Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 17
afiifeA MORGtTNfiliÆSÐ, LÁUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. Merki ókyrrðar Óvenjulegrar ókyrrðar gætir ÐÚ hvarvetna í stjórnmálum. f mannfilesta ríki heirns, Kína, hef ur misserum saman jaðrnð við borgarastyrj öld. Víðsvegar ann- ars staðar hafa herforingjar hrifsað völdin til sín. í lýðráeðis4d löndium hafa yfirleitt orðið meiri breytingar en tíðkanlegar eru í kosningum og víðast hvar bitn- að á valdlhöfunum. Þegar á heild ina er litið, verður hvorki sagt að stjórnmálastraumur liggi til Ihægri eða vinstri, heldur sjáist merki verulegrar ókyrrðar. Þessi sömu ókyrrðarmerki hafa einnig komið í Ijiós hér á landi aíðustu mánuði. Andlbyr sá, sem Sjálfstæðis- ffllokkurinn sætti við sveitarstjórn arkosningarnar sl. vor, var vafa- laust vitni þessa. Það væri þess vegna full'komin fásinna af Sjálfstæðismönnum að gera nú ráð fyrir, að góð málefnastaða miuni ein endast þeim til verð- Oigs sigurs. Kofeningaúrslit hafa sjaldan eða aldrei verið tvísýnni en nú. Athyglisverðara er samt, að ókyrrðin er nú hvergi magn- aðri en á meðal stjórnarand- atæðinga. Auðvitað sýnist Sjálf- Sjomaður við línuspil. REYKJAVÍKURBRÉF _.__ Föstudagur 12. maí -- •tæðismönnum sitt hvað um ein- etaka frambjóðendur fkrkksins ctg hafa mismunandi sikoðanir á jumum aðgerðum ríkisstjórnar- innar. En hinn fjölmenni Lands- fundur, sem haldinn var í upp- ha/fi sumars, lý&ti miMum ein- bug og baráittuvilja. Sjálfstæðis- menn hafa ætíð reynzt vaxnir þeim vanda, sem þeir hafa tekið að sér, aldrei flúið af hólmi, heildur leyst með alþjóðarheill íýrir augum hverja þraut, þegar hana bar að höndum. „Fjölskyldu- vandamár6 Andstæðingarnir hafa bundið miklar vonir við það að hin um- nædda ókyrrð yrði tii þess að sundra Sjiálfstæðism. Framboðin sýna, að upplausnarmönnunum hefur ekki orðið að von sinni. Útsendarar hins svokaliaða Lýð- ræðisfloklks hafa undanfarnar vikiur látlauist dreift því út, að hinn eða þessi nafngreindur og velmetinn Sjálfsitæðismaður hafi áfcveðið að gerast frambjóðandi hinna nýju samtaka, — ef sam- ftök skyldi kalla. Allar hafa þess- ar fullyrðingar reynzt tilbúning- ur frá rótum og eftir allar hin- ar árangurslausu tilraunir til að fá velþekkta menn í framboð tel ur málgagn Áka Jalkobssonar fnamboðslista hans það helzt til loifs að á honum séu fáir eða eng- kr þekfetir menn, og hefur oft verið meira logið. Allt ber það framboðsbrölit á sér slik feigð- aimerki, ®ð engin ástæða er til að fara um það fleiri orðum. Hin opinbera sundrung í Al- þýðubandalaginu er hins vegar harla athyglisverð. Þjóðviljinn skýrir síðastl. þriðjudag hinn 8. maí „fráhvarf Hannibals Vald,imarssonar“ sem „rauna- legt tiltæki hans að gera fjöl- ■kylduvandamál sín að opinberu máii.“ Víst er það rétt, að í öllu þessu lýsir sér raunasaga Hanni- bals. Á sínum tíma lét hann ekki víti annarra sér að varnaði verð'a, heldur trúði því að hægt væri að hafa ærlegt flokkssam- starf við kommúnista. í því „til- tæki“ Hannibals hefur frá upp- hafi lýst sér fágætt dómgreind- arleysL „Persóiuiiegur lié- gómaskapur og valdastreita44 Þjóðviljinn neitar því gersam- lega, að klofningurinn milii Hannibals og kommúnista sé um málefni. í forustugrein hinn 9. maí segir: „Ásitæðan er ekki ágreiningur um stefnu og starfsaðferðir; ekk ert slíkt hefur komið firam inn- an bandalagsins, ekki ein einasta tillaga. Hér er ekki um að ræða málefni. Ástæðan er einvörð- ungu persónulegur hégómaskap- ur og valdastreita, þeir eiginleik ar sem sízt af öllu mega láta til sín taka innan róttækra vinstri samtaka“. En úr því að sivo er, af hverju var þá þessi kynlega deila ekki leyst með ofureinföldum hætti? Ekki mundi annað hafa þurft en efsti maður á AJþýðuþandalags- listanum, Magnús Kjartansson, byðist til að standa upp fyrir Hannibal svo að allt yrði slétt og fellt að nýju. Ekkerít mun hins vegar síður hafa komið til mála, og þegar betur er skoð- að, verður ekki hjá því komizt að álylkta að lýsing Þjóðvidjans á persónulegum hégómaskap og valdastreitu, þeim eiginleikum sem sízt af öllu megi láta til sín tafea innan róttækra vinstri samtaka, eigi jafnt við báðar sjálfar höfuðkempurnar, Hanni- bal Valdimarsson og Magnús Kjartansson. Magnús segir sjálf- uir, að þettia sé það eina, sem skilji milli Alþýðubandalagsins og Hannilbals, og Hannibal stað- festir það með því að heirnta að vera talinn góður og gildur Alþýðubandalagsmaður, j afngild ur Magnúsi KjartanssynL Hvor lærði af hinum? En úr því að ekki er skoðana- munur milli þeirra Magnúsar Kjantanssonar og Hannibals Valdimarssonar, þá er því þýð- ingarmeira að átta sig á skoð- unum Magnúsar. í síðasta Reykja víkurbréfi var að vilkið, hvaða skoðnir það eru, sem hafa gert Einar Olgeirsson að óþurftar- manni í ísilenzkum stjórnmálum þrátt fyrir ýmsa góða hæfileika. Vitnað var til þessarra kenn- inga: „-------að þeir eru „fátækir og allslau,sir“. Þetta kann að virðast slæmt, en í raun og veru er þetta gott. Fátækt vekur löngunina til breytingar, löngun- ina til athafnar, löngunina til byltingar. Á allslausa pappírsörk, lausa við allt letur, er hægt að skrifa nýjiustu og fegurstu bók- stafL mála nýjustu og fegurstu myndir.“ Þeir sem þessa stjórnmálaskoð un hafa, fylgja henni af ein- lægri sannfæringu, eins og m.a. sést af þessari viðbótarskýr- ingu: ,J>að að hafa ekki rétt stjórn- málasjónarmið er líkast því eins og hafa enga sáL“ Þess hefur orðið vart, að ýms- ir hafia talið, að þarna væri vitn- að til skoðana Magnúsar Kjart- anssonar, sem Einar Olgeirsson hefur ákveðið að verða skuli arftaki sinn í íslenzkum stjórn- málum. Út af fyrir sig er eðli- legt, að menn haldi, að petta séu einhver sferif Magnúsar, því að tvímælalaust er þarna orðað- ur sami boðskapur og settur er fnam í forustugrein Þjóðviljans á gamlársdag si., þagar sagt var: „Mörgum hættir einnig við því á tímum þegar búksorgirnar eru ekki eins nærgöngular og endranær, að týna niður félags- legum viðhorfum og hefjia eftir- sókn eftir vindi. En einstakling- ar, sem sökfeva sér niður í því- líka síngirni fá að sanna þá forn- kveðnu speki, að það stoðar lit- ið að eignast heiminn, ef menn fyrirgena sálu sinnL“ Allar lýsa þessar tiilvitnnir sama ótta við yfirvofandi sálar- háska af því, ef verkalýðurinn iflái of góð kjör, vegna þess að þá fáist hann ekki til nógu hat- rammrar baráttu eða byltingar. En þó að boðskapurinn sé hinn Siami og orðin furðanlega lík, þá er það samt svo, að Mao for- maður austur í Kina hefur skrif- að fyrri tilvitnanirnar en Magnús frambjóðandi í Reykj avík hin- ar síðarL Nú geta menn velt því fyrir sér hvort líklegra sé, að Magnús hafi lært af Mao eða Mao af Magnúsi eða hvor um sig kom- izt að þessum grundvallarkenn- ingum fyrir eigin ihugun. „Ábyrgðin hjá hugmyndakerfinu6 Af erlendum blöðum er svo að sjá s,em það hafi vakið sérstaka athygli, að kommúnistax á ís- landi skyldu ekki eiga neinn fulltrúa á fundi er rússneskir kommúnistar nýlega efndu til í Karlsbad og vera átti einskonar allsherjar æfing undir stærri fund, þar sem gerðar skyldu upp sakir við Kínakiomma. Látum það vera; aðalatriðið er, að ráð- andi menn í Alþýðubandalaginu eru enn haldnir ofsatrú á hin fornu fræði Marx, Lenins og Stalins. Öðru hvoru reyna þeir að skjóta sér undan hinum hroðlegu glæpum,' sem framdir hafa verið í nafni þessara fræða, með því að kenna þá einstök- um forustumönnum, en standa því fastar á sjálfum grundvall- arkenningunum. Kommabrodd- ana hér skortir hreinskilni Svetlönu dóttur Stalins, sem á blaðamannafundi á dögunum í New York, sagði um stjórn- málastefnu föður sins: „Nú, — ég verð að segja, að mér misliíkaði auðvitað margit, — en ég held, að margir aðrir, sem ennþá eru í miðstjóm flokksins og framkvæmdastjórn ættu einnig að teljast ábyrigiir fyrir ýmsu því sem hann var sákaður um. Og jafnframt því, sem ég tel sjálfa mig að nokkru leyti á- byrga fyrir þesisum hörmulegu atburðum, óréttlátum manndráp um, finnst mér ábyrgðin hafa verið og vera hjá fiokknum, stjórninni og hugmyndakerfinu í heild.“ Síðar á fundinum sagði Svet- lana: „Ég heif þegar saigt, að mér finnst ekki, að þeir ættu að ásaka einn mann um þá glæpi, sem svo margir áttu þátt í að drýgja — og mér finnst það ekki hafa verið rétt að skella skuld- inni á einn mann fyrir atburði, sem voru í raun réttri gerðir floklksins í heild.“ „Stéttabylting glatað þýðingu66 Orð Svetlönu verða ekki að engu gerð með því að segja að thún sé að reyna að afsaka föður sinn. f þeim er sagður sann leikur, sem engum getur dulist þeim, er vill sjá og skilja. Svet- lana er bersýniilega margreynd kona, sem hefur vaxið að víð- sýni og þroska við þá erfiðleika, sem hún hefur orðið að þoia. Þráin til trúar og frjálsrar sfeoð- anamyndunar og löngunin til að láta skoðanir sínar uppi verða ekki eilíflega bældar niður með valdboði. Þótt náttúran sé lamin með lurlk, þá leitar hún út um síðir. Svetlana hefur allian fyr- irvara á hvernig henni muni líka vistin í Bandarífej.unurn, en hún segir hiklaust: ■ —..-...11 ^ „Ég held ekki, að stéttabar- átta og bylting geti samræmst kærleikshugsjóMnni — nei, — ég held þetta fcverinit geti ekki far- ið saman.“ Enn síðar segir hún: „Ég tel, að í heimi nútímans^ heimi 20. aldarinnar, sem við til- heyrum, heimi kjarnorku- sprengju og geimferða, hafi hug- myndin um stéttabyltingu í þvi slkyni að færa fólkinu framfarir glatað þýðingu sinni. Því að á okkar tíma ætti að vera unnt að ná framförum með þátttöku mannkynsins alls, — hverra stétta, stem menn eru, ættu þeir að geta unnið í sameiningu a3 auknum framförum. Því minni barátta, því minni blóðsúthell- ingar — þeim mun betra fyrir fólkið. Sú er trú mín.“ Þessi sfeoðun konu, sem ali» hefur verið upp í meiri komm- úniskum rétttrúnaði en nokkur önnur er hollur lærdómur fyr- ir alla. „Það gerði fá- tæktin46 Daginn, sem framlboðsfrestur rann út, lýsti nalfngreiindur mað- ur ástandinu á íslandi svo: „— — — þegar annar helm- ingur íslenzku þjóðarinnar hef- ur verið gerður að hiálfvitum og hinn veit ekki sitt rjúkamdi ráð.“ Ekki er nú dómurinn fagur, og efkki mundi vel fara, ef þeir, sem að eigin dómi eru annað hvort hálfvitar eða vita ekki sitt rjúk- andi ráð, ættu að fá Stjórn lands- ins í sínar hendur. En er þá ásitandið ekki eittíhvað betra í Framsöknarlflokknum? Ástandið í Framsókn lýsir sér m.a. í því, að þeir Þorsteinn Sig- urðsson formaður BúnaðarféL íslands og Jakob Frímannsson formaður Sambands ísl. sam- vinnufélaga skuli hafa verið fedldir úr 100 manna miðstjórn flo'kksins. Báðir eru þessir menn persónulega vel metnir af öll- um þekn, er þá þekkja og for- ystumenn í þeim tveim almanna samtökum, sem löngum hafa verið styrkasta sfcoð Framsókn- ar. Ástæðan tffl þess, að þeim skulli niú rutt úr miðstjórninni, er vafalausit fyrst og fremst sú, að þeir vilja ekki misbeita trún- aðarstöðuim síruum og þeim al- mannasamtökum, sem þeim hef- ur verið treyst tffl að stjórna, jafn hatramlega í flokksþágu og 'hinir örvæntingarfullu vald- Streituanenn flokksins heimta að 'gert sé. Með þessu er engan veginn sagt, að Þorsteinn Siig- urðsson og Jalkob Frímannsson vilji ekki nota áhrif sín Fram- sóknarfiokknum til stuðnings. En þeir eru báðir lífsreyndir og 'hyggnir menn. Þeir skilja, að það dugar ekki lengur að nota söanu aðlferðina og áður fyrri var beitt. Afstaða þeirra er stað- festinig á orðum Gunnars Sig- urðlssonar fyrrum bónda á Ein- arssfcöðum í Öxarfirði, sem seg- ir í samtali er birtist 4. maí sL í íslendingi. „Þú ert Sjálfstœðismaður. — Ég haf eiginlega verið það frá Sitofnun Sjálfstæðisflokksins. Reyndar fór ég dult með það á tímabilL það gerði fátæktin og viðs-kiptaaðstaðan. Þetta blessað- ist og nú þurfa menn ekki að eiga á hættu að líða fyrir skoð- anir sínar, a.m.k. ekki í þeirn mæli sem áður. Hvernig lýst þér á kosning- arnar í sumar? —Mér lýst heldur vel á þær, en það þarf að vinna vel. Það þarf oftast að berjast harðar fyr- ir góðan málstað en slæman." |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.