurmúsik og á ís- landi — hún herjar eins og óstöðvandi umferðapest og gerir sín vart við mjög svo mis munandi tækifæri. Sá, sem ferðast eitthvað að ráði í langferðavögnum til að kynnast þessu stórkostlega landi, fær að pínast í ríkum mæli undir þessum miskunnar lausa glymjanda. Marga klukkatíma samfleytt fá vesa lings hljóðhimnurnar hans ekki andartakshvíld. Seinast engist hann eins og maðkur undan svipuhöggum hávaðans og væri næst skapi að kasta sér skránni og vilja ekki annað. íslenzki vagnstjórinn, sem rík- ir með einræðisvaldi yfir glym skratta sínum, svelgir allt með sama hvimleiða hófleysinu: glamurmúsik, messur, verð- bréfaskráningu, síldarfréttir, andleg lög og óperuaríur. Hvernig langferðavagnarnir troða sér yfir hinar mjóu brýr, er eitt af undrum ís- lands, á borð við eldfjöll og hveri. út um gluggann og láta hljóð- an og svartan eldgíg við veg- arbrúnina gleypa- sig. Hann verkjar í höfuðið og augnaráð ið flöktir í angist yfir hinu ægi fagra landslagi, sem hann fer seinast að hata. í hinni skefli- legu framtiðarsýn Georges Ör- wells „1984“ er talað um, hvernig tilfinning fólksins fyr- ir fegurð sé eyðilögð með heila þvotti, þannig að brugðið sé upp fögrum sýnum, en látin fylgja þeim allskonar óhugnan leg hljóð. Á þann hátt verður fegurðin loks að fyrirbrigði, sem fólkið setur í samband við kvalir í eyrum og almenn- an viðbjóð. íslendingar ættu að lesa Or- well. Þá gætu þeir séð, hvé afleit áhrif svona hávaði getur haft. Eini munurinn á glamur- músikóðum raggarabíl á Kóngs götunni í Stokkhólmi og ís- lenzkum langferðavagni er sá, að þeir í raggarabílnum velja aðeins glamurmúsikina úr dag íslenzku malarvegirnir fara ekki vel með lakkiff á bílnum. Þaff er áhyggjuminna aff eiga ekki bílinn sjálfur. Góðir íslendingar! Ef þið viljið fá útlendinga til að ferð ast á ykkar yndisfögru áætlun- arleiðum, hlýðið þá vingjarn- legri ráðleggingu: Lokið sem oftast fyrir viðtækið í vagnin- um, ef ekki er hægt að fjar- lægja það með öllu. Rikjandi ástand er óþolandi og óhæft í landi gamallar og fagurrar menningar. BEZT AÐ VERA SINN EIGÍN EKILL. Hinn forsjáli ferðamaður kýs með öðrum orðum að vera sinn eigin ekill á íslandi. Og vissu- lega er það merkilegt ævntýri, þeim, sem vanur er að troða sér áfram að sumarlagi á veg- um bílmargra landa, að aka bifreið á íslandi. Hinir 190 þús. íslendingar búa flestir í kaup- stöðunum og úti við strendurn- ar. Inni í landinu er eigi fá- títt, að maður aki marga tugi kílómetra án þess að rekast á nokkra hræðu á veginum. Til lengdar getur þetta orðið næst um óhugnanlegt. Enginn skyldi þó ætla að ís- lendingar séu ekki birgir af vélknúnum tækjum. Þvert á móti, enda þótt vélvæðingin gengi hægt í fyrstu. Alllangt fram á þessa öld var hesturinn næstum eina samgöngutækið, og vegi í nútímaskilningi þess orðs, fóru þeir ekki að leggja fyrr en milli 1920 og ’30. Það var ekki fyrr en um 1930, að fyrsti bíll'inn komst eftir mörg söguleg ævintýri milli Reykja- víkur og Akureyrar, sem er þó næststærsti kaupstaður lands- ins. Járnbrautir eru engar á íslantíi. Þrátt fyrir þetta ástand í vegamálum voru árið 1928 um 600 vélknúin ökutæki á eynni — í ár er tala þeirra um 30.000. Af því eru allmörg bifhjól, sem hlotið hafa hið kurteislega gælunafn „bílungar". HvaS seg ir Ove Fundin um það? (Fund in er frægur sænskur bifhjóls- ekill og margfaldur methafi 1 bifhjónaakstri. — Þýð.). Úti á landsbyggðinni eru jeppi og Landrover algengastir, enda er það heppileg ráðstöf- un. Vegirnir eru nefnilega svona og svona. Sem bílvegir eru þeir kannski, þegar bezt lætur, svipaðir því sem tíðk- aðist hjá okkur milli 1920 og 1930. Eina langa steypta hrað- brautin er sú, sem nú er verið að leggja milli höfuðstaðarins og amerísku. herstöðvarinnar 1 Keflavík — tæplega 50 km. leið. Hitt eru aðallega mjóir þjóðvegir úr grófri hraunmol — vegir, sem eru sannarlega óþægilegir fyrir lakkið á bíln- um. Þegar maður ekur þessa vegi, er einna líkast því sem vélbyssuskothríð dynji á aur- brettunum og hætta á stein- kasti er stöðug og jcfn. Sérstaklega erfitt hefur ver- ið að fást við hinar óteljandi straumhörðu jökulár, sem falla niður eftir fjallshlíðunum. Ekki var hafizt handa fyrr en eftir 1920 við að gera brýr fyrir þungaflutninga, en einmitt brú argerðin hefur val'dið byltingu í samgöngumálum landsins. Enn skortir þó vegarsamband við suðausturhluta eyjarinnar, þar sem landið er skorið sund- ur af fjölmörgum smáum og stórum vatnsföllum úr Vatna- jökli, sem ofan á allan annan óþverrahátt breyta um far- vegi, þegar þeim býður svo við að horfa. Þar er um að ræða tæknilegt vegagerðarvandamál af æðri gráðu handa verkfræð- ingum framtíðarinnar að sigr- ast á. En eitt gengur hinum út- lenda bílstjóra illa að skilja í þessu sambandi, og það er, hvers vegna þær brýr, sem til eru, skuli vera svo einkenni lega mjóar, að það gengur kraftaverki næst að langferða vagnar af venjulegri stærð skuli geta þrengt sér yfir þær. (Feitlagnar pérsónur, sem ferð ast fótgangandi á íslandi hafa er þær fara yfir þessar brýr, ríka ástæðu til að minnast hina sígilda andvarps Sams Arks: „Eftir að hafa troðið mér gegn um Simplongöngin breiði ég mig nú yfir Pósléttuna“.) TAKTU BÍL Á LEIGU Sjálfsagt er óþarfi að skýra það nánar, eftir það sem þegar hefur verið sagt, hvers vegna sá, sem sárt er um bílinn sinn, ætti að hugsa sig um tvisvar, áður en hann tekur augastein- inn sinn með sér til íslands. Aftur á móti v*il ég fortaka- Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.