Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 252. tbl. 57. árg. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísku kosningarnar: Litlar breytingar á, þingi — en demókratar unnu 11 ríkisstjóra Demókrataþrenningin — Humphrey, Muskie og Kennedy — sigraði með yfirburðum Washington, 4. nóv. AP-NTB 0 ÚRSLIT eru nú að mestu kunn úr kosningunum, sem fram fóru í Bandaríkj- unum á þriðjudag. Kjörnir voru þá 35 af 100 þingmönn- um Öldungadeildarinnar, all- ir 435 þingmenn Fulltrúa- deildarinnar, 35 af 50 ríkis- stjórum og fjöldi annarra embættismanna. 0 Ljóst er að republikan- ar hafa unnið aðeins á í Öld- Nelson Rockefeller ungadeildinni, tapað í Full- trúadeildinni, en minna en venja er fyrir stjórnarflokk- inn á miðju kjörtímabili for- seta, og beðið afhroð í kosn- ingum ríkisstjóra. Eru úrslit ríkisstjórakosninganna það, sem mest hefur komið á óvart. 0 í kosningabaráttunni lögðu republikanar mesta á- herzlu á að halda bæri uppi lögum og rétti og berjast gegn spillingaröflum í þjóð- félaginu, sem þeir töldu flokk sinn hæfastan til. Demókrat- ar lögðu hins vegar megin áherzlu á efnahagsvandann og atvinnuleysi. Hvorugt virðist hafa nægt til að grípa kjósendur, því þeir virðast frekar hafa valið um fram- bjóðendur en stefnu flokk- anna. Sést það bezt á því að víða hafa kjósendur farið út fyrir flokksböndin með því til dæmis að kjósa ríkisstjóra úr öðrum flokknum, en þing- mann úr hinum. Úrslit eru víða mjög athyglis- verð, og eru þau helztu rakin hér á eftir. Fréttaskýrendur telja að niðurstöður kosninganna geti hafi mikil áhrif á stefnu flokk- anna í framtíðinni, því á þeim verði ílokkarnir að byggja und- John Tuiuiey, boxarasonurinn, sem Iagði George Murphy irbúninginn fyrir forsetakosning arnar í nóvember 1972. Þeir Nix on forseti og Spiro Agnew vara- forseti tóku mjög virkan þátt i kosningabaráttu republikana að þessu sinni, og eru ekki allir sammála um hve hagstætt það hafi verið fyrir forsetann. Bent er á að ýmsir þeir, sem forset- inn lagði lið, hafi orðið undir í baráttunni, og geti það dregið úr áhrifum Nixons. Sjálfuj*. segir forsetinn þó í dag að hánn sé ánægður með úrslitin. Þótt fréttagkýrendur telji úr- Slit kosninganna sigur fyrir damökrata benda þeiir m>argir á >a.ð þau geti auðveldað forsetan- um samvininfuna við þingið, eða öllu helduir öldungadeildina. Bent er á að sumir þeirra demó- krata, sem nú taka sæti í Öld- unigadeildinni, standi n-ær stefinu neEniblikana en demókrata. Er 'hér aðallega átt við þinigmenn Suðurrikjanma, sem jatfnan hatfa veirið taldir íhaldssamir. Hér á eftir verða ralkim helztu úrslitin í kosmimgunum, en aðeins stiklað á stóru: Öldungadeildin Að þessu sinni voru kjörnir 35 af 100 þingmönnum Öldunga- deildarinnar. Fyrir kosningarnar Hubert H. Humphrey var deildin þannig skipuð að demókratar áttu 57 þingmenn, en republikanar 43. Nokkur breyting verður á þessu hlut- tfalli og virðast demókiratar fá 53 fulltrúa í Öldungadeildinni á næsta þingi, republikanar 44, tveir verða utanflokka, og styð- ur annar demókrata en hinn republikana, og enn er óvist um úrslitin í Indiana þar sem taln ingu er ekki lokið og frambjóð- endur mjög jafnir. Siðustu töl- ur þaðan voru: Vance Hartke frambjóðandi demókrata 882.900 atkvæði, Richard Roudebush frambjóðandi republikana 881. 755, og höfðu þeir þá skipzt á að vera fyrir ofan allt frá upp- Framhald á bls. 3 Ályktunartillaga SÞ: Vopnahlé verði framlengt Friöarviðræður hef jist á ný NEW YOR-K 4. nóv., A>P, NTB. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í dag ályktunar- tillögu Afríku og Asíuríkja um að vopnahléið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs yrði fram- lengt um þrjá mánuði og að friðarviðræður undir forsæti Gunnars Jarrings yrðu teknar upp á ný. Þá var í tillögunni einnig samþykkt að leggja til að ályktun Öryggisráðsins frá 1967, Amalrik fyrir rétt Moskvu, 4. nóv. — NTB. HAFT er eftir góðum heimildum í Moskvu að réttarhöld í máli sovézka rithöfundarins Andrei Amalriks eigi að hef jast í Sverd- lovsk 11. nóvember, þ. e; á mið- vikudag í næstu viku. Ákærður með Amalrik er verkfræðingur- inn Lev Uboskjo, en í ákæru- skjalinu eru báðir sakaðir um að hafa dreift lygum um Sovét- ríkin. Aima'lirik er þekktastur fyrir bók sína „Verða Sovétiríkin til árið 1984“, og var handtekin.n í heimalandi sínu í maí í vor. Samfcvæmt ofan'gxeindum heim- Framhald á bls. 27 sem krefst tafarlauss hrottflutn- ings ísraeia frá herteknu svæð- unum, tæki gildi sem allra fyrst. Abba Eban utaniríkisráðherrr'a ísraiels sagði >að þess-i tillaiga myndi hafa í för imieð sér breyt- ingu á túlfcrm ályfctunar Örygg- isráðisins og þess vegnia ger- breyta ölluim grundvallarskil- yrðuim friðairviðræðina. Mótimælti hairai samþykkt til'lögunnar. ísra-elsstjórn hetfur tjáð sig reiðu- búna til að framlemgja vopna- hléið, en hefur neitað að taka þátt í friðarviðræðum með Jarring, á meðam Egyptar neita að flytja eldflaugastöðvamar. sem þei>r hatfa flutt nær Súez skurðinum frá því að vopnahléið byrjaði. Viðræður Pólverja og V'Þjóðverja Varsjá, 4. nóvember. AP-NTB. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Pól- lands og V-Þýzkalands ræddust við í Varsjá í dag. Þetta er ann- ar fundur ráðherranna, en mark- mið viðræðnanna er að bæta sambúð landanna. Walter Scheel og Stefan Jedruchowsky Framhald á bls. 27 Kistur ungmennanna 144. Foreldrar leita að kistum barna sinna. Opinber rannsókn á brunanum í St. Laurent Embættismönnum vikið úr starfi París, 4. nóv. — AP-NTB FRANSKA stjórnin ákvað á fundi í dag, að láta fara fram opinbera rannsókn á brunanum í St. Laurent du Pont um helgina, þar sem 144 ungmenni létu lífið, er kviknaði í veitingahúsi þar sem dansleikur stóð yfir. Einnig var ákveðið á stjórnarfundinum að víkja borgarstjóranum og sýslu- manninum úr embættum. Þá var gefin út tilskipun um nýjar öryggisráðstaf- anir til að koma í veg fyr- ir slys sem þetta geti end- urtekið sig. Pompidou forseti stjórnaði fundinum. Leo Hamon upplýs ingamálaráðherra skýrði fréttamönnum frá því að ákveðið hefði verið að reka mennina tvo frá embættum, til að auðvelda rannsókn hins opinbera. Þegar eftir brun- ann voru lagðar fram kærur um mörg brot á öryggislög- gjöfum á hendur eigenda veit- ingahússins. Þá sagði ráðherr- ann að þegar hefði verið kom ið á fót möngium öryggis- málanefndum víðs vegar í Frakklandi og ynnu þessar nefndir nú að eftirlitsstörfum með veitingahúsum og öðrum samkomustöðum. Upplýsingamálaráðherrann sagði að brottvikning mann- anna tveggja þýddi ekki að verið væri að lýsa þá seka. Rannsókn fer nú fram á þætti þeirra í byggingu húss- ins, en komið hefur í Ijós að húsið hafði aldrei fengið eld- varnarskírteini og að skreyt- ingar í salarkynnum voru úr eldfimum efnum. Einnig voru báðir neyðarútgangar læstir og fjalir slegnar fyrir þá, til að hindra að fólk gæti kom- izt inn endurgjaldslaust. Unga fóikið fannst flest í húgu við ney ðar ú tgan-gana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.