Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAl 1967.' 31 Listsýning ungs fólks FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna hefur ákveðið að gang- ast fyrir sýningu á list ungs fólks og á sýningin að heita „Ungir listamenn“. Mun sýning- in iialdin í Listamannaskáian- um fyrri hluta júnímánaðar og býst félagið við, að framhald verði á slíkum sýningum næsta ár, ef vel tekst til nú. Aldurs- takmark listamanna, sem sýna mega á sýningunni er 30 ár. Ungir íslenzkir listamenn hafa átt lítil tækifæri til þess að sýna verk sín — að því er Kjartan Guðjónsson ritari Félags ís- lenzkra listamanna tjáði Mbl. í gær. Með þessu hyggst félagið bæta úr þessu. Dómnefnd sýn- ingarínnar skipa Steinþór Sig- urðsson, Jóhann Eyfells, Sigur- jón Jóhannsson og Jón Gimnar Árnason. Tveir hinir 6Íðar- nefndu eru fulltrúar ungu kyn- slóðarinnar í nefndinni. Engin takmörk eru sett hvers konar list verður sýnd á þessari sýningu. Er það vænt- anlegum sýnendum í sjálfs vald sett, hvort þeir sýna höggmynd- ir, málsverk o. s. frv. Verkum á að skila föstudaginn 2. júnL Vorsýning Handíða- og myndlistarskóla ísl. IHIN árlega vorsýning Handíða- log myndlistarskóla íslands hefst t dag í húsakynnum skólans að Skipholti 1. Hefst sýningin kl. R,30 og verður opin yfir Hvita- isunnuna fram á þriðjudag frá kl. 3 til 22 daglega. Sýningunni er ætlað að vera nokkurs konar þverskurður af vetrarvinnu nemenda og skiptist !hún í þrjár aðaldeildir, þar sem ‘áherzla er lögð á: Myndamótun d samþandi við teiknun, vefnað tog auglýsingateiknun. í»arna er aðallega um að ræða: skrift og stafagerð, umbúðir, auglýsinga- spjöld, merki, teikningar, pappír -skúlptúr og dæmi úr myndibygg inigu og myndbreytingu eftir listaverkum. Þetta er 28. starfsár skólans "vg voru nemendur um 300, þar af 60 í dagdeildum. 12 nemend- ur útskrifast nú eftir fjögurra ára nám; 6 teiknikennarar og 6 vefnaðarkennarar. Skólastjóri Handíða- og myndlistarskólans er Kurt Zier. Frá tizkusýningunni. ftalskur sumarfatnaður sýndur. sendiherrann. Á fremsta bekk ráðherrar og ítalski Glæsileg tízkusýning á islandi ITALSKA sýningin „La Linea Italiana" efndi til tizku sýningar að Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið að við- stöddum fullskipuðum sal gesta m.a. ráðherrum og sendiherra ftalíu á íslandi. Sex ítalskar sýningarstúlk- ur og sex íslenzkar sýndu ítalskan fatnað af fjölbreyti- legum gerður, bað- og strand fatatízkun, sportfatnað af ýmsu tagi, stutta og síða kjóla fyrir ýmis tækifæri svo og kápur. Kynnir sýningarinnar, Gunnar Eyjólfsson, leikari, lýsti sýningarfatnaði. Mjög góður rómur var gerð ur að sýningu þessari enda mun hún vera glæsilegasta tízkusýning sem hér hefur verið haldin bæði að því er snertir gæði og fjölbreyti- leikaleika fatnaðar og eins að því er þátt sýningarstúlkn- anna snertir. Telja má víst að fjöldi ísl. kvenna hafi á þessari sýningu séð sinn „óskafatnað“ á ein- hverju sviði tízkunnar og að „ítalska línan“ verði meir ráðandi hér eftir en áður. Að sýningunni lokinni hafði sendiherra ítalíu, Adalberto di Gropello og sýningarnefnd- in boð inni fyrir sýningar- gesti. Tízkusýningin var endurtek in í gærkvöldi og einnig þá var fult hús boðsgesta í Súlna sal. Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn í gœr AÐALFUNDUR Eimskipafélags Brottför Svetlönu jaðrar við (andráð — ssgja þrír Rússar gesfkomandi í USA íslands h.f. var haldinn í gær. Samkvæmt reikningum félags- ins varð hagnaður af rekstrin- um, sem nemur kr. 1.245.381.91., en afskriftir námu nærri 34.6 milljónum króna. Hagnaður af rekstri skipanna nam kr. 71.427.597.26, en halli varð á rekstri vöruafgreiðslu að upphæð 348.437.47. Á árinu 1966 voru 54 skip í förum á vegum E. í. og fóru þau 201 ferð milli íslands og útlanda. Eigin skip félagsins, 12 talsins, fóru þar af 128 ferðir milli landa. Vöruflutningar með skipum félagsins námu samtals 423 þúsund tonnum og voru 21.73% meiri en 1965. Farþegar með skipum félagsins 1966 voru alls 7.928 og hafði fækkað um 583 frá 1965. Eignir samkvæmt efnahags- reikningi námu rúmlega 374 milljónum króna, en skuldir að meðtöldu hlutafé námu rúm- legá 356 milljónum króna. Skip- in 12 voru þá bókfærð á tæpar 136 milljónir kr. Aðalfundurinn samþykkti eftir farandi tillögu félagsstjórnar um staðfestingu á ákvörðun aðalfundar 12. maí um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og aukn- ingu hlutafjár. 1) Að H/f Eimskipafélag ís- lands neyti þeirrar heimildar, sem í skattalögum er veitt um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins verði tvöfaldað, þ. e. hækkað úr kr. 16.807.500.00 í kr. 33.615.00.00. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa fari fram að loknum aðalfundi 1967. Felur fundurinn félagsstjórn að afhenda hluthöfum án end- urgjalds jöfnunarhlutabréfin í hlutfalli við skrásetta hlutafjár- eign þeirra. 2) Að á árunum 1967 til 1. júlí 1971, verði stefnt að aukn- ingu hlutafjárins um allt að 66,4 millj. króna, þannig að það verði samtals 100 mill. króna. Felur fundurinn félagsstjórn að leita til núverandi hluthafa um þessa hlutafjáraukningu. Skal hluthöfum gefinn kostur á að kaupa aukningarhluti á nafn verði í réttu hlutfalli við hluta- fjáreign þeirra, og greiða þá með jöfnum afborgunum á fjór- um árum frá 1. júlí 1967 að telja. Hlutabréf skulu gefin út um leið og greiðsla fer fram. Að svo miklu leyti sem hlut- hafar hafa ekki skrifað sig fyrir aukningarhlutum fyrir árslok 1967, er félagsstjórn heimilt að selja hverjum sem er aukning- arhluti fyrir það verð og með þeim greiðsluskilmálum, er fé- lagssjóður ákveður.“ Stjórn Eimskipafélags íslands var endurkjörin að öðru leyti en því, að Ingvar Vilhjálmsson var kjörinn í stað Jóns Árna- sonar, ,sem baðst undan endur- kjöri. Detroit, Miohigan, 11. maí - (AP) - ÞRÍR Rússar, sem um þess- ar mundir eru í heimsókn i Bandaríkjunum, hafa gagn- rýnt Svetlönu Allelujewu harðlega fyrir hrottför henn- ar frá Sovétríkjunum, sem þeir segja að jaðri við land- ráð. Rússarnir — tveir skáldsagna- höfundar að nafni Danill Gran- in og Viktor Rozov — og sér- fræðingur í bandarískum bók- menntum, ungfrú Frida Lurye, eru á mánaðarferðalagi á vegum bandaríska utanrí'kisráðuneytis- ins. !>au sögðu á fundi með frétta mönnum í Detroit, að íbúar Sovétríkjanna litu á aðgerðrr Svetlönu sem móðgun við land sitt. í>eir sögðu einnig, að Svetl- ana hefði verið kunn í Sovét- rikjunum sem andstalinisti. Rúss Fundao'sBit í dag FRAMHALDSFUNDUR Vinnu- veitendasambands íslands hófst að nýju í gær klukkan 3,15 síð- degis. Var fundarstjóri kjörinn Tómas Vigfússon, húsasmíða- meistari, en fundarritari Jósa- fat Líndal, skrifstofustjóri. Á aðalfundinum skiluðu nefnd ir áliti og mun Vinnuveitenda- sambandið birta þau siðar. í gærkveldi var síðdegisboð hald- ið hjá félagsmálaráðherra, Eggerti G. Þorsteinssyni. Hefst fundurinn aftur í dag kl. 9.30 ár- degis, en kl. 11 flytur Jónas Haralz erindi. Aðalfundinum lýk ur um hádegi í dag með há- degisverðarboði Vinnuveitenda- sambands íslands að Hótel Sögu. . arnir skýrðu svo frá, að smám saman væri verið að ryðja úr vegi hömlum á tjápingafrelsi 1 Sov étríkj unum. „Þið skuluð ekki halda að við þegjum algerlega, Við erum allt af að berjast fyrir auknu frelsi“, sagði Rozov. Hann bætti þvi við, að vissulega væru þess enn dæmi að ritverk sovézkra rithöfunda væru kæfð — „en við vonum, að jafnvel þessi einstöku tilfelli, sem vekja svo mikla athygli og svo mikið veður er gert út af, verði æ færri í famtíðinni.“ | * IsfirzlJ? kárar í söiagför Húsavik, 12. maí. „ESJA“ sigldi í höfn á Húsavífe kl. 13 í dag í bezta veðri og fán- um prýdd stafna á milli. Margt fólk hafði safnazt saman á bryggjunni til að fagna góðum gestum Sunnukórnum og Karla- kór ísafjarðar, en þeir hafa leigt skipið til þessarar farar. Kórarnir hafa samsöng I kirkjunni í kvöld og er söng- skrá mjög fjölbreytt. Með kórn- um eru tveir einsöngvarar, Her- dís Jónsdóttir og Gunnlaugur Jónasson, auk þess syngja með kórnum Margrét Sveinbjarnar- dóttir og Gunnar Jónsson. Söng- stjóri beggja kóranna er Ragnar H. Ragnar. Aðsókn að samsöngvunum er mikil og svo að segja var upp- selt um miðjan dag í dag. í nótt fara kórarnir til Akureyrar og syngja þar kl. 21 annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu. Á Siglu- firði halda kórarnir samsöng á hvítasunnudag. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.