Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦»>» ♦ ♦ ♦ ♦ < Mt Nauðsynlegt að Islendingar efli niðursuðuiðnaðinn sem allra fyrst RÁÐSTEFNA um vinnslu sjávarfurða var haldin í Reykjavík dagana 8., 9., og 10. maí sl. og var hún haldin á vegum verkfræðingafélags íslands. Fjölmargir fyrirlestr ar voru fluttir á ráðstefn- unni, bæði eftir innlenda og erlenda sérfræðinga. Kemur þar margt merkilegt fram er lýtur að vinnslu sjávaraf- urða og mun sjávarútvegs- síða Morgunblaðsins birta kafla úr nokkrum fyrirlestr- anna, en ráðgert er að þeir verði gefnir út í heild síðar. HÉR fara á eftir kaflar úr fyrir- lestri eftir dr. phil. Sigurð H. Pétursson, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, og nefnist hann „Niðursuða og niðuriagning.“ öfluðu markaða. Niðurstaðan er því sú, að nú standa íslendingar einir alla fiskveiðiþjóða fyrir utan hinn frjálsa markað fyrir niðurlagt og niðursoðið fisk- meti. Aðeins smá glufur opnazt í hinn mikla múr, sem umlykur þann markað, og höfum við reynt að notfæra okkur þær, en meginhlutinn af framleiðslu okkur hefur farið ti'l jafnvirðis- kaupalanda. Verður hér nú vik- ið að þeim fiskhráefnum, sem aðallega hafa farið hér til niður- lagningar og niðursuðu hingað til, eða líkleg eru til að gera það framvegis. Síldin Síldin er tvímælalaust sá fisk- ur íslenzkur, sem bezt hentar til niðurlagningar og niðursuðu. Niðurlögð kryddsíld í flökum gaffalbitum er löngu orðin vin- sæl hjá íslenzkum neytendum, og árið 1965 voru flutt út 168 ar hafið framleiðslu á síldar- sardínum þar. Allar þær greinar niðurlagn- ingar og niðursuðu á síld, er hér hafa verið taldar, eiga hér mikla framtíð. En fjölbreytnina má ennþá auka. Við þarf að bæt- ast marineruð síld, steikt síld og síldarsvil. Þorskfiskar Nokkrar ágætar niðursuðu- vörur eru framleiddar hér úr þorskfiskum. Fiskbollur hafa verið framleiddar hér lengi og á tímabili seldi Niðursuðuverk- smiðjan Matborg talsvert af þeim til Finnlands. Nú eru fisk- bollur aðeins framleiddar til neyzlu innanlands og eins fisk- búðingur. Á árunum 1946—48 sauð Fiskiðjuver ríkisins mikið niður af þunnildum og flutti út undir nafninu Fish flakes. Ekki hefur þessi framleiðsla verið tekin upp aftur. lendar niðurlagningar- og niður- suðuverksmiðjur eru því mjög háðar íslendingum um öflun þessa hráefnis, og það bezta af hráefninu kemur einmitt héðan. íslendingar geta því hæglegt notað þetta ágæta hráefni sjálfir og hætt að flytja það út óunnið. Niðursoðin þorsklifur er nú talsvert eftirsótt erlendis, en lítið hefur þeirri framleiðslu verið sinnt hér ennþá. Þó fram- leiddi Niðursuðuverksmiðja Langeyrar dálítið af þessari vöru árið 1965 og flutti út til Frakklands. Laxfiskar Lax var soðinn hér niður af Englendingum öðru hverju á síðari hluta 19. aldar, en aldrei síðan. Silungur úr Þingvalla- /vatni, svokölluð murta, hefur aftur á móti verið soðin niður í mörg ár og er enn. Niðursuða þessi hófst í verksmiðju SÍF hér í Reykjavík, en síðan hefur henni verið haldið áfram í Ora í Kópavogi. Er framleiðslan öll flutt út, bæði til Bandsríkjanna, Þýzkalands og Frakklands. Árið 1965 nam þessi útflutningur 44,3 tonnum. Gæti hann hæglega verið meiri, en hráefnismagnið er takmarkað og þar af leiðandi framleiðslan. Með aukinni rækt- un á laxi og siilungi hér á landi TONN 1000 900 000 700 600 500 400 300 200 100 u 111111 11111 iiim 1912- 35 36 37 '30 ‘39 ‘40 ‘41t‘42 ‘43 ‘44 ‘45 ‘46 ‘47 ‘40 ‘49 ‘50 ‘51 ‘52 ‘53 ‘54 '55 '56 ‘57 ‘50 ‘59 ‘60 ‘61 ‘62 ‘63 ‘64 ‘65 ÚTFLUTT NIÐURSOÐIÐ OG NIÐURLAGT FISKMETI 1912-1965 Canned fish products exported 1912—1965 fslenzkur niðursuðuiðnaður Niðursuðuiðnaðurinn á íslandi er ennþá skammt á veg kominn. Enda þótt fyrstu niðursuðuverk- smiðjurnar hafi verið settar hér upp nokkru fyrir aldamótin síðustu, þá hefur framleiðsla á niðursuðuvörum verið hér hverf andi lítil, ef miðað er við aðrar greinar matvælaframleiðslu. Dá- lítill útflutningur á niðurlögð- um og niðursoðnum fiskafurð- um fór fram á árunum 1940 og 1941 og svo aftur á árunum 1946—1951 og 1958—1965, (sjá mynd 1). Árið 1965 var útflutn- ingurinn meiri en hann hefur verið um langt skeið. Skipting hans eftir tegundum og löndum er sýnd í töflu 1. Árið 1965 voru starfandi þrjár allstórar niðursuðuverksmiðjur á landinu: . .iðursuðuverksmiðj- an K. Jónsson & Co., Akureyri, Niðursuðuverksmiðja Langeyrar og Niðursuðuverksmiðjan Ora í Kópavogi. Tvær þær fyrst- nefndu framleiða nær eingöngu til útflutnings. Tólf aðrar smæri verksmiðjur störfuðu hér árið 1965 og unnu bæði fiskmeti, kjötmeti og grænmeti. í árslok 1965 var svo lokið við að setja upp stærstu og fullkomnustu niðursuðuverksmiðjuna, sem hér hefur verið reist, en það er Norð urstjarnan í Hafnarfirði. Er hún sérstaklega gerð fyrir niðusuðu á síld. Borið saman við aðrar greinar fiskiðnaðarins hér á landi, þá er hluti niðursuðunnar mjög lítill, eða aðeins 0,1% árið 1965. Viðskiptalandfræðilega er þetta mjög óeðlilegt. Eðlilegt mætti fceljast, að íslendingar væru með stærstu framleiðendum í heimi á niðursoðnum fiskafurðum. Ber það til í fyrsta lagi, að hér er til gnægð af ágætis hráefni til niðursuðu, einkum þó af síld af mismunandi stærðum og holda- fari. f öðru lagi gerir fjarlægð landsins frá erlendum mörkuð- um það að verkum, að erfitt er að koma þangað ferskum fisk- afurðum. Niðursuða og niður- lagning ásamt frystingu hljóta því að verða þær framleiðslu- greinar, sem bezt henta aðstæð- unum hér. Frystiiðnaðurinn hefur þegar verið byggður svo upp á íslandi, að til fyrirmyndar er, og frystur fiskur er nú stærsti liður út- flutningsins. Þessi uppbygging fór hér fram á sama tíma og hjé öðrum þjóðum og höfðum við því strax nokkuð jafna aðstöðu á heimsmarkaðinum. Með nið- ursuðuiðnaðinn skiptir öðru máli. í þeirri greín gerðum við íslendingar ekki neitt meðan aðrar þjóðir bye i upp og tonn af þessari vöru. Til niður- lagningar er nær eingöngu not- uð norðurlandssíld. Suðurlands- síld gefur ekki eins góða vöru. Aðalframleiðendur á gaffalbit- um eru Kr. Jónsson & Co. á Akureyri og Niðursuðuverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, og fer nær öll framleiðsla þeirra til Sovétríkjanna. Nokkuð af nið- urlagðri kryddsíld hefur verið flutt út til Danmerkur og Banda- ríkjanna, og unnið er að því að koma henni inn á vestur-þýzk- an markað. Niðursoðin síld, bæði reykt og í olíu eða sósum, hefur verið framleidd hér öðru hverju, og er mest notuð í hana suður- landssíld. Árin 1941—1942 flutti Niðursuðuverksmiðja SÍF út talsvert af reyktri síld (kipp- ers), en Fiskiðjuver ríkisins flutti síðar út nokkuð af niður- soðinni síld, bæði í sósum og reyktri. 1 lok ársins 1965 hóf Norðurstjarnan í Hafnarfirði framleiðislu á niðursoðinni reyktri síld í samvinnu við norska fyrirtækið Bjeliland. Síldarsardínur eru orðnar mikilvægur þáttur í síldarnið- ursuðu hér. Hefur Kr. Jónsson & Co. á Akureyri byggt þá fram leiðslu upp og flutt út talsvert magns af síldarsardínum, aðal- lega til Sovétríkjanna. 1 þeirri verksmiðju hefur og verið soðin niður millisíld í olíu, svokölluð smjörsíld, og talsvert hefur verið flutt út af henni til Aust- ur-Evrópu. Smásíldin og milli- síldin, sem soðin er niður á Akureyri, er veidd í Eyjafirði, en slík síld er einnig til í ísa- fjarðardjúpi, og heíur Ndður- suðuverksmiðja Langeyrar þeg- Merkasta hagnýting þorsk- fiska í niðursuðuiðnaðinum hér hefur annars verið sjólaxinn, en hann er gerður úr söltuðum ufsa og stundum einnig úr sölt- uðum þorski. Á árunum 1956— 1962 framleiddi Niðursuðuverk- smiðjan Matborg mikið af sjó- laxi og flutti hann út, fyrst til Finnlands en síðan til Tékkó- slóvakíu. í Tékkóslóvakíu er ennþá allmikill markaður fyrir þessa vöru, en hann hefur ekki verið notaður eins vel og hægt er. Samt er hér nýlega búið að setja upp fullkomna vélasam- stæðu fyrir sjólaxframleiðslu hjá Júpifcer h/f í Reykjavík. Niðursoðin þorskhrogn (hrærð) eru nýlega orðin hér mikil- væg útflutningsvara. Var það Niðursuðuverksmiðja Langeyr- ar, sem hóf þessa framleiðslu vorið 1964, en Guðmundur & Jóhann á ísafirði byrjuðu nið- ursuðu á þorskhrognum þá um haustið. Voru flutt út af þessari vöru 185,6 tonn árið 1965, og fór hún öll til Englands. Ný- lega er auk þessa byrjað að sjóða niður þorskhrogn á Bíldu- dal. Áður hafði verið soðið hér talsvert niður af heilum þorsk- hrognum, en sú framleiðsla er nú hætt. Er útlit fyrir, að niður- suða á hrærðum þorskhrognum eigi eftir að aukast hér mjög mikið. Rétt er að benda á það, að íslendingar hafa mjög sterka aðstöðu, hvað snertir niðursuðu bæði á sjólaxi og þorskhrognum við norðanvert Atlantshaf og geta haft hana á valdi sínu meira en nú á sér stað. Ástæðan er sú, að mikill hluti af hrá- efninu, ufsinn og þorskhrognin, kemur héðan frá íslandi. Er- getur orðið hér um að ræða mikla niðursuðu á þessum fisk- um. Kavíar Kavíar úr grásleppuhrognum hefur verið framleiddur hér í nokkur ár og flutt út af honum talsvert magn. Hefur Samband ísl. samvinnufélaga staðið að þessari framleiðslu. Niðurlagn- ingin fór fyrst fram hjá Mat- borg, en síðar í tilraunastöð S.Í.S. í Hafnarfirði. Hér er eins háttað og með ufsann og þorsk- hrognin, að mikill hluti hráefn- isins og það bezta af því kemur héðan frá íslandi. Erlendir kavíarframleiðendur eru því mjög háðir fslendingum, sem hæglega geta orðið alls ráðandi um framleiðslu á kavíar úr grá- sleppuhrognum, ef þeir kæra sig um. Erlendis er gerður kavíar bæði úr þorskhrognum og lax- hrognum, og má að sjálfsögðu eins gera það á íslandi. Eru flutt héðan út söltuð þorskhrogn í tunnum og fara þau í kavíar- framleiðslu eriendis. Krabbadýr og skeldýr Rækja hefur í mörg ár verdð verðmætasta niðursoðna varan, sem flutt er út frá íslandi. Fram leiðsla á niðursoðinni rækju hófst á ísafirði árið 1936 og hefur farið fram alla tíð síðan, nú síðustu árin í þremur verk- smiðjum. Á Bíidudal var og soðin niður rækja á tímabili og niðursuðuverkismiðjan á Lang- eyri hóf niðursuðu á rækju árið 1964. Á síðustu rækjuvertíð var mjög mikil rækjuveiði í ísafjarð ardjúpi, en sökum þess að hag- stætt verð var á frystri rækju á erlendum markaði, var að- eins lítill hluti aflans soðinn niður að þessu sinni. Humarveiði á ekki langa sögu á íslandi, hófst fyrst svo nokkru næmi árið 1958. Nú er veitt hér mikið af humar og er hann flutt- ur út frystur. Humar hentar mjög vel til niðursuðu og getur á sama hátt og rækjan orðið mjög verðmæt útflutnings vara niðursoðinn. Kræklingur var soðinn niður í niðursuðuverksmiðju SÍF á ár- unum 1938—1944, en engin verk smiðja hefur síðan tekið upp þá framleiðslu. Hér við land er víða talsvert af kræklingi og er sjálfsagt að hagnýta hann til niðursuðu. Kúfiskur hefur aldrei verið soðinn hér niður, en tegund ná- skyld honum er soðin á austur- strönd Bandaríkjanna og þykir ágætis matur. Kúfiskur frá ís- landi hefur verið fluttur út frystur til Bandaríkjanna, en sá útflutningur féll niður af mis- skilningi, sem enn hefur ekki verið leiðréttur. Gera þarf hér sem fyrst tilraunir með niður- suðu á kúfiski, því að af honum er mjög mikið hér við land. Geta má þess, að smokkfiskur er soðinn niður sums staðar er- lendis, en hér er hann aðeins veiddur til beitu.“ „Undanfarið hafa í gerladeild- inni verið gerðar allmargar til- raunir með lifrarpöstu úr þoskalifur, kryddaðri á ýmsan hátt. Við þessar tilraunir hefur komið í ljós, að með því að blanda í lifrarmaukið vissu magni af þorskhrognum fæst vara, sem að útliti og gerð líkist mjög lifrarkæfu, en hefur þó sérkenni lifrarinnar og hrogn- anna hvað bragð snertir. Má vafalaust gera úr þessu ennþá betri vöru með íblöndun krydds. í vöru s-gm þessa höfum við nóg hráefni. Vegna mikilla eftirspurna á grásleppuhrognum er miklu meira veitt hér af grásleppu en svo, að unnt sé að nota aUan fiskinn til matar. í gerladeild- inni hafa því verið gerðar nokkr ar tilraunir til að finna ein- hverja þá verkun á gráslepp- unni, sem gæti gert hana að neyzluvöru. Árangur þessarra tilrauna er sá, að tekizt hefur að gera mjög góða vöru, sem auðvelt er að framleiða. Er hér um að ræðá fisk í hlaupi, en svipuð vara er algeng erlendis, gerð úr öðrum fiskum. Reyking og súrsun Reyking og súrsun eru hvort- tveggja gamlar aðferðir við verkun bæði á kjötmeti og fisk- meti hér á landL Báðum aðferð- unum er það sameiginlegt, að þær miða bæði að því að rot- verja matvælin og gefa þeim eftirsótta eiginleika. Reyking eða súrsun er algengur þáttur í undirbúningi vörunnar undir niðursuðu eða niðurlagningu, en oftar er hér þó um sjálfstæð- ar verkunaraðferðir að ræða. Talsvért hefur verið reykt kjötmeti hér á landi, einkum reykt kindakjöt, en reyktur fiskur hefur verið mjög sjald- gæfur. Víða erlendis er mikið notað af reyktum fiski, einkum síld, og er varan stundum stoðin niður eftir reykinguna, s. s. kippers og síldarsardínur. Hér á landi eru báðar þessar vöru- tegundi nú framleiddar og má ætla, að sú framleiðsla fari mjög í vöxt, sérstaklega eftir að nið- ursuðuverksmiðjan Norður- stjarnan í Hafnarfirði kom til sögunnar. Sjólaxinn er reyktur, áður en hann er lagður niður, og hefur talsvert verið framleitt af honum hér eins og áður var greint frá. Ofurlítið er hér allt- af reykt af laxi, silungi og rauð- maga, en ekkert af þeim vörum hefur farið í dósir. Reyktur háfur er algeng vara í Þýzkalandi, og er hann seldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.