Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ 1 Miðvikudagur 25. águst 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Eg skil bara ekki, hvemig þér hefur getað dottið þetta í hug. Og það er ekki satt! Soffía fór burt vegna þess, að þú gazt ekki gætt tungu þinnar við hana, og hvað það snertir að láta sér detta í hug, að Charlibury hafi farið með henni, þá . . . . — Eg veit, að hann var með henni, greip nann fram í. — Ef ég þarfnast nokkurrar sönnunn ar, þá hef ég hana í þessari orð sendingu, sem hún var svo nær- gætin að skilja eftir til mín. Hún er svo sem ekki neitt að fara í launkofa með það! — Sé svo, sagði Sir Horace og fyllfei aftur glasið sitt, — þá ætlar hún áreiðanlega að gera einhverja bölvun af sér. Reyndu þetta Madeira, drengur minn! í>að má hann pabbi þinn eiga, að hann hefur gott vit á víni. — Já, en þetta er hræðilegt, Charles! sagði frú Ombersley og greip andann á lofti. — Guði sé lof, að ég bannaði ekki henni Ceciliu að fara á eftir henni! Hugsið ykkur bara hvílíkt hneyksfei þetta hefði getað orðið! En trúðu því, Horaoe, að mig grunaði alls ekki neitt! — Nú, guð minn góður, ekki dettur mér í hug að áfellast þig, Elizabeth. Ég sagði þér að láta ekki Soffíu gera þér álhyggj xur. Hún passar sig, og hefur alltaf gert. — Eg verð að segja, að þú gengur alveg fram af mér, Horace! Er þér alveg sama þó að hún dóttir þín sé í þann veginn að eyðileggja sjálfa sig? — Eyðileggja? sagði hr. Rivenhall með fyrirlitningu. — Trúirðu virkilega svoleiðis skröksögu, móðir góð? Hefurðu verið með henni frænku minni í sex mánuði, án þess að vera farin að þekkja hana? Ef þessi spænski kvenmaður er ekki hjá henni í Lacy Manor, þá máttu kalla mig fábjána. — Guð gæfi, að þú hefðir á réttu að standa, Oharles. Sir Horace tók að fægja sjón glerið sitt, vel og vandlega. — Já, hún Sancia! Ég var einmitt að hugsa um að tala um hana við þig, Lizzie. Er hún enn í Merton? — Hvar ætti hún svo sem ann ars að vera, Horace? — O, mér datt þetta bara í hug, sagði hann og athugaði glerið vandlega. — Soffía hefur sjálfsagt sagt þér af fyrirætlun- um mínum viðvíkjandi henni? — Auðvitað, og ég fór í heim sókn til hennar, eins og þú hef- ur sjálfsagt viljað, að ég gerði. En ég verð nú að segja, Horace minn góður, að ekki get ég skil ið, hvað hefur komið þér til að draga þig eftir henni. — í>að er nú einmitt allur verkurinn, Lizzie. Maður sleppir sér stundum ,og ekki er því að neita, að hún er fjandans sé- legur kvenmaður. Og ég skal játa, að ekiki kæmi mér á óvart þó að einhver væri þegar farinn að dingla við hana. Verst, að ég skyldi koma henni fyrir þama í Merton. En það verður nú ekki aftur tekið. Manni verður þetta á umhugsunarlaust, og það er ekki fyrr en maður fær næði feil að hugsa sig um, að . . . . En ég ætla nú samt ekkert að fara að kvarta. — Voru þær svona fallegar í Brazilíu? spurði systursonur hans háðslega. — Farðu ekki neitt að brúka kjaft, drengur minn, sagði Sir Horaoe vingjarnlega. — Sann leikurinn er sá, að ég efast um, að ég sé í nokkrum giftingar- þönkum. — Ef það er yður nokkur huggun, horra minn, sagði Char les, — þá hefur hún Soffía haft sig alla við að halda Sir Vinoent Talgarth frá greifafrúnni. — Nú, hvem skrattann er 60 stelpan að gera að vera að skipta sér af því! sagði Sir Horaoe og varð vondur. — Talgarth? Eg vissi bara ekki, að hann væri í landinu. Jæja, jæja. Hann kann nú að bera sig eftir björginni, hann Talgarth og sem meira er, ég er viss um, að hann lítur reiturnar hennar Sanoiu hýru auga. Frú Ombersley, sem varð alveg hneyksluð á þessu tali, greip fram í: — Ekki kunnið þið að skammast ykkar! Og hvað snertir þetta tiltækið hennar Soffíu vesalingsins? Þama sitjið þið, eins og ykkur kæmi hennar velferð ebkert við, og látið hana eyðileggja sjálfa sig á meðan. Og þú getur sagt hvað þú vilt, Charles, en ef það er satt, að hún sé strokin með Oharlbury, þá er það hneykslanlegasta, sem hugsazt getur, og það verður að ná í hana heim alveg tafarlaust. — Það verður líka gert, sagði Charles. — Geturðu efast um það þegar þú hefur sent bæði Cecilíu og Eugeniu út af örk- inni. Þá verður nú eitthvað und an að láta. — Það hef ég alls ekki gert. Eg hafði ekki hugmynd um þetta, en vitanlega vildi ég ekki láta hana systur þína fara eina, og blessunin hún Eugenia var svo almennileg að bjóðast til að fara með henni. Gat ég þá ann- að en verið þakklát? Hún þagn- aði þvi að henni datt nokkuð í hug, sem hún hafði ekki feng ið skýringu á. — En hvernig veiztu ,að þær fóru til að bjarga henni, Charles? Ef Dassett hef- ur svo gleymt stöðu sinni að fara að segja þér frá .... — Alls ekki. Eg get þakkað Ihenni Eugeniu fróðleik mánn um málið. Og ég verð að leyfa mér að segja, að ef þið systir mín hefðuð verið svo almennilegar að þegja yfir fréttunum, hefði mér hlífzt við þessu ósvífna bréfi frá henni Eúgeniu. Eg skil enn ekki í, hvað hefur getað hlaupið í ykkur að fara að trúa henni fyrir svona sögu. Vitið þið kannski ekki, að hún breiðir það út um alla borgina, að frænka min hafi hegðað sér hneykslanlega! — En það gerði ég ekki, Charles. Ég sver, að ég gerði það ekki! Ónnur hvor ykkar hlýtur að hafa gert það, sagði hann, óþolin móður. Síðan sneri hann sér að frænda sínum. — Jæja, herra, ætlið þér að verða hér kyrr og dást að vínsmekknum hans föð- ur míns, eða ætlið þér að koma með mér til Ashtead? — Að fara að leggja af stað feil Ashtead núna, þegar ég hef verið á ferðalagi í tvo daga? Nei, kall minn. Svolitla vitglóru hef ég enn. Og til hvers ætti ég að vera að flækjast þetta? — Eg vona að föðurtilfinning yðar gefei svarað þeirri spurn- ingu. Geri hún það ekki, þá gott og vel. En óg er alveg á förum. — Hvað ætlarðu að gera þegar þú kemur til Lacy Manor? spurði Sir Horace og leit á hann eins og honum væri sbemmt. — Snúa hana Soffíu úr háls- liðnum, svaraði hr. Rivenhall grimmdarlega. — Nú ekki þarftu mína hjálp til þess, svaraði Sir Horace og kom sér betur fyrir í stólnum. 18. KAFLI. Fyrstu mínúturnar eftir að greifafrúin og fylgdarlið hennar kom frá Merton, fóru í harma- tölur þeirrar hefðarkonu yfir líðan hennar. Súgurinn, þegar fordyrnar voru opnaðar kom arn inum til að spúa úr sér reykjar- gusum fram í forsalinn, og þrátt fyrir alla fyrirhöfn frú Claver- ing, litu húsakynnin út van- hirt, sem þau og voru. Frú Clavering, sem var stórhrifin af hinum glæsilega búnaði greifa- frúarinnar ,stóð og hneigði sig í hnjánum fyrir henni, en greifa frúin lét sem hún sæi hana ekki og andvarpaði hvað eftir annað: — „Madre de Dios!“ Hefði ég haft hann Gaston með mér, hefði þetta getað verið þolan- legt, og þó enn betra, hefði ég líka tekið kókkinn með mér! Til hvers þarf ég að koma til þín í þetta hús, Soffía? Til hvers ertu að senda eftir mér svona fyrirvaralaust, og það í rign- ingu! Su conducta es perversa! Soffía svaraði ujn hæl, að hún hefði stefnt henni þangað til að vera velsæmis-verndarengill, og það féll auðvitað sannri spænskri dömu vel í geð. Og svo ánægð var hún, að hún gleymdi alveg að spyrja til hvers Soffía hefði komið sjálfri sér í þá aðstöðu að þarfnast verndarengils, annars en föður- systur sinnar, en lauk samt lofs- orði á Soffíu fyrir að hafa hag- KÓPAVOGSBÚAR Þeir sem vilja heiðra minningu Ólafs Thors með því að leggja fram sinn skerf, til þess að gerð verði af honum myndastytta, vinsamlegast láti skrá nöfn sín á söfnunarlista er liggur frammi í Sjálfstæðishúsi Kópavogs, Borgarholtsþraut 6 frá kl. 5—7 alla virka daga út þennan mánuð. * Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi. að sér viðeigandi, og að sjálf teldi hún ekki eftir sér nein óþægindi í þjónustu svo góðs málefnis. En svo varð hún vör við Charlbury þarna og með því að leggja heilann vel í bleyti, gat hún meira að segja munað nafnið hans. — Hvað er þetta? Hefurðu meitt þig? spurði Sir Vincent og kinkaði kolli til fatlans, sem lávarðurinn var með handlegg- inn L — Hvernig atvtkaðist það? — Skiptu þér ekki af því, svaraði Soffía og losaði Charl- bury við að svara. — Hvað eruð þér hér að gera-, Sir Vincent? — Það er löng og viðkvæm saga, kæra Júnó, svaraði hann og deplaði til hennar augunum. — Eg gæti sem sé komið með sömu spurninguna. En það geri ég auðvitað ekki, þvi að þessar útskýringar eru svo leiðinlegar, og það sem liggur mér miklu meira á hjarta, eins og er, er það, hvort við fáum nokkurn kvöldverð. Eg er hræddur um, að þér hafið ekiki búizt við svona stórum hestahóp. — Nei, satt er það og ham- ingjan má vita, hvað við fáum að éta, játaði Soffía. — Eg verð víst að fara fram í eldhús og vita, hvað til kann að vera í búr inu. Því að það er vel hugsan- legt, að hún Cecilia frænka mín komi líka hingað í mat. Og mér kæmi ekki á óvart, þó að Charles kæmi líka. — Æ, ungfrú Sossía, hefðuð þér bara látið okkur vita um þetta, kveinaði frú Clavering. — Svei mér ef ég hef nokkra hug- mynd um, hvemig við eigum að rífa upp mat, að minnsta kosti fyrir yður og yðar líka, því að ég er þessu alveg óvön, og hér er ekkert til nema svinakjammi sem hann Clavering þykir svo gott að fá á kvöldin. Apotek Stúlka, helzt vön afgreiðslustörfum, getur fengið vinnu nú þegar. Þarf að hafa gagn- fræðapróf eða hliðstæða menntun. GARÐS-APÓTEK, Sogavegi 108. Sjáffvirka filterkaffikannan W ggmat| er undraverkfæri Auðveld í notkun — Lagar allt að sex bollum í einu — Heldur kaffinu heitu — Nýtir kaffið betur — Kaffið verður jafnara og bragðbetra — WIGOMAT kannan er alveg sjálfvirk — og ef þér viljið laga í henni te — þá er það í bezta lagi — wigomat er undraverkfæri Heimllistæki sf. Hafnarstræti 1. — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.