Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 28
mmm KÆLISKÁPAR FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI.... 26660 RAFISJAN SÍMI-. 19294 FLJÓTVIRKARI, MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1970 Dauðaslys í Skriðdal Egilsstöðum, 4. nóvember. I>AÐ slys varð á bænum Geir- ólfsstöðum í Skriðdal um miðj- an dag í gær, að húsfreyjan, Pálína Stefánsdóttir Ienti í öxli úttaksdrifs á dráttarvél með þeim afleiðingum að hún beið bana. Pálína var á sextugsaldri. Tildrög slyssins eru óljós, en sonur Pálínu sem var að vinna þarna á dráttarvélinni varð fyr- ir höggi og rotaðist og féll af henni. Að þvi er líkur benda til mun Pálína hafa farið út til að huga að syni sinum, en lent þá í úttaksdrifskafti vélarinnar eða festst í þvi með fyrrgreind- um afleiðingum. Þegar sonur Pálínu heitinnar rankaði við sér, fann hann móð- ur sína látna aftan við dráttar- vélina. — ha. Síldin undir leyfilegri stærð? UM 100 lestir af sild veiddust í fyrrinótt í Skeiðarárdjúpi. Síld þessari var iandað í Vestmanna- eyjum. Samkvæmt upplýsingum Hjáimars Vilhjálmssonar, fiski- fræðings voru tekin sýnishom af þessari síld og við frumathugun í gærkvöldi kom í Ijós að stærð sildarinnar er aiveg á mörkum þess að leyfilegt sé að veiða síld ina vegna friðunar. Hjálmar sagði að við friðun á síld væri skýrt tekið fram að eigi mætti veiða síld ef 55% henn ar er 25 sm að lengd eða minni. Reynist svo eru veiðarnar ólög- legar og ber að kæra skipstjór- ana. Á síldarmóttakandi á staðn- um að gera ferskfiskmatinu við vart, sé aflinn ekki innan þess- ara takmarka. Svo sem Hjálmar tók fram Hjörtur Hjartarson þarf þetta nánari rannsóknar við, þar eð afli þessi er svo nærri þeim mörkum, sem leyfi- leg eru. Súlur hf. falla frá skuttogarakaupum Telja Slippstöðvartogarana allt of dýra SÚLUR h.f. á Akureyri hafa selt eina skip sitt m.s. Sigurð Bjama- son, en salan var ákveðin með það fyrir augum að félagið keypti annan skuttogaranna, sem fyrirhugað var að Slippstöð- in á Akureyri smíðaði fyrir skuttogaranefndina. Kaupandi m.s. Sigurðar Bjamasonar er Út- gerðarfélagið Höfn, Siglufirði og fór skipið til hinna nýju eig- enda í fyrradag. Súiur h.f. telja sér nú ekki kleift að gera samn- ing um kaup á skuttogara frá Slippstöðinni h.f., vegna sí- hækkandi kaupverðs togarans. Leó Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Súlna h.f. sagði í viðtali við Mbl. í gær að hefði félagið séð fyrir þessar hækkanir hefði sala á m.s. Sigurði Bjarnasyni ekki komið til greina. Kvaðst Leó búast við því að kostnaðar- verð togarans frá Slippatöðinni, sem nú stæði í 168 milljónum króna myndi enn hækka um 20 til 30 milljónir og til kaupa á svo dýru skipi hefðu Súlur h.f. ekkert bolmagn. Leó kvað vinnumarkaðinn lausan og gæti hann haft áhrif til hækkunar, vaxtagreiðsla á byggingartímabilinu myndi einn ig hækka verð skipsins og einnig kvað hann vélina í skipinu ekki það góða, að nokkur myndi kaupa. Upphaflegt tilboð kvað Leó hafa verið 124 milljónir kr. í vor við almennar kauphækk- anir hefði verðið svo farið í 141 milljón og nú nýlega í 168 millj- ónir. Taldi hann því að endan- legt verð togarans yrði 188 til 198 milljónir króna. Súlur h.f. fá ekk að sögn Leós Sigurðsson- ar, að kaupa spánskan togara, en samkvæmt samningum er fast verð á þeim. Nýtt verð á söltunarsíld VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins auglýsti í gær nýtt verð á Hjörtur Hjartarson formaður Verzlunar- ráðs íslands Á FUNDI nýkjörinnar stjórn ar Verzlunarráðs fslands í gær, var Hjörtur Hjartarson kjörinn formaður Verzlunar- ráðsins. Fyrsti varaformaður var kjörinn Björgvin Schram og annar varaformaður Gunn ar J. Friðriksson. ASrir í framkvæmdastjóm Verzlunarráðsins voru kjörnir: Gunnar Ásgeirsson, Haraldur Sveinsson, Hjörtur Jónsson, Jónatan Einarsson, Kristján G. Gíslason og Othar Ellingsen. Varamenn í framkvæmda- stjóm voru kosnir: Ámi Áma- son, Ámi Gestsson, Bjöm Hall- grímsson, Magnús J. Brynjólfs- son, Sveinn Valfells, Sverrir Norland og Þoivaldur Guð- mundsson. síld til söltunar, veiddri suð- vestanlands. Verðið var úr- skurðað í yfimefnd og ákveðið af oddamanni og fuiltrúum síid- arseljenda gegn atkvæði fuiltrúa síldarkaupenda. Verðið, 12,40 krónur á hvert kíló, gildir frá og með 3. nóvember til áramóta. Síldarverðið vair ákveðið í haunst, en ummit vair að segja því upp með vilku fyrirvara. Síldar- seljendur sögðu upp, en verðið var áður 10 krónur. Samikvæmt uppl. Sveins Finns- somair, framkvæmdastjóra Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, var verðið í nóvember í fyrra og fram til áramóta 13,00 króniur. Er það því 60 aurum lægira en á sama tima í fyrra, þrátt fyrir 2,40 króna hækkun frá Ihiaust- verðinu nú. Þá ræddi Mbl. við Gunnar Ragnars, forstjóra Slippstöðvar- inniar h.f. á Akureyri og spurðist fyrir um þetta mál. Gunnar sagði að upphaflegt tHboð Slipp- stöðvarinnar, 124 milljónir króna hefði verið miðað við smíði 6 togara og þegar aðeins hefði Framhald á bls. 27 | ÞAÐ er ekki á hverjum degi I að bílar eru fluttir frá Dan- mörku til íslands á tveimur log hálfri klukkustund. Það I gerðist hins vegar ný- , lega þegar bíli af gerðinni Taunus 20M var fluttur í Boe- I ing þotu Flugfélags Islands, | „GulJfaxa“ frá Kaupmanna- | höfn til Kefiavíkur. Greiðlega , gekk að koma bílnum í vél- la og úr henni á Keflavíkur- I flugvelli. Um þetta leyti árs i er nokkurt rými í þotunni not , að undir vöruflutninga. Vöru ' flutningar milli landa aukast | stöðugt þótt frekar fátítt sé, | enn sem komið er, að bilar séu fluttir í heilu lagi. (Ljósmynd Heimir Stígsson). Platgos í Heklu f GÆRMORGUN barst frétt um að Hekla mundi vera farin að gjósa. Taldi kona ein í Haga í Gnúpverjahreppi sig sjá að gos væri byrjað í fjailinu. Það kom þó í Ijós, þegar farið var að hringja á bæi, þaðan sem sést til Heklu, að það mundi ekki vera, og úr landheigisgæzluflugvél- inni, sem flaug yfir sást ekkert óvenjulegt. Allhvasst var og er talið líklegt að vindurinn hafi náð að þyrla fingerðri öskunni, sem mikið er af á þessum slóð- um eftir gosið í vor. Þegar dr. Sigurðí Þórarinssyni báruisit fíkilaboðin frá Ha,ga, 'hriinigdi ha,nn í BúrfeHsvirkjun og á ýmsa bæi, þaðan sem sést til Heklu, en enigimn bafðd orðdð var við gos. Eftir að ha,nin hafði svo talað við konun'a í Haga og fengið hennar lýsingu, taildi hann sig öruggan um að þar gæti verið um gos í Heklu að ræða. Hann haifði reynd'air verið vantrúaiðuir á að núna gæti verið farið að gjósa úr tindi fjaHsims, þó ekki sé loku fyrir það skotið að sprunga opnist í niánd við Heklu, sam er eldfjallasvæði, og gosið beri í fjallið sjálft. En ■hann tók það fram við Mbl., að konan hafði gert alveg rétt í að tilkynna, þegair hún taldi sig sjá gos, því betra sé a@ vera galbb- aður einu sinni eða tviisvar Framhald á bls. 27 Gæzluvarðhald framlengt GÆZLUVARÐHALDSÚR- SKURÐUR í máli íslenzku stúikunnar, sem tekin var með 24.5 kg af hassis í ísrael fyrir hálfum mánuði átti að renna út í gær, 4. nóvember. Gæzlu- varðhaldsvist stúlkunnar var framlengd í allt að 3 vikur. Samkvæmt upplýsingum Fritz Naschitz, aðalræðismanns fs- Iands í Tel Aviv, mun rann- sókn í máli stúlknnnar lokið innan þessara þriggja vikna, og ákvörðun tekin um fram- hald þess. Skilvís finnandi Egilsstöðum, 4. nóvember. UNGUR maður frá Egiisstöðum varð fyrir því óhappi, er hann var staddur i Reykjavík, að tapa veski, sem i voru tæpar 30 þús- und krónur. Veskinu tapaði hann á leið milli bílasala í borginnl. Má geta nærri að maðurinn varð undrandi og feginn, er hann um það bil 10 dögum seinna fékk veskið sent með öllu sem í því hafði verið heim til sín. Maður- inn sem fann veskið hafði lent í erfiðleikum með að hafa upp á eigandanum, vegna þess að skil- riki þau, sem í þvi voru, voru stíluð á Seyðisfjörð. Þó fór svo að lokum að hann náði til rétts eiganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.