Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAf 1967. Nýtt eldishús í Laxa- eldisstöð ríkisins TEKIÐ var f notkun nýlega nýtt eldishús í LaxaeldisstöS rík- isins i Kollafirði. Með tilkomu þessa aldishúss hefur aSstaðan við laxeldi í eldisstöðinni stór- batnað og er bygging þessi merkur viðburður í uppbygg- ingu stöðvarinnar. Fréttamönnum var í gær boðið að skoða Laxaeldisstöðina í Kollafirði og þá einkum nýja húsið. Er greinilegt á saman- burðinum við eldra húsið, að nú með tilkomu nýja hússins, hafa starfsskilyrðin öll til laxeldis stórbatnað. Nýja húsið er 400 fermetrar að flatarmáli, stál- grindarhús á steinsteyptum grunni. Stærsti hluti hússins er eins og gefur að skilja eldissalur, sem 40 ferköntuðum eldiskerum úr plasti hefur verið komið fyrir í, ásamt vatnsleiðslum að ker- unum og frá þeim. Er áætlað að laxaseiði á fyrsta ári verði alin í þessum eldiskerum. Auk eldis- 'salarins er í húsinu skrifstofa eldisstöðvarinnar, snyrtiherebrgi, •geymsla og fóðurhús. Verkfræði- legan undirbúning að byggingu eldhússins gerði verkfræðistof- an Hönnun í Reykjavík. Byrjað var að grafa fyrir húsinu seint í júlí 1966 og er nú bygging hússins mjög langt komin. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri tjáði fréttamönnum m. a. eftirfarandi: Um þessar mundir eru sex og hálft ár siðan hafizt var handá Byrjið daginn með EHirlœti fjölskyldunnar Myndin er tekin inni í nýja eldishúsi Laxaeldisstöðvar ríkis ins í Kollafirði og sýnir hún glöggt hve rúmgott húsið er. tim uppbyggingu Laxeldisstöðv- ar ríkisins í Kollafirði. Á þess- um tíma hefur fengizt mikilvæg reynsla af lax- og silungseldi við íslenzkar aðstæðnr, sem koma munu að góðu gaigni. Þegar fisk- eldið er hafið í nýu landi eða Við nýjar kringumstæður er þörf lá að reyna fyrir sér með margt, og er því eðlilegt að slík undir- Ibúningsvinna taki tíma og fé. iMá segja að helztu byrjunar- örðugleikum hafi nú verið rutt úr vegi, og megi vænta þess. að ’búið sé að koma traustum fótum undir fiskeldið í Laxeldisstöð- inni. Er það mikill áfangi. Á næstu árum munu verða tekin fyrir margskonar verkefni á tsviði fiskeldis og fiskræktar i ’ám og vötnum, en tilraunastöð eins cig Laxeldisstöð ríkisins er undirstaða þess, að hægt sé að Vinna slíkt verk hér á landi. Að sjálfsögðu verður árangur af slíku starfi í framtíðinni ná- tengdur því, sem fram verður lagt af fiármunum til þess að inna störfin af hendi. Verður að meta og vega árangurinn eftir *því. Það er ekki vafa bundið, að merk verkefni bíða úrlausn- 'ar á sviði fiskeldis og fiskrækt- ar, og mikinn árangur má fá á þessu sviði, ef allir þeir, sem "þessi mál varða, leggjast á eitt um lausn þeirra. Innkaupastofnun ríkisins bauð byggingu nýja eldishússins út. *Var samið við Hvesta hf að t>yggja grunninn, Landssmiðjuna um að reisa stálgrindina og klæða hana svo og um raflagnir, en Árni Jóhannsson, byggingar- meistari, hefur séð um innrétt- ingar á skrifstofu og fleiru. Eldisker í eldissal eru gerð úr plasti og hefur Trefjaplast hf á Blönduósi búið kerin til. Eru þau 2x2 m að ummáli og 50 sm að dýpt. Eftirlitsmenn með. byggingarframkvæmdum voru Verkfræðingarnir Ásgeir Mark- ússon og Guðmundur Gunnars- son, sem að jafnframt gerði all- ar áætlanir. Kostnaður við bygg- Jngu hússins cg útbúnaður er um þrjár milljónir króna. í Laxeldisstöðinni eru nú um Imilljón laxaseiða. Þar af er um Í800 þúsund kviðpokaseiði, um Í150 þúsund ársgömul seiði og irúmlega 50 þúsund tveggja ára 'seiði, sem eru tilbúin að ganga !í sjó í vor. Auk þess eru nokkur ihundruð árs gömul sjóbirtings- iseiði og um fimm þúsund feleikjuseiði af ýmsum stærðum 'og aldri, allt upp í fimm punda fiska. Að lokum sagði veiðimála- stjóri: Rétt Þykir að nota tækifærið 'til þess að þakka öllum þeim, sem lagt hafa fram vinnu við að undirbúa og byiggja hið nýja eldishús í Kollafirði, svo sem Innkaupastofnun ríkisins, verk- 'tökum og verkfræðingum og starfsmönnum þessara aðila. Síð- ast en ekki sízt ber að þakka ráðherrunum Ingólfi Jónssyni og Magnúsi Jónssyni fyrir hinn ógæta skilning þeirra á þörfinni tfyrir bættan aðbúnað í Laxeldis- ■stöðinni. Hjá stjórn Laxeldis- stöðvarinnar hefur ríkt mikill óhugi á að koma upp þessu eldis- þúsi, en í stjórninni eiga sæti •auk mín, Guðmundur Oddsson, forstjóri, Jón Sigurðsson, hag- sýslustjóri, Svanbjörn Frímanns- ison, bankastjóri, og Sigsteinn (Pálsson, hreppstjóri, Blikastöð- Um. Veiðimálastjóri er fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar og Eyjólfur Guðmundsson er settur stöðvarstjóri. Frá skátamótinu í Botnsdal 1963. Skátamót í Botnsdal ur og innifalið í því allir matar, aðstaða á mótinu, mótsmerki og söngbók. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist fyrir 15. júní. NÚ f SUMAR dagana 29. júní til 2. júlí mun Skátafélag Akra- ness gangast fyrir skátamóti í Botnsdal i Hvalfirði. Er boðið til þess skátum hvaðanæva af landinu, en aðalega ætlað skát- um af Suður-og Vesturlandi. Náttúrufegurð í Botnsdal er margrómuð. Tjaldað verður í gróskumiklum skógi, sem er um kringdum fjöllum: Þyrill, Hval- fell og Botnssúlur, svo að nokk- ur séu nefnd. Slíkt mót sem þetta hafa áður verið haldin 3-svar í Botnsdal 1957, 1960 og 1963 og hafa tekizt mjög vel. Dagskrá verður að skátavísu fjölbreytt þar sem fara fram störf við tjaldbúðir, leikir á- samt keppnum í skátaíþróttum, en hverj u kvöldi lýkur með varð eldi. Farið verður í gönguferðir um nágrennið á fagra og skemmti- lega staði m.a. að hæsta fossi landsins, Glym, sem fellur fram í hrikalegu gljúfri. Gengið verð ur á fjöll í nágrenninu og get- ur hver valið ferð við sitt hæfi. Fjölskyldubúðir eru sérstak- lega ætlaðar eldri skátum með fjölskyldur sínar, verða staðsett ar í fögru rjóðri á árbakka. Geta þeir keypt sér mat á mótsstað ásamt því að taka þátt í dag- legum störfum mótsins. Þetta er reyndar fastur liður í skátamót- um hérlendis og hefur gefizt vel. Var byrjað á þessu í Botnsdal 196Q. Heimsóknardagur er á laugar- dag síðdegis. Er foreldrum og al menningi þá heimilt að heim- sækja mótið. Skátafélögum hafa verið send ar nánari uplýsingar um mótið og er skátunum bent á að hafa samband við foringja sína. Þátttökugjald verður 450 krón - SJÖ.VEIÐIMÓT Framhald af bls. 20. Eins og áður segir, sér Sjó- stangaveiðifélag Reykjavíkur um þetta alþjóðamót. Formaður fé- lagsins er Magnús Valdimarsson, en undirbúningsnefnd mótsins er skipuð þeim Halldóri Snorra- syni, Bolla Gunnarssyni og Ragn- ari Ingólfssyni. (Frá Sjóstangaveiðifélagi Rvk.) Innbrot BROTIZT var inn í Timbur- verzlun Árna Jónssonar í fyrri- nótt. Var þar rótað til í öllum skrifborðsSkúffum í fjórum skrif stofum, og öliu umturnað, en þjófarnir höfðu aðeins um 600 krónur á brott með sér. Rann- sóknarlögreglan telur að þarna hafi unglingar verið að vevki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.