Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORC UNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. ágúst 1965 Attræður I dag: Sigurbjðrn Þorkelsson Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunarstund. Svo segir Grímur, og allt er þetta lýsing á Sigurbirni. Táp og fjör fylgir honum í dag, eins og ávallt áður. Áttræður unglingur er iðandi af lífsfjöri. í>að eru margir, sem þekkja vel hinn fríska mann, sem er þéttur á velli, fóthvatur og léttur í sporL Kíkur er hann af krafti og gleði á sólarstundum og lætur ekki hug sinn falla, þó að á móti blási. Sívakandi elju- maður, sem aldrei missir kjark- inn, en heilsar vinum sínum með leiftrandi brosL Ekkert mók, engin kyrrstaða, enginn drungL en brennandi áhugi með bjarg- fastri sannfæringu, svo að allir vita, hvaða málefni hann ber fram og fylgir með festu. Sigur- björn er hlýðinn því orðL er segir: „Vakið, standið stöðugir i trúnnL verið karlmannlegir, verið styrkir". En aldrei gleymir hann viðbótinni: „Allt hjá yður sé í kærleika gjört“. Af þessu mótast dagfar hans, sem stjórn- ast af göfugu hugarfarí hins ein- beitta athafnamanns, sem kveður marga til fylgdar, er unnið skal að framgangi hins rétta málstað ar. I>á er hann í léttu skapi, er hann fær að vera samferða þeim, sem vilja berjast þannig, að þeir telji sigurinn visan. Honum er eðlilegt að segja og kalla: „f>ví er úr doða diúr dxemgir mál að hrífa sál“. Ég hefi þekkt Sigurbjörn um f jölda mörg ár, frá þvi að dreng urinn frá Kiðafelli fluttist hing- að. Þjóðbrautin liggur nálægt Kiðafelli. Þar má líta rausnar- garðinn^ og ekki hægt að fara þar um veginn, án þess að nefna nafn Sigurbjörns. Á þeim slóð- um nefni ég ætið nafn hans upp- hátt eða í hljóði og hugsa um þann mann, sem ávallt gerir garðinn frægan. Snemma varð Sigurbjörn fylgj andi stjórnmálum, og man hann þær stundir, er hann var póli- tískur gegningamaður á Kiða- fellL Hið pólitíska fjör er enn í dag hið knýjandi afl. Er nokkur í vafa um hvaða stefnu hann fylgir? Talar hann ekki þannig, að allir skilji, hvar hann á heima? Er hægt að hugsa sér almennar kosningar án Sigur- björns? Þarf þá að leita að hon- um? Það er hann, sem leitar að öðrum og sleppir þeim ekki fyrr en þeir hafa kosið. Það er ekki hugsanlegt, að Sigurbjöm fari í felur með skoðanir sínar. Hisp- urlaus maður talar með krafti og hittir naglann á höfuðið. Frá ellefu ára aldri hefir hann verið pólitískur, og öflugur, virkur þátttakandi í 65 ár. Slíkum manni er veitt eftir- tekt, og marga hefir Sigurbjöm þekkt. Mörg hlutverkin hafa honum verið falin. í 35 ár skatt- lagði hann alla Reykvíkinga, og gerði það með góðri samvizku. Sístarfandi maður getur litið yfir góðan dag frá því hann vann sín verk við verzlun Edinborgar frá 1901, og varð 1914 verzlun- arstjóri Chouillou í Hafnar- stiræ<tL Öll störf sín hetfir bainii unnið með dugnaði og prýði. Af hverju hefir hann verið kallaður Sigurbjörn í Vísi? Af þvi að þar var hann með lífi og sál með vini sínum Guðmundi Ásbjöms- syni. Það var gaman að koma inn á Laugaveg 1. Þar var hröð afgreiðsla, en þar var margt skemmtilegt og fróðlegt samtal. Þar átti ég margar unaðsstundir. Þar var skemmtflegt að vera, er kosningar fóru í hönd. Man ég hinn eldfjöruga mann, sem kveikti í öðrum. Þegar komið var inn i Vísi, datt engum í hug að dotta eða sofna. Víða kemur Sigurbjörn við sögu. Starfað hefir hann í söfn- uði Dómkirkjunnar og í Hall- grímssókn með áhuga og kær- leika, og aldrei talið á sig erfiðið. Um allmörg ár hefir hann verið forstjóri kirkjugarðanna, mörg sporin hefir hann átt um kirkju- garðana í Reykjavík, og með lipurð og nærgætni leyst úr mörgum vanda. Því skal ekki gleymt, að Sig- urbjörn hefir átt heima í K.F.U.M. frá stofnun félagsins, og verið í stjórn þess í rúma hálfa öid og er varaformaður stjórnarinnar. Það hefir munað um hann á þeim stað. Aldrei Hin „forboðna“ setning í dag ætla ég að gera nokkrum bréfum skiL Kona nokkur skrifar: „Mig hefur lengi langað tfl að skrifa þér um framkomu fólks á ýmsum skrifstofum og afgreiðslustöðum, í viðskiptum yfirleitt, og þá sannarlega víð- ar en á opinberum skrifstofum. Annars varð ég undrandi að lesa kvörtun yfir bankamanni fyrir sutttu (þau skrif hafa nú verið leiðrétt), enda ekki á rök um reist, því bankarnir hafa borið af hvað kurteisi staxfs- fólks viðkemur. Fyrir þremur árum kom ég 3—4 sinnum á þekkta lögfræði- skrifstofu hér í borg og gerði þar viðskiptL sem námu mörg hundruð þúsund krónum. Þessi skrifstofa er lögð þykkum teppum og búin góðum hæg- indastólum, en húsráðanda þóknaðist aldrei að bjóða mér sæti í þeim, enda þótt hann sæti sjálfur. í eitt sinn, er ég kom þangað, þurfti ég að skrifa undir plögg og spurði þá auðmjúklega hvort ég mætti setjast. Svarið var ljúfmann- legt — Já, já!! Þetta rifjaðist upp fyrir mér nú í vikunnL er ég átti erindi á aðra lögfræðiskrifstofu. Ég kom þangað tvisvar, þar voru líka prýðis stólar, en þeir voru ekki ætlaðir viðskiptavinum. Ég vil taka það fram, að ég er kona yfir fimmtugt. Þá er það 18 ára reynzla mín hefir hann yfirgefið þann söfnuð. Alltaf þar á sínum stað í 66 ár. Af hverju hefir hann verið þar svo lengi? Af því að trúin hefir verið í hjarta hans, og því hefir hann átt sælar stundir í samfé- lagi við þá, sem hafa verið og eru trúbræður hans. Játning hans er skýr, er hann segir: „Lífið er mér Kristur“. Hann á hina öruggu vissu, og því verður vitnisburður hans borinn fram með djörfung, enda talar hann og breytir i anda þessara orða: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið; því það er kraft ur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir“. Fram hjá þessu verður ekki gengið, er talað er um Sigur- bjöm. Þetta er ljóst öllum, sem þekkja hinn trygga vin. Hér er ekkert hik, heldur sigursæl vissa. Þessi trú hefir verið hið ríkj- andi afl hjá honum og á heimili hans. Man ég vel konu hans Gróu Bjarnadóttur. Þar átti fögn uður heima. En sár var sorgin, er hin ágæta kona var burtu kölluð frá heimili og barnahópnum. En hér sannaðist sem oftar, að þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft. Um langt skeið hafa þau af opinberri skrifstofu. Þangað hef ég sótt eftirlaun mín og aldrei hefur hrokkið fram úr dömunnL sem réttir mér pen- ingana, þessi forboðna setning: Gjörið þér svo vel. Velvakandi góður. Það er víst til of mikils mælzt að þér getið upplýst mig um hvað liggur til grundvallar þessari vöntun og jafnvel andúð á al- mennri kurteisi. — Frey- gerður“. Ég kem að þessum atriðum við fyrsta tækifærL en hér kemur annað bréf: ^ Hafliði segir sitt álit „Heiðraði Velvakandi. Með því að af og til er um það rætt í þáttum þínum, að þörf væri á nafnspjaldi á fót- stall styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og jafnframt að framkvæmd verði — fæging á styttunni öðru hvoru“ eins og komist er að orði 19. þ.m. í sam bandi við bréf sem Velvakanda hefur borizt, þá vfl ég leyfa mér að senda þér fáeinar línur varðandi þetta mál. Ég er því á allan hátt mót- fallinn, að nafnplata verði sett á fótstall styttu Jóns forseta. Þess á ekki að gerast nein þörf fyrir íslendinga, en fyrir er- lenda ferðamenn er eða ætti að vera nægileg vitneskja fólgin 1 lágmyndinni framan á fótstall- inum. Þar er „Brautryðjand- inn“ og hverjum erlendum manni má það vel vera ljóst, að mynd þess manns sem á fótstall hjónin Sígurbjörn og Unnur Haraldsdóttir vakað yfir indælu heimili. Þau eru bæði samhent og samhuga, og í sólskinsblettin- um hafa þau átt og eiga margar hátíðarstundir. Heimili þeirra er umvafið birtu sannrar bless- unar, og þar er Sigurbjöm hrókur alls fagnaðar. Þar fer saman gaman og alvara. Hvernig hefir Sigurbjörn reynzt bömunum og heimilum þeirra? Svarið er á einn veg, og það svar vermir hjarta hans. Með konu og börnum er hann hér heima og í öðrum löndum, og því gerist hann víðförull á inum stendur, þarf ekki að merkja fyrir íslenzku þjóðina. Þessi mun einnig hafa verið skoðun listamannsins Einars Jónssonar, sem myndina gerði af Jóni forseta. Á árunum 1945 tfl 1948 starf- aði ég mikið í garðinum við Listasafnið að Hnitbjörgum og var tíður gestur í vinnustofu Einars Jónssonar. Þá var rætt um það í Víkverja — þáttum Morgunblaðsins, að nauðsyn bæri til, að hreinsa spankgræn- una af mynd Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Ég ræddi um þessi skrif við Einar og mér er minnssætð afstaða hans gegn — öllum sýmþvotti á höggmynd- um — eins og hann tók til orða. „Hversvegna , þvo þeir ekki þakið á Alþingishúsinu með saltsýru “ spurði hann. En eins og flestir munu vita er þak Alþingishússns klætt með eir. Það mun eitt elzta eir- klædda þakið, sem til er hér á landi og er nú að verða fagur- grænt. Þannig verða einnig höggmyndir sem steyptar eru í eir, ef ekkert er gert til að tefja fyrir spanskgrænumynd- um málmsins. „Á þessu ári eru rétt um 90 ár frá því, er fyrsta höggmyndin var sett upp i Reykjavík, sem steypt var í eir. Það var Thorvaldsenstyttan, sem nú stendur í Tjamargarð- inum. Hún hefur aldrei, það ég veit, verið spanksgrænu- hreinsuð, og er nú að heita má orðin fagurgræn. Væri það vel þess vert fyrir þá sem vilja láta sýruþvo, styttu Jóns forseta, en þeir muni fallast á þá skoðun, sínum efri árum, og fer land úr landi, en er nú kominn aftur ungur heim ásamt elskulegri konu sinni. Æskufjörið segir tii sín. Ég hefi oft verið með Sigur- birni á gleðistundum og á alvar- legum tímamótum. Alltaf er hann brosandi og fagnandi. Ég hefi aldrei heyrt hann kvarta. Hann gerir það heldur ekki í dag. Ég flyt vini mínum heilla- kveðjur frá mér og heimili mínu og hugljúfar afmælisóskir frá fjöldamörgum vinum og samherjum. að betra sé að láta það ógert að hreinsa spanksgrænu af höggmyndum. Þá fyrst, þegar þær hafa náð jafnri spansk grænu,, verða allir drættir myndarinnar skýrar og minna fremur á líf en kaldan málm. Til þess hefur verið vitnað, að víða erlendis, séu höggmynd ir vandlega þvegnar. Þessu er því til að svara, að þar er að- eins um hreinsun á sóti og fugladriti að ræða. Við erura svo lánsöm að vera algjörlega laus við slík óþrif hér í Rvík. Hinsvegar kemur það fyrir að höggmyndir hér, verða fyrir kroti bama og unglinga. Að sjálfsögðu eru þeir vanvirðu- blettir þvegnir af, strax og þeirra verður vart. Og það er mín skoðun að höggmyndir þær, sem prýða Reykjavík, séu í viðunanlegri umhirðu. Með þökk fyrir birtinguna. Hafliði Jónsson“. ★ Því sem næst bannað Og loks er hér þriðja bréfið í sambandi við Mackin- tosh og er það frá umboðs- mönnum framleiðandans á ís- landi, Íslenzk-Erlenda Verzlun arfélaginu: „í dálki yðar hinn 15. til 19. þ.m., er minnst á sölu Mackin- tosh-konfekts á Siglufirði. Vegna þess viljum við benda á, að innflutningur er- lends sælgætis, annars en þesa sem flokkað er undir „medica- tedsweets" („lyfjasælgæti"), er því sem næst bannaður til landsins. Einu Mackintosh-vörurnar, sem fluttar eru inn á venju- legum innflutningsskjölum eru svonefndar „MUNSHIES", sera eru súkkulaðikextöflur, 12 i pakka og kostar pakkinn ura kr. 14.50 í búð“. NÝJUNG TVEGGJA HRAÐA HÖGG- OG SNtNINGSBORVÉLAR Bræðumir ORMSSON hJ. Vesturgötu 3. — Sími 38820. Bj. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.