Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 25. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 27 Síðasta von gríska konungsins Aþenu 19. ágúst. DEILA sú, sem staðið hefur yfir í Grikklandi síðustu fimm vikur, birtist í nýju ljósi, þegar Elias Tsirimokos var Valinn til þess að mynda nýja stjórn, hvort sem honum tekst að ná trausti í þinginU í næstu viku eða ekki. Frá þeirri stundu, er allt komst í óefni, er leiðtogi Mið- flokkasambandsins, George Papandreou sagði af sér, hef- ur konungsvaldið legið1 undir árásum fyrir hinar ákveðnu aðgerðir þess til að halda Papandreou frá völdum. Meg- inefni þessara árása var að konungsvaldið ætti ekki að þverbrjóta skoðun almennings með því að standa í vegi fyrir leiðtoga, sem hafði verið kos- inn með miklum meirihluta í almennum kosningum aðeins 17 mánuðum áður. Sú ádeila, sem lá að baki, var, að hægrisinnaður og „fasistískur" konungur og hirð hans væru á öndverðum meiði við vinsælan leiðtoga, sem þeir óttuðust vegna tilhneig- inga hans til þess að koma sér í mjúkinn hjá vinstrimönnum og vegna tilrauna hans til þess að grafa undan hinni traustu hægrisinnuðu stjórn hersins. Það er erfiðara nú að túlka aðgerðir konungsins á þennan hátt. Hr. Tsirimokos er eng- in leikbrúða hægrisinnaðra manna. Hann er í rauninni, eina áberandi persónan á leiksviði grískra nútímastjórn mála, sem hægt er að lýsa sem sósíalistískum hugsjóna- manni út í yztu æsar. Tsirim- okos, sem er gáfaður og mál- snjall 58 ára að aldri, byrjaði starfsferil sinn sem lögfræð- ingur, eins og flestir grískir stjórnmálamenn. Hann nam stjórnmálavisindi og hagfræði við Sorbonne og frá árinu 1931 var hann forystumaður við sakamálaréttinn í Aþenu. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir frjálslynda árið 1936 og tók þá við stjórn nefndar, sem kannaði þegnfrelsi í landinu. Hann var einn af forystu- mönnum grísku andspyrnu- hreyfingarinnar og hefur jafn vel, einstöku sinnum á sínum langa stjórnmálaferli staðið í samvinnu við kommúnista. Hann er félagi í nokkrum al- þjóðlegum hreyfingum sósíal- ista og er í ritnefnd Socialist Review og hefur skrifað mik- ið í það rit. Þetta er maðurinn, sem kon ungtirinn treystir einum til að leysa vandamál Grikklands. Tsirimokos Og hann er maður, sem hefur tekið áskoruninni en veit það, að til þess að geta staðið í stöðu sinni, verður hann að vera reiðubúinn að taka við stuðningi um hundrað með- lima hinnar hægrisinnuðu stjórnarandstöðu. Ekki er efast um hinn per- sónulega heiðarleika Tsirim- okos og einlægni hans í hug- sjónum. Ákvarðanir hans, í fyrsta lagi að segja sig úr flokki Papandreou, og síðan að taka beiðni konungs um að mynda nýja ríkisstjórn, stafa af þeifri sannfæringu hans, að Papandreou hafi hætt að vera fulltrúi framfarastefnu og færst í það horf að verða. ein- ræðisherra, sem skipti sér ekki af skoðunum sinna starfs bræðra. Hann áleit Papandre- ou duglítinn stjórnanda, sem nýtti sér á hættulegan hátt kommúnistískan almúga í þjónustu hugmyndarinnar um sitt persónulega hlutyerk sem lýðræðislegur leiðtogi. Þetta hefur grhinilega einn- ig verið álit konungsvaldsins auk óttans um að stuðnings- menn Papandreou myndu beina spjótum sínum að kon- ungdæminu. Veikleikinn í aðstöðu kon- ungsvaldsins fram að þessu var sá, að með þ|VÍ að neita að leyfa kjósendum að dæma um Papandreou, virtist kon- ungurinn vera' verkfæri í höndum hægrisinnaða minni- hluta í stærsta stjórnmála- flokknum, en í þeim flokki stóð meirihluti flokksmanna traustur við hlið leiðtoga síns. Stefna konungsins virtist á- kveðin en ósæmileg tilraun til þess að vinna þann persónu- lega 'sigur að kljúfa meiri- hlutaflokkinn með þrálátum tilraunum, þrátt fyrir endur- tekin mistök. Þegar Tsirimokos kemur fram á sjónarsviðið breytist myndin á þann hátt, að svo virðist vera sem óánægja flokksmanna með Papandreou hljóti að hafa verið meiri en álitið var. í þesum skilningi réttlætir sigur könungsins að- gerðir hans. Papandreou hefur nú misst svo að segja alla áhrifamenn úr síðustu ríkisstjórn sinni yf- ir til andstæðinga sinna. Allar líkur benda þó til þess að hann hafi enn stuðning meira en hundrað fyrri stuðnings- manna sinna á þingi. Sú próf- raun, sem Tsirimokos verður að þreyta í næstu viku, er hæfni hans til þess að vinna á sitt band nóg af þessum mönnum til þess að fá fyrst og fremst nauman meirihluta með aðstoð hægrimanna og síðar aukinn stuðning svo margra, að hann geti í raun og veru sagzt vera leiðtogi fram- sækinna manna í sínu landi. Þetta verður erfitt verkefni. Ef honum mistekst það, hefur konungurinn engin ráð sam- kvæmt stjórnarskránni önnur en að láta úndan kröfum Papandreou um endurkosn- ingu. En ef Tsirimokos heppn- ast þetta, gæti hann lagt hornsteininn að lýðræðisleg- um sósíalistaflokki sem svo mjög hefur vantað í stjórn- málalif Grikklands. (Þýtt úr ,,Observér“) Vilhjdlmui Ögmunds- son á Narfeyri látinn í FYRRINÓTT andaðist á Landa kotsspítala Vilhjálmur Ögmunds son, stærðfræðingur og fyrrum oddvíti á Narfeyri, rúmlega 68 ára að aldri. — Jarðhitaleit Framhald af bls. 28 inn undir Seltjarnarnesi sé 145°C heitt vatn, og hitastigullinn hald- ist niður eins og hann er á efstu 100—200 metrunum, mundi þurfa að bora niður á um 600 m dýpi til að ná þessum hita. Hugsanlegt er einnig, að varmagjafinn sé kaldara vatn, og þá á minna dýpi. Rétt er að taka skýrt fram, að þótt vatnið væri fyrir hendi í berglögunum, er engin trygging fyrir því, að ein borhola myndi skera slikar vatnsæðar, og borun af þessu tagi yrði því í og með að líta á sem nánari rannsókn í framhaldi af því, sem þegar h-ef- ur verið gert. Kostnaður við þessar boranir er nú nálægt kr. 600 þús., þar af hefur Jarðhitasjóður lánað kr. 300 þús. Hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps hefur mikinn áhuga á að halda borununum áfram og hef- ux óskað eftir því við Jarðbor- anir ríkisins, að fá stærri bor í haust. ( Fréttatilky nning frá Seltjarnarneshreppi). - /jbróiiir Framhald af bls. 26 liðið betra KR-liðinu. Leikur Norðmannanna var þó engan veginn sérstakur að gæðum .En þeir voru fylgnir sér og ákveðn ir og liðið sem samstillt heild, þar sem veikir hlekkir fundust ekki. Útherjarnir og vörnin bar nokkuð af. Þar var garðurnn hár. KR-liðið barðist all vel og átti mun betri leik en síðustu leikir liðsins í íslandsmótinu hafa ver- ið. En það skorti töluvert á að þeir stæðu Norðmönnum jafn- fætis. Það skorti nákvæmni, það skorti ákveðni, skorti hraða, það skorti uppbyggingu í leiknum og samstillingu í liðið. Heimir skar sig úr. Hann hafði nóg að gera og stóð sig mjög vel fyrir sínu. Námskynning stúdenta í dag - Andri ísaksson kjörinn íormaður S.Í.S.E. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sambands íslenzkra Stúdenta er lendis (SISE) var haldinn 17. ágúst s.l. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 15 borgum. SÍSE var stofnað í ágúst 1961 og er tilgangur þess að gæta hags- muna ísle’nzkra stúdenta erlend is, efla samheldni þeirra og kynna nám þeirra og kjör. Á þessum árum hefur tekizt að sameina á þriðja hundrað náms menn erlendis undir merki sam bandsins. Markús Einarsson fráfarandi formaður skýrði frá störfum sambandsins á árinu. S.l. haust var að vanda haldin kynning á háskólanámi og að þessu sinni í samráði við Stúdentaráð Há- skóla íslands'. Auk þess hafði skrifstofa sambandsins verið opin hvern fimmtudag og veitt upplýsingar um nám erlendis. Ennfremur stóð sambandið að útgáfu stúdentahandbókar í sam vinnu við stúdentaráð H.í. Full trúi SÍSE í lánasjóði íslenzkra námsmanna heíur verið Þórir Bergsson tryggingafræðingur, og var skýrt frá störfum sjóðs- ins. Á árinu hefur samizt við Sameinaða Gufuskipafélagið um fargjaldaafslátt. Af skýrslu frá- farandi formanns mátti marka vaxandi starfsemi sambandsins. Þessu næst fór fram stjórnar- kjör: Formaður var kjörinn Andri ísaksson, Frakklandi, en aðrir í stjórn eru: Ólafur Einars Bíflar sliemmdir SL. LÁUGARDAG eða aðfara- nótt sunnudags voru unnin skemmdarverk á tveimur bílum í Laugarneshverfi. Annar bíllinn stóð við húsið nr. 1 við Laugar- ásveg og var. hann grýttur, rúða brotin og spegill eyðilagður auk þess sem útvarpsstöngin var brotin af. Um sama leyti var einnig ráðizt með grjótkasti á bifreið við Laugalæk og tvær rúður brotnar. — Þeir, sem ein- hverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um þessi skemmdar- verk, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við rannsóknarlög regluna. son, Noregi, varaform.; Gunnar Benediktsson, Svíþjóð, ritari; Jónas Bjarnason, Þýzkalandi um sjónarmaður fjármála og Stefáa Briem, Danmörku, meðstjórn- andi. Fyrir fundinum lágu m.a. lána og styrktarmál námsmanna er- " lendis og samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: „Fundur fulltrúaráðs SÍSE, haldinn 17. ágúst 1965, beinir eftirfarandi tilmælum til rikis- stjórnar og Alþingis: 1. Sami aðili úfchluti lánum og styrkjum til námsmanna heima og erlendis. 2. Lán og styrkir verði aukin svo, að grundvöllur skapist fyrir námsmenn erlendis að framfleyta sér, án þess að steypa sér í skuldir hjá öðr- um aðilum en lánasjóði ís- lenzkra námsmanna. Enn- fremur að þeir þurfi ekki að tefjast frá námi vegna vinnu á námstímanum, eins og oft lega hefur borið við. 3. Ekki verði krafizt endur- greiðslu á lánum námsmanna sem látast, örkumlast eða missa tekjuöflunarhæfni. Fundurinn vill minna á að rik issjóður losnar við mikinn kostn að við hald háskóladeilda í þeim greinum, sem leitað er til náms í erlendis. Fundurinn varar við að rýra styrkina, enda gerist skulda- byrði námsmanna uggvænleg. Fundurinn samþykkti einnig grundvöll að samkomulagi milli Stúdentaráðs Háskóla íslands og SISE um stofnun sambands allra íslenzkra háskólastúdenta. Var nýkjörinni stjóm falið að vinna að málinu og mun samband'ið væntanlega verða stofnað næsta sumar. Augljóst er, að stúdentar heima og erlendis hafa mikinn hug og gagn af sem mestri sam vinnu. Fyrsta verk nýkjörinnar stjóm ar verður námskynning í sam- ráði við Stúdentaráð, sem haldin verður í Menntaskólanum í Reykjavík í kvöld (miðvikudag inn 25. ágúst). Verða þar gefnar upplýsingar um nám í fjölmörg um námsgreinum við Háskóla íslands og fjölda erlendra há- skóla. (Fréttatilkynning frá Samb. íslenzkra stúdenta erlendis). M. Reou, verklegur framkvæmdastjóri, og M. Haise, sá sem „studdi á hnappinn", ræðast við um siðustu upplýs- ingar, ásamt aðstoðarmanni M. Haise. Af Skógasandi Framh. af bls. 3. ur eyrun og greinilega má finna þrýsting á líkamanum í þessari fjarlægð. Það er stór- fengleg sjón að sjá eldflaug- ina þjóta upp i geiminn og hverfa upp í skýin. Skömmu áður höfðu norðurljósin dans- að um allan himininn, eins og til að benda á að ekki þyrfti neinar hundakúnstir frá mannskepnunni til að skreyta himinhvolfið. Þó sýndu þau gestinum þá hátt- vísi að draga sig í hlé, rétt á meðan eldflaugin lét ljós siti skína fyrir áhorfendur, sens höfðu tekið sér stöðu við Skógaskóla og í fjallshlíðun- um í kring. Visindamennirnir horfðu i hin flóknu tæki sín, ekki síð- ur eftirvæntingarfullir. —. Þeirra áhugi beinist lengra en að för eldflaugarinnai gegnum næsta nágrenni jarð- arinnar. Þeir fylgja eldflaug- inni 406 km. upp í himingemv inn. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.