Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. Lilja Helgadóttir Minningarorð F. 27. okt. 1907. D. 28. apr. 1967. I DAG verður til moldar borin frú Lilja Helgadóttir. Hún var fædd að Kirkjubóli í innri Akraneshreppi þ. 27. okt. 1907 og var því tæplega sextug er hún lézt. Foreldrar hennar voru hjón- in, Guðrún Sæmundsdóttir og Helgi Jónsson, bóndi að Kirkju bóli innri Akraneshreppi. Lilja ólst upp í góðum for- eldrahúsum og í stórum styst- kinahópi og mótaðist þar í hæga og prúða stúlku. 9. september 1928 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Kjartanssyni, skósmið. Heimili þeirra var lengst af hér i borg og voru fyrstu nánu kynni mín af henni, þau að við bjuggum I sama húsi og æ síðan héldust trygg fjölskyldu- og vinabönd með fjölskyldum okkar. Þau Lilja og Jón eignuðust 3 börn, Guðrúnu ekkju Sveins Bergmans Benediktssonar, Við- ar vélstjóra, kvæntan Katrínu Karlsdóttur og Gylfa kvæntan Elínu Jóhönnu Guðmundsdótt- ur. Barnabörnin eru orðin 10 og barnabarnabörnin eru 4. Lilja var sérstaklega fórnfús húsmóðir og helgaði allt sitt líf heimili sínu og svo síðan heim- ilum barna og barnabarna. Hún var gestrisin enda var Móðir okkar Þorbjörg Eliseusdóttir, lézt að Landspítalanum 12. Kristján Jóhannesson Jóhanna Jóhannesdóttir Bróðir minn Hannes Briem, sem lézt 9. maí, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 17. maí, kl. 13,30. Fyrir hönd systkina og ann arra vandamanna. Þuríður Briem. Útför frænku minnar Maríu Sigur jónsdóttur, Urðarstíg 9 fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudagim. 17. maí kl. 10,30. Athöfninni verður út- varpað. Fyrir hönd ættingja og vina. Sigurlaug Vigfúsdóttir Álfheimum 46. Jarðarfor móður okikar tengdamóður og ömmu Guðrúnar Eiríksdóttur, Ránargötu 51 fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí kl. 10,30 f.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. oft gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og hafði hin káta og glað væra skapgerð Lilju þar sitt að segja þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Lilja átti við erfiðan sjúk- dóm að stríða síðustu mánuðina sem hún lifði og tók hún því með einstakri ró, en vonaðist þó ávallt eftir að batinn kæmi. Oft var hún sárþjáð á sjúkra- húsinu er hún háði sitt dauða- stríð, tók hún þó ávallt bros- andi á móti þeim er að sjúkra- beði hennar komu. Á sjúkrahúsi Hvítabandsins þar sem Lilja lá, fékk hún sér- staklega góða hjúkrun og um- önnun og hefði hún viljað þakka læknum, hjúkrunarliði og öðru starfsfólki þar fyrir. Hjónaband þeirra Lilju og Jóns var með afbrigðum gott, enda studdu þau hvort annað í baráttunni og ekki voru þær fá- ar stundirnar er Lilja vann við hlið manns síns á skóvinnustofu hans. Aldrei brást umhyggja hans heldur í blíðu né stríðu til hinstu stundar. Lilja mín, við hjónin og börn okkar þökkum þér allar ánægju stundirnar og trúum að þú eig- ir bjarta framtíð í landinu helga. Samhryggjumst við eftirlif- andi manni þínum og börnum, tengdabörnum og öðrum ástvin- um. Albert Imsland. Móðir kvödd Guðrún Magnúsdóttir skart sem skuggunum eyðir og flest gjörir bjart. Fljótlega hjarta þitt hætti að slá, himneska ljósvegu stefnir því á. Guðlega þrenningin færir þér frið fagni þér bjartasta egnslanna lið. S.B. Málverkasýning á Húsavík Vígabjarg í forvöðum, ein af myndum Jakobs. Húsavík 10. maí: GAMMALL og góður Húsvík- ingur hefur nú sýningu á mál- 'fengur fyrir Húsvíkinga að fá verkum sínum í barnaskólahús- inu á Húsavík um hvítasunnu- dagana, eða 13. til 16. maí. Er það Jakob V. Hafstein, lögfræð ingur og prentsmiðjustjóri, sem í fyrsta sinn sýnir verk sín á bernskuslóðunum. Á sýningunni eru 48 myndir, 9 teikningar í toueh og vatnslit- um (decorationir) 24 vatnslita- myndir, 5 myndir í touch, vatns litum og temparalitum og loks 9 olíumálverk. Það hefur lengi verið vitað áð Jakob fengist við myndlist og það er því sérstakt ánægjuefni fyrir Húsvíkinga að Jakob skuli einmitt koma til þeirra með sína fyrstu sjálfstæðu mynda- sýningu. Minnir þetta einnig á útkomu hinnar listrænu bókar hans um Laxá í Aðaldal fyrir tveim árum, en á þeim vettvangi haslaði hann sér einnig völl á bernskuslóðunum. Er mikill slíkar sýningar hingað norður. FréttaritarL Leiðrétting ÞAU mistök urðu hér í blaðinu í gær, að grein um íslenzka stúdenta í París var sögð vera eftir Braga Kristjánsson. Þetta Var ranigt. Greinin var eftir Magnús Sigurðsson blaðamanni Morgunblaðsins. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Þá móðir kveður er mikilvæg stund. Við mæðurnar tengizt hin sorgbljúga lund, sem er til, hún börnunum gefur það bezt birtu og fórnir og kærleikans yl. Margt er að þakka þér móðirin blíð, minningar ljúfar frá bernskunnar tíð, þinn hugur var bundinn við börnin þín kær þó byggju þau stundum of lengi þér fjær. Þú orkunni beittir og vannst öll þín verk af vilja og trúmennsku ötul og sterk. Þar gefur þú börnunum göfugan arf að gleðjast við arðbært og heillaríkt starf. Lífsreynslan stundum þó léki þig hart líf þitt var einnig svo gjöfullt og bjart. Dyggðin og þjónustan skópu það Hestamannafélagið Fákur Kappreiðar félagsins verða háðar á Skeiðvellinum við Elliðaár, annan hvítasunnudag 15. maí og hefjast kl. 2 síðdegis. Um 60 hestar koma fram á kappreiðum og góðhestakeppni. Keppt verður á skeiði, 250 metra stökki, 350 metrum og 800 metrum. 1. verðlaun í 800 metra hlaupi eru kr. 8.000.00. Veðbanki starfar. Margir nýir hlaupagarpar koma fram í fyrsta skipti. Keppt verður um bikara í góðhestakeppni og 800 metra hlaupi. — Fjölbreyttar veitingar á staðnum. Komið og fylgist með spennandi keppni, á stærstu veðreiðum landsins. Athugið hesthúsin á skeiðvellinum lokuð kl. 1.30 — 6. ________ ________________Hestamannafélagið Fákur. MJÖG FJÖLBREYTT ÚRVAL íslenzkra og erlendra S VEFNHERBERGISHÚSG AGN A Viðarteg: Palesander, tekk, eik, gullálmur. SKEIFAN KJÖRGAROI SIMI, 18580-16975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.