Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. UNDIR VERND eítóJK óttaðist, að hann gaeti' horfið á hverri stundu, og allt þetta reyndist vera draumur, og hún hefði raunverulega aldrei hitt hann. — Hvernig væri, að þú kæmir út í Weybridge um helgina? sagði hann. — Ég skal aka þér þangað síðdegis á laugardaginn. Kannski gætum við fengið hest- ana og farið út að ríða? Held- urðu ekki, að þú hefðir gaman af þvi? — Jú, það þætti mér gaman. Ég fékk svo oft hestana hans Dons í Harton. — Hver er Don? — Þú hittir hann einu sinni í búðinni. Vinur okkar frá Hart- on. Svo leit hún á hann bros- andi og augun Ijómuðu. — En ef ég kem um helgina eyðilegg ég þá ekki spilamennskuna fyr- ir ykkur? Hann hló. — Ertu kannski að stríða mér með þessu á laugar- daginn var og spilamennskunni okkar á laugardögum. Ég skal sjá um það. í>að verður víst öll- um sama, þó að það farist fyrir í þetta sinn. Henni næstum hnykkti við. Var það þá ætlunin, að þessi spilamennska við Cooperhjónin ætti að halda áfram? En gæti hún hinsvegar ætlazt til að Dav- íð breytti öllum sínum lifs- venjum, svona allt í einu? Aðal- atriðið var þó, að hann elskaði hana og þau ætl-uðu að giftast. Hún tyllti sér á tá og kyssti hann ákaft og svo var hún far- in, andartaki seinna, upp í litlu lyftuna, en Davíð starði á eftir henni og óskaði sér þess, að hann mætti fara upp með henni, og þyrfti ekki að a-ka alla leið- ina til Weybridge. Eina huggun- in var, að hann kæmi svo seint heim, að Mavis yrði háttuð — eða það vonaði hann að minnsta kosti. 20. kafli. Marjorie var enn á fótum þeg ar Paula opnaði inn í ibúðina. Hún var að sa-fna saman ösku- bökkum og fleygði innihaldi þeirra niður í ruslagatið, reyna að þurrka glasahringi af hús- gögnun-um, í stuttu máli sagt, var hún að reyna að gera stof- una íbúðarhæfa. — Hvernig líður þér, barnið gott? Öll í rómantiskum skjálfta, eða hvað? Gengur á skýjunum? Rósir í júnímán-uði og allt það? — Vertu e-kki með þetta bull, Marjorie. Paula var dálítið hvöss. Majorie setti frá sér glösin, sem hún hafði ætlað með út í eldhúsið, faðmaði Paulu að sér og ætlaði alveg að kremja hana. — Æ, elskan, ég er svo fegin þín vegna. Það þurfti ekki ann- að en líta framan í þig í eftir- middag til þess að sjá, að þú varst hamingjusöm! Hvenær ætl ið þið að gifta ykkur? Segðu Marjorie frænku alla söguna. Paula svaraði faðmlögum Majorie. — Afsakaðu, ef ég var eitthvað snögg, sagði hún. Ég er líklega dálítið þreytt, en vitanlega er þetta alveg dásamlegt. Ég veit enn ekki hvenær við giftumst, við erum ekki farin neitt að áikveða það enn. — Jæja, giftu þig að minnsta kosti ekki í einum grænum hveli, eins og síðasta búðar- Stúlkan mín gerði. -— Nei, það er engin hætta á, að við förum neitt að þjóta í það. — Þú ert hamingjusöm, er það ekki? spurði Marjorie snögg lega. Spurningin virtist koma Paulu eitthvað á óvart. — Vitanlega! En sú bjána- spurning, Marjorie. Ég sem hef verið ástfanginn af Davíð frá því að hann kom fyrst inn i búðina. — En þú hefur nú samt ekki hitt hann oft í seinni tíð, er það? Paula hálfsneri sér frá henni og þóttis-t vera að laga til púða á legubekknum. — Það kom upp dálítill mis- skilningur milli okkar, en nú er því öllu lokið. — Það vona ég líka, sagði Marjorie, en röddin var eitthvað alvarleg. — Ef það hefur verið einhverra atvika vegna, er hægt að kippa því í lag, en sé misskilningurinn byggður á inn- ræti, get-ur það verið alvarlegt, og verður aldrei kippt í lag. Paula svaraði reiðilega: — Ég skil ekki, hvað þú ert að fara. — Ekki það? Marjorie svaraði í léttara tón, En Paulu var engu að síður ljóst, að henni var full alvara. — En hafðu enga-r á- hyggjur af því, barnið gott. Ég hef víst bara verið að -blaðra. Ef þú ert hamingjusöm, þá er allt i lagi. Er hann ekki efnaður? *J» »J» »J« »J« *J« »J« «J« *J« *J» *Ji — Jú, það er hann víst, svar- aði Paula. — Ég ræð það af því, hvað hann kaupir dýr leikföng handa krökkunum sínum. Vel á minnzt, sagði Marjorie allt í einu, og tók vindlingasstúfinn úr munnstykkinu og fleygði hon- um í eldinn. — Hér var einn vinur þinn í kvöld, og þegar ég sagði honu-m frá þessu ástar- ævintýri þínu, var rétt eins og ætlaði að líða yfir hann. — Vinur minn? Paula varð snögglega eitthvað einkennileg innan um sig. — Lance Fairgreaves. Hann kom í einhverjum verzlunarer- indum frá Manchester. Ég get nú ekki ímyndað mér, að hann hafi neitt verið að sækjast eftir mér, en þegar hann heyrði, að þú værir ekki heima, dokaði hann hérna við. — Þú átt við að hann hafi verið að heimsækja mig? sagði Paula í hálfu-m hljóðum. Hafði hann kannski ekki sagt henni í þessu hvimleiða sam-tali þeirra síðast, að hann ætlaði aldrei að lita á hana framar? Hvers vegna hafði honum snúizt hugur? Hafði hann kannski komið aftur til þess að móðga hana enn rækilegar? Ekki gat hann hafa komizt að því, að sér hefði skjátlazt? Og varla hefði hann verið að koma til þess eins að biðjast afsökunar? Hún fékk svo ákafan hjart- slátt, að það var eins og hún ætlaði að kafna. *— Mér þykir fyrir þvi að hafa sagt honum þessar sorglegu fréttir, sagði Marjorie. — Ég á við um trúlofunina þína. — Hvernig........Hvað sagði hann? — Eins og hann sagði sjálfur, var næstum liðið yfir hann, eða að minnsta kosti varð það, þeg- ar ég sagði honu-m, hver maður- inn væri. Hann lét mig endur- taka nafnið einum sex sinn-um, og jafnvel ekki þá virtist hann trúa því. — Já, ég hélt, að hún ætlaði að giftast allt öðrum manni, sagði hann. Ég hló bara að honum. — Kannski þér sjálf- um? sagði ég. — Nei, ekki mér heldur enn öðrum .... hálfgöml- um karli, sem heitir Don Wainwright. Þá varð ég að hlæja. — Já, en Paula hefur þekkt hann síðan hún var -smá- krakki, sagði ég við hann. — Þú heldur ekki, að ég trúi því, að þú hafir orðið afbrýðissamur gagnvart honum? Hann sem læt ur við hana eins og hann væri faðir hennar. Hann sagði eitt- hvað á þá leið, að þessi pabba- læti væru stundum aðeins til að blekkja, en ég bara hló að honum. — Ekki í þessu tilfelli, sagði hann. — Ég hef of oft séð þau saman til þess. Að minnsta kosti er hann farinn til Kanada og hamingjan má vita, hvenær hann kemur aftur. Nei, þessi sem hún er trúlofuð, er e’kkill með tvö börn, fínn málfærslu- maður. Á heima úti í Wey- bridge. — Guð minn góður, sagði hann, þú meinar ekki, að Paula ætli að fara að giftast ein- hverju húsi úti í Weybridge? — Ekki húsinu, bjáninn þinn, held ur manninum. Og hann er allra lögulegasti maður, þó að hann sé dálítið merkikertislegur. — Davíð er það ekki! sagði Paula reiðilega. — Fyrirgefðu, sagði Mar- jorie. Ég var bara að endurtaka samtalið okkar. Hann gat bók- staflega ekki fengið það inn i hausinn, að þú ætlaðir að gifta-st hr. Hankin en ekki hr. Wain- wright. En hvers vegna gat hann haldið, að þú ætlaðir að eiga hann Wainwright? Paula roðnaði enn meir. — Kannski vegna þess, að við fórum út saman, þegar hann Almennir kjósendafundir Sjálfstœðisflokksins PAT RE KSFIRÐI: Föstudaginn 19. maí kl. 20.30. Ræðumenn: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurður Bjarna son, alþm., Matthías Bjarnason, alþm., Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður. FLATEYRI: Laugardaginn 20. maí kl. 20.30. Ræðumenn: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurður Bjarna son, alþm., Matthías Bjarnason, alþm., Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður. ÍSAFIRÐI: Sunnudaginn 21. maí kl. 20.30. Ræðumenn: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurður Bjarna son, alþm., Matthías Bjarnason, alþm., Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.