Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUN’BLA.ÐEÐ, FIMMTUDAGUR 5. N'ÓVEMBER 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. BATNANDI AFKOMA i ðstæður al'Iar í efniahags- ■ málum okkar íslendinga eru mjög hagstæðar um þess- ar mundir og hafa orðið al- gjör umkipti frá ársbyrjun 1969, en ssnemma á því ári hófsit sá baiti í efnahagsmál- um, sem nú blasir við allra augum. Talið er, að þjóðar- framleiðslan í ár muni aukast um 7% og þjóðartekjurnar um a.m.k. 10%. Til saman- burðar sk'al þess getið, að á árinu 1967 minnkaði þjóðar- framleiðslan um 2% og þjóð- artekjurnar um 6,8% og á ár- inu 1968 minnkaði þjóðar- framleiðslan um 6% og þjóð- artekjumar um 7,2%. Hin hagstæða þróun í sjáv- arútvegi og fiskvinnslu á að sjálfsögðu mestan þátt í batn- andi afkomu til sjávar og sveita. Góð aflabrögð og hækkandi verðlag á fiskaf- urðum okkar erlendis, sér- staklega á Bandaríkjamark- aði, eru undirstaða bættrar afkomu útgerðar og fisk- vinnslufyrirtækja. Verð- hækkanir erlendis, sem hóf- ust á árinu 1969, hafa bald- ið áfram á þessu ári og bend- ir allt til þess, að útflutning- ur sjávarafurða í ár verði að verðmæti til um 40% meiri en á sl. ári. Jafnframt bygg- ist afkoma þjóðarbúsins nú á traustari stoðum en áður. Fyrr á árum var útflutning- ur sjávarafurða um 95% af heildarútflutningi, en á fyrri hlufa ársirus 1970 var þetta hlutfall komið niður í 78%. Þessar tvær tölur sýna, að grundvallarbreyting er að verða í þjóðarbúskap okkar. Hlutdeild iðnaðar í þjóðar- Að fórna litlu C’ins og rakið hefur verið hér að framan, býr þjóð- in nú við batnandi efnahag. Ytri skilyrði til þess að tak- aist á við þau vandamál, sem leiða af aukinni velmegun, eru því góð. Ekkert er því til fyrirstöðu, að afkoma al- mennings og atvinnufyrir- tækja landsmanna fari batn- andi, ef rétt er á haldið. En til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að veita viðnám gegn verðbólgunni. Ríkisstjómin mun senn leggja fram tillögur sínar í þeim efnum. Þær miða að því í fyrsta lagi að tryggja kaup- mátt launa launþega. í öðru framleiðslunni fer vaxandi, en hlutur fiskveiða og fisk- vinnslu minnkar. Batnandi hagur útflutn- ingsatvinnuveganna hefur leitt til bættrar stöðu í utan- ríkisviðskiptum. f árslok 1968 var gjaldeyrisvarasjóðurinn uppurinn. f ársbyrjun 1970 nam hann 1988 mililjónum króna og hinn 1. október sl. nam hann 3412 milljónum króna. í byrjun þessa árs námu föst lán erlendis 11.725 milljónum, en hinn 1. júlí sl. nárnu þau rúmlega 11 þús- imd milljónum og höfðu því lækkað um 700 milljónir. Afkoma almennings hefur einnig batnað mikið. Atvinna hefur aukizt og tekjur einnig. Áætlað er, að ráðstöfunar- tekjur í ár verði um 30% hærri en þær voru í fyrra. Kaupmáttur launa verka- manns hefur aukizt um 17% á einu ári og talið er, að einkaneyzla muni aukast um 13% í ár frá fyrra ári. Betri afkorna almennings kemur einnig fram í því, að spari- fé landsmanna hefur stór- aukizt á þessu ári. Frá árs- byrjun til 1. október sl. hafði það aukizt um 1423 milljónir króna. Þessar staðreyndir sýna og sanna, að stefna núverandi ríkisstjórnar á hinum miklu erfiðleika árum 1967 og 1968 var rétt. Hún hefur nú, ásamt batnandi ytri aðstæðum, fært þjóðina upp úr öldudalnum og fram til betri tíma — þ.e.a.s. ef þjóðin kann fótum sínurn forráð, þegar betur gengur. [)g vinna meira lagi að koma í veg fyrir, að rekstrargrundvöllur atvinnu- veganna raskist og í þriðja lagi að forða óhagstæðri þró- un í utanríkisviðskiptum okkar. Al'lir stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök hafa lýst sig fylgjandi verðstöðvun. Hins vegar má búast við, að stjómarandstæðingar og ýms ir fleiri verði ekki jafn reiðu- búnir til þess að fylgja þeim aðgerðum, sem nauðsynlegar eru, til að tryggja verðstöðv- un. En þá ber að ha-fa í huga, að það borgar sig að fórna litlu til þess að vinna meira. ORÐ í BELG EFTIR MARKÚS ÖRN ANTONSSON FYRIR helgi las ég hér í blaðinu álykt- un frá þingi íslenzkra ungtemplara, sem beinir þeim tilmælum til yfirvalda bæj- arfélaga í landinu að auka beima fjár- styrki til hinnar frjálsu æskulýðsstarf- semi, þar sem styrkir bæjarsjóðanna nýtist betur með þeim hætti en þegar æskulýðsráð fá umráð yfir öllu fjár- magni vi’ðkomandi bæjarfélags til æskulýðsmála. Ekki er mér kunnugt um, hvaða hátt- ur er á hafður í þessu efni í öllum bæjarféllölgium utam Reykjia/vííkiur em Iheif hins vegar orðið var við óskir sumra þeirra um að leita ráða hjá Æskulýðs- ráði Reykjavíkur og hafa aðferðdr Reykvíkinga að einhverju leyti tU fyr- irmyndar í skipulagi æskulýðsstarfsemi heima í héraði. Æskulýðsráð Reykjavikur var stofn- að 1955 og hefuir umsvifa og áhrifa þess gætt í vaxandi mæli. Það hefur veitt fjölda ungmenna í höfuðborginni tækifæri til hollrar tómstundaiðju og Skemmtana, sem þeir hefðu senmilega farið á mis við ella. En samt er því ekki að leyna, að starf ÆSkulýðisráðs hefur verið nokkur þyrniir í augum margra forystumanna í hinum svo- nefndu frjálsu æskulýðsfélögum vegna þeirrar samkeppni, sem þeir telja, að Æskulýðsráð hafi veitt þeim og komið hafi niður á félagsstarfi þeirra sjálfra. Þeir benda á, að Æskulýðsráð Reykja- ví'kur sé opinber stofnun, kostuð af al- mannafé en him frjálsu félög verði að byggja framtíð sína á áhugasömum sjálfboðaliðum. Við mjetiuim mikils hollt oig þrosikamidi starf, sem hin frjálsu félög eins og t.d. íþróttafélögin, skátar og umgtemplarar hafa unmið með börnum og ungling- um. Þetta befur líka komið fram í gerðum borgarstjómar Reykjavíkur, því að hún hefur einmitt stutt hið frjálsa starf og ekki látið alla fjár- veitingu til æskulýðsmála renna til æskulýðsráðs borgarinnar. Ef litið er á reikminga Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1969, kemur í ljós, að þá voru veittar 2,5 milljónir króna úr borgarsjóði í styrki til íþróttafélaga, til skátastarfs í Reykjavik var veitt rúm hálf milljón og 50 þús. til Bandalags ísl. skáta, hálf milljón til húsbyggingar góðtemplara og 50 þús. til ísl. ung- templara. Æskulýðssambamd íslands, Farfugladeild Reykjavikur, Taflfélag Reykjavíkur, Svifflugfélagið og Þjóð- dansafélag Reykjavíkur, sem öll stunda æskulýðsstarfsemi á einrn eða annan veg, hlutu samaml'agt á síðastliðmu ári tæp 350 þús. í styrki úr borgartsjóði. Er þetta þó engan veginn tæmandi upp- talning umi þá aðila, er vinma á einhvern hátt fyrir æsku borgarinnar og hljóta til þess styrk yfirvaldanna. Það hefur sem sagt verið tekið fullt tillit til hinna frjálsu félaga í fjárveit- ingum borgarstjórnar, þó að aðstand- endur þessara mörgu félaga greini á um mikilvægi hvers um sig og hvort fjármunum sé réttilega skipt niður. Borgarstjórn hefur þó óneitanlega við- urkennt starf þessara aðila allra og ennfremur balið eðlilegt, að sjáifstæð starfsemi Æskulýðsráðs Beykjavíkur gæti farið fram samhliða félagslífi hinna frjálsu samtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá, að engin óyggjandi rök liggja fyrir um, að Æskulýðisráð hafi fælt unglinga frá að ganga til þátttöku í starfi hinna frjálsu félaga. Hjá Æsku- lýðsráði er í mörgum tilvikum um aðr- ar starfsgreinar og miklu lausari fé- lagsbönd að ræða en hjá félögunum. Starf Æskulýðsráðs hefur verið við hæfi þeirra mörgu, sem ekki bafa áhuga á að ganga í félagsskap með þeim skuld- bindingum, sem því fylgir. Þess vegna hefur það orðið „opið hús“ fyrir fjöld- ann allan af ungu fólki, er að öðrum kosti hefði orðið utan garðs. Það er eðlilegt, að áhugasamir at- hafnamenn beri hag samtaka sinna fyr- ir brjósti og vilji veg þeirra sem mest- an. En í þessu sambandi er líka vert að minnast þess, að þó að iUa ári 'er það ekki endilega því að kenna, að ímynd- uð samkeppni utan í frá sé að ganga af félaginu dauðu. Ástæðunnar er oft að leita miklu nær. Ég segi þetta, af því að stundum finnast mér hugmyndir fé- lagsforingjanna alls óraunhæfar eins og sú eindregna skoðun eins vinar míns úr þeirra hópi, að sjónvarpinu bæri að gjörbylta dagskrá sinni, af því að hún dragi unga fólkið um of frá æskulýðs- starfi á vissum tímum. Slík lausn, sem öllum æskulýðsforingjum hæfði, væri vaimdfuinidip, og í ainniain stað hljóta þeir að fagna þvi, að sjónvarpið stuðl- ar að því að unglingar gisti heimili sín eina kvöldstund svona endrum og eins. Hin frjálsu félög verða að sætta sig við þessar aðstæður og reyna að endurmeta starf sitt og endurbæta með tilliti til breyttra tíma. Æskulýðsráð Reykjavíkur mun enn um sinn aninast tómstundaiðju fyrir æsku Reykjavíkur. Svo hefur málum verið skipað, að ráðið sér nú um tóm- stundastarf í skólum, sem nemendur gagnfræðaskóla borgarinnar stunda inn- an veggja eigin skóla. Þetta eir sjálf- sögð þróun, því að óráðlegt er að búast við byggingu æskulýðsheimila í ein- stökum borgarhverfum meðan vegleg skólahús standa lítt notuð á kvöldin. Það breytir engu þar um, þótt margfalt rikari þjóðir geiti leyft sér að byggja fjöldiann allan af sérstökum æskulýðs- höllum, af því að ungmennum séljúftað skemmta sér í öðrum húsakynnum en. þeim, sem þau stunda nám í. Hvert hlutverk Æskulýðsráðs sjálfs í þessu efni verður á komandi árum, skal engu spáð um. Fyllilega kemur til greina að tómstundastarfið í skólunum verði í beinni forsjá fræðsluyfirvalda. Æskulýðsráð hefur stofnað siglinga- klúbb í Fossvogi með þátttöku 400 ungl- inga, sem sjáifir smíða seglbáta og sigla á sumardögum um voginn undir eftir- liti umisjónarmanna. Þegar fram í sæk- iir verða félagar í klúbbnum væntan- lega færir um að taka við umsjón með þessu starfi sjálfir og reka það án beinnar aðildar ráðsins. Að minum dómi ber að stefna mark- visst að því að gera Æskulýðsráð að upplýsinga- og fræðslustofnun um æSkulýðsmál í þágu allra hinna frjálsu félaga, og að það verði jafnframt ráð- gefandi gagnvart borgarstjórn um öll mál, er að Reykjavíkuræskunini lúta. Æskulýðsráð hefur þegar byrjað undir- búning að auknu upplýsingastarfi með kynnin.gu á einstö'kum félögum og eig- in starfi. Mun kynning þessi fara fram í Skólum borgarinnar. Þá er ennfremur í bígerð að halda fræðslunámsbeið fyr- ir starfamdi æskulýðSleiðtoga í borg- inni, bæði þá, er starfa fyrir félögin og hinia, sem vinna á vegum æskulýðlsráðs. ril þess að koma enn frekar til móts við þarfir hinna frjálsu félaga hefur Æskulýðsráð boðið þeim afnot af húsa- kynnum í Tónabæ og í Saltvík fyrir starfsemi þeirra. Og síðast en ekki sízt mun Æskulýðsráð verða ráðgefandi um styrkveitingar úr borgarsjóði til félaganna. Það miun því þurfa að bafa heildaryfirsýn yfir al'lt æskulýðsstarfið, vega og meta gildi einstakra þátta þess, og hafa jafnan tiltækar upplýsingar um ástand æskulýðsmála í Reykjavík. Fræðslu- kvöld í Neskirkju A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ kem- ur, 6. nóv., kl. 8,30 verður fræðslukvöld í Neskirkju. Þessi kvöld verða tvö í kirkjuitni, 6. og 13. nóv. og ekki endurtekin. Sex þjóðkumndr menn flytja er- indi, þrír hvort kvöld. Á föstu- dagskvöldið næsta, þ.e. ánnað kvöld, tala þeir séra Sveinn Vík- inguir um sálina og framhalds- l'ífið, Hafsteinn Bjömsson um skyggni og Ævar R. Kvaran um endurholdgunarkenminguna. Ég man, að lærimeistari mim, séra Haraldur Nielssom,, prófess- ir, sagði eimu sinni: Án trúar á fortilveru er enn erfiðaira að reyna að skilja margt I tilver- unni. Á þessum kvöldum fær fólk að heyra snjalla ræðumenn og fróðleg erindi. Ungt fólk aninasit sönig og hljómlist. Jón Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.