Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 13 þar sem reyktur áll eða álslíki. Hér í Rannsóknastofu fiskiðn- aðarins hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með reykingu á háfi og niðursuðu á honum á eftir og er það ágætis vara. Ætti að geta orðið talsverð framleiðsla af slíkri vöru hér, þar sem háfur veiðist oft hér við lahd. Súrsun matvæla í súrri mysu hefur alla tíð verið mjög algeng á íslandi. Á síðustu árum hefur það þó stöðugt farið í vöxt að nota edik í stað skyrsýru, enda allar erlendar forskriftir við það miðaðar. Marineruð, eða kryddsúrsuð, sild er orðin hér nokkuð algeng, en hefur þó ekki verið flutt úr ennþá. Súrsuð síld arflök í tunnum voru aftur á móti flutt út héðan árin 1962— 1963 fyrir ca. 28 milljónir króna, en slík flök eru bezta hráefnið fyrir marineraða síld og aðra súra sildarrétti. Allskonar súrir síldarréttir njóta nú vaxandi vinsælda, einkum í Bandaríkj- unum. Má það kallast mjög óeðlilegt, ef við íslendingar get- HÉR fara á eftir kaflar úr fyrir- lestri eftir Guðlaug Hannesson, gerlafræðing, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, og nefnist hann „Hreinlæti í freðfiskfram- íeiðslu“: „Er Fiskimatsráð og Fersk- fiskeftirlitið tóku til starfa árið 1960, var ákveðið að eitt af verk efnum þeim, sem þyrfti að sinna, væri að afla upplýsinga um vatn, sem notað væri al- mennt í fiskverkunarstöðvum og til þvotta á fiskiskipum. Rannsókn þessi var framkvæmd af höfundi þessarar greinar. Rannsókn var hafin síðla ársins 1960 og stóð fram á árið 1962. Alls voru tekin um 200 sýnis- horn af fersku vatni og sjó, víðs vegar um landið, úr 127 vatnsbólum. Vatnsbólin voru ýmist með fersku vatni eða söltu vatni og voru bæjar- eða þorps- veitur, brunnar, borholur, sjó- veitur og sjór úr höfnum. Öll- um þessum vatnsbólum var það sameiginlegt, að þau voru notuð í einhverri mynd við fiskvinnslu eða til þvotta á tækjum og fiski- skipum. Niðurstöður vatnsrannsókna Neyzluhæfni sýnishornanna, sem rannsökuð voru gerlafræði- lega, var metið eftir gerlafjölda við 37°C (og 22°C) og eftir því, hvort coligerlar af sauruppruna fundust í því. Ferska vatnið, sem rannsakað var, var yfirleitt neyzluvatn úr bæjarvatnsveitu viðkomandi bæjar eða þorps. Rannsakað var vatn á 69 stöðum, vatnsbólum, þar af voru 50 úr bæjarvatns- veitum. Af 69 vatnsbólum töld- ust 32 (46%) góð, 10 (14%) göll- uð og 27 (40%) slæm eða með óneysluhæfu og ónothæfu vatni. Af söltu vatni eða sjó úr höfn- um og sjóblönduðu vatni úr bor- holum voru tekin sýnishorn á 58 stöðum og töldust 16 (22%) góð (eingöngu borholur), 5 (9%) gölluð (allt borholur) og 37 (69%) slæm (allt sjór úr höfn- um) eða ónothæf til þvotta og fiskvinnslu. Niðurstaðan í heild var því sú að af þessum 127 vatnsbólum, sem rannsökuð voru, töldust samtals 48 (38%) góð, 15 (12%) gölluð og 64 (50%) óneyzluhæf og ónothæf. Þetta voru fskyggilegar tölur, ekki aðeins fyrir fiskiðnaðinn í landinu, heldur einnig fyrir íbúa þeirra bæja og þorpa úti á landi, sem verða að neyta drykkjarvatns mengað coligerl- um ekki orðið samkeppnisfærir um slíka framleiðslu. Lokaorð Það er nauðsynlegt, að íslend- ingar efli hjá sér niðursuðuiðn- aðinn sem allra fyrst. Með opin berri aðstoð á að byggja hér upp stórframleiðslu á niðurlögðum og niðursoðnum sjávarafurðum og koma þeim inn á erlendan markað. Þetta kostar bæði fé og fyrirhöfn. En það kostaði líka mikið fé og fyrirhöfn að byggja upp frystiiðnaðinn á á sínum tíma. Fiskimálanefnd, sem mestan þátt átti í því að byggja upp íslenzka freðfiskframleiðslu, starfaði á árunum 1935—1943 (2). Framlag ríkissjóðs og Fiski- málasjóðs til nefndarinnar nam að meðaltali á ári um 420 þús- und krónum. Til markaðsleitar 'og vegna taps á tilraunasending- um greiddi nefndin á árunum 1935—1937 70 þúsund krónur á ári að meðaltali. Og til niður- suðuverksmiðju S.Í.F. veitti hún 30 þúsund króna styrk árið 1938. Þetta voru miklir peningar á um af sauruppruna. Fiskmatsráð kannaði nú leiðir til úrbóta og var meðal annars haft samband við ýmis bæjar- félög, hvort líkindi væru til að þau gætu gætt úr ástandinu. Einnig var yfirmanni heilbrigðis mála hérlendis, landlækni, tjáð ástandið og leitað undirtekta um, hvort aðstoðar væri að vænta frá hinu opinbera. Niður- staða þessarar könnunar var sú, að hvorki einstök bæjarfélög né hið opinbera töldu sér fært að leysa þetta mál upp á sitt ein- dæmi eða hið opinbera í heild fyrir landið. Augljóst var því, að fiskiðnaðurinn og þá sérstak- lega frysti-iðnaðurinn varð að leysá þetta- vandamál á eigin spýtur. Er hér var komið mál- um, lét Fiskmatsráð hinum ýmsu sölusamtökum, sem reka frystihús, í té niðurstöður af vatnsrannsóknum viðkomandi frystihúsa innan þeirra vébanda og hvatti til að þau tækju lausn málsins í sínar hendur, og kæmu upp klórblöndunartækj- um í fyrstihúsunum. Sölusam- tökin hófust þá harida um út- vegun og uppsetningu klór- tækja, sem flest ef ekki öll eru frá fyrirtækinu Wallace & Tiernan, sem er einn stærsti framleiðandi slíkra tækja.“ „Mjög erfi'tt vandamál, sem að mestu er óleyst, er öflun nægi- legs magns af hreinu og ómeng- uðu vatni til þvotta á fiskiskip- um. Sjór úr höfnum er enn mjög almennt notaður til þess. Þó veita þrjú bæjarfélög, þ.e.a.s. Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, þessa sjálfsögðu þjón ustu. í Vestmannaeyjum er sjó- veita, sem útbúin er með klór- tækjum til gerileyðingar. í sam bandi við þvott á fiskiskipum úr sjó má geta þess, að Ferskfisk- eftirlitið beitti sér fyrir tilraun með klórtæki (Wallace & Tiern antæki) til gerileyðingar á sjó úr höfnum, sem notaður var um borð í vélbáti nokkrum úr Reykjavík. Gaf sú tilraun góða raun, og hafa tæki verið sett í nokkur fiskiskip, bæði vélbáta og togara. Lögð hefur verið áherzla á að setja slík tæki í sem flesta báta, sem gera út frá Vest mannaeyjum, en höfundi er ókunnugt um tölu þeirra. Gætu slík klórtæki um borð í fiski- skipum að einhverju eða miklu leyti leyst þann vanda, sem skipin eiga í við öflun ómeng- aðs vatns til þvotta og þrifa. Það skal að lokum tekið fram, þeim árum, miðað við útflutn- ingsverðmæti íslenzkra sjávar- afurða. Árið 1935 voru fluttar út íslenzkar sjávarafurðir fyrir 38 milljónir króna, en árið 1965 fyrir 5.257 milljónir króna, eða 138 sinnum meira. Til markaðs- leitar og vegna taps á tilrauna- sendingum mætti því greiða nú nær 10 milljónir króna á ári, og styrkur til niðursuðuverk- smiðju, hliðstæður því, sem S.f.F. fékk 1938, væri nú rúmar 4 milljónir króna. Slíkt væri mikill stuðningur við íslenzkan niðursuðuiðnað. Heppilegasta fyrirkomulag á opinberum stuðn ingi til niðursuðuiðnaðarins ís- lenzka væri vafalaust greiðsla uppbóta á útfluttar niðursuðu- vörur. Með hverju ári fer reynsla okkar í niðurlagningu og niður- suðu vaxandi og því fólki fjölg- ar hér stöðugt, sem kann til þessara hluta. Eftirspurn eftir alls konar fiskmeti fer og stöð- ugt vaxandi í heiminum. Horf- urnar í íslenzkri fiskniðursuðu verða því að teljast góðar.“ að ekki hefur farið fram skipu- lögð rannsókn á vatni, sem not- að er í fiskiðnaðinum, síðan 1962. Einstöku staðir eða lands- hlutar hafa þó verið rannsakað- ir af og til. Að áliti höfundar væri full nauðsyn á, að slík rann sókn væri gerð aftur, því að ætla má, að ástandið hafi breytzt og þá vonandi til batnaðar.“ „Rannsókn á hreinlætisástandi í fyrstihúsum veturinn 1926-1963 Fiskmatsráð beit'ti sér fyrir þvi haustið 1962 að rannsaka hreinlætisástand í fyrslihúsum. Var þessi rannsókn gerð í sam- Hér fara á eftir kaflar úr fyr- irlestri eftir dr. Jakob Sigurðs- son, Sjófang hf„ sem höfundur nefnir „Um fyllri nýtingu afl- ans“: Notkun landbúnaðarafurða. Á sviði tilbúinna matvæla höf- um við íslendingar vafalaust ýmsa sérstöðu, óhagstæða vegna skorts á heimsmarkaði, en kannski getum við þó notað hana með jákvæðum árangri. Ég ætla að leyfa mér að nefna hér þrjár eða fjórar vöruteg- undir, sem ég hefi hugsað tals- vert um og prófað að framleiða með, að ég tel, mjög álitlegum árangri. Ég held að úr þeim, eða öðrum svipuðum megi gera mik- inn útflutning og jafnframt stofna til dálitið skemmtilegrar samvinnu fiskiðnaðar og land- búnaðar. Undanfarið hefur mikið verið rætt xxm hið svokallaða smjör- fjall — hundruð tonna af fyrir- myndar smjöri, sem, þrátt fyr- ir óhugnanlegar niðurgreiðslur, hefir ekki tekizt að selja innan lands eða utan. Þorskflök í kryddaðri smjörsósu eru herra- mannsmatur. Hann er meira að segja til á markaði erlendis, og tilraunir, sem hér hafa verið gerðar, hafa sýnt að þessi vara gæti öðlast vinsældir. Nokkur þúsund tonn af svona mat færu langt með smjörfjallið. Væri ekki réttara að nota verulegan hluta af þeim milljónatugum, sem renna til styrktar landbún- ráði við sölusamtök íreðfisk- framleiðenda. Tilgangur þessara rannsókna var að fá yfirlit yfir hreinlætis- ástand í frystihúsum og athuga um leið gerlainnihald fisks, sem notaður var til freðfisk- framleiðslu. Gerlarannsóknin á fiski var fólgin í ákvörðun á gerlafjölda með ræktun við 37 °C og ákvörð un á coligerlum. Sýnishorn voru tekin úr 35 frystihúsum suðvest anlands. Alls voru tekin 240 sýn ishörn, sem greindust þannig: 1) 95 sýnishorn úr flökun (flök- unarvélum) eða roðflettivélum, 2) 111 sýnishorn af flökum til- búnum til frystingar og 3) 34 sýriishorn af frystum flökum. Niðurstöður þessara rann- sókna voru: 1) Flökun og roðflettun, (95 sýnishorn). a) Meðal gerlafjöldi í grammi við ræktun við 37 °C var 40.000. b) Undir 10.000 í gr. voru 35 sýnishorn (36,8%), milli 10.000 og 50.000 í gr. 37 sýnishorn (38,9%), og yfir 50.000 í gr. voru 23 sýnishorn (24,2%). c) Alls fundust coligerlar í 51 sýnishorni (53,5%), sem skipt. ust þannig: í sýnishornum með gerlafjölda undir 10.000 í 1 gr. voru 10 sýnishorn (10,5%), í sýnishornum með gerlafjölda milli 10.000 og 50.000 í grammi voru 23 sýnishorn (24,1%) með coligerla, og í sýnishornum með gerlafjölda yfir 50.000 í grammi voru 18 sýnish >rn (18,9%) með coligerla. Ályktað var af þessum nið- urstöðum, að hreinlætisástand við fiskþvott, flökun og roðflett un væri í heild mjög ábótavant. Sérstaklega er vert að benda á hinn mikla fjölda sýnishorna (tæp 25%), sem innihéldu yfir 50.000 gerla í grammi. Má ætla, að hér sé meðal annars að leita skýringar á hinum mikla gerla- gróðri, sem fannst í mörgum sýnishornum af flökum tilbún- um til frystingar, sem síðar verð ur vikið að. 2) Fersk flök tilbúin til pökk aðinum, til að byggja up varan- legan markað fyrir svona rébti erlendis, heldur en að fleygja peningum í hinar endalausu nið urgreiðslur, sem til einskis leiða nema vaxandi vandræða. Ostinn okkar gengur oft illa að selja, en á dýrustu veitinga- stöðum erlendis kaupa menn háu verði fisk „au gratin“, í osti eða í ýmsum ostasósum. Þar get ur verið um að ræða þorsk, ýsu, flatfisk eða hér um bil hvaða fisk sem er. Ég hefi lítils háttar prófað að selja hér á markað- inurn fisk í ostasósu í pokum, sem síðan eru soðnir. Þetta þyk- ir góður matur, og má þá vafa- laus gera hann betri. Ef seld væru 500 tonn af þessari vöru eða öðrum svipuðum, sem væri væntanlega hægt með því að leggja í það fyrstu árin nokk- urn hluta af þeirn kostnaði, sem fer í niðurgreiðslurnar, mundi skapast alvarlegur skortur á osti í landinu og bændur gætu far- að að fjölga kúnum. Og ennþá eitt, sem að vísu væri ekki nema að nokkru leyti til eflingair landbúnaði, en gæti þó vafalaust orðið til nokkurrar við bótarnotkunar á smjöri. Humar- veiðarnir hafa undanfarin ár verið rösk 3000 bonn á ári. Hal- arnir, sem við seljum á erlend- um markaði, eru hér um bil Vs af þessu magni. Hinu er fleygt í sjóinn, skrokk og klóm. Ennþá hefir ekki verið talið ger legt að ná kjötinu úr klónum, vegna vinnukostnaðar, og tel unar og frystingar. a) Meðal gerlafjöldi af öllum 111 sýnishornunum var 480.000 í grammi flaks og yfir % (79,3%) sýnishornanna inni- héldu coligerla. b) Undir 100.000 í grammi voru 42 (37,8%) sýnishorn og af þeim fundust coligerlar í 30 (27,0%) þeirra. c) Milli 100.000 og 250.000 gerl ar í grammi voru 29 (26,2%) og af þeim fundust .coligerlar í 22 (19,8) þeirra. d) Yfir 250.000 gerla í grammi voru 40 (36,0%) sýnishorn og af þeim fundust coligerlar í 36 (32,5%) þeirra. f heild tífaldaðist þvi -gerla- fjöldinn frá roðflettun, unz flök in voru tilbúin til frystingar. Þessi mikla aukning benti til, að gerlamengun úr umhverfinu væri mikil. Hin háa hundraðs- tala coligerla í fullunnum flök- um benti eindregið á skort hrein lætisaðgerða í frystihúsum. Á þeim þremur árum, sem liðin eru síðan þessi rannsókn fór fram, hafa opinberir aðilj- ar ekki látið fara fram kerfis- bundna rannsókn á hreinlæti eða gerlagróðri í freðfiski. Eitt sölusamtaka frystihúsanna hef- ur á þessu tímabili látið rann- saka gerlagróður í freðfiski og safnað gögnum um hreinlætis- ástand í frystihúsum innan sinna vébanda. Virðist 'höfundi, sem fyllsta ástæða væri til, að slík rannsókn væri endurtekin og væri fastur liður í opinberu eftirliti með freðfiskframleiðslu. Engar líkur skal að því leiða, hvert sé hið raunverulega ástand í hreinlætismálum frysti húsa hérlendis. Ýmsar aðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið á þessu tímabili, ættu þó að hafa stuðlað að bættu hreinlæti í frystihúsum. Ber þá helzt til að nefna fyrirmæli Fi-skmats ríkis- ins um klórblöndun alls vatns, sem notað er við freðfiskfram- leiðslu ,og svo að mælt hefur verið fyrir, að starfs.fólk í frysti húsum skuli eingöngu nota papp írsþurrkur við handþvott.“ ég þó engan veginn ólilklegt að þetta megi takast með vélum, og þetta þurfum við endilega að reyna. Mætti þá t.d. hafa hlið- sjón af þeirri tækni, sem und- anfarið hefir verið reynd í krabbaframleiðslu á austur- strönd Bandaríkjanna, svo og af vélum þeim, sem notaðar eru til að aðgreina kjöt frá geinum, t.d. af kjúklingahálsum o.s.frv. En meðan þetta tekst ekki, og er ekki einu sinni reynt, verð- ur þó efcki um það deflt, að með þessum humarklóm erum við að fleygja í sjóinn alveg gífurlegu magni af hinu ljúffengasta og eftirsóttasta „bragði“, sem fis'k- iðnaður nokkurrar þjóðar hefir upp á að bjóða. Með ófullkom- inni aðgreiningu kjöts og skelja af kiónum, eða jafnvel með því einu að grófmala þær og sjóða úr þeim kraftinn, fengjum við efni í hinar lostætustu humar- sósur, sem í hæfilegu samblandi við þorskflök eða aðrar flaka- tegundir gætu skapað mikið magn af hinum bragðbeztu mat- vörum. Ég hefi látið prófa þetta hér, og svo virðist að árangur- inn gæti orðið ágætur". Nýting lélegs hráefnis „Ég gerði fyrir mörgum árum lauslega athugun á framleiðslu matvöru úr þorskhausum og á því, hve mikið af fiski væri í tonninu af þorskhausum eins og þeir gerast á vertíð hér sunn anlands. Útkoman mun hafa ver Framhald á bls. 21 Rannsóknir á hreinlætis- ástandinu í frystihúsum Framleiðsla nýrra afuröa og betri nýting hráefnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.