Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAf 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDU M MAGMÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMftR 21190 eftir lolturt^jmj 40381' ” Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldl. SiiTif 14970 BÍLALEIGAN V AKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f ,--*0flA IF/GA M RAUOARARSTÍG 31 SllVII 22022 Fjaðrir. fjaðrablöð. hljóðkútar púströr o.fl varahlutir f margar gerðir bífreiða Bílavórubúðin KJÖBRIM Laugavegi 168. — Suni 24180. Simi 22822 - 19775. Pottamold Blómaáburður Ódýrar íerðatöskur sjö stærðir frá kr. kr. 100,-. Ennfremur mikið úrval cif innkaupatöskum. Verzlunin MANCHESTER Skólavörðustíg 4. .......-.-j Mörg eru áhyggjuefni mann anna, og sannast það rækilega á bréfum þeim, sem Velvak- anda berast. Sumt virðist ein- um smávægilegt, sem öðrum verður bréfstilefni. Hér birtist nokkur stytt og samandregin bréf um ýmis efni. Dinglumdanglið í bílunum. K.S. skrifar; „Kæri Velvakandií Allir leggjast nú á eitt við að draga úr umferðarslysun- um, þessum Ulu fylginautum nútímamenningar. Reynt er að fjarlægja helztu orsakir slys- anna. Eitt sýnist mér þó hafa gleymzt, sem ég er hræddur um, að geti valdið slysi eða hafi jafnvel gert það. Þar á ég við þann einkennilega sið margra bílstjóra, einkum leigu bílstjóra, 'að hengja alls kon- ar dinglumdangl fyrir ofan framrúðuna, sem sveiflast svo til og frá í akstri. Oft eru þetta eins konar brúður og tusku- bangsar, en allt er til í þessu efni. Ekki trúi ég því, að bíl- stjórar hér séu svo hjátrúar- fullir, að hér sé um verndar- gripi að ræða, en alla vega eru þessir gripir, hvórt sem þeir eru nú til „skrauts" (oft- ast mjög vafasams eða ósmekk legs) eða verndar, bezt geymd ir annars staðar í bifreiðinni en þarna. Framrúðan á að vera hrein, og viS hana á ekkert að hanga, sem getur spiUt út- sýni. Þar að auki eru þessir gripir á sífeldri hreyfingu til allra hliða, dingla eins og mjög órólegur og óreglu- bundinn pendúll eða klukku- kólfur, og hljóta að trufla bíl- stjóra 1 akstri. Ég hef sjálf- ur stundum setzt undir stýri í bílum, þar sem dinglumdangl hefur verið fést upp, og hef- ur það til muna skert athyglis- gáfu mína að sjá þessar drusl- ur skjálfandi og dinglandi út undan mér. Einu sinni var talað um, að bugspjót framan á bílum ætti að taka í burtu, þar sem þau gætú valdið slysum. Sumrnn þótti þetta óþörf smámuna- semi, og svo kann sumum að þykja um þetta dinglumdangsl tilskrif mitt. En ég er alveg sannfærður um, að þessa gálga drauga á að banna í öllum bíl- um, þar sem þeir trufla og auka þar af leiðandi slysa- hættu. Vona ég, að uimferðar- yfirvöld taki þetta til athugun- ar. K. S.“ Til þeirra. sem prenta víxla Lögfræðingur skrifar; „Herra Velvakandi! Vegna atvinnu minnar þarf ég að umgangast víxla allmik- ið. Oft hef ég furðað mig á því, hve klaufalega hefur tek- izt til við að prenta orðið „samþykkj andi“ til vinstri og til hliðar á víxileyðublaðið. Langoftast er orðið prentað á miðju þes® þrönga reits, þar sem saimþykkj andi á að skrifa nafn sitt, svo að hann neyð- ist til þess að skrifa ofan í prentaða orðið. Verður nafnið þá stundum torlæsilegt og ekk ert nema krabb eitt. Víxlarnir eru að vísu misjafnlega vel úr garði gerðir hjá bönkunum, og stundum er orðinu haganlega fyrir komið í einu upplagi víx- ileyðublaða, en við næstu prentun hefur þetta gleymzt. Víxileyðublað á að skapa virðingu hjá þeim, sem það nota; ekki veitir af. Það er svo langt síðan að prenthstin var uppgötvuð, að hægtur vandi ætti að vera fyrir vandvirka og snyrtilega setjara að kippa þessu í lag í eitt skipti íyrir öll. Virðingarfyllst. Lögfrœðingur.“ Til Arnarhóls- manna Vegmóður skrifar: ,iKæri Velvakandi. Ég er einn þeirra eftirlauna- manna, sem hef yndi af því í ellinni að ganga um blessaðan bæinn okkar. Oft verður mér þá gengið upp á Arnarhól og finnst þá gott að setjast smá- stund á, einn steinbekkjanna kasta mæðinni og horfa yfir höfnina. Nú nálgast sá árstími, og er reyndar hafinn að nokkru, þeg ar þorstlátix menn Iáta vasa- glösin ganga á milli sín undir styttu landnámsmannins. Þeir eru eins árvissir og tjarnar- krían. Þessir menn fæla mig og mína líka frá því að kasta mæðinni skjólmegin við stytt- una, en hvað um það? Ein- hvers staðar verða vondir að vera. Hins vegar blöskrar mér sá síður þeirra, einkum sumra yngri, að fleygja tæmdu pyttl- unum frá sér, og reyna þeir þá að stilla svo til, að þær skelli niður á steinstéttmni fyrir neðan og splundrast í þús und mola. Nú þegar má segia, að allur ArnarhóU sé glitrandi í glermylsnu. Þótt starfsmenn borgarinnar væru allir af vilja gerðir, gætu þeir ekki plokk- að og pillað öll þessi glerbrot upp, og hvernig fer þá í sum- ar, þegar foreldrar koma með börnin sín og vilja leggjast í grasið í sólskininu? Þess vegna eru mín tilmæli til „fastagest- anna á Grand Hotel“ þessi: Fleygið ekki ílöskunum frá ykkur, heldur skiljið þær eft- ir í skugga Ingólfs, þar sem hreinsunarmenn borgarinnar hirða þær. Það er ekkert gam- an að brjóta gler, sízt ef það verður til þess að særa smá- börn. Skjaldan brýtur gæfu- maður gler. Vegmóður." Innheimta verka- lýðsféíaga Guðrún Jacobsen skrif- ar: ,iKæri Velvakandi! Ég réð mig tU sjós síðastlið- ið sumar í tvo mánuði og þrjár vikur. Lífeyrissjóður hirti af kaupi mínu þrettán hundruð krónur, og hef ég ekkert út á það að setja — fæ þær ein- hvern tíma aftur — hins veg- ar læsti félag eitt krumlunum í þúsundkall, og það geðjaðist mér ekki. Strákurinn minn hef ur unnið í tvo mánuði — en annars í flugnámi — og missti líka þúsundkaU til annars fé- lags. Fyrir mína parta tel ég sjálf sagt að styrkja félög, sem erf- itt eiga uppdráttar, og einstakl inga, sem gleymt hafa að vá- tryggja. — Það er nú einu sinni einkenni á okkur íslend- ingum að líta með einstakri góðvild til þeirra, sem barma sér. Mér finnst of mikið hrifs- að í leyfisleysi fyrir of skamm- an vinnutíma. Og nú langar mig til að vita, hvort þér eða aðrir eru svo vel inni í svona málum að geta svarað mér eftirfarandi: Hrifsar matsveinafélagið aft ur tU sín þúsundkaU af kaupi minu í sumar? Hver gerir félaginu viðvart um leið og ég hverf út fyrir hafnarkjaftinn? Og að síðustu Má ekki útgerðin bara slá á lúkuna? Guðrún Jacobsen.“ Velvakanda er ekki nógu kunnugur þessum málum tU þess að geta svarað, en ein- faldast væri að hringja eða skrifa til matsveinafélagsins. Hvítasunnan Mörgum þykír hvítasunn an skemmtilegasta helgi árs- ins, og ber margt til þess. Þá er dag tekið að lengja og orð- ið saemilega ferðafært fyrir þá, sem unun hafa af því að leita á vit náttúrunnar. Skóla- fólk kvíðir að vísu prófum nú, en fáir eru svo miklir kúrist- ar,: að þeir taki sér ekki hvíld í einn dag a.m.k. Ekið er út í sveit og reynt að láta vetr- arlangt tildragelsi verða að ein hverju. Á eftir eru blöðin svo barmafull af hneykslunarskrif um um spillingu æskunnar, og víst hefur stundum verið of langt gengið, — að dómi hinna eldri a.m.k. Ég ræði ekki um kristilega og kirkjulega þýðingu hvíta- sunnuhelgarinnar. Það eftir- læt ég prestunum, sem menn geta hlýtt á í kirkjum, ■— eða víð útvarpstækið, meðan steik arilmurinn leggur framan úr kokkahúsi. Gamlír menn kölluðu svo, að búast mættí við sex íhlaup um á hverju vori, og hétu þau svo: sumarmálarumba, kóngs- bænadagsíhlaup, krossmessu- kast, uppstigningardagshret, hvítasunnusnas og fardagaflan. Það þótti góðsviti, ef kaldir óg heitir dagar skiptust á um hvítasunnuna. Hins vegar þótti það boða slæmt veðurfar fram undan, ef illviðri var um hvíta sunnuhelgina. Heiðríkja um hvítasunnu þótti aftur á móti gott merki. Ekki má drepa nokkurt dýr eða fugl um helg ina. Mörgum þótti það skrítið, þegar veðurstofuþulurinn hóf veðurfarslýsingu sína í útvarp- inu að kvöldi hins 1. maí sL með ávarpinu: Gleðilega hátíð! Hafa Velvakanda borizt tvö bréf af þessu tilefni, sem hér með kvittast fyrir. Það er satt, að óþarfi er að útjaska þessa fallegu kveðju meira en nauð- synlegt er, og fram að þessu hefur ekki þótt hæfa . að .nota hana við önnur tækifæri en á jólum, þessi fáránlega misno-tk un veðurstofumannsins hafi ekki dregíð allan' kraft úr hinni fornu og fögru kveðju, leyfír Velvakandi sér að bjóða lesendum sínum GLEÐILEGA HÁTÍEM WRIGLiY'S TYGGIGÚMMl v«vvwyww......VV""V""r"fr'’"rrtrrtfrvrrrMrffrfffffffff^.t..,. .... WRIGLEYS CHEWING GUM W E I SX.E Y^S k ♦ CHIWIMÖ GUMr« i Aliar tegundir fyrirliggjandi: Wrigley’s-umboðið, Hagatorgi 1. (Bændahöllinni), — Sími 1-1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.