Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 19
. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 19 kvenna í VETTVANGI kvenna, fylglriti Mbl. s.l. miðvikudag urðu tvær missagnir í grein frú Ragnheið- «r Guðmundsdóttur. Er rætt var oim fjölda sjúkrarúma var sagt að hann væri 9,8 á 100 en átti að vera á hvert þúsund lands- manna. — Þá stóð og að æski- legt væsri að láta giftar hjúkr- . unarkonur vinna, en átti að vera að laða giftar hjúkrunar- konur o.s.frv. —— HflLDVEPZlUNIH W HVERFISGÖXU ii A REVKJAVÍK «> SÍMI 1 81 U Revíuleikhúsið: ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI Höfundur: Jón Sumúd^son o.fl^ Búningar og tjoR^/JpE&CoHins Leikstjóri: Kevin Palmer Dansatriði: Þórhildur Þorleifsdóttir RIEVfAN „Úr heiðskjru lofti“, sem nokkrir ungir leikarar hafa komið uþp í Austurbæjarbíói með aðstoð Kevins Palmer og Unu Oollins, er að einú leyti igerólík öllum öðrum revlum, «em ég hef séð hér á landi. Við erum vön því að sjá í reví yfirleiknar og grófar skopstæl ingar, en „Úr heiðskíru loftw tekur hins vegar efnið allt öðr- um tökum, er sjaldan yfirleik- in og oft greinilega undirleikin að yfirlögðu ráðL íslenzkt „vaudeville" leikhús er mér sagt að hafi staðið með miklum blóma fyrir 2. til 3. ára- tugum og risið hvað hæst með Alfreð Andréssyni í skopstæling ffln og gamanavísnasöng hans, Brynjólfs Jóhannessonar og nokkurra fleiri „náttúrutal- enta‘‘. Efniviður og vinnúbrögð virðast hafa verið á nokkuð þröngu sviði og aðallega fengizt við að gera grín að þjóðfélags- ástandinu og vissum „týpum‘‘, sem eru hefðbundnar í hinum strjálu afkomendum þessarar revíu, svo sem nýríki heildsal- inn, heimsk og hégómagjörn kona hans og skemmtanasjúk börnin. (Þynnstu atriði „Úr heið skíru lofti“, svo sem „Unglinga- söngur“ og „Hamborg-hugsað heim“ eru af þessum toga spunn in, hin skárri laus við „týpurn- ar“ og þau beztu staðlaus, tíma- laus og jafnvel textalaus. Gömlu revíuhöfundarnir ætl- uðu, þegar verst lét, allt að kæfa í langsóttum orðaleikjum, en ég held nú samt, þegar allt kemur til alls, að einhver millivegur væri æskilegur milli þeirra og Jóns Sigurðssonar. Söngtextarn- ir eru einhver versta samsuða, sem ég hef heyrt, og hvergi nærri nó'gu fyndnir. Hins vegar ugatriðið, „Nútínitóón- unnin ÖSpðtsjiþvi ara með fáfairiíégan tekta á hátíðlegan hátt. f taltexta revíunnar er krökt af góðum bröndurum, en hægt hefði verið að tengja þá betur saman með meiri kunn- áttu og betri smekk. Tónlist Jóns Sigurðssonar var mjög lágkúruleg ,en fór þó ekki beinlínis illa með sýninguna. Hins vegar var undirleikur hljómsveitarinnar víða 'til skaða. Beztu atriði revíunnar voru þau, sem byggðust hvað mest á látbragðsleik. Kevin Palmer hef ur dregið fram í smáatriðum, það sem hægt er að hafa .út úr leikendunum, en sennilega snið- ið af, það sem þeir réðu ekki við. Þetta aðhald og áðurnefnd- ur „undirleikur" gerðu það að verkum, að verstu atriði sýn- ingarinnar urðu aldrei svo slæm að þau færu í taugarnar á fólki og eyðilegðu fyrir betri atriðun- um, eins og stundum vill verða. Hugkvæmni leikstjórans við útfærslu látbragðs ásamt snið- ugum búninga- og leiktækja- brögðum voru nauðsynleg stoð fyrir þessa sýningu og leikara, sem áttu flestir ágæta spretti. Þó var atriðið „Dansmeyjarnar“ langbezt, og er það eitt fyndn- asta skemmtiatriði, sem ég hef séð hér á landL Margra grasa kenndi í atrið- um og leikstjórn revíunnar. T.d. voru sýnishorn af „slapstick" (í orðsins fyllstu merkingu), „rjómatertuslag“ og „gálga- húmmor" svo að eitthvað sé nefnt. Eitt atriðið, „Martröðin“ mátti einnig aðferðir Palmers úr „Ó, þetta er indælt stríð“ í sviðsetningunnL Arnar Jónsson, sem einna mest mæðir á í revíunni, hefur undanfarna tvo vetur sýnt það, að hann hefiy a.m.k. meiri al- menna leikTækni en aðrir íslenzk ir leikarar undir þrítugu. Á þessari sýningu gerir Arnar hvorki að draga úr né bæta við þá skoðun mína. Fyrir rúmu ári sá ég í fyrsta sinn í stóru hlut- verki annan ungan leikara, Sverri Guðmundsson. Hann sýndi þá ótvíræða hæfileika til gamanleiks, en beitti þeim afar óbeizlað. Sverrir hefur 'haft hlut verk í svo að segja hverri ein- ustu uppfærslu Þjóðleikhússins síðan og er ört vaxandi maður. Óhætt er að segja, að hann átti drýgri þátt en aðrir leikendur revíunnar í því að kæta áhorf- endur á þessari sýningu. Bjarnl Steingrímsson stóð sig sæmilega, en brilléraði þó aldrei. „Nútíma- söngur“ Sigurðar Karlssonar var rmjög vel heppnaður og smekklega gerður. Nína Sveins- dóttir sá ágætlega um að halda þræðinum við fortíðina og þær Oktavía Stefánsdóttir og Þór- hildur Þorleifsdóttir leystu hlut- verk sín af hendi ægeðíelldan hátt. Ég hef sjaldan heyrt eins al- mennan og háværan hlátur sem á sýningu þessari. Örnólfur Árnason. Mikið mannfali Bandaríkjamanna Til vinstri: Bjarni Steingrímsso n, Arnar og Sverrir Jónssynir. Saigon, 11. maí, AP UPPLÝST var í Saigon í dag, að tala fallinna Bandaríkja- manna í Vietnam hefði hækkað mjög í síðustu viku, en þá féllu alls 274 bandarískir hermenn. Þetta er mesta afhroð, sem Bandarikjamenn hafa goldið á einni viku í Vietnam-stríðinu. í marz sl. féllu 211 bandarískir hermenn í bardögum í S-Viet- nam, 1874 særðust og 7 var sakn að. Af skæruliðum Viet Cong og hermönnum Hanoi-stjómar- innar félu 1903 menn í síðustu viku. Alla síðustu viku var barizt I heiftarlegum bardögum rétt sunnan við hlutlausa beltið, en þar hafa öflugar hersveitir frá N-Vietnam búið um sig. Banda- rískar orustuþotur hafa gert á- kafar loftárásir á herbækistöðv er Viet Cong sunnan við hlut- lausa beltið og liðs-flutninga þeirra yfir beltið, en fréttamenn í Saigon segja, að ekkert lát virðist á birgðaflutningum skæruliða suður á bóginn frá N- Vietnam, þrátt fyrir margend- Vettvangur urteknar loftárásir Bandaríkja- manna. var hugmyndalega tekið að láni frá Marat/Sate eftir Peter Weiss, sem Palmer stjórnar í Þjóðleikhúsinu, og er þar vissu- lega teflt á tæpasta vaðið í smekk, þótt atriðið sé út af fyr- ir sig ekki óskemmtilegt. Kenna hefst Það með HILTI! TRÉSMIÐIR NÝJUNG! Höfum fyrirliggjandi innfelldar skápalamir í miklu úrvali. Gerið pantanir yðar sem fyrst. Kynnizt nýjungum. Seitenwand OPNUN 170° Enskir frakkar ný sending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.