Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 3 -I Jón Auðuns, dómpróf.: k HVÍTASUNNU HVÍTASUNNA telst fæðingar- hátíð kirkjunnar. Við eldlegar tungur, undur og stórm-erki er kirkjan sögð hafa fæðzt. Sízt vil ég draga fjöður yfir kraftaverkin eða þegja um anda gáfur í frumkristninni. Svo oft undrast ég feimni manna við að nefna þá hluti. Hitt er annað mál að engin kraftaverk né yfir- náttúrleg fyrirbrigði voru á ferð, þegar kirkjan varð raun- verulega til og Jesús kallaði til •ín fyrstu lærisveinana. ÍÞað geriðst með þeim einfald- leika, sem Markús segir frá. •Þannig fæðist að jafnaði hið stóra, yfirlætislaust, hljólega. Ekkert sinfoníuspil heyrðist, enginn lúðrablástur, þegar lausn inn fæddist. Og þannig fæddist kristin kirkja, að ungur maður gekk á vegum Galíleu og sagði: „Tíminn er fullnaður og guðs- ríki er nálægt, gjörið iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum". Og þegar hann kom þar að, sem bræðurnir Símon og Andrés voru, sagði hann: „Fylgið mér“. Og þeir fylgdu honum. (Mark. 1.) Kristin kirkja var orðin til, fyrsti söfnuðurinn. Án þesis að hafa heyrt meyjar- fæðinguna nefnda, þrenningar- lærdóm eða friðþægingarkenn- ingu, án trúarjátningar og ytra skipulags, án þess að eiga þak yfir höfuðið eða eyris virði jarðneskra fjármuna, leggja þessir menn af stað til þess að sigra heiminn. Trúið fagnaðarboðskapnum", sögðu þeir. Hver var hann? Það var gleðiboðskapurinn um Guð, sem elskar alla menn. Það var boðskapurinn um manninn sem Guðs barn. Það var boð- skapur um bróðurelsku og góð- vild, og samfylgd við Jesúm. Á þessu lifði og nærðist fyrsta kirkjan, á þessum fáu og ein- földu meginatriðum. En svo þurftu mennirnir líka að koma sínum vísdómi að. Þessvegna er kirkjan min og þín svo ólík söfnuðinum við Galíleu- vatnið, að þú undrast, þegar þú fer að bera saman. AuðLvitað hlaut margt að breyt aist. En fyrr má vera breytingin. Hinn upprunalega einfaldleika hefir líklega ekkert trúfélag varðveitt, nema samfélag Kvek- ara. í stað einfaldleikans hafa komið trúfræðiflækjur, umbúðir og tildur. „Þú hefir sagt: Verði ljós. En þú hefir aldrei sagt: Verði háir turnar“, segir nútímaiskáld, sem lei'tar hins einfalda, einlæga. Víst benda háir turnar til him- ins. En slíkt höfðu þeir ekki í huga mennirnir, sem gengu á bökkum Galíleuvatns og báru í hjarta dýrustu perluna. Menn byggja turna, en um perluna „Ber siálfur alla ábyrgðina" — segir bifreiða- stjórinn sem stol- /ð var frá 40 þús kr. EKKI hefur enn tekizt að hafa upp á 40 þúsund krónunum, s'em stolið var úr tösku hifreiðastjóra hjá Kaupfélagi Árnesinga í fyrradag. Mbl. átti í gær til við bifreiðarstjórann, Klemenz Erl- Sngsson, og sagði hann þá m.a.: — Ég er ákaflega leiður út af þessu. Mér finnst ég bera alla ábyrgðina á þessum stuldi sjálfur, þvi að ég gleymdi tösk- unni í bílnum af hreinum klaufa skap, með öllum þeim pening- um sem fyrirtækið treysti mér fyrir. En hvað fyrirtækið ger- ir í þessu máli veit ég ekki enn þá. — Nei, ég get ekki grunað fneinn ákveðinn um þetta. Ég kom niður að höfn um kl. 9 í gær, og lagði bílnum í bíla- stæði tollþjónanna fyrir aust- an tollskýlið. Síðan var ég að vinna í sambandi við bílinn, bæði inn í pakkhúsi Sambands- ins ag aftur á palli á bílnum. Um 12 leytið fór ég aftur inn í bílinn og mundi þá allt i einu eftir því að ég hafði gleymt töskunni í sætinti, en ekki haft hana á mér, eins og ég geri jafn an. Og þegar ég gáði í töskuna sá ég að allt var horfið úr henni eða rúml. 40 þús. kr. Það er ó- mögulegt að segja hverjir hafa þarna verið að verkd, þvi að Itugir manna voru þarna allt í tkring við vinnu, bæði í pakk- búsinu og við uppskipun frammi lá hafnarbakkanum. Ég geri ekki ráð fyrjr að peningamir komdst itil skila, en vona að takist megi (iupplýsingar geta gefið um þetta að upplýsa málið. mál, að snúa sér til hennar sem Rannsóknarlögreglan hefur tfyrst, beðið alla þá, sem einhverjar I Klemcnz Erlingsson, bifreiðastj éri, við bifreið sína í gær. - LISTI HANNIBALS Framhald af bls. 32. þar eigi sæti „11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þing tflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllsta samræmi Við atkvæðatölu sína við almenn *ar kosningar**. 1 2. mgr. segir Im.a. „ Á hverjum framboðslista (skulu varamenn, bæði fyrir kjördæmakosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir (sem til endast á listanum". Þótt svo sé til orða tekið, að 6 framboðslista skuli „að jafn- laði,, vera tvöfalt fleiri menn en Ikjósa á, virðist ljóst, með hlið- Isjón af 30. gr. laga nr. 52, 14. ágúst 1959, um kosningar til A1 þingis, að átt er við hámarks- ttölu. Nú er yfirlýst markmið um- Iboðsm. lista Sigurðar Guðgeirs- sonar o. fl. samkv. gögnum, sem þeir hafa lagt fyrir yfirkjör- Btjórn, að atkvæði, er kynnu að ifalla á lista, er merktur yrði GG, nýtist Alþýðubandalaginu að fullu við úthlutun uppbót- arþingsæta, sbr. 119 r"~. kosn- ingalaganna. Á hvorum lista, sem rætt hef ur verið um, eru nöfn 24 manna, otg hefur kjörgengi þeirra ekki tverið véfengt. Báðir eru listarn- ir bornir fram í nafni Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík eins og áður segir. Ef fallizt yrði á kröfur um- boðsm. lista Sigurðar Guðgeirs- •sonar o.fl. leiddi af því, að fram 'bjóðendur Alþýðubandalagsins í 'Reykjavík yrðu alls 48. Verður ■að telja þá niðurstöðu andstæða áður tilvitnuðum ákvæðum stjórnskipunarlaga og kosninga- laga, enda verður að líta svo á, að sami aðili geti ekki borið fram lista, einn eða fleiri, í 'Reykjavíkurkjördæmi með fleiri framibjóðendum en 24 samtals; að öðrum kosti væru ákvæði stjórnskipunarlaga um hámarks- ■tölu fr-ambjóðenda þýðingar- laus. Þar sem listi ívars Jónssonar o. fl. hefur ágreiningslaust ver- ið merktur með bókstafnum G sem listi Alþýðuibandalagsins, og yfirlýst er, að ehgar breyt- ingar eða leiðréttingar á þeim lista komi til greina, sbr. 38. gr. kosningalaga, verður ekki ann- 'ar listí borinn fram í nafni Al- þýðubandalagsins, og þvi ekki annar kostur fyrir hendi en að bafna kröfu umboðsmanna lista Siguxðar Guðgeirssonar o. fl. Samkv. þessu verður listi Sig- Urðar Guðgeirssonar o.fl. að telj ast utan flokka og merkjast skv. því, sbr. 41. gr. kosningalaganna. Ályktunarorð: Listi borinn fram af Sigurði Guðgeirssyni o. fl. telst utan tflokka og skal merkja listabók- 'stafnum I. í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 12. maí 1967. Páll Líndal. Eyjólfur Jónsson. Hörður Þórðarson. Jónas Jósteinsson. Sveinbjörn Dagfinnsson. hirða færri og færri . Menn hafa horfið langt frá þeim einfaldleika, sem auð- kenndi söfnuðinn við Galileu- vatnið. Að sumu er sú breyting eðlileg. En hún er ekki að öllu æskileg. Flókin er orðin trú- fræði, tilgerðarlegir messusiðir, hágómlegt prjál og „trúarsöng- ur“, sem lætur mörgum í eyrum sem hjáróma rödd úr þúsund ára gömlum gröfum. Allt þetta er fjarlægt þeim ferska blæ, sem einkenndi fyrstu trúboðana, fyrsta söfnuðinn. Ég tala við þig, sem ert með- limur þeirrar öldnu stofnunar, sem ég gagnrýni vegna þess að ég veit, hve hlutverk hennar er stfórt og hve ósegjanlega dýr- mætan 'fjársjóð hún ber í sínu brothætta keri. Er þér Ijóst, að aðeins sem kristnir menn getum við varð- veitt stór verðmæti, sem eru I hættu og mannkyni væri óbæt- anlegt tjón að tapa, glata? Er þér Ijóst, að án Krists og hollustu við hugsjónir hans verð ur lýðræði og frelsi að svipu, sem lemur sjáltfan þig? Er þér ljóst, að aðeins sem kristnir menn getum við hlotaW blessun af uppfinningum indanna og þeirri risavöxm^i sálarlausu tækni, sem er að umH skapa þjóðfélögin? Veizt þú, að með vaxandi af-*' kristnun erum við að brugg» banaráð vestrænni menningug menningunni, sem hvíti maður- inn ber uppi og í kristnum heimi hefir orðið til? Hver verða örlög þessarar menningar? Ég hlusta ekki á hrakspár! segir þú. En aldrei hefir menn- ingarþjóð viljað hlusta á spáa1 um eigin feigð. Samt voru þær feigar og dóu. Hver má bjarga Til þess veit ég engan í alheimi annan en hann, sem með einföldum boð skap, i einföldu máli og ran- búðalaust stofnaði fyrsta söfnuð inn sinn við vatnið í Galíleu. Vertu ekki gagnrýnilaus & kirkju hans og klerka. En gleymdu ekki því, hverjum verðmætum hún býr yfir. Vilt þú standa andspænis þeirri stað- reynd, að þau verðmæti, Kristur sjálfur, glatist börnum þinum og komandi kynslóðum? Hugsaðu um það á helgri hátíð, sem gengur nú í garð. Kappreiðar Fáks á hvítasunnunni HINAR árlegu kappreiðar Fáks verða að venju annan dag Hvita sunnu og er fjöldi stökkhesta 'nokkru meiri en síðastliðið ár, auk þekktra gæðinga úr Reykja- vik koma nokkrir úr Borgar- tfirði og frá Laugavatni. Kapp- tfeiðarnir verða um flest með svipuðu sniði og undanfarin ár. Keppt verður á skeiði, 250 m folahlaupi, 350 og 800 m ptökki og auk þess verður góðhesta- keppni. Meðal landsþekktra afreks- hesta má nefna Hroll Sigurðar Ólafssonar sem keppir í skeiði, ög hlaupagamminn Þyt, Sveins K. Sveinssonar, sem keppir í 800 m hlaupi. Þytur hefur und- ■anfarin ár borið sigur af hólmi í hverri keppni, sem hann hefur tekið þátt í. Á fundi með frétta tmönum í fyrradag sögðu forráða men Fáks, að á aðalfundi sem haldinn var fyrir skömmu hefði Þorlákur G. Ottesen beðist und an endurkjöri sem formaður, en því starfi hefur hann gengt með mikilli prýði undanfarin fimmt- án ár. Hann var þegar gerður aði heiðursfélaga og gefið merki fé- lagsins úr igulli. í hans stað var Sveinbjörn Dagfinnsson kjörinn formaður og með honum í stjóm eru Sveinn K. Sveinsson, vara- tform., Eiríkur K. Guðmundsson, ritari Einar Kvaran, gjaldkeri og óskar Hallgrímsson, með- stjórnandi. Fákur hélt upp á 46 'ára afmæli sitt fyrir skömmu og er félagatalan nú um 600. Á tfundi með fréttamönnum kom m.a. fram að kappreiðarnar í ár eru líklega þær síðustu eða næst síðustu sem haldnar verða á vell inum inn við Elliðaár. Er félag- ið nú að gera nýjan völl í vest- anverðum Selásnum og verða þar tvær brautir. Önnur beln, GOO metra, en hin verður 1200 metra hringbraut. Þess má geta að lokum að veðbankinn verð- ur opinn á kappreiðunum k tnánudag. Aðalsteinn Aðalsteinsson, frá Korpúlfsstöðuim er frábær knapi þótt hann sé ungur að árum. Hér situr hann gæðingina Þyt, sem tekur þátt í kappreiðunum á mánudag. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.